Morgunblaðið - 08.11.1995, Side 38

Morgunblaðið - 08.11.1995, Side 38
38 MIÐVIKUDAGUR 8. NÓVEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ ÞJÁLFARAMENNTUN KSÍ B-STIG Fræðslunefnd KSÍ heldur B-stigs þjálfaranámskeið helgina 17.-19. nóvember nk. Námskeiðið er bæði bóklegt og verklegt. Námskeiðsþættir eru: Knattspyrnutækni, leikfræði, kennslufræði, líffæra- og líf- eðlisfræði, þjálffræði, sálarfræði, leikreglur og markvarsla. Skráning er hafin á skrifstofu KSÍ sem veitir allar nánari upplýsingar í síma 581-4444. GÓÐ ÞJÁLFUN - BETRI KNATTSPYRNA FRÆÐSLUNEFND KSÍ Kynning í apótekinu Þorlókshöfn fimmtudaginn 9. nóvember kl. 14-1 8. apótekinu Hverager.ði föstudaginn 10. nóvember kl. 14-18. Mikill afsláttur, happdrætti og ókeypis húðgreining. NÝTT ÁHRIFAMIKIÐ N°7 hefur alkþað sem þú þarft til að líta betur út. Gæði sem þú heldur að séu miklu dýrari. Boots N°7 tækni sem er á undan. Abendingar á nijólkitnunbúánni, nr. IS af 60. Hvert er málið? Flatneskjulegar tuggur lengja málið og eru til óprýði. Langloka: Nú þegar útgáfa þessarar bókar er kömin á lokastig, vil ég þakka Áma fyrir að koma að útgáfunni með mér, Ástu fyrir að koma að málinu á umbrotsstigi og Baldri fyrir að koma að því á prentunarstigi. Eðiilegt mál: Nú þegar bókin er að koma út, vjl ég þakka Áma fyrir hjálpina, Ástu fyrir umbrotið og Baldri prentunina. Teygjum ekki lopann að óþörfu! MJÓLKURSAMSALAN íslenskufrœðsla á mjálkurumbúðum er samstarfsverkefni Mjólkursamsölunnar, íslenskrar málnefndar og Málrœktarsjóðs. ÍDAG Gunnar Gunnarsson (2.125), fyrrum íslands- meistari, í Taflfélaginu Umsjðn Margcir Helli hafði hvítt, en Einar Pétursson Kfjalti Jensson (1.840), 15 ára gamall úr Taflfélagi Kópavogs var með svart og átti leik. 16. — Bxd4! (Vinn- ur mikilvægt peð og tryggir svarti vinn- ingsstöðu, því eftir 17. cxd4? - c3 18. Dc2 — Rxd4 nær svartur að leika c3- c2 með fráskák.) 17. 0-0 - Hd8! 18. Db2 — Bxc3 19. Dxb5 — Dxb5 20. Hxb5 - SVARTUR á leik Staðan kom upp í 1. deildarkeppni Skáksam- bands íslands um daginn. Bd4 21. Bg3 — e5 og með peði meira leiddi svartur endataflið til sig- urs. Hlutavelta ÞESSIR duglegu krakkar þau Snædís Högnadóttir og Kári Þráinsson héldu hlutaveltu nýlega og færðu Rauða krossinum ágóðann sem varð kr. 2.500 til styrktar Flateyringum. ÞESSIR duglegu krakkar þau Ásta, Guðmundur, Rak- el, Hrefna, Berglind og Arnór, héldu hlutaveltu nýlega og gáfu ágóðann sem varð kr. 1.311 í landssöfnunina „Samhugur í verki“. ÞESSIR duglegu krakkar héldu hlutaveltu nýlega til styrktar Rauða krossi íslands og varð ágóðinn 3.030 krónur. Þau heita ívar Baldvin Júlíusson, Lena Geir- laug Yngvadóttir, Óskar Jósef Maier, Ragnhildur Jó- hanna Júlíusdóttir og Jökull Huxley Yngvason. VELVAKANDI Svarar í síma 569 1100 frá 10-12 og 14-16 frá mánudegi til föstudags Gabbí Breiðholti? SAMTÖK sykursjúkra vilja koma því á fram- færi að engin sala á geisladiskum er á vegum samtakanna um þessar mundir. Borið hefur á því að gengið hafi verið í hús í Breiðholti og geisla- diskar boðnir til kaups til styrktar sykursjúkum, en samtökin taka það skýrt fram að þetta sé ekki á þeirra vegum. Um ökurita SKÚLI hringdi og taldi aðfinnsluvert hvað fréttir í blöðum og ljósvakam- iðlum um ökurita væru neikvæðar. „Ökuriti hlýt- ur að halda niðri hrað- akstri og þar með auka öryggi annarra vegfar- anda í umferðinni," sagði Skúli og nefndi flutn- ingabíla sérstaklega í þessu sambandi. Telur hann að ökuritar myndu stuðla að því að ekið væri á löglegum hraða á þjóðvegum landsins. Fréttir finnast honum of einsleitar og flestar á móti þessum tækjum, og spyr hvort fréttamenn sjái enga ljósa punkta við þessa tækni. Tapað/fundið Lyklar í óskilum LYKLAR fundust fyrir u.