Morgunblaðið - 12.09.1995, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 12. SEPTEMBER 1995 51
I DAG
SKAK
Umsjðn Margcir
Pétursson
HVÍTUR leikur og nær
jafntefli
Staðan kom upp á Frið-
riksmótinu á sunnudaginn
í viðureign Svetozars Glig-
oric (2.455) sem hafði hvítt
og átti leik, og Helga Ól-
afssonar (2.470). Hvítur er
illa beygður en tókst þó að
finna leið til að halda jafn-
tefli:
40. Hfl! - Rxfl 41. Dd5+
- Kf8 42. Df3+ - Kg8 (En
alls ekki 42. - Ke7?? 43.
Df6+ - Kd7 44. Dd6+ -
Kc8 45. Dc7 mát) 43. Dd5+
— Kf8 og jafntefli samið
þar sem hvítur þráskákar.
Níunda umferð Friðriks-
mótsins fer fram í Þjóðar-
bókhlöðunni í dag kl. 17.
Önnur skákin í heimsmeist-
araeinvígi Kasparovs og
Anands verður tefld í New
York í dag og hefst kl. 19
í kvöld að íslenskum tíma.
Pennavinir
19 ARA stúlka frá Japan
vill fræðast um ísland:
Naomi Yanagisawa
4-6-1-3-2 Kitasakurazuka,
Toyonaka,
Osaka,
560 Japan.
20 ÁRA sænsk stúlka, sem
hefur mikinn áhuga á
íþróttum, ferðalögum, dýr-
um og bréfaskiptum.
Jeanette Blomström,
Studiev. 43,
S-14233 Skogás,
Sweden.
LEIÐRETT
Græni skólinn
frístundaskóli
í FRÉTT í Morgunblaðinu
sl. laugardag var sagt frá
Græna skólanum og var
hann sagður í fyrirsögn
'vera framhaldsskóli. Það
er ekki rétt heldur átti
þetta að vera frístunda-
skóli. Einnig var rangt far-
ið með símanúmer en rétt
er það 552 6824. Beðist
er velvirðingar á mistökun-
um.
Rangt nafn
RANGT var farið með nafn
fyrirliða þriðja flokks
Áustra í knattspyrnu í
blaðinu á laugardag.
Knattspyrnukappinn heitir
Jóhann Ragnar Bene-
diktsson og er beðist vel-
virðingar á auka-a sem
slæddist inn í nafn hans.
Einnig féll niðurföðurnafn
þriggja bræðra sem standa
í dómgæslu á Eskifirði,
þeir eru Kristjánssynir.
Námskeið
fyrir nýbúa
TEXTl féll niður í niður-
lagi fréttatilkynningar um
námskeið fyrir nýbúa sem
birtist í Mbl. sl. laugardag
og birtist hann hér með
réttur: Skráning hefur
staðið yfir sl. þijár vikur
og verður tekið á móti fleiri
áhugasömum umsækjend-
um til 20. sept. Undirbún-
ingsfundur verður síðan
haldinn 22. september nk.
kl. 11 í húsnæði miðstöðv-
arinnar að Faxafeni 12.
Arnað heilla
O J"|ÁRA afmæli. í dag,
Ovfþriðjudaginn 12.
september, er áttræð Ing-
unn Sveinsdóttir, Dal-
braut 20, Reykjavík. Eig-
inmaður hennar var Ari
K. Eyjólfsson, en hann lést
1953. Ingunn verður stödd
á Hótel Ork, Hveragerði, á
afmælisdaginn.
ÍTOÁRA afmæli. í dag,
I vrþriðjudaginn 12.
september, er sjötug Anna
Kristjánsdóttir, Einilundi
4a, Akureyri. Eiginmaður
hennar yar Vilhelm Þor-
steinsson en hann lést árið
1993. Anna verður að heim-
an í dag.
Með morgunkaffinu
Ást er...
að komast að því hvað
honum finnst fyndið.
TM Rog. U.S. Pat Oft — all rights reseived
(c) 1995 Los Angoles Times Symícato
... og mundu að halda
þig frá umræðum um
trúmál og stjórnmál.
Með öðrum orðum:
Haltu bara kjafti.
Athyglisvert. Þetta er
ekki minnimáttar-
kennd, heldur einfald-
lega minna í þig
spunnið en flesta aðra.
„ rt&-r *
Ég skal koma til móts
við þig. Þú heldur
starfinu, en fyrirtæk-
ið laununum þínum.
COSPER
ÉG svæfi nú betur ef við fengjum okkur þjófavörn.
Farsi
STJÖRNUSPA
cftir Frances Drakc
MEYJA
Afmælisbam dagsins:
Þú átt auðvelt með að vinna
með öðrum oghefurgóða
stjórnunarhæfiieika.
Hrútur
(21. mars - 19. apríl)
Eitthvað sem þú hefur beðið
eftir gerist loks í dag. Farðu
ekki að ráðum vinar við
lausn á vandamáli í vinnunni.
