Morgunblaðið - 08.11.1995, Qupperneq 2
2 MIÐVIKUDAGUR 8. NÓVEMBER 1995
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Fj ölskyldan j arðsungin
ÚTFÖR hjónanna Haraldar Eg-
gertssonar og Svanhildar Hlöð-
versdóttur og barna þeirra Har-
aldar Jóns Haraldssonar, fjög-
urra ára, Ástrósar Birnu Har-
aldsdóttur, þriggja ára og Re-
bekku Rutar Haraldsdóttur,
eins árs, sem öll fórust í siyó-
flóðinu á Fiateyri 26. október
síðastliðinn, var gerð frá Hall-
grímskirkju í gær. Mikið fjöl-
menni var við útförina, þeirra
á meðal forseti íslands, frú Vig-
dís Finnbogadóttir. Prestar við
útförina voru sr. Gunnar
Björnsson og sr. Karl Sigur-
lyörnsson. Organisti var Hörður
Askelsson, Signý Sæmundsdótt-
ir söng einsöng og Mótettukór-
inn söng. Hin látnu voru jarð-
sett í Gufuneskirkjugarði.
RLR rannsakar heimildir að greinaflokki
Héraðsdómur taki
skýrslu af blaðamanni
Morgunblað sins
RANNSÓKNARLÖGREGLA ríkis-
ins hefur óskað eftir því við Hér-
aðsdóm Reykjavíkur, að hann taki
skýrslu af Agnesi Bragadóttur
blaðamanni vegna greinaflokks
sem hún skrifaði í Morgunblaðið í
mars á þessu ári og var söguleg
úttekt á endalokum Sambandsins
og samskiptum fyrirtækisins við
Landsbanka íslands.
Bankaeftirlit Seðlabanka ís-
lands sendi ríkissaksóknara bréf í
sumar þar sem vakin var athygli
embættisins á því, að með þeim
upplýsingum, sem greinaflokkur-
inn byggðist á, kynnu að hafa ver-
ið brotin lög um þagnarskyldu
bankastarfsmanna. Að sögn Birgis
ísleifs Gunnarssonar seðlabanka-
stjóra var ekki um formlega kæru
að ræða heldur ábendingu til ríkis-
saksóknara. Hann sagði, að málið
væri alfarið í höndum saksóknara
og að bankaeftirlitið myndi ekki
hafa frekara frumkvæði í því.
Dómari mun úrskurða
Saksóknari hefur ákveðið að
láta fara fram rannsókn í málinu.
í fyrradag var Agnes Bragadóttir,
höfundur greinanna, kölluð til yfir-
heyrslu hjá RLR sem vitni. Agnes
Bragadóttir neitaði í samráði við
Jón Steinar Gunnlaugsson hæsta-
réttarlögmann, sem ritstjóm
Morgunblaðsins hefur falið að
gæta hagsmuna sinna í þessu
máli, að svara spumingum sem
vörðuðu þær heimildir sem hún
byggði skrif sín á. í framhaldi af
því ákvað rannsóknarlögreglustjóri
í gær að óska eftir því, að skýrsla
yrði tekin af henni fyrir Héraðs-
dómi Reykjavíkur. Dómari kemur
til með að úrskurða, hvort henni
beri að svara þeim spurningum,
sem hún hefur neitað að svara.
Jón Steinar Gunnlaugsson sagði
í samtali við Morgunblaðið, að í
lögum um meðferð opinberra mála
væm ákvæði um undanþágu frá
meginreglu laga um vitnaskyldu.
„Við teljum að slíkar undanþágur
gildi í tilviki sem þessu þar sem
blaðamaður er spurður spurninga
sem fela það í sér, að svari hann
þeim ijúfi hann trúnað við heimild-
armenn að frétt sem hann skrifar."
Ákærður fyrir
16 milljóna svik
51 ÁRS gamall maður í Reykjavik
hefur verið ákærður fyrir fjársvik
með því að hafa fengið 13 einstak-
linga, aðallega konur, til að taka á
sig 16 milljóna króna skuldbinding-
ar, með því að fá þá til að skrifa upp
á samtals 29 skuldabréf og víxla.
í ákæm segir að ein kvennanna
hafí átt við alvarleg geðræn vanda-
mál að stríða og önnur var vistuð
á lokaðri geðdeild þegar hún veð-
setti fasteign sína Landsbanka ís-
lands til tryggingar 1,5 milljóna
króna veðskuldabréfaláni sem mað-
urinn fékk hjá bankanum.
Mál ákæmvaldsins gegn mannin-
um var þingfest í Héraðsdómi
Reykjavíkur í gær. Þegar dómari
bað hann að tjá sig um ákæmna
sagði maðurinn hana ranga, 10
þeirra skuldabréfa sem um væri að
ræða í málinu væm að fullu greidd.
Þá sagði maðurinn að forsvarsmenn
þeirra bankastofnana sem hlut ættu
að málinu hlytu að vera kvaddir
fyrir dóminn. „Ég er ekki ákærður
fyrir að blekkja þá,“ sagði hann.
Málið verður tekið til aðalmeðferðar
í Héraðsdómi Reykjavíkur 17. jan-
úar næstkomandi.
Kvaðst hafa góðar tekjur
í ákæm segir að ákærða hafí
tekist að telja fólkinu trú um að
hann mundi greiða þessar skuld-
bindingar og þeir þyrftu engar
áhyggjur að hafa, þar sem hann
hefði góðar tekjur og ætti von á
vaxtabótum og tryggingabótum
„þrátt fyrir að ákærða væri ljóst
að fjárhag hans var þannig háttað
að hann hafði enga möguleika til
að standa við allar þessar skuldbind-
ingar og sama er að segja um vitn-
eskju ákærða um fjárhag brota-
þola,“ segir í ákæra.
