Morgunblaðið - 10.11.1995, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 10.11.1995, Blaðsíða 12
12 FÖSTUDAGUR 10. NÓVEMBER 1995 AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ Hæfileikar tíkurinnar Pílu tii að finna fé í fönn eru ótvíræðir Þefskynið hefur aldrei brugðist HÆFILEIKAR Pílu, rúmlega árs gamallar tikur á Stórutjömum í Ljósavatnsskarði við að finna fé í fönn hafa verið að koma í ljós síð- ustu daga, en hún fann í byijun vikunnar tvær ær í eigu Baldvins Kr. Baldvinssonar á Torfunesi i Köldukinn sem legið höfðu í fönn í ellefu daga. Árangurslaust hafði verið leitað að þessum kindum áður en Píla kom til sögunnar. Foreldrarnir afbragðs hundar Píla er Collie tík, eitthvað blönduð að sögn eigenda, Ásvald- ar Ævars Þormóðssonar og Lauf- eyjar Skúladóttur sem búa á Stór- uljörnum. Hana fengu þau frá Brúnagerði i Fnjóskadal, en faðir- inn er frá Tunguhálsi í Lýtings- staðahreppi. Bæði móðir og faðir Pílu þykja afbragðshundar. Móðir hennar, Týra hefur verið vel lið- tæk við smalamennsku en ekki hefur reynt á hæfileika hennar við leit að fé í fönn. Faðirinn, Kátur á Tunguhálsi, sem er rétt að verða 10 ára gam- all þykir einnig afbragðs fjár- hundur og þá hefur hann tvívegis drepið tófur í göngum, í seinna skiptið eftir mikinn bardaga, en Morgunblaðið/Kristján PILA bregður á leik með hús- bónda sínum, Ásvaldi Ævari Þormóðssyni. arnir hafa verið að fela sig i heyi í hlöðunni og Iátið hana leita að sér og hún hefur gaman af því,“ sagði Laufey. Morgunblaðið/Laufey Skúladóttir Hæfileikar Pílu við Ieit að fé í fönn þykja ótviræðir. A myndinni sem tekin var við leit nýlega hefur hún fundið tvær kindur á lífí undir snjóskafli. tófurnar hljóp hann uppi. Bróðir Pílu, úr sama goti sem er á Vatns- leysu í Fnjóskadal hefur einnig verið að finna fé sem grófst i fönn. Píla hefur fundið um 20 kindur sem lentu í fönn eftir norðaná- hlaupið á dögunum, þar af 15 lif- andi. „Við tókum hana með okkur þegar byijað var að leita að fé eftir óveðrið, en þá aðstoðuðum við nágranna okkar á Heiðarbraut á Fljótsheiði við leitina. Við vorum með kústsköft til að byrja með, en fengum síðar snjófíóðaleitar- stangir og fundum þá 10-12 kind- ur, allar á lífi. Píla fylgdist grannt með aðför- um okkar og eftir einhveija stund hljóp hún upp á túnið þar sem við höfðum verið áður og byijaði að krafsa í holu eftir kústskaftið. Það kom svo í ljós að þar undir þriggja metra skafli voru þijár kindur á lífí,“ segir Ásvaldur um tildrög þess að hæfileikar Pílu komu í ljós. Píla hefur fram til þessa ekki hlotið þjálfun, en þau Laufey og Ásvaldur, sem er í björgunarsveit- inni á staðnum hafa fullan hug á að þjálfa hundinn í vetur. „Krakk- Morgunblaðið/Kristján ÞORSTEINN Arnþórsson starfsmaður Skógræktar ríkisins að Vöglum var að höggva jólatré í Vaglaskógi í gær. Jólatré úr Vaglaskógi MUN minna verður höggvið af jóla- tijám hjá Skógrækt ríkisins í Vagla- skógi nú í ár en vant er en starfs- menn þar byijuðu nú nýlega að höggva