Morgunblaðið - 08.11.1995, Side 11
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 8. NÓVEMBER 1995 11
STÆKKUIM ÁLVERSINS
Orkusölusamningur Landsvirkjunar og Alusuisse Lonza gildir til ársins 2014
Orkuverð
ræðst af
heimsmark-
aðsverði áls
DRÖG þau að orkusölusamningi
sem samkomulag hefur náðst um
milli Alusuisse Lonza og Lands-
virkjunar, vegna stækkunar álvers-
ins í Straumsvík, felur í sér að
umsamið orkuverð til stækkunar-
innar ræðst á hveijum tíma af verði
áls á alþjóðamarkaði. Gert er ráð
fyrir að það orkuverð gildi einnig
fyrir verksmiðjuna í heild frá og
með 1. október árið 2004.
Landsvirkjun telur samn-
inginn mjög hagstæðan
Stjórn Landsvirkjunar sam-
þykkti á fundi sínum í gær einróma
þær breytingar á orkusölusamningi
Landsvirkjunar og ISAL sem fyrir-
hugað er að gera vegna stækkunar
álversins, að sögn Helgu Jónsdótt-
ur, formanns stjórnar Landsvirkj-
unar. Telur stjórn Landsvirkjunar
samningsdrögin mjög hagstæð
jafnvel þótt heimsmarkaðsverð á
áli verði mun lægra í framtíðinni
en nýjustu spar gera ráð fyrir.
Veitti stjórnin stjórnarformanni og
forstjóra umboð til að undirrita
samninga.
Stjórn Landsvirkjunar ákvað
hins vegar að skýra ekki frá orku-
verði því sem samist hefur um við
Alusuisse. Helga Jónsdóttir sagði
að um viðskiptaleyndarmál væri
að ræða og það tíðkist ekki þegar
um stóra orkusölusamninga sé að
ræða að gefa upp orkuverðið. Þá
standi Landsvirkjun í viðræðum við
aðra aðila um orkusölu og upplýs-
ingar um verðið í samningnum við
Alusuisse kynni að skaða hagsmuni
fyrirtækisins í þeim viðræðum sem
framundan séu.
Skv. samkomulaginu er gert ráð
fyrir að orkusala vegna stækkunar-
innar hefjist í árslok 1997 og að
samningurinn gildi til ársins 2014.
Þá verður til staðar gagnkvæm
heimild til framlengingar um 10
ár til viðbótar.
Skuldir eiga að lækka til
aldamóta þrátt fyrir
fjárfestingu
Landsvirkjun þarf að ráðast í
framkvæmdir sem kosta um 2,5
milljarða kr. vegna stækkunar ál-
versins. Heildarskuldir Landsvirkj-
unar nema um 50 milljörðum kr. í
dag, en að sögn Helgu Jónsdóttur
er ljóst að þrátt fyrir að þessar fjár-
hæðir renni til nýrra framkvæmda
á næstu árum í stað þess að fara
í að greiða niður skuldir sé eftir
sem áður gert ráð fyrir að Lands-
virkjun greiði niður skuldir á hveiju
ári allt til aldamóta. „Á sama tíma
erum við að byggja upp eign sem
skilar mjög miklum arði inn í fyrir-
tækið. Við bindum því vonir við að
þetta muni hafa mjög jákvæð áhrif
á skuldastöðuna," sagði Helga.
„Þetta er viðskiptasamningur
milli tveggja aðila. Við upplýsum
ekki í smáatriðum hvað í honum
felst. Orkuverðið er tengt heims-
markaðsverði á áli og samkvæmt
okkar forsendum er samningurinn
mjög hagkvæmur fyrir Landsvirkj-
un, sem mun leiða til betri afkomu
fyrirtækisins," sagði hún.
Nánast verðtryggður
samningur
Iðnaðarráðherra sagði á blaða-
mannafundi þar sem skýrt var frá
samningnum að orkuverð, sam-
kvæmt samningi ÍSAL og Lands-
virkjunar, myndi ráðast alfarið af
álverði á heimsmarkaði og hvorki
yrði „gólf“ né „þak“ í samningnum.
Veittur yrði nokkur afsláttur af
orkuverðinu fram til ársins 2004,
Fjármálaráðherra um áhrif álvers-
framkvæmda á ríkissjóð
Staðan gæti batnað
um 500 milljónir á ári
FRIÐRIK Sophusson fjármála-
ráðherra segir að framkvæmdir
við stækkun álverksmiðjunnar
í Straumsvík muni styrkja for-
sendur fjárlagafrumvarpsins,
gera þær trúverðugri og bæta
stöðu ríkissjóðs.
Fjármálaráðherra segir að
lauslega megi áætla að heildar-
áhrifin af framkvæmunum
verði þau að staða ríkissjóðs
batni um 500 milljónir kr. á ári
næstu tvö árin. „Það styrkir
okkur í þvi starfi að ná niður
hallanum á ríkissjóði, svo fram-
arlega sem menn standa að öðru
leyti að þeim áformum sem
fram koma í fjárlagafrumvarp-
inu og láti þetta ekki trufla sig,“
segir Friðrik.
„Þessi fjárfesting réttlætir enn
frekar áform okkar um sparnað
í fjárfestingum ríksins,“ sagði
Friðrik. Hann benti á að skv.
mati Þjóðhagsstofnunar myndi
fjárfesting aukast um 7,5 millj-
arða á næsta ári og níu millj-
arða á árinu 1997 ogjafngildi
þetta 10-11% viðbót frá því sem
annars hefði orðið. Um er að
ræða tæplega 14 mil^jarða fjár-
festingu vegna álversstækkun-
ar og hafnaraðstöðu en þrír
milljarðar eru vegna fjárfest-
inga í raforkumannvirkjum.
