Morgunblaðið - 14.11.1995, Page 34

Morgunblaðið - 14.11.1995, Page 34
34 ÞRIÐJUDAGUR 14. NÓVEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR Sjálfstæðari kirkja KIRKJUÞING sem nýlokið er fjallaði að venju um margvísleg málefni er lúta jafnt að innra sem ytra starfi kirkjunnar. Fyrst ber að nefna að kirkjuþing afgreiddi frá sér frum- varp um stöðu, stjórn og starfshætti þjóð- kirkjunnar. Þetta er rammalöggjöf um starfsemi kirkjunnar og gerir ráð fyrir miklu meira sjálfstæði henn- ar í eigin skipulagsmál- um en verið hefur. Verði þetta frumvarp að lögum frá Alþingi er tvímælalaust um að ræða breytt samband ríkis og kirkju frá því sem verið hefur. Kirkjan verður sjálf- stæðari eining, ber fulla ábyrgð á eigin starfí og skipulagi, þó að áfram verði um kirkju að ræða sem er studd og styrkt af ríkisvaldinu. Merkasta samþykktin á afstöðnu kirkjuþingi er án efa samþykkt Porvoo samkomulagsins. Porvoo samkomulagið er um gagnkvæma viðurkenningu lúterskra kirkna á norðurlöndunum og í Eystrasalts- löndunum annarsvegar og anglík- önsku kirknanna á Bretlandseyjum hins vegar. Samkomulagið hefur verið til umfjöllunar í öllum þessum löndum. ísland var það níunda í röðinni að samþykkja samkomulag- ið, í tveimur löndum bíður það af- greiðslu en danska kirkjan hefur hafnað því. Danir vilja þó vera með í samstarfi þessara kirkna eins og kostur er. Samkomulagið lá fyrir í þýðingu séra Halldórs Reynissonar. Það var samþykkt samhljóða á prestastefnu í júní og nú samhljóða á kirkjuþingi. Til skýringar á nafninu: Sam- komulagið er kennt við borgina Porvoo í suðurhluta Finnlands þar sem smiðshöggið var rekið á samkomulagið. Á sænsku heitir borgin Borgö. Það má hins vegar segja að einna fróðleg- ustu upplýsingarnar á kirkjuþingi hafi komið fram í skýrslu biskups er hann rakti könnun Gallups á því hvað margir hefðu farið í kirkju um síðastliðin jól og áramót. Þar kemur fram að fjórð- ungur íslendinga á aldrinum 15 til 75 ára, sem búsettir eru á íslandi, fór í kirkju um jól eða áramót. Hlutfall þeirra sem fóru í kirkju um jólin eða áramótin er hæst, rúmlega 35%, meðal þeirra sem eru 55 til 75 ára og það er sjónarmunur á því hvað þeir sem búa úti á landi, eins og sagt er, fara oftar en þeir sem búa á höfuðborgarsvæðinu. Það eru sjómenn, stjórnendur og nemar sem eru duglegastir við að fara í kirkju, en sérfræðingar slak- astir. Þegar fólk var greint eftir því hvað það ætlaði að kjósa í næstu kosningum kom í ljós að þeir sem segjast ætla að kjósá Framsóknar- flokkinn voru langduglegastir við að fara í kirkju (30%) en þeir sem segjast ætla að kjósa Alþýðubanda- lagið siakastir (16%). Varla var sjónarmunur á hinum, um eða yfir 20%. Félagsfræðingar ættu að skoða það betur hvort þessi kirkju- sókn kjósenda Framsóknarflokks- ins eigi sér einhverjar sögulegar rætur t.d. í því að Tryggvi Þórhalls- son forsætisráðherra og formaður Framsóknarflokksins var guðfræð- ingur og sonur Þórhalls Bjarnason- ar biskups, eða hvort að hér er bara um einbera tilviljun að ræða. Þetta með alþýðubandalagsmenn er skiljanlegra í ljósi sögulegrar efnishyggju þess marxisma sem flokkurinn er sprottinn upp úr. Svo haldið sé áfram með þau mál sem kirkjuþing íjallaði um: Samþykkt var tillaga frá séra Birgi Ásgeirssyni um að efla bæri þjón- ustu Þjóðkirkjunnar við Islendinga erlendis. íslendingum fjölgar nú viða erlendis og góð reynsla hefur verið af þeim prestum sem þar hafa starfað. Gildið er ótvírætt fyrir ís- lendinga sem eru fjarri ættjörð sinni. Meðal