jólatrén. Yfírleitt hafa verið höggvin allt að 1.500 jólatré en nú telja þeir skóg- ræktarmenn sig heppna nái þeir 800- 1.000 tijám. „Það er líklega betra fyrir fólk að vera í fyrra fallinu ætli það sér að ná í íslensk tré fyrir næstu jól,“ sagði Sigurður Skúlason skógarvörður. Jólatrén eru höggvin á nokkrum stöðum, í Fellsskógi, Þórðarstaða- skógi, Vaglaskógi, Sigríðarstaða- skógi og á Reykjahóli í Skagafirði. Heimamenn kaupa að sjálfsögðu jólatré sín í Vaglaskógi, en 'meiri- hluti trjánna er seldur til Akureyrar: „Við eigum bara ekki nóg af ttjám í heppilegri stærð,“ sagði Sigurður um ástæður þess að svo lítið af trjám fer á markaðinn í ár. „Trén eru að vaxa frá okkur, eru orðin of stór og þá hefur ekki verið gróðursett nægt magn á sínum tíma til að uppfylla þá eftirspurn sem nú er fyrir jólatré." Bæjarstjóri um uppsveiflu í atvinnulífi Ovissa um hvort breyting til batn- aðar er varanleg JAKOB Bjömsson bæjarstjóri á Ak- ureyri segist vera ánægður með já- kvæðan tón forystumanna í verka- lýðsfélögum í bænum, en hann átti sig samt ekki á hversu raunhæfur hann sé. „Maður hefur vissulega séð atvinnuleysistölur lækka, en það er efí í huga mínum um hvort þetta breytist aftur þegar líður fram á haustið," sagði Jakob. Hann sagði byggingariðnað blóm- legan um þessar mundir, töluvert væri í gangi af stórum verkefnum sem yrðu það áfram. Umsvif í málm- iðnaði hefðu aukist, m.a. kringum Slipptöðina-Odda, og ennfremur hefði störfum í bænum fjölgað með tilkomu starfsemi Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna. „Eg hef á tilfinningunni að at- vinnulífið sé á uppleið og lækkandi atvinnuleysistölur tala sínu máli, en vitanlega á maður eftir að sjá hversu varanleg þessi breyting er, daufasti tími ársins er framundan," sagði bæjarstjóri og benti á að jákvæðari tónn í atvinnulífi og hjá verkalýðsfé- lögum væri fyrsta skrefíð. 160 ára afmælis Matthíasar Jochums- sonar minnst AKUREYRINGAR minnast þess á morgun, laugardaginn 11. nóvem- ber, að 160 ár eru liðin frá fæðingu sr. Matthíasar Jochumssonar skálds og prests á Akureyri. Á 85 ára af- mæli hans árið 1920 var hann gerð- ur að heiðursborgara Akureyrar en hann lést-víku síðar, 18. nóvember. Af þessu tilefni verður efnt til dagskrár í Sigurhæðum, húsi Matt- híasar. Tekin verða í notkun hljóm- flutningstæki sem frú Einhildur Sveinsdóttir hefur gefið safninu í Sigurhæðum í minningu eiginmanns síns, Marteins Sigurðssonar, en hann var einn af forsvarsmönnum Matthí- asarfélagsins, sem stofnað var árið 1958 í því skyni að koma upp safn- inu að Sigurhæðum. Sr. Matthías lét reisa húsið árið 1903 og bjó þar ásamt fjölskyldu sinni til dauðadags. Matthíasarfélag- ið eignaðist neðri hæð þess árið 1958 og kom þar upp minningar- safni um sr. Matthías. Leitast var við að búa stofurnar í sama stíl og þær höfðu verið þegar skáldið bjó þar. Safnað var húsmunum frá af- komendum hans og stuðst við frá- sagnir þeirra varðandi uppröðun. Safnið verður opið almenningi frá kl. 14.00 til 18.00 