Morgunblaðið - 08.11.1995, Page 23

Morgunblaðið - 08.11.1995, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. NÓ.VEMBER 1995 23 AÐSEIMDAR GREINAR Um gæðamat í grunnskólum TIL upplýsingar vegna greinar sem birtist í Morgunblað- inu 27. okt. sl. undir heitinu „Gæði og fræði“ finnst mér ég verða að láta frá mér fara nokkur orð. Höf- undur greinarinnar er Margrét Theodórs- dóttir, skólastjóri, og form. borgarmálahóps Sjálfstæðisflokksins í skóla- og dagvistar- málum. Enda þótt spurningum í grein- inni sé ekki beint til mín, heldur til nýs meirihluta í borginni, finnst mér við hæfi, stöðu minnar vegna sem fræðslustjóri, að draga fram nokkrar staðreyndir varðandi efni greinarinnar. Það skal tekið fram að ég er hér ekki að svara fyrir hönd annarra en okkar á Fræðsluskrifstofunni, en þar hefur þessa grein borið á góma. Skólastjórar í grunnskólum Reykjavíkur Fyrst vil ég bera blak af skóla- stjórum grunnskólanna hér í borg, en Margrét undrast yfir því að sjá þá ekki, utan eins þeirra, á ráð- stefnu sem haldin var í lok ágúst á vegum Háskólans á Akureyri um „Gæðastjórnun í menntakerf- inu“. Skólastjórar höfðu um þessar niundir mjög mikið að gera við undirbúning skólabyijunar, en það á sér sífellt stað flutningur á börn- um milli hverfa og til borgarinnar og upp koma mál sem leysa þarf á síðustu dögunum. í júní sl. hafði einmitt verið ákveðinn fundur með skólastjórnendum og fræðsluyfir- völdum í Reykjavík um svipað leyti og umrædd ráðstefna var fyrir norðan. Á þeim fundi voru 67 skólastjórar og að- stoðarskólastjórar og þar var m.a. rætt um skólastarfið framund- an, hvaða námskeið yrðu í boði og annað því um líkt. Það er ekki vegna skorts á faglegum áhuga að skölastjórar hverfa ekki á brott úr skólum sínum síðustu dagana í ágúst þegar vinna við skipulag skóla- starfs stendur sem hæst. Þá er mikilvægt að þeir séu til staðar til að greiða úr vanda og svara fyrirspurnum bæði foreldra og kennara. Auk þess má benda á að skólastjórar hafa ekki digra sjóði í skólum sín- um til að greiða flugfar og gist- ingu auk námskeiðskostnaðar upp á þúsundir króna. Verkaskipting ríkis og sveitarfélaga Samkvæmt lögum hefur fræðsluskrifstofan, sem er ríkis- stofnun, með höndum innra starf í grunnskólunum eða það sem lítur að faglegum þáttum í skólastarfi svo sem: Kennsluráðgjöf, sálfræði- þjónustu, skólaþróun og ný- breytnistarf, endur- og símenntun, alla sérkennslu, sérskóla og skipu- lag sérúrræða auk ráðningar- og launamála kennara. Lögbundin verkefni sveitarfélaga eru hins- vegar: Byggingamál skóla, við- hald, búnaður, ræsting o.fl. Nú hefur borgin bætt við starfsemi í húsnæði skólanna, svokölluðum „heilsdagsskóla“ eða lengdri við- Áherzla á hinn félags- lega þátt í skólastarfi --------------------7-- hefur aukist, segir As- laug Brynjólfsdóttir, auk fræðsluþáttarins sem áður fyrr var lögð megináhersla á. veru fyrir nemendur, en það er þjónusta sem foreldrar eiga kost á gegn greiðslu. Auðvitað geta sveitarfélög lagt ijármagn til ann- arra hluta í skólastarfi og það hefur 'Reykjavíkurborg gert á ýmsum sviðum, t.d. til listkynning- ar og einnig til að lengja skóladag barnanna. Meðan flutningur grunnskólans er ekki orðinn að veruleika er verkaskiptingin í stór- um dráttum eins og að ofan grein- ir. „Gæði og fræði“ í grunn- skólum Reykjavíkur í grunnskólum Reykjavíkur hef- ur undanfarin ár mjög mikið verið unnið að nýbreytni- og