þeirra frumvarpa sem þingið fjallaði um var nýtt frum- varp til laga um helgidagafrið en lögin um helgidaga eru síðan 1926 og halda illa í nútíma gauragangi. Samkvæmt frumvarpinu, sem Þor- steinn Pálsson ráðherra hefur haft í smíðum, er helgum dögum ekki fækkað en heimiluð athafnasemi á þessum dögum nokkuð rýmkuð. Meginstefna frumvarpsins er sú, að á stórhátíðardögum eins og á jólum og á páskum verði heimiluð starfsemi mjög takmörkuð en á öðrum helgidögum, eins og t.d. á sunnudögum, mjög rúm. Það er óhætt að segja að kirkjuþing hafi lagt blessun sína yfir meginstefnu frumvarpsins, þó að margar breyt- ingartillögur kæmu fram, eins og gengur. Þá fjallaði kirkjuþing um ný frumvarpsdrög um veitingu presta- kalla, en það frumvarp hefur einnig verið í smíðum að frumkvæði Þor- steins Pálssonar og hafði Markús Örn Antonsson forystu í þeirri nefnd er vann frumvarpið. Meðal nýmæla í frumvarpinu er að gert er ráð fyrir stöðuvalsnefnd, þriggja manna, er leggi nokkurt mat á starsferil og nám umsækjenda áður en kjörmenn sóknanna gera út um Merkasta samþykkt kirkjuþings var stað- festing Porvoo sam- komulagsins, segir Baldur Kristjánsson, sem hér fjallar um við- fangsefni nýafstaðins kirkjuþings. málið í atkvæðagreiðslu. Þá er gert ráð fyrir því að heimild til köllunar verði bundin því að áður hafi verið auglýst og enginn hafi sótt um. Þingið beindi þeirri áskorun til menntamálaráðherra að hann setti á stofn starfshóp til þess að und- irbúa kennslu í biblíufræðum við framhaldsskóla landsins. Það var dr. Gunnar Kristjánsson sem flutti þetta mál sem byggist á því að þekking á biblíunni sé ein forsenda til að skilja íslenska bókmenningu og menningarsögu yfirleitt og hver kannast ekki við biblíutilvísanir í myndlist. Það má orða þetta svo að ef miðla á menningararfinum af einhveiju viti verði nýjar kynslóð- ir að þekkja biblíuna sem bók- menntaverk að minnsta kosti. Meðal annarra mála sem rædd voru var aukin þjónusta við fólk sem er af erlendu bergi brotið og hefur hér viðdvöl um lengri eða skemmri tíma. Samþykkt var þingsályktun frá séra Karli Matthíassyni um að láta kanna gæði og skilvirkni í störfum kirkjunnar og kirkjuþing beindi því til fræðslu- og þjónustu- deildar kirkjunnar að huga að leið- um til að auka safnaðarstarf með fólki á aldrinum 20-40 ára. Þá var biskupi og kirkjuráði falið að vinna Baldur Kristjánsson að því að aðstoðarprestur verði ráð- inn til ísafjarðarprestakalls. Gamalt baráttumál kirkjunnar og má segja að oft hafi verið þörf en nú sé nauð- syn mikil á ferð. Þá ítrekaði kirkju- þing gamla'samþykkt sína þess efn- is að bygging Ljósavatnskirkju skuli vera eitt af verkefnunum í undir- búningi kristnitökuafmælisins árið 2000. Þingið benti á að tíminn til framkvæmda væri orðinn naumur. Það mætti auðvitað nefna fjölda- mörg önnur mál en alls tók kirkju- þing á 27 málum. Kirkjuþing er valdamesta stofnunin í kirkjunni. Þar sitja tíu prestar, einn guðfræð- ingur úr kennaraliði guðfræðideild- ar og níu leikmenn svokallaðir þ.e. níu óvígðir menn. Að auki eiga þar sæti kirkjumálaráðherra eða fulltrúi hans og Biskup íslands sem er for- seti þingsins. Þá hafa vígslubiskup- ar og kirkjuráðsmenn málfrelsi og tillögurétt. Kirkjuþing kýs síðan úr sínum hópi kirkjuráð, eins konar framkvæmdastjórn. Þar sitja tveir vígðir og tveir óvígðir, undir for- sæti biskups. Kirkjuþing speglar ekki alltof vel kynjaskiptingu í kirkjunni. Meðal níu leikmanna eru aðeins tvær kon- ur og meðal ellefu guðfræðinga er aðeins ein kona. Segja