Morgunblaðið - 12.12.1995, Side 2

Morgunblaðið - 12.12.1995, Side 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 12. DESEMBER 1995 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Flutningsjöfnun Flokkun á olíum stenst ekki reglur SAMKEPPNISRÁÐ hefur komist að þeirri niðurstöðu að sú flokka- skipting sem nú gildir við jöfnun á flutningskostnaði olíuvara geti leitt til mismununar og þar með í vissum tilvikum torveldað frjálsa sam- keppni. Þetta kemur fram í nýju áliti sem ráðið hefur sent viðskipta- .ráðherra um flutningsjöfnun olíu- vara. SD-olían látin greiða niður svartolíu Skeljungur kvartaði I apríl sl. yfir því að svokölluð SD-skipaolía væri sett í sama flokk og svartolía við flutningsjöfnun. Benti félagið á að dreifingarkostnaður vegna SD- skipaolíu væri mun lægri en vegna svartolíu. Þannig væri SD-olían lát- in greiða niður flutningskostnað við svartolíu, en þessar tegundir eru í bemni samkeppni. I áliti Samkeppnisráðs segir m.a. að ráðið telji, svo dæmi sé tekið, það vera í andstöðu við samkeppnis- reglur, ef kostnaður við að flytja eina tegund af olíu á landi verði til þess að hækka flutningsjöfnunar- gjald á annarri olíutegund, sem aðeins sé flutt á sjó. Mikill flutningskostnaður svartolíu Á sama hátt álíti ráðið það and- stætt samkeppnisreglum ef tiltölu- lega hár kostnaður við að flytja eina tegund af olíu, sem ætluð er neytendum víðs vegar um land, hafi í för með sér hækkun á flutn- ingsjöfnunargjaldi á annarri tegund sem neytendur á fáum stöðum á landi hafí einir not fyrir. ■ Samkeppnisráð/18 Morgunblaðið/Silli Oddvitar í laufabrauðsskurði Sigurjón Benediktsson, odd- viti sjálfstæðismanna, (t.v.) og Stefán Haraldsson, oddviti framsóknarmanna, eru báðir tannlæknar á Húsavík. Sigur- jón er leiðtogi minnihlutans í bæjarstjóm, en Stefán meiri- hlutans. Þessi mynd var tekin þegar þeir skám laufabrauð hjá móður Stefáns, Valgerði Sig- fúsdóttur, um helgina. Meirihlutinn á Húsavík heldur velli HRIKT hefur í meirihlutasamstarfí framsóknarmanna, Alþýðubanda- lagsmanna og óháðra í bæjarstjórn Húsavíkur undanfarið, en Stefán Haraldsson, oddviti framsóknar- manna, sagði í gærkvöldi að sér þætti líklegt að meirihlutinn myndi halda velli. „Ég ætla að vona að okkur auðn- ist að vinna að þeim málum, sem hér eru á döfínni, án þess að menn séu að lenda í svona kreppum,“ sagði Stefán. í meirihlutanum var ágreiningur um sameiningu útgerðarfyrirtækj- anna Höfða og Fiskiðjusamlags Húsavíkur, þótt í verkefnaskrá hans væri lýst yfír því að fyrirtækin yrðu sameinuð á næsta ári. Framsóknarmenn og sjálfstæðis- menn voru fylgjandi sameiningu fyr- ir kosningar, en Alþýðubandalags- menn höfðu sínar efasemdir. Talið var að meirihlutinn myndi springa ef ekki næðist samstaða um það hverjir yrðu fulltrúar bæjarins á aðalfundum Höfða og FH og þá tæki við samstarf Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks. Stefán kvaðst telja að samkomu- lag yrði innan meirihlutans um full- trúana á fundi, sem sennilega yrði haldinn á morgun, miðvikudag. Grjót hrundi á bíl í miðjum Staðarskriðum við Fáskrúðsfjörð í gær „Við megum teljast heppnir“ Morgunblaðiö/Árni Margeirsson BÍLLINN er stórskemmdur eftir höggið. Guðmundur segir að ef grjótið hefði lent aðeins aftar hefði ekki þurft að binda um sár. „LÁNIÐ okk- ar var hvað bjargið kom framarlega á bíl- inn. Ef það hefði komið aðeins aftar, þá held ég að ekki hefði þurft að binda um sár. Við megum teljast heppnir, það var Guðs mildi að ekki fór verr,“ sagði Guðmundur Magnússon fræðslustjóri Austur- lands sem varð fyrir því að gijót hrundi á nýlegan Cherokee-jeppa hans í miðjum Staðarskriðum við Fáskrúðsfjörð laust eftir kl. 17 í gær. Farþegi Guðmundar var Hugo Þórisson sálfræðingur. Þeir sluppu báðir ómeiddir en bíllinn er stór- skemmdur. Þeir Guðmundur og Hugo voru á leið frá Fáskrúðsfírði upp á Egils- staði þegar óhappið varð eins og hendi væri veifað. „Við rétt komum auga