Morgunblaðið - 12.09.1995, Qupperneq 20
20 ÞRIÐJUDAGUR 12. SEPTEMBER 1995
MORGUNBLAÐIÐ
r
ÁRSTÍÐASKIPTI
GAMAN hjá flugunum á góðum sumardegi.
SUMARIÐ er liðið og eins og
venjulega voru þær sviptingar í
veðurfari að sums staðar urðu
menn þess vart varir að úti væri
sumar. Eitt af því sem fylgir
sumarlokum er að náttúran
hljóðnar mjög. Út um mýrar,
móa og haga, við víkur og voga,
allt verður svo undarlega hljótt.
Það skyldi engan undra, því
milljónir radda þagna. Farfugl-
arnir vita hvað klukkan slær,
flýja land, og senn verður landið
hulið snjó og ís á nýjan leik. Eft-
ir situr mannskepnan með skepn-
ur sínar. Fáeinar fuglategundir
sitja einnig sem fastast eftir, en
lífsbaráttan harðnar sem aldrei
fyrr er vetur konungur tekur
völdin og eftirlegukindurnar
megna ekki að viðhalda hinum
margradda kór sumarsins.
Það er ekki tekið út með sæld-
inni að búa við umhleypinga og
dynti íslenskrar náttúru. Fyrir
norðan máttu farfuglarnir tylla
I minn-
ingu ný-
liðins
sumars
tám sínum á hjarn og skafla og
vart var varpið hafið er vorleys-
ingar brustu á, mun seinna á ferð
en venjulegt gat talist. Mikið varp
misfórst og raskaði takti sumars-
ins. Fyrir sunnan setti kuldi mark
sitt á sumarbúskapinn. Svo ætlaði
aldrei að stytta upp.
En hvernig svo sem veðúrguð-
irnir haga sér og þeir eru ekki
alltaf til fyrirmyndar, þá fær ekk-
ert því breytt að sumarbúskapur
fuglanna gengur sinn vanagang.
Þeir para sig, verpa, klekja eggj-
um og svo er að sjá til. Hættur
leynast víða. Það er ekki aðeins
vatn og veður sem grandar ung-
viðinu, minkar, refir, kjóar, má-
var, skúmar, hrafnar hundar, kett-
ir, já, listinn er langur og hætturn-
ar leynast við hvert fótmál.
En þótt margir falli í valinn
lifa ævinlega nógu margir af til
að viðhalda hinni eilífu hringrás.
Fyrir vikið geta menn lokað aug-
unum og rifjað upp fuglasöng
sumarsins í þeirri vissu að þeir
heyra hann aftur að ári, cf guð
og hollir vættir lofa. Og með
þeim orðum og meðfylgjandi
myndsjá frá sumarbúskapnum,
úr smiðju Sigurgeirs Jónassonar
Ijósmyndara í Vestmannaeyjum,
kveðjum við sumarið 1995 og
bíðum næsta sumars.
MARÍUERLAN speglar sig í polli,