Þá segir að hann hafi haldið
leyndu fyrir hveijum einstökum
þeirra sem upp á bréfin skrifuðu
hve mikilla skulda hann hefði stofn-
að eða látið aðra stofna til í sína
þágu. „Ákærði ætlaði aldrei að
standa í skilum með þau skuldabréf
og víxla sem hann var ekki skuld-
ari eða ábyrgðarmaður á,“ segir í
ákæmnni, en að maðurinn hafí séð
um að útbúa lánsumsóknir, útbúa
viðskiptabréfín, sjá um sölu þeirra
til lánastofnana, taka við andvirði
þeirra og sjá alfarið um svo til öll
önnur samskipti við bankana vegna
samskiptanna.
Nokkur útibú Landsbanka og
íslandsbanka keyptu skuldabréf
þessi og víxla af manninum, ásamt
Sparisjóðunum í Kópavogi og á
Þingeyri, svo og kaupleigufyrir-
tækinu Glitni.
Regnbogi sést
um miðja nótt
Ólafsvík. Morgunblaðið.
SNAGABAKKAR heita sjávar-
bakkar þeir sem eru rétt innan
við byggðina í Ólafsvík. Sam-
kvæmt gömlum sögnum hefur
þar ýmislegt fyrir augu borið
sem ekki verður í fáum orðum
skýrt. Vorið 1744 sáust t.d. af
bökkum þessum hvítir hrað-
syndir fiskar á borð við hákarla.
Svo var það núna í haustrign-
ingunni að þarna sást regnbogi
um miðja nótt. Tungl var í fyll-
ingu og lýsti vel og því var
hann þarna regnboginn, stór
og faliegur, þó að iitirnir væru
með daufara móti. Var annar
sporður hans uppi á bökkunum
en hinn langt úti á vík. Virtist
leikur einn að bregða sér undir
hann á báti!
Þarna voru án alls efa verkin
þess meistara sem ávallt stað-
festir sáttmála sinn jafnvel um
óttubil í skammdeginu.
Slökkviliðsmenn á Keflavíkurflugvelli grípa til aðgerða
Morgunblaðið/Björn Blöndal
FJÖLMENNT var á fundi slökkviliðsmanna á Keflavíkurflugvelli þar sem samþykkt var að grípa
til aðgerða vegna stöðunnar í kjaramálum.
Ætla að viðhafa seina-
gang við störf sín
SLÖKKVILIÐSMENN á Keflavík-
urflugvelli samþykktu á ijölmenn-
um fundi með forystumönnum
Landssambands slökkviliðsmanna í
gærmorgun að grípa til seinagangs
i. störfum í ótilgreindan tíma.
Ástæðan er m.a. óánægja slökkvi-
liðsmannanna með það að þeir skuli
ekki hafa fengið þær kjarabætur
sem þeim ber frá því kjarasamning-
ar vora gerðir síðastliðið vor.
Á fundinum í gær samþykktu
slökkviliðsmennirnir ályktun þar
sem harmað er að ekki skuli hafðr
tekist að fá réttmætar kjarabætur
þeirra greiddar frá kjarasamningi
í vor líkt og aðrir landsmenn hefðu
fengið. Hins vegar vísa þeir til
máls sem lýtur að aukagreiðslum
til slökkviliðsmanna, en þeir segja
vanefndir hafa verið á þeim greiðsl-
um til maí 1994.
í ályktuninni segir að við svo
búið verði ekki lengur unað og er
forysta Landssambands slökkviliðs-
manna hvött til þess að beita öllum
tiltækum ráðum svo takast megi
að ná fram rétti starfsmanna
Slökkviliðs Keflavíkurflugvallar.
Aðgerðir hófust í gærmorgun
Að loknum formlegum fundi
slökkviliðsmanna ræddu þeir hugs-
anlegar aðgerðir og ákváðu að grípa
til þess að heija seinagang í störfum
og hófst aðgerðin í gærmorgun.
Að sögn Guðmundar Vignis Ósk-
arssonar, formanns Landssam-
bands slökkviliðsmanna, þýðir þetta
að slökkviliðsmennirnir sinna ekki
ölfu almennu starfí, en öllum neyð-
arútköllum verður sinnt og jafn-
framt þeirri þjónustu sem vamarlið-
ið sjálft þarf á að halda.
„Þetta er ákvörðun starfsmann-
anna, og að sjálfsögðu mun ég sem
formaður félagsins og foiysta þess
hafa forgöngu um það að þessi mál
og önnur nái landi. Aðgerðimar
standa ótímasett þar til einhveijar
lausnir em í sjónmáli," sagði Guð-
mundur Vignir.
Húnaröst
er hæst
Hornafirdi. Morgunblaðið
MJÖG vel hefur gengið á
Homafirði það sem af er síld-
arvertíð. Um 15 þús. tonn hafa
borist á land en einungis þrjú
skip hafa landað á þessu hausti,
Húnaröst 9.400 tonnum, Jóna
Eðválds 4.500 tonnum og Sig-
urður Ólafsson 1.300 tonnum.
Hjá Borgey hf. hefur verið
saltað í 21.000 tunnur á móti
17.000 á sama tíma í fyrra og
fryst 3.000 tonn á móti 2.000 í
fyrra. Betri nýting til vinnslunn-
ar hefur náðst nú en undanfarin
ár eða 80-85%. Skinney hf. hef-
ur unnið aflann af Jónu Eðvalds
og að sögn forsvarsmanna þar
eru allar forsendur fyrir vinnslu
breyttar milli ára hjá þeim.
-
\
>
I
I
I
I
I
k
I
Í
I