Morgunblaðið - 08.11.1995, Qupperneq 36

Morgunblaðið - 08.11.1995, Qupperneq 36
36 MIÐVIKUDAGUR 8. NÓVEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ Dýraglens Tommi og Jenni u Ferdinand Smáfólk I can'tplaytopay.manaöer.. I COULPN'T FINP MY 6L0VE i ! 1 UIOULPNTITBE FUNNYIFIT TURNEP OUT THAT YOUR 6L0VE UJA5 ON YOUR MEAPANP YOUR CAPONTOP OFYOURGLOVE? l i u. I 8 1 © 3-16 Ir-tfaÁ1 -Y / \ Ég get ekki leikið í dag, stjóri, Væri það ekki kyndugt ef það ég fann ekki hanskann minn. kæmi nú i ljós að hanskinn þinn væri á höfðinu á þér og húfan þín ofan á hanskanum? ILL 60 MOME ANP L00K AROUNP AGAIN..IF I CAN’T FINP IT JU5T5TART UJITHOUT ME.. Ég ætla heim og litast betur um, ef ég finn hann ekki, byrjaðu þá bara án mín. JHtnrgtmMð&ife BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlan 1103 Reylqavík • Sími 5691100 • Símbréf 569 1329 „Fólk í fyrirrúmi“ eðahvað? Frá Hrafnhildi Guðmundsdóttur: LAND fáránleikans birtist við lest- ur greinar Auðar Guðjónsdóttur í Morgunblaðinu 19. október síðast- liðinn, „Til umhugsunar fyrir efna- hags-og viðskiptanefnd", og vakti sannarlega fólk til umhugsunar um gjörðir ráðamanna til handa þeim, sem hvað verst standa að vígi. Það sýnist vera svo að embætt- ismenn séu alveg heillum horfnir þegar þeir ráðst með slíkri óbil- girni að lífskjörum öryrkja, að venjulegum borgurum fallast hendur. Ráðamenn þessarar þjóð- ar fá glýju í augun þegar skaða- bætur heilsuskertra einstaklinga eru annars vegar og sjá smjör drjúpa í ríkiskassann af vanheilsu- tré þessa fólks, það er slík sið- blinda og fáránleiki að vart verður trúað. Eins og fram kemur í greininni eru skaðabætur vegna fjárhags- tjóns og miska lífeyrir en ekki happdrættisvinningur. í væntan- legum ij ármagnstekjuskatti ríkis- stjórnar er ekki stafkrók að finna sem ver háar miskabætur stórlega heilsuskertra einstaklinga gegn þessum skatti, heldur bætt um betur og talað niður til þeirra sem ekki hafa „hirt um“ að greiða í lífeyrissjóði og skulu þeir sannar- lega aldrei fá fulla tekjutrygging- ar. Hvað um börn og unglinga sem eru svo óhamingjusöm að lenda í slysum? Skilningsleýsi ráðamanna á lífí og aðstæðum, sem upp geta komið á lífsleið hvers manns, er yfirþyrmandi. Tryggingasérfræðingar virðst ekki vera þar neinir eftirbátar, þeim er auðvelt að reikna stórlega niður slysabætur einstaklinga og er þeim ekki af því neinn álitsauki. I fullri vinsemd ráðamenn, sem mælið af þunga, þegar upp kemst. að þið eru aðeins í launasæti 129 á leynilista hálaunamanna og telj- ið ykkur þar freklega misboðið, forgangsraðið með velferð mann- eskjunnar í huga, síðan geta rán- dýrar skykkjur dómara og spansk- grænuklætt hús hæstaréttar, glæsibifreiðar ráðherra, skatt- fijáls laun og harðviðarklæddir vínkjallarar og aðrir þeir hlutir sem ryð fær grandað, verið til skoðunar, en velferð manneskj- unnar á að vera í öndvegi, annað er fáranleiki. Að lokum í einlægni spurt, hvar er siðferðið statt sem veiddi svo vel út á slagorðið „Fólk í fyrir- rúmi“? HRAFNHILDUR GUÐMUNDSDÓTTIR, Markarflöt 37, Garðabæ. Fórnarlamba snjóflóðs- ins á Flateyri minnst í Kaupmannahöfn Frá Steinunni Öglu Gunnarsdóttur: UNDANFARNA daga hafa harma- fregnir að heiman verið ofarlega í huga Islendinga í Danmörku. Sem dæmi má nefna að íslensku blöðin, sem seld eru á aðaljámbrautarstöð- inni í Kaupmannahöfn, hafa síðustu daga selst upp á stundarfjórðungi. Fólk hefur blátt áfram beðið þar eft- ir komu þeirra. Margir hafa hringt í „Jónshús", aðrir komið til að lesa blöðin og fá fréttir. Samúð og áhyggjur eru þær tilfinningar, sem mest hafa leitað á huga íslendinga fjarri heimahögum. Þátttaka var mikil og almenn í athöfnum, þar sem beðið var fyrir látnum, aðstandendum þeirra og heimabyggð. Athafnir fóru fram í „Jónshúsi" 27. og 28. október og voru leiddar af sendiráðsprestinum og settur var upp söfnunarbaukur til styrktar Flateyringum. Forseti Alþingis, Ólafur G. Einarsson, minnt- ist aburðanna á Flateyri á virðulegan og samúðarfullan hátt, í móttöku, er hann hélt í húsinu síðdegis 28. október. Sunnudaginn eftir var messa ís- lenska safnaðarins í Sankt Pauls- kirkju helguð atburðunum í Önund- arfirði. Við athöfnina söng íslenski kirkjukórinn undir stjórn Sigríðar Eyþórsdóttur og Ingibjörg Guðjóns- dóttir söngkona söng „Friðarins Guð.“ Sr. Lárus Þ. Guðmundsson sendi- ráðsprestur fór síðan laugardaginn fyrir allra heiiagra messu, að beiðni Islendinga í Arósum, vestur til þeirra og hafði þar bænar- og minningar- guðsþjónustu í Möllevangskirkjunni. Þar sýndu danska safnaðamefndin og starfsmenn kirkjunnar samúð sína með því að blómumskreyta kirkjuna. Þetta var falleg athöfn. Ritningar- lestra og guðspjall las safnaðarfólk, kór íslendinga í Árósum söng við athöfnina og Anna Sigríður Heíga- dóttir söng einsöng. Kirkjugestir tendruðu sitt eigið ljós við altarisljósin og minntust þannig þeirra lífa sem slokknuðu í snjóflóðunum og báðu fyrir þeim, sem eftir lifa. Samúð og hugsanir Islendinga í Danmörku eru með öllum heima og sérstaklega þeim, er syrgja og sakna. Fyrir hönd íslenska safnaðarins í Kaupmannahöfn. STEINUNN AGLA GUNNARSDÓTTIR. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lésbók verður framvegis varðveitt í upplýsingasafni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu það- an, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.