má sem svo að guðfræðingarnir eigi sér afsökun í því að konur í stétt presta eru flestar ungar og hafa verið í þjón- ustu kirkjunnar skemur en áratug. Á kirkjuþing komast prestar yfir- Ieitt ekki fyrr en þeir eru komnir á aldur þekkingar og vits, fimmtugs- aldurinn, og hafa þjónað lengi í kirkjunni. Kirkjuþingi lauk fimmtudaginn 26. október. Það var þungt yfir kirkjuþingsmönnum síðasta daginn eftir hina hörmulegu atburði á Flat- eyri. Sumir kirkjuþingsmenn fóru strax vestur, ræður þingfulltrúa voru óvenju stuttar. Hugur þeirra var við þessa atburði og það hvem- ig kirkjan gæti hjálpað. Höfundur er biskupsritari. Ingibjörg Sólrún leiðrétt Á FUNDI borgarstjórnar Reykja- víkur þann 19. október sl. vísuðu fulltrúar R-listans frá tillögu sjálf- stæðismanna um framtíð Heilsu- verndarstöðvar Reykjavíkur. í til- lögunni var lýst andstöðu við áform um að selja Ríkisspítulum Heilsu- verndarstöðina og var áréttuð fyrri samþykkt borgarstjórnar um að Heilsuverndarstöðin sinni áfram mæðra- og ungbarnavernd, auk annarra heilsuverndar- og forvarn- argreina. I svarræðu borgarstjóra, þar sem hún mælti fyrir frávísunartillögu frá R-listanum, gætir víða misskiln- ings og jafnvel, að hún hafi ekki kynnt sér ýmsar staðreyndir nægi- lega vel. Þetta samræmist ekki þeim kröfum, sem gera má til henn- ar sem borgarstjóra og sagnfræð- ings. Þess vegna ætla ég hér á eft- ir að leiðrétta nokkrar rangfærslur í ræðu borgarstjórans á áðurnefnd- um borgarstjórnarfundi. Rangt hjá borgarstjóra Borgarstjóri hóf ræðu sína þann- ig: „Virðulegur forseti, ágætu borg- arfulltrúar. Ég sat hér og hlustaði á þessa lærðu ræðu læknisins hér í borgarstjórn, Ólafs F. Magnússon- ar, og það rann upp fyrir mér þegar. ég hlustaði á þessa ræðu að ég hef hlustað á hana hér áður. Ég held þetta sé svona nokkurn veginn efnislega sama ræða og var flutt fyrr á þessu ári af þessum sama borgarfulltrúa. AO vísu var hún nokk- uð ítarlegri núna held- ur en þá og farið víðar yfir sviðið en þá var gert en það er öllu haldið til haga með Vilmund Jónsson land- lækni og Líkn og sögu þessa húss.“ Að mínu mati felst nokkur litilsvirðing fyrir málflutn- ingi mínum í áðurnefndum ummæl- um borgarstjórans en þau eru auk þess beinlínis röng. Ég hef hvorki rifjað upp sögu Heilsuverndarstöðv- ar Reykjavíkur né nefnt hjúkrunar- félagið Líkn á nafn í borgarstjórn á þessu kjörtímabili, fyrr en á fundi borgarstjórnar þann 19. október sl. Hins vegar hef ég nefnt nafn Vil- mundar Jónssonar, sem fyrstur átti hugmyndina um Heilsuverndar- stöðina, en í allt öðru samhengi. Það var í tengslum við tillögu frá borgarfulltrúum Sjálfstæðisflokks- ins um framtíð héraðslæknisemb- ættisins í Reykjavík, en ég mælti fyrir þeirri tillögu á fundi borgar- stjórnar þann 5. janúar á þessu ári. í ræðu minni þar vitnaði ég í lækna- tal Vilmundar Jónssonar og Lárusar Blöndal, sem kom út árið 1970. Mér er ekki grunlaust um að borgarstjóri rugli saman ræðu minni um héraðslæknisembættið í Reykjavík og sögu þess við „ræðu“ sem ég hef ekki flutt um sögu Heilsuvemdarstöðvar- innar. Sú ræða er aðeins hugarfóstur borgar- stjórans. Aftur rangt hjá borgarstjóra Borgarstjóri hélt síð- an áfram ræðu sinni þann 19. október sl. með eftirfarandi orðum: „Að vísu er nú kannski ekki mikið drepið á það í þessu lærða erindi læknisins að þarna starfaði jú fyrst hjúkr- unarspítali í þessu húsi. Árið 1955 tók hjúkrun- arspítali til starfa í Heilsuverndarstöðinni í Reykjavík og það má því segja að þetta hús eigi sér 40 ára sögu um þessar mundir. Einmitt þann 12. október 1955 tók þessi hjúkrunarspítali þar til starfa, þannig að húsið á núna 40 ára afmæli sem spítali, því þann- ig var það byggt í upphafi og þann- ig var það rekið líka í upphafi auk síðan heilsuverndarstarfsemi sem þarna fór fram.