Morgunblaðið - 12.09.1995, Side 16

Morgunblaðið - 12.09.1995, Side 16
16 ÞRIÐJUDAGUR 12. SEPTEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ VERIÐ FRÉTTIR: EVRÓPA Morgunblaðið/Ágúst Blöndal UNDIRBÚNIN GUR fyrir síldarvertíðina er nú í fullum gangi hjá Síldarvinnslunni í Neskaupstað. Verið er að bæta síldarflökunarvélum við tækja- kostinn og búa sem bezt í hag- inn fyrir komandi vertíð. Meðal þess, sem gera þarf er að þrífa tunnur, sem síldin var flutt út í eftir síðustu vertíð. Þær eru Þvo þrettán þúsund tunnur fluttar inn aftur óþvegnar. Það eru stuðningsmenn og félagar i knattspyrnudeild Þróttar, sem hafa tekið að sér að þvo tunnurnar nú eins og undanfar- in haust. Þetta árið þvo þeir um 13.000 tunnur og er það góð búbót bæði fyrir deildina og fyrirtækin, sem nota tunn- urnar. I fyrra var saltað í um 26.000 tunnur hjá Síldarvinnsl- unni. Kvótamisferli hefur verið upplýst í Bolungarvík Þrettán tonnum af þorski landað og þau seld sem ufsi KVÓTAMISFERLI hefur verið upp- lýst í Bolungarvík. 13 tonnum af þorski var þar landað úr bátnum Guðbirni ÍS, en aflinn var gefinn upp sem aðrar tegundir við vigtun og síðan seldur þannig á Fiskmark- aði ísafjarðar. Málið verður sent ríkissaksóknara innan tíðar, en ekki er ákveðið með hvaða hætti verður að öðru leyti tekið á þætti hafnar- vogarinnar í Bolungarvík, Fisk- markaðs ísafjarðar og kaupanda fisksins, Vísis hf. í Grindavík, í málinu. Á þessu ári hefur Fiskistofa kært á annan tug aðila fyrir meint misferli, en í flestum tilfellum hefur þar verið um skipstjóra að ræða, vegna löndunar fram hjá vigt. Að sögn Fiskistofustjóra, Þórðar Ásgeirssonar, eru öll kurl ekki enn komin til grafar og því geti hann ekki tjáð sig frekar um málið. Málið var rannsakað aí rannsóknardeild lögreglunnar á ísafirði og er rann- sókn af hennar hálfu þegar lokið. Fiskurinn seldur til Grindavíkur Ljóst er að löndun á 13 tonnum af þorski fór fram með ólöglegum hætti, þrátt fyrir að landað væri um hafnarvogina í Bolungarvík og afl- inn seldur á Fiskmarkaði ísafjarðar. Þorskurinn var seldur sem ufsýog óljóst til hvaða aðgerða verður grip- ið gagnvart kaupandanum, Vísi hf. í Grindavík, en Fiskistofa getur grip- ið til þess ráðs að iáta „bakreikna" framleiðslu- og hráefniskaupa- skýrslur fiskvinnslufyrirtækja, sem grunaðar eru um ólögleg hráefnis- kaup. Þá er borið saman innvegið hráefni og framleiddar afurðir og kannað hvort samræmi sér þar á. Oftast um löndun fram hjá vigt að ræða Samkvæmt upplýsingum Morg- unblaðsins er þetta eina tilvikið, sem upp hefur komizt, þar sem bæði hafnarvog og fiskmarkaður tengjast misferli við löndun á fiskafla. í flestum tilfellum, sem Fiskistofa hefur kært fyrri misferli af þessu tagi, hefur verið um lönd- un fram hjá vigt að ræða. í þessu tilfelli sendi hafnarvogin í Bolung- arvík frá sér ófullnægjandi vigtar- nótu og sömu sögu var að segja af Fiskmarkaði ísafjarðar. Fiskur- inn var svo seldur Vísi sem ufsi og langa, en fyrirtækið