Morgunblaðið - 14.11.1995, Síða 25

Morgunblaðið - 14.11.1995, Síða 25
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR ÞRIÐJUDAGUR 14. NÓVEMBER 1995 25 í VIKUNNI mun Kór Langholts- kirkju halda óvenjulega tónleika í Langholtskirkju, Logalandi og Aratungu. Fyrstu tónleikarnir verða á miðvikudagskvöldið kl. 20.30 í Langholtskirkju í Reykja- vík, laugardaginn 18. á Loga- landi í Borgarfirði kl. 15 og í Aratungu í Biskupstungum á sunnudag kl. 21. Reynt verður að ná tökum á sama andanum og réð ríkjum í þáttunum „Tökum lagið“, sem Kór Langholtskirkju og Jón Stef- ánsson voru með í Sjónvarpinu Tökum lagið með Kór Langholts- kirkju veturinn 1984-85. A efnisskránni verða ættjarðarlög, sígild kór- verk, negrasálmar og syrpa af lögum eftir Sigfús Halldórsson. Nokkrir einsöngvarar úr hópi kórfélaga munu einnig koma fram. Að lokum verður fjöldasöngur þar sem sungin verða lög úr ís- lenskum ættjarðarlögum, fyrsta og öðru hefti, sem margir kann- ast við frá ættjarðarlaganám- skeiðum Jóns Stefánssonar og Margrétar Bóasdóttir. Stjórnandi Kórs Langholts- kirkju er Jón Stefánsson. Miða- verð er kr. 1.200 fyrir fullorðna og hálfvirði fyrir börn og ellilíf- eyrisþega. Nýjar bækur Ljóðsaga um ást Á SÍÐASTLIÐNU ári kom úr fyrra bindi ljóðsögu Þorsteins Stefánssonar, Þú, sem komst. Nú er seinna bindið komið út, Ég kyssi fótspor þín. Þorsteinn hefur lengi verið búsettur í Danmörku. Á átt- unda áratugnum stofnaði Þorsteinn ásamt samsýliskonu sinni, Rigmor Birg- itte Hörving bóka- safnsfræðingi, bóka- útgáfuna Birgitte Hövrings Biblioteks- forlag, sem eingöngu gefur út bækur eftir íslenska höfunda. Fram að þessu hefur forlagið gefið út á þriðja tug bóka í þýð- ingum. Birgitte Hövring lést langt um aldur fram. í bókunum, Þú, sem komst og Ég kyssi fótspor þín, „túlkar skáldið sína eigin lífsreynslu, ástir karls og konu, brot- hætta og ljúfsára hamingju, sem er þó svo sterk að hún lyft- ir Grettistökum,“ segir í kynningu. Danskir gagnrýnend- ur luku lofsorði á bókina. Ég kyssi fótspor þín, er gefin út af Birgitte Hörvings Biblioteks forlag. Prentun og band er unnið í Prentsmiðjunni Odda. Bókin er gefin út í takmörkuðu upplagi og er 239 bls. og kostar ■2.380 krónur. Þorsteinn Stefánsson Fyrirlestur Davids Ferry DAVID Ferry flytur fyrirlestur- yngra, miðvikudaginn 15. nóv- inn Not a mouse but a potato í ember kl. 16.30. David Ferry er Myndlista- og handíðaskóla ís- kennari við Winchester School lands, Barmahlíð, Skipholti 1 of Art á Englandi. Af innileik hjartans Ætti ég hörpu. Erla, góða Erla er TONLIST Langholtskirkja KÓRTÓNLEIKAR 25 ára starfsafmæli. Flutt voru söngverk Eyþór Stefánsson, Jón Björnsson og Pétur Sigurðsson Laugardagurinn 11. nóvember, 1995. SKAGFIRSKA söngsveitin heldur upp á 25 ára starfsemi sína og Söng- sveitin Drangey, sem er eins konar „eldri kór“ Skagfirsku söngsveitar- innar, heldur upp á að tíu ár eru frá stofnun „Drangeyjar-kórsins". Stjómandi Skagfirsku söngsveitar- innar fyrstu 13 árin var Snæbjörg Snæbjarnardóttir en síðastliðin 12 ár hefur Björgvin Þ. Valdimarsson stjórnað kórnum. Söngsveitin Drangey var sett á laggirnar fyrir tíu árum og hefur Snæbjörg stjórnað síðan 1991 en fyrstu árin var Björgvin stjórnandi. Undirleikari með báðum kórunum á afmælistónleikunum, sem haldnir voru í Langholtskirkju sl. laugardag, var Vilhelmína Ólafsdóttir en ein- söngvarar voru Ásgeir Eiríksson, Guðmundur Sigurðsson, Friðbjörn G. Jónsson, Helga Rós Indriðadóttir, Óskar Pétursson og Margrét Stef- ánsdóttir. Á