Morgunblaðið - 12.09.1995, Síða 42
42 ÞRIÐJUDAGUR 12. SEPTEMBER 1995
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
ARNI
ÖGMUNDSSON
+ Árni Ögmunds-
son skipasmið-
ur fæddist á Eyrar-
bakka 12. júní 1911
og lést á Dvalar-
heimilinu Felli
Reykjavík 1. sept-
ember 1995. For-
eldrar hans voru
Ögmundur Þor-
kelsson, kaupmað-
ur á Eyrarbakka
og síðar innheimtu-
maður hjá Reykja-
víkurhöfn, og Jón-
ína M. Þórðardótt-
ir. Bróðir hans var
Þormóður Ögmundsson lög-
fræðingur en, hálfsystkini,
Gíslabörn, þau Matthías skip-
stjóri í Vestmannaeyjum, Karel
rakarameistari í Reykjavík,
Ingibergur skipstjóri í Vest-
mannaeyjum, Þórður netagerð-
armeistari í Vestmannaeyjum,
Sigurður verkamaður í Reykja-
vík, Júlía húsfrú í Reykjavík
og Ágústa húsfrú í Reykjavík,
sem ein _ lifir eftir. _ Uppeldis-
bræður Árna voru Óli Sverrir
Þorvaldsson blaðasali í Reykja-
vík og Þórður Víg-
konsson kaupmað-
ur í Reykjavík sem
báðir eru látnir.
Árni kvæntist árið
1936 Hlíf Hjálmars-
dóttur, f. 11. októ-
ber 1915, d. 3. febr-
úar 1989, húsmóð-
ur og afgreiðslu-
konu hjá Mjólk-
ursamsölunni, dótt-
ur Hjálmars Þor-
steinssonar bónda
og skálds að Hofi á
Kjalarnesi og konu
hans, Önnu Guð-
mundsdóttur. Börn Árna og
Hlífar eru tvö. Dóttirin Lilja
Árnadóttir, f. 22.7. 1936, er
starfsmaður í Islandsbanka í
Reykjavík, gift Erling Krisfj-
ánssyni járnsmið og eiga þau
þijár dætur, Hlíf kennara á
Eyrarbakka sem gift er Tómasi
Rasmus kennara á sama stað
(þau eiga tvo syni, Erling og
Hendrik), Sigríði hjúkrunar-
fræðing á kvennadeild Land-
spítalans sem gift er Magnúsi
Þór Jónssyni verkfræðingi
t
Ástkær móðir okkar,
KRISTJANA GUÐMUNDSDÓTTIR,
Lindargötu 61,
Reykjavik,
verður jarðsungin frá Bústaðakirkju miðvikudaginn 13. september
kl. 13.30.
Guðlaugur Már Sigmundsson,
Ellert Jón Jónsson.
t
Bróðir okkar,
BJÖRN SIGMARSSON,
lést sunnudaginn 10. september.
Guðlaug Sigmarsdóttir,
Hörður V. Sigmarsson,
Vilhjálmur Jónsson.
t
Móðir okkar,
PÁLÍNA HALLDÓRSDÓTTIR,
Sigtúni 33,
Patreksfirði,
andaðist laugardaginn 9. september.
Fyrir hönd aðstandenda,
Sigríður Guðmundsdóttir,
Guðrún H. Guðmundsdóttir.
t
Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
ÞORSTEINN BRYNJÓLFSSON,
Hagamel 48,
Reykjavik,
lést í Landspítalanum 9. september
síðastliðinn.
Þuríður Þorsteinsdóttir, Guðmundur Kr. Þórðarson,
Lára Sigurlaug Þorsteinsdóttir, Grétar Kristjánsson,
Guðrún Þorsteinsdóttir, Ólafur Sigurmundsson,
Bryndís Þorsteinsdóttir, Ragnar Jón Skúlason,
Brynjólfur Már Þorsteinsson, Ragnheiður Garðarsdóttir,
Dagbjört Þorsteinsdóttir, Mogens Löve Markússon,
Guðmundur Helgi Þorsteinsson, Birna Einarsdóttir,
Geir Þorsteinsson,
Rúna Björg Þorsteinsdóttir, Elías Reynisson,
Sigrún Þorsteinsdóttir, Tumi Hafþór Helgason,
barnabörn og barnabarnabarn.
