Morgunblaðið - 14.11.1995, Síða 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 14. NÓVEMBER 1995
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Morgunblaðið/Ásdís
HLUTI kínversku sendinefndarinnar sem komin er hingað til lands í því skyni
að kynna sér möguleika á fjárfestingu í stóriðju.
Kínversk sendinefnd kannar möguleika á stóriðju
Hagstætt orkuverð
er heisti kosturir"
KÍNVERSK sendinefnd frá ríkisfyr-
irtækinu China National Nonferrous
Metal Industry Corp., CNNC, kom
hingað til lands í boði iðnaðarráð-
herra síðastliðinn sunnudag og eftir
fundi með iðnaðarráðherra og við-
ræðunefnd um stóriðjukosti í gær-
morgun heimsótti sendinefndin
Landsvirkjun og á fimmtudag skoð-
ar hún aðstæður á Dysnesi norðan
Akureyrar.
Að sögn Finns Ingólfssonar iðnað-
arráðherra er fyrst og fremst verið
að kynna Kínveijunum ísland sem
vænlegan fjárfestingarkost á sviði
stóriðju, og þá helst álvers.
Zhao Zheng Ping, formaður kín-
versku sendinefndarinnar, sagði í
samtali við Morgunblaðið að rekja
mætti heimsóknina til íslands til
þess er Li Lanquing, aðstoðarforsæt-
isráðherra Kína, kom í opinbera
heimsókn til íslands í júní síðastliðn-
um. Sendinefnd sérfræðinga á veg-
um CNNC væri því komin hingað í
því skyni að kanna möguleikana á
fjárfestingum á sviði stóriðju.
„Síðan Li Lanquing heimsótti ís-
land hafa nokkrar viðræður átt sér
stað milli ríkjanna og núna vitum
við að helsti kostur íslands er hag-
stætt raforkuverð. Við ætlum að
kynna okkur möguleikana hérna og
síðan munum við gefa kínverskum
stjórnvöldum skýrslu um málið,“
sagði Zhao Zheng Ping.
Kynning á íslandi
Finnur Ingólfsson sagði Kínveija
hafa sýnt því áhuga að koma hingað
til lands til að fjárfesta í stóriðnaði,
og álver væri það sem fyrst og
fremst væri horft til í því sambandi.
„Það sem við erum fyrst og fremst
að gera er að skýra út fyrir þeim
hvers konar skattaumhverfi við bú-
um í, hvaða orkuverð við getum
hugsanlega verið að tala um, hvaða
kosti í landinu við höfum upp á að
bjóða og skýra fyrir þeim reglur í
umhverfismálum. Við erum að sýna
þeim fram á að við erum vænlegur
fjárfestingarkostur og að hingað sé
óhætt að koma. Það sem við leggjum
upp með núna í upphafi er því í
raun og veru einungis kynning á
íslandi sem fjárfestingarkosti líkt
og gert hefur verið gagnvart öðrum.
Við munum svo eiga fund með
þeim aftur á föstudag til að fara
yfír það hvernig þeim hefur litist á
aðstæður hér og þá hvort eða hvern-
ig menn vilja standa að framhald-
inu. Það skiptir auðvitað máli að
menn taki ákvörðun um það hvort
verið er að tala um að fara af stað
í formlegar viðræður um einhveija
fjárfestingarkosti og hvaða tíma-
mörk menn eru þá að setja í þeim
efnum," sagði Finnur.
Skýrist fljótlega hvað
Columbia Aluminium ætlar sér
Finnur Ingólfsson sagði aðspurður
að stjómendur bandaríska álfyrir-
tækisins Coiumbia Aluminium Corp-
oration hefðu verið í stöðugu sam-
bandi við markaðsskrifstofu iðnaðar-
ráðuneytisins, en á þessari stundu
væri ekkert hægt að segja til um
hver framvindan yrði í viðræðum við
fyrirtækið.
