Morgunblaðið - 12.12.1995, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 12.12.1995, Qupperneq 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 12. DESEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Hver ykkar vill sjá um að rolluskjáturnar haf i eitthvað að naga, herrar mínir? Morgunblaðið/Atli Vigfússon. Frumvarp um ráðstafanir í ríkisfjármálum Utgerðarmenn ósáttir við sérstakt iðgjald Merkum báti bjargað úr brennu VERIÐ er að safna í stóra ára- mótabrennu á Húsavík og meðal hiuta sem á bálköstinn fóru var báturinn Fleygur ÞH 301. Guðni Halldórsson, minjavörður Húsvík- inga, frétti af þessu og hafði sam- band við Byggðasafn Hafnarfjarð- ar sem nú hefur ákveðið að fá bátinn og gera hann upp. Myndin af Fleyg var tekin í síðustu viku við bálköstinn á Húsavík. Báturinn hét upphaflega Svan- ur GK 240 og var smíðaður í Skipasmíðastöð Breiðfirðinga í Hafnarfirði árið 1955. Þetta er opinn vélbátur, skar- súðaður úr eik og furu og er 9,45 metrar að lengd, 2,56 metrar að breidd og 1,17 metrar á dýpt. Framhluti bátsins er lotað stefni en afturhlutinn skutbjúgur. Árið 1970 var hann að miklu leyti smíð- aður upp og þá sett á hann stýris- hús. Svanur GK 240 var gerður út í Höfnum frá 1955. Þar var hann fram til 1970 er hann var seldur til Reykjavíkur og hét þá Kópur RE 124. Hann var seldur til Patreksfjarðar árið 1974 og hét þá Björgvin Jónsson BA 1. Árið 1977 var báturinn seldur til Húsavíkur. Hann fékk nú nafn- ið Fleygur og var gerður út þaðan þar til í haust er hann var tekinn af skrá. UTGERÐARMENN eru ósáttir við þau áform í frumvarpi um ráðstafan- ir í ríkisfjármálum að innheimta sér- stakt iðgjald af útgerðarmönnum vegna aukatryggingar sjómanna til að mæta útgjöldum Tryggingastofn- unar vegna greiðslu á kaupi og afia- hlut sjómanna sem njóta slysatrygg- ingabóta. Kristján Ragnarsson, formaður LÍÚ, segir þetta ósanngjamt þegar litið sé til sögu málsins og segir málið verða tekið upp við stjómvöld. í fyrra nam upphæðin 110 milljónum. „1983 ákvað þáverandi ríkisstjóm að útgerðin skyldi fá endurgreiddan þann kostnað sem hún hefur af því að vera skylduð að lögum til að greiða sjómönnum allt að tveggja mánaða staðgengilslaun i veikinda- og slysatilfellum. Þá var eingöngu um slysatilfellin að ræða en það er mjög sérstakt og erfitt, þegar um hlutaskipti er að ræða, að vera gert skylt að borga staðgengilslaun, vegna þess að launakostnaðurinn í þessu sambandi getur orðið meiri en allar tekjur viðkomandi skips. Þetta var gert til þess að mæta því að Alþingi hafði gert útgerðinni skylt með lögum að borga staðgengilslaun við þessar aðstæður í stað sann- gjamra fastra launa, sem fólk á al- mennt við að búa í veikinda- og slysa- tilfellum," sagði Kristján. Engar lagabreytingar gerðar Hann benti á að Alþingi hefði ekki gert neinar lagabreytingar á þessu tímabili og nú væri látið eins og gleymst hefði að útgerðin hefði greitt iðgjald sem næmi um 100 millj. kr. árlega undanfarin 12 ár. Útgerðin greiddi sérstakt trygging- argjald, eins og aðrar atvinnugrein- ar, sem væri að visu lægra í sjáv- arútvegi og iðnaði en verslun og þjónustu. Þrátt fyrir að trygingar- gjaldið hefði nú verið hækkað um '/2% virtist eiga að fara þá sérstöku leið að láta útgerðina borga a.m.k. 