Morgunblaðið - 10.11.1995, Page 12

Morgunblaðið - 10.11.1995, Page 12
12 FÖSTUDAGUR 10. NÓVEMBER 1995 AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ Hæfileikar tíkurinnar Pílu tii að finna fé í fönn eru ótvíræðir Þefskynið hefur aldrei brugðist HÆFILEIKAR Pílu, rúmlega árs gamallar tikur á Stórutjömum í Ljósavatnsskarði við að finna fé í fönn hafa verið að koma í ljós síð- ustu daga, en hún fann í byijun vikunnar tvær ær í eigu Baldvins Kr. Baldvinssonar á Torfunesi i Köldukinn sem legið höfðu í fönn í ellefu daga. Árangurslaust hafði verið leitað að þessum kindum áður en Píla kom til sögunnar. Foreldrarnir afbragðs hundar Píla er Collie tík, eitthvað blönduð að sögn eigenda, Ásvald- ar Ævars Þormóðssonar og Lauf- eyjar Skúladóttur sem búa á Stór- uljörnum. Hana fengu þau frá Brúnagerði i Fnjóskadal, en faðir- inn er frá Tunguhálsi í Lýtings- staðahreppi. Bæði móðir og faðir Pílu þykja afbragðshundar. Móðir hennar, Týra hefur verið vel lið- tæk við smalamennsku en ekki hefur reynt á hæfileika hennar við leit að fé í fönn. Faðirinn, Kátur á Tunguhálsi, sem er rétt að verða 10 ára gam- all þykir einnig afbragðs fjár- hundur og þá hefur hann tvívegis drepið tófur í göngum, í seinna skiptið eftir mikinn bardaga, en Morgunblaðið/Kristján PILA bregður á leik með hús- bónda sínum, Ásvaldi Ævari Þormóðssyni. arnir hafa verið að fela sig i heyi í hlöðunni og Iátið hana leita að sér og hún hefur gaman af því,“ sagði Laufey. Morgunblaðið/Laufey Skúladóttir Hæfileikar Pílu við Ieit að fé í fönn þykja ótviræðir. A myndinni sem tekin var við leit nýlega hefur hún fundið tvær kindur á lífí undir snjóskafli. tófurnar hljóp hann uppi. Bróðir Pílu, úr sama goti sem er á Vatns- leysu í Fnjóskadal hefur einnig verið að finna fé sem grófst i fönn. Píla hefur fundið um 20 kindur sem lentu í fönn eftir norðaná- hlaupið á dögunum, þar af 15 lif- andi. „Við tókum hana með okkur þegar byijað var að leita að fé eftir óveðrið, en þá aðstoðuðum við nágranna okkar á Heiðarbraut á Fljótsheiði við leitina. Við vorum með kústsköft til að byrja með, en fengum síðar snjófíóðaleitar- stangir og fundum þá 10-12 kind- ur, allar á lífi. Píla fylgdist grannt með aðför- um okkar og eftir einhveija stund hljóp hún upp á túnið þar sem við höfðum verið áður og byijaði að krafsa í holu eftir kústskaftið. Það kom svo í ljós að þar undir þriggja metra skafli voru þijár kindur á lífí,“ segir Ásvaldur um tildrög þess að hæfileikar Pílu komu í ljós. Píla hefur fram til þessa ekki hlotið þjálfun, en þau Laufey og Ásvaldur, sem er í björgunarsveit- inni á staðnum hafa fullan hug á að þjálfa hundinn í vetur. „Krakk- Morgunblaðið/Kristján ÞORSTEINN Arnþórsson starfsmaður Skógræktar ríkisins að Vöglum var að höggva jólatré í Vaglaskógi í gær. Jólatré úr Vaglaskógi MUN minna verður höggvið af jóla- tijám hjá Skógrækt ríkisins í Vagla- skógi nú í ár en vant er en starfs- menn þar byijuðu nú nýlega að höggva jólatrén. Yfírleitt hafa verið