(þeirra börn eru Jón Arnar og
Lilja) og Guðrúnu Önnu sjúkra-
liða á Grensásdeild Borgarspít-
alans sem býr með Hákoni Elv-
ari Guðmundssyni sjómanni (þau
eiga einn son, Fannar Örn). Son-
ur Árna og Hlífar, Ögmundur
Arnason, f. 5.8. 1947, er leigubíl-
sljóri í Reykjavík en sambýlis-
kona hans er Ásta Ögmundsdótt-
ir skrifstofumaður. Ögmundur
var áður giftur þýskri hjúkrun-
arkonu að nafni Jutta Gebauer
og áttu þau eina dóttur, Lilju
Andreu skrifstofumann (mæðg-
urnar eru búsettar í Hamborg).
Afkomendur Arna og Hlífar eru
nú ellefu. Árni lærði skipasmíði
hjá Magnúsi Guðmundssyni í
skipasmíðastöð Reykjavíkur,
lauk sveinsprófi 1932 og öðlaðist
meistararéttindi í skipasmíði
1934. Hann vann lengst af hjá
Slippfélagi Reykjavíkur eða frá
1932 og fram á sjöunda áratug-
inn en síðan sjálfstætt. Um skeið
sat hann í sfjórn Sveinafélags
skipasmiða.
Útför Árna fer fram í dag frá
kapellu Fossvogskirkju og hefst
athöfnin kl. 15.00. Jarðsett verður
í Fossvogskirkjugarði.
SJÁLFSTÆÐISBARÁTTA þjóðar
getur verið stórbrotin. En einstakl-
ingur heyr einnig sjálfstæðisbar-
áttu, m.a. á því æviskeiði sem lýst
er í máltækinu „Allir ellina kjósa
en fáir fenginni hrósa.“ Var lær-
dómsríkt að fylgjast með baráttu
föðurbróður míns, Árna Ögmunds-
sonar, fyrir andlegu og líkamlegu
sjálfstæði sínu á þessum tímabili í
lífi hans. Uppréttur stóð hann allt
til loka er hann féll á kné sem
Egill forðum og máttur þvarr fyrr
en varði.
Rómverski ræðusnillingurinn
Cicero sagði í riti sínu um ellina
að jafneðlilegt væri að gamalt fólk
dæi og þroskaður ávöxtur félli af
tré. Oftast vilja menn þó geta notið
samvista lengur. Svo var og nú.
Ýmislegt var ósagt við skipasmiðinn
snjalla sem taldi sjómenn eiga betra
skilið en sigla á skipsfjöl hraðvirkni
og hroðvirkni, smiðinn vandvirka
og vinnusama, manninn orðheppna
og uppörvandi. Megi ísland eignast
sem flesta slíka.
Jón Ögmundur Þormóðsson.
Erfidrykkjur
Glæsileg kaffi-
hlaðborð, fallegir
salir og mjög
góð þjónusta
Upplýsingar
ísíma 5050 925
og 562 7575
FLUGLEIÐIR
HÓTEL LOFTLEIHIR
&
y
FOSSVOGI
_ j^egar an
nonaum
Úifararstofa KirltjugarÖanna Fossvogi
Sfnti 551 1266
GUÐRÍÐUR
MAGNÚSDÓTTIR
+ Guðríður Steinþóra Magn-
úsdóttir fæddist í Vest-
mannaeyjum 11. júlí 1937. Hún
lést á Sjúkrahúsi Suðurnesja
2. september síðastliðinn og fór
útför hennar fram frá Keflavík-
urkirkju 9. september.
KÆR starfsystir og vinkona, Guð-
ríður Magnúsdóttir (Gurrý), hefur
nú kvatt okkur eftir erfið veikindi.
Gurrý starfaði á leikskólanum
Garðaseli í tíu ár. Hún hafði alla
þá kosti sem góður starfskraftur
þarf að hafa. Það sem einkenndi
Gurrý öðru fremur var hlýtt við-
mót, samviskusemi og það að hún
hugsaði alltaf fyrst um aðra. Orð-
vör var hún og gott að koma með
áhyggjur sínar til hennar. Þær voru
margar starfsstúlkurnar sem hafa
starfað með Gurrý í þessi tíu ár.
Allar hugsa þær hlýtt til hennar
með þakklæti í huga, þakklæti fyr-
ir að hafa fengið að kynnast slíkri
konu.
Á leikskóla eru margir skemmti-
legir dagar og er öskudagurinn einn
þeirra. Gurrý fannst þessi dagur
sérlega skemmtilegur, ekki síst á
meðan hún og samstarfskona henn-
ar, Jóna Hjálmtýsdóttir, gátu notið
hans saman. Þá fékk barnið í þeim
að koma fram og þær klæddu sig
svo skemmtilega að allir höfðu
gaman af, ekki síst þær sjálfar. Þær
vinkonur, Guný og Jóna, börðust
við sama sjúkdóm en Jóna lést 26.
janúar 1992. Þeirra verður lengi
minnst með söknuði.