Talið er að rúmlega '/3 hluti
fjárfestingarinnar, eða 0,6-0,7%
af landsframleiðslu hvort ár um
sig á framkvæmdatímanum,
renni til innlendra aðila.
\ Morgunblaðið/Kristinn
THEODOR M. Tschopp, forsijóri Alusuisse-Lonza, og Helga Jónsdóttir, sljórnarformaður Lands-
virkjunar, rituðu upphafsstafi sína á drög að raforkusamningi vegna stækkunar álversins í höfuð-
stöðvum Landsvirkjunar í gær. Endanleg undirritun samningsins á að fara fram innan fáeinna vikna.
íslenska álfélaginu
veitt starfsleyfi
enda hefði slíkt verið stefna ýmissa
stjórnmálaflokka hér á landi.
Jóhannes Nordal, formaður ál-
viðræðunefndarinnar, sagði að hinn
nýi orkusamningur gengi lengra
en núverandi samningur, þar sem
hann væri eingöngu bundinn ál-
verði. „Það er horfið frá lágmarki
og hámarki, sem við teljum mikinn
kost til lengri tíma litið,“ sagði
Jóhannes. Hann sagði að ekkert
væri áhættulaust í viðskiptum af
þessu tagi, en miðað við reynslu
og skoðun á tengslum milli álverðs
og almenns verðlags, væri nokkuð
öruggt að náðst hefði nánast verð-
tryggður samningur. „Það, sem í
þessu felst, er að íslendingar taka
þátt í tekjusveiflunum innan grein-
arinnar," sagði hann en bætti við
að þær jöfnuðust væntanlega út,
Jóhannes sagði að eftir árið 2004
myndi ÍSAL greiða sama verð fyrir
alla raforku, sem fyrirtækið keypti
af Landsvirkjun, og yrði það hærra
en það sem ISAL greiddi nú.
UMHVERFISRÁÐUNEYTIÐ
veitti íslenska álfélaginu hf. í gær
starfsleyfi fyrir álverksmiðjunni í
Straumsvík í framhaldi af úr-
skurði sínum um mat á umhverfis-
áhrifum vegna stækkunar álvers-
ins. Starfsleyfið er veitt í samræmi
við mengunarvarnareglugerð nr.
48 frá 1994, sem sett er með stoð
í lögum nr. 81 frá 1988 um holl-
ustuhætti og heilbrigðiseftirlit.
Hér er um að ræða fyrsta starfs-
leyfið fyrir álverksmiðju íslenska
álfélagsins hf. í Straumsvík sem
gefið er út af umhverfisyfirvöld-
um. Fram til þessa hefur verið
stuðst við ákvæði samnings milli
ríkisstjórnarinnar og álversins frá
28. mars 1966 varðandi kröfur um
umhverfisvernd vegna starfsemi
álversins.
Gildir fyrir allt að 200 þúsund
tonna ársframleiðslu
Starfsleyfið er sett að fengnum
tillögum stjórnar Hollustuverndar
ríkisins og gildir fyrir allt að 200
þúsund tonna framleiðslu á fljót-
andi áli á ári. Er það mat umhverf-
isráðuneytisins að sú stækkun ál-
versins í Straumsvík sem um ræð-
ir muni ekki hafa í för með sér
teljandi umhverfisáhrif umfram
núverandi starfsemi íslenska álfé-
lagsins í Straumsvík.
i5& HOTELI6LMD
kynnir hina heimsfraegu v
ililíftí
STORHUOMSUEIT „BIG BAND
f ■ * SSÉT!
Malscáill
Sjávarréltasalat í kom'akssinnepssósu með fersku salati.
| Blóðbergskryddaður lambavóðvi mcð perlulaukssósu og meðlœti.
iarðarberjaís ípönnuköku með ávöxtum og rjóma.
Verð með þriggja rétta máltíð kr. 4.600
Sýning án kvöldverðar kr. 2.000
Borbapantanir í síma 568 7111
föstudaginn 24. og laugardaginn 25. nóvember 1995.
Hljómsveitina skipa 17 hljóðfæraleikarar og margir
þeirra hafa leikið með hljómsveitinni frá því i gamla
» daga. Stjórnandi er BUDDY MORROW
Y - Söngvari er WALT ANDRUS, en hann gekk í
4, hljómsveitina 1988 eftir að hafa komið fram með
hinum þekkta söngkvartett The Pied Pipers.
Tommy Dorsey var kallaður „The Sentimental
r ; Gentleman of Swing“.
L Gestasöngvari hljómsveitarinnar hér verður
BJÖRGVIN HALLDÓRSSON og mun hann m.a.
syngja þekktustu lög Franks Sinatra. Frank söng
með hljómsveitinni og hljóðritaði með henni mörg
þekkt lög. Sagt er að hann hafi fullmótað sinn
söngstíl undir handleiðslu Tommy Dorsey. Þekkt lög
þeirra eru: Easy Does it, Quiet Please, Sing Hugh,
og Opus No. 1.
Eftir tónleikana spilar hljómsveitin einnig fyrir dansi
en það er ekki á hverjum degi sem tækifæri gefst til
að bjóða íslendingum upp í dans við undirleik einnar
frægustu danshljómsveitar heims sem spilar iðulega
á stórskemmtunum í Hvíta húsinu.