„Þeir eru að skoða sína hluti og
bera saman það sem við höfum boð-
ið hér. Þegar þeir fóru héðan fóru
þeir með alveg skýr svör og þeir
vissu nákvæmlega að hveiju þeir
gengu. Þeir vissu að hvaða skatta-
umhverfi þeir gengu, þeir vissu
nokkum veginn hvaða orkuverð var
verið að tala um, reglur um umhverf-
ismál voru alveg skýrar og umhverf-
ismat sem þeir óskuðu eftir að færi
fram í Hvalfirði er núna í vinnslu
og ég á von á því að það geti orðið
tilbúið innan tíu daga.“
Geir H. Haarde forseti Norðurlandaráðs
ESB taki tillit til
Norðurlanda utan
sambandsins
GEIR H. Haarde, for-
seti Norðurlandaráðs,
sagði í ræðu sinni við
setningu þings Norður-
landaráðs í Kuopio í
Finnlandi í gær að
hann vonaðist til að
bæði við útvíkkún Evr-
ópusarhbaridsins til
austurs og við „dýpk-
un“ sambandsins á
ríkjaráðstefnu þess á
næsta ári, yrði tekið
tillit til óska ríkja og
sjálfstjómarsvæða á
Norðurlöndum, sem
ekki hefðu kosið fulla
aðild að ESB.
„EES-samningurinn
er áfram í gildi, og við óskum þess
að hann verði áfram jákvætt tæki
til að þróa samstarfið, sem hann tek-
ur til, _og setja því reglur," sagði
Geir. „Ég hef þá trú að norræn vina-
ríki okkar í ESB muni taka virkan
þátt í að uppfylla bæði anda og bók-
staf EES-samningsins og Helsinki-
sáttmálans um norrænt samstarf."
Óvissa í öryggismálum
Þing Norðurlandaráðs, sem er að
öllum líkindum síðasta reglulega
haustþing ráðsins, hófst í gær með
umræðum um öryggis- og utanríkis-
mál, sem áður voru bannorð á Norð-
urlandaráðsþingum. í ræðu sinni
sagði Geir Haarde meðal annars að
ástandið í öryggismálum á Norður-
löndum og grannsvæðum þeirra ein-
kenndjst bæði af minni spennu en á
tíma kalda stríðsins og af meiri
óvissu en ríkt hefði um langt skeið.
„Hernaðarleg útþynning hefur átt
sér stað við margar af þeim víglín-
um, sem liggja að Norðurlöndum,"
sagði Geir. „Þessi útþynning er því
miður í mörgum tilvikum aðeins til-
flutningur á herafla og hergögnum.
Þetta, ásamt því óöryggi sem fylgir
bæði þeirri staðreynd, að fleiri leik-
endur eru nú í spilinu, og þeim að-
stæðum að stjórnmálaástandið í ein-
stökum nágrannaríkjum okkar ein-
kennist af mikilli óvissu,
hefur í för með sér að
á margan hátt er ástand
öryggismála nú hættu-
legra fyrir Norðurlönd
og grannsvæði þeirra.“
Geir nefndi friðar-
samstarf Atlantshafs-
bandalagsins, sem öll
Norðurlöndin taka nú
þátt í, ásamt flestum
öðrum Evrópuríkjum,
sérstaklega sem leið til
að auka stöðugleika og
koma í veg fyrir hættu-
ástand.
Forsætisráðherrar
Norðurlanda eða fulltrú-
ar þeirra funduðu í Ku-
opio í gær og það gerðu einnig nor-
rænu utanríkisráðherramir, sem
ræddu meðal annars viðbrögð við af-
tökunum á níu stjómarandstæðingum
í Nígeríu. Þá átti forsætisnefnd Norð-
urlandaráðs fund með forsætisráð-
heirunum um stöðu viðræðna Norð-
urlandanna við Schengen-ríkin.
í dag mun þingið ræða skýrsluna
um „norrænt notagildi", þar sem ein-
stökum stofnunum Norðurlandasam-
starfsins eru gefnar einkunnir og fá
margar falleinkun — þær eru ekki
taldar gagnast markmiðum norræns
samstarfs. Geir H. Haarde sagði í
samtali við Morgunblaðið að rætt
yrði hvemig með skýrsluna yrði far-
ið. „Málið er ekki komið á það stig
að hægt sé að taka ákvarðanir á
grundvelli þessarar skýrslu. Þetta er
hins vegar spennandi mál og gæti
haft áhrif frá 1997, ef einhveijum
af tillögum skýrslunnar verður hrint
í framkvæmd. Það gæti sparað pen-
inga í Norðuriandasamstarfinu,"
sagði Geir.
Formaður íhaldshópsins
Geir H. Haarde var í gær kjörinn
formaður þingflokks íhaldsmanna í
Norðurlandaráði í stað Hans Engell.
formanns Uanska íhaldsflokksins.