hefur aldrei unnið löngu. Ekki er ljóst í hve miklum mæli svindlað er á lögunum um löndun og vigtun sjávarafla og þá um leið kvótakerfinu, en eins og áður er sagt, hefur Fiskistofa kært á annan tug tilfella. Helztu leiðirnar, sem Morgunblaðið hefur heimildir fyrir að famar séu, er löndun fram hjá vigt og er aflinn keyptur með ólög- legum hætti af einhverri fiskverkun. Þorskurinn hulinn með öðrum fisktegundum Önnur leið er að hylja þorsk í fiskikörum með öðrum fisktegund- um, einkum ufsa eða ýsu, við lönd- un um hafnarvog. Takizt að blekkja vigtarmenn með þeim hætti, er lík- legast að fiskurinn sé seldur í bein- um viðskiptum, en fari ekki í gegn um markaði, því þá eru mestar lík- ur á að upp komizt um svikin. Loks er þriðja leiðin, sem farin hefur verið í þessu tilfelli, þegar bæði hafnarvog, markaður og kaupandi koma við sögu. Það er fyrst og fremst þorskur, sem reynt er að fela með þessum hætti, því þar er kvótinn af skornum skammti. Vill ekki tjá sig um málið Einar Garðar Hjaltason, fram- kvæmdastjóri Fiskmarkaðs ísa- fjarðar, vildi ekki tjá sig um málið, þegar Verið náði samtali við hann. Enginn fjárhagslegur ávinningur „Við höfðum engan fjárhagslegan ávinning af Þessum viðskiptum, en enda vorum við ekki að kaupa fisk á undirverði til koma honum undan. Við gerðum ákveðin mistök og sitj- um í súpunni fyrir vikið,“ segir Pét- ur Pálsson, framkvæmdastjóri Vísis í Grindavík, í samtali við Verið. - kjarni rnáhins! ossvogsstöðin hf plöntusalan í Fossvogi Opið kl. 8-17, sími 564-1777 Tré og runnar, trjákurl, mold - eitthvað fyrir alla - Fossvogsstööin f. neðan Borgarspítalann. Með fangið fuHt afgróðrí Fundur utanríkisráðherra ESB Reuter HERVE de Charette, utanríkisráðherra Frakklands, kom bros- mildur út af fundi utanríkisráðherra ESB, þótt hann hefði mátt þola harðorða gagnrýni vegna kjarnorkutilrauna Frakka. Sótt að Frökkum úr öllum áttum Santander, Spáni. Reuter. SÓTT var úr öllum áttum að franska utanríkisráðherranum, Herve de Charette, á fundi utanríkisráðherra Evrópusambandsins í Santander á Spáni um siðastliðna helgi. Flest aðildarríki sambandsins mótmæltu kjarnorkutilraunum Frakka í Suður- Kyrrahafi harðlega. Ekkert ríki kom Frakklandi til varnar. Danmörk, Belgía, Holland, Aust- urríki, Lúxemborg, Irland, Finnland, Grikkland og Svíþjóð mótmæltu kjarnorkutilraununum harðlega og mörg ríkin kröfðust þess að þeim yrði hætt þegar í stað. Mótmæli Þýzkalands voru hins vegar hálfvolg og brezki utanríkisráðherrann, Malc- olm Rifkind, blandaði sér ekki í umræðurnar. Harkaleg orðaskipti áttu sér stað á laugardag milli de Charettes og Lenu Hjelm-Wallén, utanríkisráð- herra Svíþjóðar. Svíþjóð hefur verið í fararbroddi þeirra ríkja, sem for- dæmt hafa kjarnorkutilraunir Frakklands, og samskipti ríkjanna eru með erfiðasta móti eftir að sænski menningarmálaráðherrann, Margot Wallström, tók þátt í mót- mælum á Tahítí. Fiakkar brugðust við með því að aflýsa opinberri heim- sókn