þróunar- starfi og kennarar hafa sótt fjölda af námskeiðum og fræðslufundum á hveiju skólaári. Faglegt mat á skólastarfi hefur víða farið fram og margt hefur verið gert til að auka hæfni kennara og stjórn- enda. Kennslufulitrúar vinna með kennurum og skólastjórnendum að þróun innra starfs í skólum, m.a. sjálfsmati og skólanámskrár- gerð, en hún er einn liður í mati á skólastarfi og skólaþróun. Þegar hafa 7 skólar tekið þátt í tveggja ára starfsleikninámi sem er ein- hver besta leiðin til að efla hæfni allra kennara í skólunum og stjórnenda og nú í haust hófst starfsleikninám í einum skóla. Þá hafa 5 skólar tekið þátt í þróunar- verkefni í samvinnu við KHÍ um gerð skólanámskrár og mörkun innri stefnu. Yfir hundrað kennar- ar sóttu námskeið um stjórnun og útfærslu kennslu í blönduðum bekk. Haldin hafa verið námskeið um inat á skólastarfí fyrir kennara og skólastjórnendur í þremur skólum og nú stendur yfir skólastjóranám- skeið þar sem m.a. er fjallað um skólaþróun, skólanámskrá og starfsmannastjórnun. Á síðastliðnum vetri sóttu 40 kennarar námskeið sem fjallaði um námsmat í lestri á öllum stig- um grunnskólans. Þar sömdu þeir sjálfir próf sem notuð voru í þeirra eigin skólum. Um svipað lejiti var námskeið í stærðfræði fyrir stjórnendur og kennara í 7 skólum þar sem skólanámskrá í stærð- fræði var til umfjöllunar og end- urmats. Árlega eru í Reykjavík haldin á fimmta tug námsgrein- amiðuð námskeið fyrir helstu málaflokka skólastarfs, s.s. ís- lensku, stærðfræði, lestrar- kennslu, samfélagsgreinar, íþróttir, hand- og myndmennt, tungumál, sérkennslu, almenna bekkjarkennslu og þannig mætti lengi telja. Síðan hefur farið fram stuðningur við margs konar þró- unar- og nýbreytnistarf. sem kennarar vinna að með styrkjum úr þróunarsjóðum. Hér er aðeins drepið á fátt eitt af því sem unn- ið er að í skólum borgarinnar og eykur bæði á „gæði og fræði“ skólanna. Uppeldisfræði og gæðastjórnun Vissulega væri gott að sinna enn betur en gert hefur verið mati á gæðum skólastarfs með það fyrir augum að bæta það. Væntan- lega eru til ýmsar aðferðir til þess og „gæðastjórnun“ er áreiðanlega ein þeirra. En hér er um að ræða mál sem ekki er hægt að afgreiða í eitt skipti fyrir öll. Skólinn verð- ur að vera í stöðugri þróun og því þarf vinna við skólanámskrárgerð og mat á skólastarfi sífellt að vera í gangi. Sjálfsagt er fyrir skóla- stjórnendur og kennara að vera vakandi yfir því sem að gagni má koma við að auka gæði í skólum landsins. Umbótasinnaðir uppeldisfræð- ingar hafa árum og öldum saman unnið að þróun aðferðarfræði til að meta skólastarf í þeim tilgangi að geta skilgreint hvað sé gott og æskilegt í þeim efnum. Hlutverk skólans í dag er talsvert breytt frá því sem áður var. Áhersla á hinn félagslega þátt hefur aukist og einnig á eflingu þroska hvers og eins auk fræðsluþáttarins sem áður fyrr var lögð megin áhersla á. Kennslufræðin og uppeldisfræð- in eiga vissulega sínar eigin að- ferðir við mat á skólastarfi. Góður skóli byggir á hæfum og áhuga- sömum kennurum, yel skipulagðri skólanámskrá, góðum starfsanda og samstarfi við foreldra, mark- vissri endurmenntun og síðast en ekki síst öflugri og faglegri for- ystu skólastjórnenda. Eg vil að lokum árétta að skyldunámsskólinn þarf að sinna mjög ólíkum einstaklingum og börn þurfa að fá að dvelja við bernsku- og æskuárin en ekki hlaupa yfir þau vegna of mikillar áherslu á að gera