Geir er fyrsti íslendingurinn sem fer
með forystu í íhaldshópnum.
Geir H. Haarde
Framkvæmdastjóri Norðurleiðar
Snjódekk sett undir
í byijun nóvember
ÞORVARÐUR Guðjónsson, fram-
kvæmdastjóri Norðurleiðar, segir að
snjódekk hafí ekki verið sett undir
langferðabíla fyrirtækisins fyrr en
í byijun nóvembermánaðar og hafi
menn í þeim efnum tekið mið af
þeirri reynslu sem hefði fengist af
veðurfari mörg undanfarin ár.
Ástæðan væri sú að munstur hjól-
barðanna þyrfti að vera sæmilega
gott fram eftir vetri, því oftast
væru verstu veðrin í janúar og fe-
brúarmánuði.
Rannsóknamefnd vegna slyssins
í Hrútafirði þegar Norðurleiðarrúta
Féll tíu metra
afhúsþaki
MAÐUR féll af húsþaki í Hafnarfirði
síðdegis á sunnudag. Hann féll hátt
í tíu metra til jarðar og slasaðist al-
varlega, en samkvæmt upplýsingum
lögreglu er hann ekki talinn í lífs-
hættu.
Síðdegis á sunnudag kólnaði mjög
skyndilega í veðri og varð jámþakið
glerhált. Maðurinn, sem er vanur
byggingameistari, missti fótanna á
hálu þakinu og féll fram af því.
fór út af og valt í slæmu veðri skil-
aði af sér niðurstöðu í síðustu viku.
Hjólbarðar negldir
að framan og aftan
Þorvarður sagði að þeir hefðu
miðað við þá reynslu sem þeir hefðu
af ferðum á þessari leið og mörg
undanfarin ár hefðu hjólbarðar ver-
ið negldir bæði að framan og aftan.
Skipt væri um hjólbarða eftir þörf-
um. Hjólbarðar væru kannski teknir
fyrr undan að framan og settir und-
ir að aftan áður en munstur væri
búið. Þeir væru síðan teknir undan
þegar þeir væm orðnir fullslitnir og
sólaðir og settir undir að vetrinum.
„En þetta er alltaf matsatriði.
Við höfum ekki átt von á svona
vondu veðri á þessum tíma árs í
tugi ára, en það hefur alltaf verið
venjan hjá okkur að setja snjódekk
undir í byijun nóvember," sagði
Þorvarður.
Hann sagði að þetta væri allt
háð veðráttunni. Menn hefðu heldur
ekki búist við snjóflóði á þessum
tíma árs, þannig allt væri þetta til-
viljunum háð. „Ég held að við
stöndum nokkuð vel að þessum
málum eins og aðrir,“ sagði Þor-
varður að lokum.
Ki.(Uiínmy.,nto,uiI
Morgunblaðið/Ásdís
Gangstétt-
arbrúnir
lagfærðar
TÆPLEGA 20 milljónum króna
verður varið í lagfæringar á
gangstéttarbrúnum, umferðar-
eyjum og gatnamótum í Reykja-
vík á næstunni. í upphafi árs
kynnti Reykjavíkurdeild Sjálfs-
bjargar úttekt á aðgengi fatl-
aðra um gangstíga borgarinnar,
þar sem m.a. kom fram að laga
þyrfti gangstéttir á nær 2.000
stöðum.
„Við síðustu fjárlagagerð var
í fyrsta sinn sérstök fjárveiting
til verkefnis af þessu tagi eða
tíu milljónir króna til.að bæta
aðgengi fatlaðra og fimm millj-
ónir til að gera lagfæringar í
samræmi við tillögur hjólreiða-
fólks. Auk þess hafa verið ráðn-
ir menn af atvinnuleysisskrá í
Reykjavík í svokölluð átaksverk-
efni og hefur nokkrum hluta
fjárveitingarinnar verið varið til
hliðstæðra verkefna og kemur
sú upphæð til viðbótar við upp-
haflega fjárveitingu,“ segir Sig-
urður Skarphéðinsson gatna-
málasljóri og bætir við að líkast
til fari framkvæmdir 3-4 millj-
ónir fram úr kostnaðaráætlun,
sem þýðir að heildarútgjöld
verða 18-19 milljónir kr. að við-
bættum átaksverkefnum sem
kosta 8,5 milljónir.