Morgunblaðið - 14.11.1995, Side 54

Morgunblaðið - 14.11.1995, Side 54
54 ÞRIÐJUDAGUR 14. NÓVEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ í'Io(lie«. lo|)ul n i' Yimou...Laétur engan HASKOLABIO SÍMI 552 2140 Haskolabio GLORULAUS STÆRSTA BÍÓIÐ. ALLIR SALIR ERU FYRSTA FLOKKS. ÞOGUL SNERTING ★ ★★ O. H.T. Rás 2. „Áhrifamikil og sterk mynd" ★ ★★ H. K. DV Enn eitt li^Sflrkið ' mnwam flfxhreyfimynda ÉllfeJÉfélagið JARÐABER OG SÚKKULAÐI ipr _ A. Þ. Dagsljós *★* Ó. H. T. Rá&2 Ahrifamikið verk frá Krysztof Zanussi um tónskáld (Max Sydow) sem hefur ekki samið nótu í 40 ár, en er vakinn á ný af ungu tónskáldi (Lothaire Blueau) sem virðist spila á gamla manninn eins og píanó auk þess sem ung stúlka (Sophie Grabol) kemur ástriðufull inn i lif þeirra beggja. Sýnd kl. 5 < f****«« Alicia SUverstonZ , ðÓ Mf*« Frá frægasta leikstjóra Kínverja Zhang Yimou kemur ný perla en með aðalhlutverk fer hin gullfallega Gong Li. Aðalverðlaun dómnefndar i Cannes 1994. Sýnd kl. 6.45 og 9. 2 fynr 1 Sýnd kl. 4.50 og 11.15 Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11 | NÆSTU MYNPIR: JADE, BEFORE THE RAIN, INNOCENT LIES, GOLDENEYE, CARRINGTON EINKALÍF Margrétar Örnólfsdóttur er heilsteypt verk og áheyrilegt. Gcisladiskur EINKALÍF Tónlistin við kvikmyndina Einkalíf. Höfundur tónlistar er Margrét Óm- ólfsdóttir, en lög eiga Bubbi Morth- ens og Rúnar Júlíusson, D.P., Prókofíeff, Oberfeld, Borel Cler og Unun. Eitt laganna er þjóðlag frá Álandseyjum. Flytjendur eru fjöl- margir, þar á meðal Unun, Ungl- ingahljómsveitin Kósý og Margrét sjálf. Smekkleysa gefur út. 47,11 mín., 1.999 kr. KVIKMYNDATÓNLIST er sér- kennilegt fyrirbæri; hvorugt get- ur án hins verið; án tónlistar er kvikmynd þunnur þrettándi og ekki tekst alltaf að láta tónlistina lifa án myndarinnar. Mörgum hefur þó tekist að setja saman slíka diska, sem henta sem þægi- legur undirleikur undir daglegt líf, ekki síður en lífið á hvjtatjald- inu, og kafa má í þegar næði gefst. Svo er því farið með geisla- disk Margrétar Örnólfsdóttur með tónlistinni úr kvikmynd Þrá- ins Bertelssonar Einkalífi, þar sem fjölmargar smámyndir verða að áheyrilegri heild; þó tónlistin sé ekki alltaf veigamikil þá er hugmyndaauðgin slík og hug- kvæmnin í útsetningunum að úr verður heilsteypt verk og áheyri- legt, en umfram allt skemmtilegt. Margrét Örnólfsdóttir hefur sannað á tónlistarferli sínum að flest leikur í höndum hennar, nægir að minnast sterkra áhrifa hennar á tónlist Sykurmolanna, bráðskemmtilegrar barnaplötu sem kom út fyrir nokkru og svo Einkalífs, sem hér er til umræðu. Tónlistin á Einkalífi er víða leikhúsleg, sem vonlegt er, en þá ekki eins og uppskrúfuð áhrifs- hljóð, heldur húmorískar smá- myndir, þar sem bregður fyrir tívolítónlist, harmonikkusveiflu, miðevrópskum hanastélsjass, sálmaorgelleik, rokki og jafnvel danstónlistarfrösum. Fátt er út á plötuna að setja, en margar hug- myndanna hefði eflaust mátt rekja lengra; þ.e. mörg laganna hefðu mátt vera lengri. Framlag Ununar er skemmtilegt og reynd- ar með því besta sem hljómsveit- in hefur sent frá sér, og Ungl- ingahljómsveitin Kósý fer hrein- lega á kostum í sérkennilegri útsetningu sinni á þjóðlagi frá Álandseyjum. Vert er að geta bráðskemmtilegrar útsetningar Margrétar á Mýrdalssandi þeirra Bubba og Rúnars. Árni Matthíasson mdspsfil1^ í ÆSsfe- marseóli í ltáde0nii. á góðri stimd Morgunblaðið/Jón Svavarsson EMIL Andri Emilsson, Linda íris Emilsdóttir og Harpa Guðlaugsdóttir. Barnabros í Perlunni ÚTGÁFUHÁTÍÐ vegna plötunnar ið flytja lög af plötunni og ljós- Barnabros 2 frá Ítalíu fór fram í myndari Morgunblaðsins leit að Perlunni síðastliðinn sunnudag. sjálfsögðu við. Fjölmenni hlustaði á tónlistarfólk- MARÍA Björk og Edda Heiðrún Bachman flytja lag af plötunni. FJÖLMENNI lagði leið sína í Perluna á sunnudaginn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.