þau sem fyrst að fullorðnu fólki. Höfundur er fræðslustjóri Reykja- víkurumdæmis. Eru plastumbúðir undir matvæli heilsuspillandi? Karlkyn í kreppu 9. ÁGÚST sl. sýndi Sjónvarpið heimildarmyndina Karlkyn í kreppu frá sjónvarpsstöðinni BBC. Fjallaði hún um þá óhugnanlegu staðreynd að víða um heim eiga karldýr ýmissa tegunda undir högg að sækja. Mörg hundruð dýrategundir kunna að vera í út- rýmingarhættu, þar með talinn maðurinn. Fundist hafa karlkyns krókódílar með lítilfjörleg eða van- sköpuð kynfæri og tvíkynja fiskar. Hjá karlmönnum hefur ófijósemi margfaldast á síðustu 50 árum. Einnig hefur fjöldi afbrigðilegra kynfrumna, vansköpun kynfæra og krabbamein í kynfærum stór- aukist á sama tíma. Margt bendir til að þessar breytingar stafi af því að magn kvenhormóna (östrógena) eða efna með slíkum áhrifum hafi aukist í umhverfinu meir en góðu hófi gegnir. - Mér virðist að efni þessarar heimildar- myndar hafi ekki vakið þá athygli hérlendis, sem verð væri. Spurningin er hvaða efni gætu verið á ferðinni, sem valda þessum ófögnuði. í þessu sambandi er einnig á það að líta að illkynja sjúkdómar í bijóstum og æxlunar- færum kvenna virðast einnig vera að aukast frá því sem áður var. Þessar breytingar hljóta að stafa af utanaðkomandi atriðum (meng- un) þótt breyttir lifnaðarhættir og mataræði kunni líka að hafa áhrif. Enginn vafi er á því að tóbaks- reykingar eru mikill skaðvaldur þegar illkynja sjúkdómar eru ann- ars vegar. En hvað sem um reyk- ingar má segja hafa þær þó engin kvenhormónaáhrif og eru því úr sögunni í þessu sambandi. Eins og heimildarmyndin fjall- aði réttilega um hefur margt í umhverfinu breyst stórkostlega á sl. 50 árum. Þar ber fyrst að nefna aukna mengun vegna bruna í hreyflum (bílvélum), vegna hvers kyns efnaiðnaðar og vegna notk- unar kemískra efna í iðnaði, land- búnaði og heimilishaldi svo fátt eitt sé nefnt. Þrátt fyrir þetta hef- ur ekki tekist að sýna fram á til- vist östrógen-mengunarefna í um- hverfinu nema í einu tilviki. Það eru svokallaðir alkýlfenólar í plasti. Þessi efni (okt- og nónoxýn- ól) uppgötvuðust fyrir tilviljun og reyndust hafa mikil östrógen-áhrif á tilraunadýr. Áður voru þau talin óeitruð og meinlaus. Þó var vitað að þau hafa sæðisdrepandi áhrif og hafa því verið notuð til getnað- aivarna. Um verkunarmátann var hins vegar ekkeii vitað. Notkun plastumbúða undir mat- væli hefur aukist gífurlega á sl. 50 árum og nú er svo komið að nær öllum mat er pakkað í plast. Plastið hefur marga augljósa kosti: Það er ódýrt, létt og brotnar ekki. Flestir hafa haldið að það væri skaðlaust heilsu manna, m.a. vegna þess að það er fast og óupp- leysanlegt að því er virðist. En flestir kannast þó við plastlykt og plastbragð þannig að eitthvað af „lausum“ efnum hljóta að vera í því líka. Plast er einatt ekki eins hreint og ætla mætti, segir Reynir Eyjólfs- son, sem mælir með glerílátum. Hvað er plast? Plast er sundurleitur flokkur gerviefna, þ.e. efna sem eru búin til með efnafræðiaðferðum. Efni- viðurinn er oftast einföld efni (monomers) sem skeytt eru saman í stórar sameindir eða fjölliður (polymers) með aðstoð efnahvata (catalysts) við mikinn hita og þrýsting. Efniviðurinn (inonomer) er oft eitraður (vínýlklóríð, ísósýa- nöt, fenól, formaldehýð, metakrýl- öt, akrýlónítríl o.fl.). Efnahvatarn- ir eru sömuleiðis einatt eitraðir (klórsúlfónsýra, peroxíð, azósam- bönd o.s.frv.). Reynt er að