forsætisráðherra Svía, Ingvars Carlssons, til Frakklands. Ný ríki gangi í VES Helzta umræðuefni utanríkisráð- herrafundarins var hins vegar skýrsla Spánar, sem fer nú með formennsku í ráðherraráði ESB, um fyrirkomulag evrópskra varnarmála í framtíðinni. í skýrslunni er gert ráð fyrir að varnarmálastefna verði áfram mótuð af hverju ríki fyrir sig, en ekki af ESB-ríkjunum í sam- einingu. Ráðherrarnir voru sam- mála um að efla þyrfti tengsl Vest- ur-Evrópusambandsins (VES) við ESB og skilgreina þau nánar, en þá greindi hins vegar á um hvort stíga ætti til fulls það skref að VES verði varnarmálaarmur Evrópu- sambandsins Javier Solana, utanríkisráðherra Spánar, sagði á blaðamannafundi í Santander að ný aðildarríki ESB yrðu að ganga í VES. „Það er erf- itt að sjá fyrir sér framtíðaröryggis- kerfi í Evrópu, þar sem einhver aðildarríki ESB væru ekki í VES,“ sagði Solana. Þrjú nýjustu aðildar- ríki ESB, Svíþjóð, Finnland og Austurríki, eru hins vegar ekki í VES. Það eru Danmörk og írland ekki heldur. Kvörtunum Rússa vísað á bug Klaus Kinkel, utanríkisráðherra Þýzkalands, sagðist á blaðamanna- fundinum vísa algerlega á bug kvörtunum rússneskra valdhafa, um að væntanleg stækkun Evrópu- sambandsins og Atlantshafsbanda- lagsins til austurs væri hætta á að kalda stríðið hæfist að nýju. Kosningabaráttan í Sviss Evrópusinnar sagðir þreyttir á heimahögunum Ziirich. Reuter. FYLGJENDUR aðildar Sviss að Evrópusambandinu eru „þreyttir á heimahögunum" (Heimatmiide), að því er segir í umdeildri kosn- ingaauglýsingu frá Ziirichdeild hins hægrisinnaða Svissneska þjóðarflokks (SVP). Evrópusinnar hafa tekið þetta óstinnt upp og segja að verið sé að gefa í skyn að þeir séu verri Svisslendingar en aðrir, eða jafnvel landráða- menn. Christoph Blocher, þing- maður SVP og auðkýfingur, sem er vinsælasti stjórnmálamaður í Sviss um þessar mundir, segir að ásökunin í auglýsingunni sé vissu- lega alvarleg, en hún sé því miður sönn. Blocher hefur fyllt hvern fundarsalinn á fætur öðrum að undanförnu og boðskapúr hans virðist njóta vinsælda meðal al- mennings: Gætið ykkar að láta stjórnvöld ekki draga ykkur inn í Evrópusambandið. Þótt, svissneska stjómin hafi árið 1992 tapað þjóðaratkvæða- greiðslu um aðild að Evrópska efnahagssvæðinu, er hún enn fylgjandi Evrópusambandsaðild. Skoðanakannanir sýna hins vegar að stefna sljórnarinnar eigi ekki stuðning meðal almennings, og því hefur hún ekki hreyft málinu að ráði síðastliðin ár. Myndi ganga af beinu lýðræði dauðu Þjóðarflokkurinn er klofinn í afstöðu sinni til ESB. Ráðherrar flokksins styðja aðild, en Blocher telur ástæðu til að vara fólk við stjórnarstefnunni. Hann segir að aðild að ESB myndi ganga af beinu lýðræði í Sviss dauðu, skattar og vextir myndu hækka, svissneski frankinn hverfa af sjónarsviðinu, erlendir verkamenn streyma inn í landið og landsmenn yrðu að beygja sig fyrir alls kyns óþolandi reglugerðum frá Bmssel.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.