höggvin allt að 1.500 jólatré en nú telja þeir skóg- ræktarmenn sig heppna nái þeir 800- 1.000 tijám. „Það er líklega betra fyrir fólk að vera í fyrra fallinu ætli það sér að ná í íslensk tré fyrir næstu jól,“ sagði Sigurður Skúlason skógarvörður. Jólatrén eru höggvin á nokkrum stöðum, í Fellsskógi, Þórðarstaða- skógi, Vaglaskógi, Sigríðarstaða- skógi og á Reykjahóli í Skagafirði. Heimamenn kaupa að sjálfsögðu jólatré sín í Vaglaskógi, en 'meiri- hluti trjánna er seldur til Akureyrar: „Við eigum bara ekki nóg af ttjám í heppilegri stærð,“ sagði Sigurður um ástæður þess að svo lítið af trjám fer á markaðinn í ár. „Trén eru að vaxa frá okkur, eru orðin of stór og þá hefur ekki verið gróðursett nægt magn á sínum tíma til að uppfylla þá eftirspurn sem nú er fyrir jólatré." Bæjarstjóri um uppsveiflu í atvinnulífi Ovissa um hvort breyting til batn- aðar er varanleg JAKOB Bjömsson bæjarstjóri á Ak- ureyri segist vera ánægður með já- kvæðan tón forystumanna í verka- lýðsfélögum í bænum, en hann átti sig samt ekki á hversu raunhæfur hann sé. „Maður hefur vissulega séð atvinnuleysistölur lækka, en það er efí í huga mínum um hvort þetta breytist aftur þegar líður fram á haustið," sagði Jakob. Hann sagði byggingariðnað blóm- legan um þessar mundir, töluvert væri í gangi af stórum verkefnum sem yrðu það áfram. Umsvif í málm- iðnaði hefðu aukist, m.a. kringum Slipptöðina-Odda, og ennfremur hefði störfum í bænum fjölgað með tilkomu starfsemi Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna. „Eg hef á tilfinningunni að at- vinnulífið sé á uppleið og lækkandi atvinnuleysistölur tala sínu máli, en vitanlega á maður eftir að sjá hversu varanleg þessi breyting er, daufasti tími ársins er framundan," sagði bæjarstjóri og benti á að jákvæðari tónn í atvinnulífi og hjá verkalýðsfé- lögum væri fyrsta skrefíð. 160 ára afmælis Matthíasar Jochums- sonar minnst AKUREYRINGAR minnast þess á morgun, laugardaginn 11. nóvem- ber, að 160 ár eru liðin frá fæðingu sr. Matthíasar Jochumssonar skálds og prests á Akureyri. Á 85 ára af- mæli hans árið 1920 var hann gerð- ur að heiðursborgara Akureyrar en hann lést-víku síðar, 18. nóvember. Af þessu tilefni verður efnt til dagskrár í Sigurhæðum, húsi Matt- híasar. Tekin verða í notkun hljóm- flutningstæki sem frú Einhildur Sveinsdóttir hefur gefið safninu í Sigurhæðum í minningu eiginmanns síns, Marteins Sigurðssonar, en hann var einn af forsvarsmönnum Matthí- asarfélagsins, sem stofnað var árið 1958 í því skyni að koma upp safn- inu að Sigurhæðum. Sr. Matthías lét reisa húsið árið 1903 og bjó þar ásamt fjölskyldu sinni til dauðadags. Matthíasarfélag- ið eignaðist neðri hæð þess árið 1958 og kom þar upp minningar- safni um sr. Matthías. Leitast var við að búa stofurnar í sama stíl og þær höfðu verið þegar skáldið bjó þar. Safnað var húsmunum frá af- komendum hans og stuðst við frá- sagnir þeirra varðandi uppröðun. Safnið verður opið almenningi frá kl. 14.00 til 18.00 á afmælisdegi