tryggja að sem minnst af þessum efnum verði til staðar í plastefninu sjálfu og það sama á við um ýmis auka- efni, sem myndast við efnasmíðina (synthesis). Plastefni til umbúða- framleiðslu er venjulega búið til sem ómótað hráefni í duft- eða kyrnisformi. Umbúðimar eru svo búnar til síðar með aðferðum, sem venjulega fela í sér upphitun og/eða mikinn þrýsting. Við þetta geta ný aukaefni orðið til í plast- inu. Plast er því einatt ekki eins „hreint“ og ætla mætti og ekki bætir úr skák að í það er oft vísvit- andi blandað ýmsum „bætiefnum“ til þess að breyta eiginleikum þess, gera það þolnara fyrir ytri áhrifum eða til að auðvelda vinnslu úr því. Hér má nefna mýkiefni (plasticiz- ers) til að gera það þjálla, smur- efni, litarefni og andoxunarefni. Áðurnefndu alkýlfenólarnir með östrógen-áhrifunum eru einmitt oft notaðir sem andoxunarefni og smurefni í plast þegar hlutir (um- búðir!) eru formaðir úr því. Óvissa um aukaefnin Af framansögðu er ljóst að í plasti geta verið ýmis auka- eða aðskotaefni sem geta komist í matvæli þótt plastfjölliðan sjálf sé óuppleysanleg. Oft er erfítt eða ómögulegt að fá tæmandi upplýs- ingar um samsetningu plastefna þar sem framleiðendur þeirra líta á þetta sem framleiðsluleyndar- mál. Þetta verður þó að teljast meira en lítið vafasöm afstaða a.m.k. þegar matvæli eiga í hlut. Prófanir á eituráhrifum margra þessara efna takmarkast oft við bráð eituráhrif (acute toxicity) á tilraunadýr. Um rannsóknir á langtímaáhrifum er venjulega ekki að ræða. Oft eru menn grunlausir um líffræðileg áhrif efnanna og eru alkýlfenólarnir glöggt dæmi um slíkt. M.a. af þessum sökum verður að líta svo á að opinbert eftirlit með notkun plastefna í matvælaumbúðir sé alls ekki tæm- andi víðast hvar í heiminum þótt það sé vissulega skárra en ekkert. Markaðslögmál og dálæti neyt- enda á umbúðunum ræður líka miklu; „æ, þessar glerflöskur eru svo leiðinlegar því þær eru bæði brothættar og blýþungar; af hveiju er ekki hægt að hafa þetta í plasti?“. Oft er ekki hægt að fá matvæli í öðru en plastumbúðum Að mínu mati hafa rannsóknir á mögulegum heilsuspillandi áhrif- um af völdum plastumbúða fyrir matvæli verið stórlega vánræktar að undanförnu þótt fyrrnefnd östrógen áhrif alkýlfenólanna hafi nú e.t.v. ýtt eitthvað við mönnum. Mér líkar ekki sú tilhögun að al- gengum neysluvörum eins og mjólk og viðbiti skuli nær ein- göngu vera pakkað í gerviefni þótt allir sem vita vilja viti mæta- vel að mörg aukaefni í plasti leys- ast sérlega vel upp í fituefnum. Ætti ég þess kost myndi ég ætíð kaupa þessar vörur í glerílátum og er þakklátur fyrir að geta þrátt fyrir allt fengið ýmsar matvörur í slíkum umbúðum ennþá (t.d. lýsi). Satt er það, plastið er ódýrt, létt og óbrotgjarnt, en við erum þó kannski að súpa seyðið af því á degi hveijum með ófyrirsjáan- legum afleiðingum. Þetta kann að þykja nokkuð gagnrýnin afstaða, en ei veldur sá sem varar og væn- legra er að halda vöku sinni frem- ur en að fljóta sofandi að feigða- rósi. Þakkir Ingólfi Sveinssyni lækni eru færðar bestu þakkir fyrir að lesa handritið yfir. P.s. Ofanrituð grein mín er send Mbl. í byijun október. Síðar las ég, í októberhefti vísindaritsins Scientifíc American, að tveir bandarískir vísindamenn, Davis D.L. og Bradlow H.L., hafi sett fram nákvæmlega sömu tilgátu og grein mín geymir. Höfundur er I)fjafræðingur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.