Naut
(20. apríl - 20. maí) tffö
Truflanir tefja framgang
mála í vinnunni í dag, en þú
kemur samt miklu í verk. í
kvöld ríkir einhugur hjá ást-
vinum.
Tvíburar
(21. maí - 20. júní) 5»
Þú getur farið eigin leiðir í
vinnunni í dag án þess að
það dragi úr afköstum ann-
arra. Fjárhagurinn virðist á
batavegi.
Krabbi
(21. júní - 22. júlí)
Þú þarft að endurskoða fjár-
hagsstöðu þína í dag og va-
rast óhóflega eyðslu í óþarfa.
Þér berast góðar fréttir í
kvöld.
Ljón
(23. júlí — 22. ágúst)
Breytingar verða á áætlun
þinni varðandi fyrirhugað
ferðalag. Þú kemur miklu í
verk í vinnunni og nýtur
kvöldsins með vinum.
Meyja
(23. ágúst - 22. september)
Smá vandamál kemur óvænt
upp í vinnunni, en þér tekst
fljótlega að leysa það. Ljúktu
skyldustörfunum áður en þú
ferð út í kvöld.
Vog
(23. sept. - 22. október)
Ágreiningur getur komið
upp milli ástvina varðandi
flármálin, en úr rætist fljót-
lega þegar málin hafa verið
rædd í vinsemd.
, éq i/oncL- ob þú sért ekkc e/rm- cxfþesscjrft
þe ttbyUshjreJburrc."
Ný lækningastofa
Hef opnað læknastofu á 2. hæð í Síðumúla 27.
Einar Guðmundsson, læknir
Sérgrein: Geðlækningar
Einstaklingsmeðferð, fjölskyldu/hjónavandamál, sálgreining í hóp,
greining á hópferlum/vandamálum hópa.
Tínrapantanir í síma 565 9299 milli kl. 11—12 virka daga.
Músikleikfimin
hefst mánudaginn 18. september.
Góð alhliða þjálfun fyrir konur sem vilja
bæta þol, styrk og liðleika á markvissan
og skemmtilegan hátt.
Byrjenda- og framhaldstímar.
Kennsla fer fram í íþróttahúsi Melaskóla.
Upplýsingar og innritun í síma 551 3022.
Gígja Hermannsdóttir, íþróttakennari.
Leikfimi - leikfimi
Leikfimi fyrir konur á öllum aldri í Melaskóla.
Góð upphitun, styrkjandi æfingar fyrir maga, rass og læri
og teygjur.
Upplýsingar og innritun í síma 557 33 12
alla daga eftir kl. 17.00.
Ingibjörg Jónsdóttir, íþróttakennari.
Sþorddreki
(23. okt. - 21. nóvember)
Ástvinir komast að niður-
stöðu í dag sem er báðum
hagstæð. Þú vinnur vel og
afkastar miklu. Farðu samt
sparlega með peninga.
Bogmaóur
(22. nóv. - 21. desember) m
Upplýsingar sem þú bíður
eftir láta á sér standa, svo
þú verður að snúa þér að
öðrum málum. Fjármálin
þróast til betri vegar.
Steingeit
(22. des. - 19. janúar)
Smá vandamál kemur upp í
vinnunni, en heima leikur
allt í lyndi. Láttu ekki
áhyggjur af vinnunni spilla
góðu kvöldi ástvina.
NÚ BJÓÐUM VIÐ UPP í
NÝ NÁMSKEIÐ SEM HEFJAST Á HAUSTÖNN
BARNADANSAR
GÖMLUDANSARNIR
SUÐURAMERÍSKIRDANSAR
SAMKVÆMISDANSAR
KENNT ( FRAMHALDS OG BYRJENDAFLOKKUM.
EINNIG ER BOÐIÐ UPP Á EINKATÍMA.
INNRITUN DAGLEGA FRÁ KL. 13 - 19.
KENNSLA HEFST LAUGARDAGINN 16 9 95.
m MMKÓUNN
REYKJAVlKURVEGI 72 HAFNARFIRÐI
SÍMI565 2285
nYi dansskólinn skilar betri árangri.
Ioppskórinn —
ÚTSÖLUMARKAÐUR
Kulda- og gönguskór
Vatnsberi
(20. janúar - 18. febrúar) ðh
Þér gefst tími útaf fyrir þig
í dag til að leysa smá vanda-
mál, sem upp kemur milli
ástvina. í kvöld berast svo
góðar fréttir.
Fiskar
(19. febrúar - 20. mars)
Smá misskilningur kemur
upp árdegis, sem þú átt auð-
velt með að leysa. Þér berst
spennandi heimboð frá nýj-
um kunningja.
Stjömuspóna d aó lesa sem
dœgradvöl. Sþdr af þessu tagi
byggjast ekki d traustum grunni
visindalegra staóreynda.
Tegund: 300
Litir: Svartur o.fl
Stærðir: 36-46
Verð 2.495,-
Ath: Með grófum gúmmísóla
Póstsendum samdægurs
Ioppskórinn
ÚTSÖLUMARKAÐUR
AUSTURSTRÆTI 20 • simi 552 2727