Matthíasar og verður flutt þar dag- skrá af snældu með verkum hans sem til eru í vörslu Ríkisútvarpsins. Dagskráin verður flutt kl. 14.15, 15.15, 16.15, og 17.15. Aðgangur er ókeypis. Vilja upp- græðslu í Glerárdal UMHVERFISNEFND hefur lagt til við bæjarstjóm Akuréyrar að við gerð fjárhagsáætlunar fyrir næsta ár verði varið þremur milljónum króna af liðnum „átaksverkefni" til að heíja landgræðslu í malamámum norðan Glerár. Áætlun um verkið liggur fyrir og mótframlag frá Land- vemd liggur fyrir. Áætlað er að verk- efnið geti skapað vinnu fyrir 15 til 20 manns. Árni Steinar Jóhannsson, um- hverfísstjóri Akureyrarbæjar, sagði að í neðanverðum Glerárdal væri um 250 hektara landsvæði sem bærinn hefði yfír að ráða, en á því væru m.a. sorphaugar bæjarins og þá væri ráðgert að Sorpsamlag Eyja- fjarðar fengi tæpa 10 hektara til umráða fyrir sína starfsemi. Svæðin sunnan árinnar hefðu nokkuð jöfnum höndum verið ræktuð upp, en norðan megin væri annað uppi á teningnum. Þar hefðu malamámur Akureyringa verið til tuga ára og í vestanátt stæði moldrokið yfír byggðina í Glerár- hverfí til mikils ama fyrir íbúana. Árni Steinar vonaðist til að tillaga umhverfísnefndar yrði samþykkt en áætlað er að það tæki um 5 ár að sinna þessu verkefni. -----♦ ♦ ♦ Hönnun Dalbraut- ar meðfram Glerá Hugað verði að umhverfi árinnar UMHVERFISNEFND hefur beint þeim tilmælum til bæjarstjórnar Ak- ureyrar að samhliða því sem unnið er að hönnun Dalbrautar, meðfram Glerá, verði hannaður framtíðarfar- vegur fyrir ána og umhverfí hennar. Að mati nefndarinnar er hægt að spara stórar fjárhæðir með því að vinna að veglagningu og umhverfi árinnar samhliða. Árni Steinar Jóhannsson, um- hverfísstjóri Akureyrarbæjar, sagði að stöðugt hefði verið þrengt að Gler- ánni á liðnum árum með vegafram- kvæmdum og byggingum. Gleráin væri perla í bæjarlandinu og þvi væri sjálfsagt að sýna henni þá virð- ingu sem henni bæri. „Það hefur ævinlega verið hugsað meira um byggingar og vegi en minna hugað að umhverfi árinnar. Nefndinni hrýs hugur við því ef nú á að hefja fram- kvæmdir við nýjan veg upp með ánni án þess að skoða framtíðarlegu hennar um leið,“ sagði Ámi Steinar. -----♦ ♦ ♦--- Verslunin Jókó stækkar VERKFÆRABÚÐIN við Furuvelli 13 hefur verið stækkuð um helming og nafni hennar verið breytt í Jókó. Verslunin tók til starfa fyrir um ári og hefur vöruúrvalið aukist jafnt og þétt, en þar eru á boðstólum verkfæri af ýmsu tagi, málningar- vörur og bílamálning svo fátt eitt sé nefnt. Þá hefur verslunin umboð fyrir Hotpoint heimilistæki. Eigend- ur Jókó hafa samstarf við Heklu um sölu á heimilistækjalínu sem fyrirtækið hefur umboð fyrir. ---------♦ ♦ ♦---- Messur LAUFÁSPRESTAKALL: Sval- barðskirkja: fermingarfræðsla kl. 11.00 á Kristniboðsdaginn, sunnu- daginn 12. nóvember. Guðsþjón- usta kl. 14.00. Aðalsafnaðarfundur eftir messu. Grenivíkurkirkja: Kyrrðar- og bænastund á sunnu- dagskvöld kl. 21.00.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.