efnisskránni voru eingöngu söngverk eftir þrjú skagfirsk tón- skáld, þá Jón Björnsson, Pétur Sig- urðsson og Eyþór Stefánsson. Mörg Iaganna eftir þessi tónskáld hafa náð verulegum vinsældum og t.d. bestu lögin eftir Eyþór eru í flokki ís- lenskra úrvalslaga, lög eins og Lind- in, Myndin þín, Mánaskin og Bikar- inn, sem heldur jafnræði við sam- nefnt lag Markúsar Kristjánssonar. Lögin eftir Jón Björnsson eru sum mjög einföld og jafnvel nálægt því að vera dægurlög. Bestu lög hans á þessum tónleikum voru tvísöngslögin Hirðingjasveinninn og Þú varst mitt blóm, en bæði lögin eru samin við kvæði eftir Davíð Stefánsson, sem Jón lagði sig eftir að tónklæða. Pét- ur Sigurðsson samdi nokkur falleg lög og ber sérstaklega að geta tveggja er hann samdi við texta eft- ir Friðrik Hansen og heita Vor og trúlega þekktast af lögum Péturs, enda ljúf og falleg tónsetning á þessu viðkvæma ljóði. Báðir kóranir sungu vel, undir stjórn Snæbjargar Snæbjarnardóttur og Björgvins Þ. Valdimarssonar, en réttum helming laganna var skipt á einsöngvarana er sungu af þokka við ágætan undirleik Vilhelmínu Ólafs- dóttur. Helga Rós Indriðadóttir og Margrét Stefánsdóttir sungu tvo dúetta, Svefnljóð og Þú sem eldinn átt í hjarta, báða eftir Jón Björns- son. Helga söng ein Lindina, eftir Eyþór Stefánsson og Margrét síðan Heiðló, eftir Jón Björnsson. Helga og Margrét eru ágætlega kunnandi söngkonur og var flutningur þeirra framfærður af smekkvísi. Ungur bassasör.gvari, Ásgeir Eiríksson, söng Myndin þín, eftir Eyþór, og tvísöng með Óskari Péturssyni í lag- inu Þú varst mitt blóm, eftir Jón Björnsson. Ásgeir er efnilegur söngv- ari og syngur þegar af nokkru ör- yggi, svo sem heyra mátti í lagi Eyþórs, Myndin þín. ðskar Pétursson söng einn lagið Líf, eftir Pétur Sigurðsson, og 'ein- sönginn í Bikarnum, eftir Eyþór, sem var raddsettur fyrir _kór af Björgvin Þ. Valdimarssyni. Óskar er góður söngvari og söng einnig mjög vel í dúett með Guðmundi Sigurðssyni í Hirðingjasveininum, skemmtilegu lagi, eftir Jón Björnsson. Guðmund- ur, sem einnig syngur í Skagfirsku söngveitinni, söng einsönginn í Mánaskini Eyþórs, sérdeilislega fal- lega og músikalskt. Friðbjörn G. Jónsson söng í tveimur lögum. Fyrst í því ágæta lagi eftir Pétur Sigurðs- son, sem nefnist Vor, og síðast Nótt- in með ljósa lokkinn, eftir Eyþór. Friðbjörn er reyndur söngvari og flutti lögin vel, sérstaklega fyrra lag- ið Vor. Ástæða er til að óska Skag- firsku söngsveitinni og Söngsveitinni Drangeyju til hamingju með góðan og gifturíkan starfsdag, sem hefur þegar skilað íslenskri tómennt drjúg- um arði í góðum söng, Þessi ágæta söngskemmtun blómstraði í aukalag- inu, Erla, góða Erla, eftir Pétur Sig- urðsson, sem var sungið af þeim inni- leik hjartans, er á sér snertiflöt við sjálfa fegurðina og mannelskuna. Jón Ásgeirsson Eitt sinn var hann lítill en nú er hann orðinn stór... Suzuki Alto 1981 Nýi bíllinn frá Suzuki er bfll í sama stærðar- og gæðaflokki og Toyota Corolla, VW Golf, Opel Astra og Nissan Almera. Það er þó eitt sem skilur þá að - VERÐIÐ Suzuki Baleno er á mun lægra verði en aðrir sambærilegir bflar í millistærðarflokki. SUZUKI BALENO 1996 Suzuki Baleno 3ja dyra handskiptur kostar kr. 1.095.000 sjálfskiptur “ 1,195.000 Suzuki Baleno 4ra dyra handskiptur kostar kr, 1,220,000 sjálfskiptur “ 1,320,000 Komið, reynsluakið og gerið verðsamanburð. Suzuki - Afl og öryggi $ SUZUKI --////■--------- SUZUKI BÍLAR HF. SKEIFAN 17 - SÍMI: 568 5100

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.