þ.b. 3-4 vikum í fordyri að Furugrund 70 í Kópa- vogi. Þetta eru fjórir lykl- ar á hring með plast- spjaldi, sem á stendur „I love Smirnoff". Lyklarnir hafa hangið uppi á aug- lýsingaspjaldi en enginn hefur vitjað þeirra. Eig- andi getur vitjað þeirra hjá lögreglunni í Kópa- vogi. Lyklakippa fannst LYKLAKIPPA sem er eins og bókstafur í laginu fannst á bökkum Elliða- ár, Breiðhóltsmegin, sl. sunnudag, en líklega hef- ur hún legið þar eitthvað. Upplýsingar í síma 557-3468. Bakpoki tapaðist SVARTUR bakpoki með íþróttafötum tapaðist í miðbæ Reykjavíkur sl. helgi. Finnandi vinsam- lega hringi í síma 553-9004. HÖGNIIIREKKVÍSI 1 „ \ / r Ót' ! — * iM > " 3oZ, hena !'' Víkverji skrifar... NÁNAST daglega eru fréttir hér á síðum Morgunblaðsins um forræðishyggju af einu eða öðru tagi, stundum margar á dag, sem sýna að ákveðnir aðilar, eru mjög uppteknir af því að „hafa vit fyrir þjóðinni". Hér í Morgunblaðinu í gær var á baksíðu frétt um að Sam- keppnisráð gagnrýnir drátt á af- greiðslu samgönguráðuneytisins á umsókn um rekstur GSM-farsíma- kerfís. Ráðið telur að núverandi skipan mála fari gegn grunnreglu íslensks réttar um jafnræði. Ekki virðist sú skoðun Samgönguráðs raska ró samgönguráðherra, því hann segir í sömu frétt, að þetta sé ekkert sem menn geri á einum eftirmiðdegi. xxx * AÖÐRUM stað í blaðinu í gær var frásögn af samkomulagi Félags íslenskra bókaútgefenda og Félags íslenskra bóka- og ritfanga- verslana um bókaverð, sem Sam- keppnisráð hefur nú staðfest. Regl- urnar kveða á um fast bókaverð frá útgefendum, sem smásölum er heimilt að veita 15% afslátt af, að hámarki. Þetta samkomulag er auð- vitað gert til þess að koma í veg fyrir að verslanir eins og Bónus og Hagkaup, geti veitt mikinn afslátt, vegna magninnkaupa og náð þann- ig að laða til sín viðskiptavini, með það að markmiði að fá þá til þess að gera aðra verslun sína einnig í verslununum, eins og gerðist í jóla- vertíðinni í fyrra. Samkeppnisráð kemst sem sé að þeirri niðurstöðu að ftjáls samkeppni eigi við á sum- um sviðum, en takmörkuð og stýrð samkeppni á öðrum. Víkverja finnst Jóhannes í Bónus hafa nokkuð til síns máls, þeg'ar hann segir: „Þarna er verið að tína til eina vörutegund í viðbót sem ekki þarf að hlíta al- mennum samkeppnislögum. Fyrir höfum við landbúnaðarvörurnar, sem ekki þurfa að fara eftir sam- keppnislögum. Það virðast vera tvenn lög í landinu, sem greina vörutegundir eftir flokkum." xxx ENN EIN forsjárhyggjufréttin er svo á blaðsíðu 13 í blaðinu í gær, þar sem greint er frá því að auglýsingar á jólavöru eru þegar hafnar í fjölmiðlum, þrátt fyrir sam- komulag biskups og kaupmanna í fyrra um að jólaauglýsingar hæfust ekki fyrr en í desembermánuði. Víkverji telur satt best að segja, að það geti vart heyrt til embættis- verka biskups að hlutast til um auglýsingar og auglýsingatíma þeirra sem þurfa að kynna þá vöru og þjónustu sem þeir hafa á boðstól- unum. Auðvitað má deiiaum smekk- vísi þess að hefja auglýsingaherferð á jólavörum snemma í nóvember- mánuði, en engu að síður á það að vera á valdi seljandans í fijálsu samkeppnisþjóðfélagi, hvenær hann ákveður að hefja markaðssetningu sína.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.