Elsku Gurrý, fyrir hönd allra
þeirra barna, sem þú tókst í hlýjan
faðm þinn, þakka ég þér. Sam-
starfsfélagarnir minnast þín með
virðingu og persónulega þakka ég
þér allt sem þú gerðir fyrir mig.
Síðasta stundin með þér mun verða
mér minnisstæð um ókomin ár.
Eiginmann, börn, tengdasyni og
barnabörn biðjum við guð að
styrkja.
Gráttu ekki af því að ég er dáin,
ég er innra með þér alltaf.
Þú hefur rðddina,
hún er í þér,
hana getur þú heyrt
þegar þú vilt.
Þú hefur andlitið,
líkamann,
ég er í þér.
Þú getur séð mig fyrir þér
þegar þú vilt.
Allt sem er eftir
af mér
er innra með þér.
Þannig erum við alltaf saman.
(Barbo Lindgren)
Svala Svavarsdóttir og
starfssýstur Garðaseli.
SVAVAR
BJARNASON
+ Svanur Bjarna-
son, fæddist 12.
desember 1915 að
Brekku í Fljótsdal,
sonur Margrétar
Pétursdóttur og
Bjarna Gíslasonar,
sem ekki voru í
sambúð. Árs gamall
fluttist hann með
móður sinni að Arn-
heiðarstöðum í
Fljótsdal. Árið 1945
kvæntist hann eft-
irlifandi eiginkonu
sinni, Lilju Hall-
grímsdóttur, eign-
uðust þau sex börn auk þess
sem þau tóku eitt barnabarn
sitt í fóstur. Börn þeirra eru:
Sigríður, f. 6. janúar 1945, á
hún fimm börn, hún býr í
Reykjavík. Sigmar, f. 14. nóv-
ember 1946, á hann
eina dóttur auk
tveggja fóstursona,
hann býr á Seyðis-
firði. Kári, f. 5.
október 1950, á
hann tvö börn, hann
býr á Egilsstöðum.
Margrét, f. 31. jan-
úar 1952, á hún einn
son auk einnar fóst-
urdóttur, hún býr á
ísafirði. Rósa, f. 22.
júlí 1953, á hún
fjögur böriv hún
býr í Noregi. Björk,
f. 7. október 1957,
hún á tvö börn, hún býr í Kópa-
vogi. Grétar Berg, f. 12. júlí
1965, hann býr í Reykjavík.
Svavar var jarðsunginn frá
Fossvogskirkju 17. ágúst síðast-
liðinn.
Hin langa þraut er liðin,
nú loksins hlaustu friðinn,
og allt er orðið rótt
nú sæll er sigur unninn
og sólin björt upp runnin
á bak við dimma dauðans nótt.
(V. Briem.)
Með þessum orðum vil ég minn-
ast afa míns, sem nú hefur kvatt
þennan heim. Barátta hans við erf-
ið veikindi er nú á enda, og ég
hugga mig við það að nú líður hon-
um betur.
Afi var vanur að gantast með
það hvort það færi ekki allur tími
hjá mér í að moka frá húsinu, þar
sem það var sagt í fréttum að það
væri allt á kafi í snjó fyrir vestan.
Afi hafði mikið dálæti á söng, starf-
aði hann mikið með kirkjukór Seyð-
isfjarðar þegar hann og amma áttu
heima þar. Einnig vann hann við
að keyra leigu- og vörubíl. Árið
1975 fluttust amma og afi til Kópa-
vogs, þar sem afi fór að vinna hjá
Skeljungi, en amma fór í sjúkraliða-
nám.
Afi hélt áfram að syngja, fór
hann að starfa með kór trésmíðafé-
lagsins.
Nú eru blómin að fölna og trén
að fella lauf og sál þín komin til
sólarlandsins, landsins sem við öll
hverfum til.
Blessuð sé minning þín, elsku afi.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem.)
Ég og fjölskylda mín sendum
ömmu og frændsystkinum mínum
dýpstu samúðarkveðjur.
Svavar Þór Einarsson.
Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvu-
sett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Auðveld-
ust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslu-
kerfin Word og Wordperfect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til
blaðsins á netfang þess Mbl@centrum.is en nánari upplýsingar þar um má lesa á
heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina og hálfa
örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd — eða 3600-4000 slög.
Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.