“ Ef borgarstjóri hefði hlustað bet- ur á ræðu mína í borgarstjórn fyrr þetta kvöld, hefði hún komist hjá því að fara rangt með sögu Heilsu- verndarstöðvar Reykjavíkur. Heilsuverndarstöðin hóf starfsemi sína árið 1953 með opnun barna- deildar. Hún var byggð sem heilsu- verndarstöð en ekki sem sjúkrahús. Sjúkradeild var ekki ætlað að starfa í húsinu, nema til braðbrigða, þar til bæjarsjúkrahúsið í Fossvogi tæki til starfa. Ólafur F. Magnússon í ræðu borgarstjóra gætir víða misskilnings, _ ~~~ segir Olafur F. Magnússon, og hún hefur ekki kynnt sér ýmsar staðreyndir nægilega vel. Ósammála borgarsljóra Síðar í ræðu sinni þann 19. októ- ber sl. sagði borgarstjóri: „Þannig að þetta hús á sér ekki bara sögu sem heilsuverndarstofnun heldur á þetta hús sér ekki síður sögu sem spítali og þannig var það byggt í upphafi og þess vegna finnst mér alveg fyllilega koma til álita að skoða hvort eðlilegt sé að reka þarna sjúkrahússtarfsemi fremur en heilsuverndarstarfsemi. Ég er algjörlega ósammála þess- ari skoðun borgarstjórans, og hef fært rök fyrir því, að líklega yrði enn dýrara að sleppa mulningsvél ímyndaðrar hagræðingar lausri á rammgerða veggi Heilsuverndar- stöðvar Reykjavíkur en á Landakots- spítala, sem þó var reistur sem sjúkrahús. Þetta gæti þýtt kostnað upp á hundruð milljóna króna, auk þess sem byggja þyrfti yfir þá starf- semi, sem flutt yrði út frá Heilsu- verndarstöðinni. Heilsugæslan í Reykjavík hefur mikinn hag af því að hafa hluta starfseminnar miðlæg- an í húsnæði Heilsuverndarstöðvar- innar, vegna stærðar borgarinnar. Umtalsverður hluti heilsugæslu í Reykjavík fer fram utan heilsu- gæslustöðva og er yfirleitt hag- kvæmari í rekstri en á heilsugæslu- stöðvunum. Byggingar heilsugæslu- stöðva eru fjárfrekar framkvæmdir. Sú „hagræðing", sem fælist í því að flytja hluta af starfsemi Ríkisspít- ala á Heilsuverndarstöðina, myndi því bæði leiða til kostnaðarauka og röskunar á starfi Heilsugæslunnar í Reykjavík. Ég hef hér að framan gert at- hugasemdir við upphafsorð í ræðu borgarstjóra um hugsanlega sölu á Heilsuverndarstöð Reykjavíkur. Ég gerði fleiri athugasemdir við ræðu hennar á fundi borgarstjórnar þann 19. október sl., en þær verða ekki tíundaðar hér. Aðalatriðið er þó, að borgarstjóri, sem stjórnmálamaður og atvinnumaður á því sviði, hefði mátt vanda undirbúning sinn og málflutning betur á áðurnefndum borgarstjórnarfundi. Höfundur cr læknir og varaborg- arfulltrúi í Reykjavík. FORSETAEFNI Í Morgunblaðsgrein 9. þ.m. var svo um mælt, að þess myndi ekki langt að bíða, að gert yrði uppskátt, hver sá væri, sem til- tekinn hópur manna óskaði að gæfi kost á sér til embættis for- seta Islands. Nú skal það látið uppi, að sá maður er Sveinn Einarsson bók- mennta- og leikhúsfræðingur. Kona hans er Þóra Kristjáns- dóttir listfræðingur. Eru þau hjón hér með beðin afsökunar á því, að farið hefur verið á bak við þau sjálf til þessa. Þá er hins vegar óreynt á það, hvernig óskaframbjóðandi okkar tekur þessari málaleitan, þegar að honum er lagt. En til þess mun honum að sjálfsögðu gefast frestur. Meðan það er á huldu, munum við ekki ræða þau mál frekar opinberlega án tilefn- is. Helgi Hálfdanarson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.