á einhverja hvíta flygsu, sem reyndist vera heilmikið bjarg. Það skall á bílnum framanverðum, það var gífurlegt högg sem bíllinn fékk,“ sagði Guðmundur. „Það var alveg svarta myrkur og enginn möguleiki á að sjá steininn þegar hann fór af stað. Maður hefði trú- lega séð hann nógu snemma í björtu." Nærri farinn fram af Guðmundur segir að þeir Hugo hafi báðir H,|s° tekið í stýrið Þórisson. þegar skall á vinstra framhorni bílsins og beint honum inn á veginn um leið og Guðmundur steig ósjálfrátt á bremsurnar. Bíllinn færðist talsvert langt niður eftir veginum en steinn- inn hélt áfram sína leið niður í sjó. Guðmundur segir að sem betur fer sé vegurinn breiður á þessum kafla. Hann hafði það eftir lögreglunni að þaðan sem bíllinn endaði og nið- ur fyrir vegarbrúnina hafi verið 1 til 1,5 metrar. Ef bíllinn hefði farið fram af hefði ekki þurft að spyija að leikslokum því þarna er á annað hundrað metra og bratt niður í sjó. Bíllinn var stórskemmdur og óökufær. Þeir Guðmundur og Hugo fóru út til að gæta að því hvort meira hrun væri á leiðinni og sáu að annar steinn hafði hrunið aftan við bílinn. Þeir gengu austur eftir veginum til að komast frá staðnum þar sem skriðan kom niður. „Við vorum við öllu búnir og ætluðum að þjarga okkur ef það kæmi meira hrun,“ sagði Guðmundur. Hjálp barst fljótlega Guðmundur segist hafa ætlað að reyna að hringja eftir hjálp úr bíln- um þegar Ægi Kristinsson frá Fá- skrúðsfirði bar þarna að. Ægir hringdi á lögregluna sem kom fljótt á staðinn. Að skýrslutöku lokinni fengu þeir Guðmundur og Hugo far með Ægi, Guðmundur heim á Reyð- arfjörð og Hugo á Egilsstaði. Guðmundur hefur ferðast akandi um Austurland síðastliðin 18 ár. Hann segist oft hafa þurft að kasta gijóti úr hjólförum, en aldrei lent í neinu þessu líku. Guðmundur Magnússon. Saurbær Þórarinn Björnsson valinn prestur ÞÓRARINN Bjömsson guð- fræðingur í Reykjavík var í gær valinn sóknarprestur í Saur- bæjarprestakalli í Borgarfjarð- arprófastdæmi. Brauðið nær yfir Saurbæjar-, Leirár- og Innra-Hólmssóknir. Það voru 18 kjörmenn, aðal- menn og varamenn sóknar- nefndanna þriggja, sem völdu prestinn. Sjö sóttu um embætt- ið. Einnig var talið í prófasts- kjöri í Borgarfjarðarprófast- dæmi í gær. Sr. Björn Jónsson, sóknarprestur á Ákranesi, var kjörinn prófastur. Sr. Björn hefur verið settur prófastur frá því sr. Jón Einarsson lést í haust. Fatafellur slást um leðurklæði LÖGREGLUNNI í Reykjavík bárust um helgina kærur frá tveimur fatafellum sem starfa á veitingastaðnum Café Bohem við Grensásveg. Önnur þeirra sakaði hina um stuld á leðurfatnaði sem hún notar við nektarsýningar á veit- ingastaðnum. Sló sú fyrrnefnda stöllu sína í andlitið og er talið að hún hafí nefbrotnað. Sú sem fyrir árásinni varð kærði hina fyrir líkamsárás. Hún kærði þolandann á móti fyrir þjófnað. Atburðurinn mun hafa átt sér stað í gleðskap í heimahúsi að aflokinni sýningu á Café Bohem. Leðurfatnaðurinn fannst síðar í skáp þeirrar þjóf- kenndu á veitingastaðnum. Staðarstaður Guðjón Skarphéð- insson val- inn prestur GUÐJÓN Skarphéðinsson, guðfræðingur í Kaupmanna- höfn, var valinn prestur í Stað- arstaðarprestakalli í Snæfells- og Dalaprófastsdæmi síðastlið- inn sunnudag. Tveir umsækj- endur voru um brauðið. Atkvæðisrétt höfðu 30 safn- aðarfulltrúar og mættu 27 til kjörfundar í Laugargerðis- skóla. Guðjón Skarphéðinsson hlaut 18 atkvæði og lögmæta kosningu. Sr. Bragi Benedikts- son, sóknarprestur á Reykhól- um, hlaut 9 atkvæði. Leitað án árangurs LEIT að Ernu Arnardóttur til heimilis að Hrísateig 8 í Reykjavík, hefur verið árang- urslaus. Erna fór að heiman aðfara- nótt 6. desember og hefur ekk- ert spurst til hennar síðan. Að sögn lögreglunnar í Reykjavík var dregið úr leit í gær en trú- lega verður henni haldið áfram í dag. Leitin hefur aðallega beinst að Sundahöfn, en þangað rakti leitarhundur slóð strax eftir hvarfið.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.