á afmælisdegi Matthíasar og verður flutt þar dag- skrá af snældu með verkum hans sem til eru í vörslu Ríkisútvarpsins. Dagskráin verður flutt kl. 14.15, 15.15, 16.15, og 17.15. Aðgangur er ókeypis. Vilja upp- græðslu í Glerárdal UMHVERFISNEFND hefur lagt til við bæjarstjóm Akuréyrar að við gerð fjárhagsáætlunar fyrir næsta ár verði varið þremur milljónum króna af liðnum „átaksverkefni" til að heíja landgræðslu í malamámum norðan Glerár. Áætlun um verkið liggur fyrir og mótframlag frá Land- vemd liggur fyrir. Áætlað er að verk- efnið geti skapað vinnu fyrir 15 til 20 manns. Árni Steinar Jóhannsson, um- hverfísstjóri Akureyrarbæjar, sagði að í neðanverðum Glerárdal væri um 250 hektara landsvæði sem bærinn hefði yfír að ráða, en á því væru m.a. sorphaugar bæjarins og þá væri ráðgert að Sorpsamlag Eyja- fjarðar fengi tæpa 10 hektara til umráða fyrir sína starfsemi. Svæðin sunnan árinnar hefðu nokkuð jöfnum höndum verið ræktuð upp, en norðan megin væri annað uppi á teningnum. Þar hefðu malamámur Akureyringa verið til tuga ára og í vestanátt stæði moldrokið yfír byggðina í Glerár- hverfí til mikils ama fyrir íbúana. Árni Steinar vonaðist til að tillaga umhverfísnefndar yrði samþykkt en áætlað er að það tæki um 5 ár að sinna þessu verkefni. -----♦ ♦ ♦ Hönnun Dalbraut- ar meðfram Glerá Hugað verði að umhverfi árinnar UMHVERFISNEFND hefur beint þeim tilmælum til bæjarstjórnar Ak- ureyrar að samhliða því sem unnið er að hönnun Dalbrautar, meðfram Glerá, verði hannaður framtíðarfar- vegur fyrir ána og umhverfí hennar. Að mati nefndarinnar er hægt að spara stórar fjárhæðir með því að vinna að veglagningu og umhverfi árinnar samhliða. Árni Steinar Jóhannsson, um- hverfísstjóri Akureyrarbæjar, sagði að stöðugt hefði verið þrengt að Gler- ánni á liðnum árum með vegafram- kvæmdum og byggingum. Gleráin væri perla í bæjarlandinu og þvi væri sjálfsagt að sýna henni þá virð- ingu sem henni bæri. „Það hefur ævinlega verið hugsað meira um byggingar og vegi en minna hugað að umhverfi árinnar. Nefndinni hrýs hugur við því ef nú á að hefja fram- kvæmdir við nýjan veg upp með ánni án þess að skoða framtíðarlegu hennar um leið,“ sagði Ámi Steinar. -----♦ ♦ ♦--- Verslunin Jókó stækkar VERKFÆRABÚÐIN við Furuvelli 13 hefur verið stækkuð um helming og nafni hennar verið breytt í Jókó. Verslunin tók til starfa fyrir um ári og hefur vöruúrvalið aukist jafnt og þétt, en þar eru á boðstólum verkfæri af ýmsu tagi, málningar- vörur og bílamálning svo fátt eitt sé nefnt. Þá hefur verslunin umboð fyrir Hotpoint heimilistæki. Eigend- ur Jókó hafa samstarf við Heklu um sölu á heimilistækjalínu sem fyrirtækið hefur umboð fyrir. ---------♦ ♦ ♦---- Messur LAUFÁSPRESTAKALL: Sval- barðskirkja: fermingarfræðsla kl. 11.00 á Kristniboðsdaginn, sunnu- daginn 12. nóvember. Guðsþjón- usta kl. 14.00. Aðalsafnaðarfundur eftir messu. Grenivíkurkirkja: Kyrrðar- og bænastund á sunnu- dagskvöld kl. 21.00.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.