'h% iðgjald til viðbótar. „Okkur finnst með með hreinum ólíkindum að stjórnvöld ætli að taka upp gam- alt samkomulag," sagði Kristján „Núna á að að láta kvöðina sitja eftir en taka af okkur tekjurnar," sagði hann. Námstækni skilar mælanlegum árangri Námsvenjur eru ekki áskapaðar heldur áunnar Ragna Ólafsdóttir NÁMSTÆKNI er engin töfralausn sem hægt er að grípa til í próflestri þegar í óefni er komið, að sögri Rögnu Ólafsdóttur náms- ráðgjafa við Háskóla ís- lands. Hún segir ennfrem- ur að námstækni sé ekki hægt að laga á einum sól- arhring. „Alltof algengt er að nemendur vilji fyrst bæta um betur þegar allt er komið í hönk og enginn tími til stefnu. Þeim tilvik- um fjölgar þó þar sem for- sjálni er ráðandi og fólk leitar sér ráðgjafar í tíma sökum þess að það finnur til vanmáttar og óánægju. Hugsanlega er þessi aukn- ing vegna þess að lang- skólanám er ekkert spaug. Það er mikil fjárfesting bæði fyrir nemanda og samfélagið og mikilvægt að hlúð sé aðjæirri fjárfestingu. - I hveiju felst námstækni? „Við hjá Námsráðgjöf HÍ lítum á námstækni sem tæki til að breyta og hafa áhrif á námsvenj- ur. Þær eins og aðrar venjur mót- ast á mjög löngum tíma. Dæmi má nefna eins og þann vana okk- ar að fresta öllu fram á síðustu stundu, telja okkur sjálfum og öðrum trú um að við vinnum best undir álagi og tímapressu. Aðrir segjast vinna best á nóttunni o.s.frv. Námsvenjur eru þó ekki áskapaðar heldur áunnar. Þess vegna getur verið tímafrekt að breyta þeim.“ - Er námstækni kennd mark- visst innan Háskóla íslands? „Slíkt námskeið er skylda hjá nemendum sem eru að læra að verða námsráðgjafar." - Geta aðrir nemendur sótt um aðstoð við námstækni? „Já, við aðstóðum háskólastúd- enta við að bæta vinnubrögð sín og ná betri árangri í því námi sem þeir leggja stund á. Við erum ýmist með ráðgjöf fyrir einstakl- inga eða í smærri hópum.“ - Hvernig er árangursríkast að glósa í fyriríestri? „Við höfum lagt áherslu á að nemendur einbeiti sér að því að hlusta. Of algengt er að þeir sitji og skrifí allt niður. Með því verður hlustunin oft útundan, sem dregur úr skilningi á námsefninu. Við förum með nemanda í gegnum vinnubrögð og lífsvenjur. Við skoðum t.d. hvernig hann býr sig undir tíma, hvernig hann hagar sér í fyrirlestri, hvernig hann vinn- ur úr því efni sem farið hefur verið yfír og þá er vissulega kom- ið inn á glósutækni. Við leggjum áherslu á að nemandi sem kemur undirbúinn í tíma er miklu betur í stakk búinn að taka niður það sem kennari segir. Hann er ekki eins háður því að skrifa hvert orð nið- ur heldur er fljótari að tengja og getur þá nýtt tímann í fyrirlestrin- um betur, sem er mjög mikil- vægt.“ - Er námstækni kennd í fram- halds- og grunnskólum? „í framhaldsskólum eru víða áfangar í námstækni, sem gjarnan eru skylduáfangar. Er það vel. í grunnskólum er námstæknin sennilega meira samofin hverri námsgrein. Mér fínnst samt spurning hvort ætti ekki að kenna ungum námsmönnum skipulögð vinnubrögð meira en nú er gert og þá alveg frá byijun. Ég tel að ►RAGNA Ólafsdóttir fæddist 27. febrúar 1954 í Reylgavík. Hún lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík, BA-prófi í sálfræði frá Háskóla íslands, Mastersprófi í sálfræði frá London School of Eco- nomics. Hún starfar sem að- stoðarforstöðumaður á Náms- ráðgjöf Háskóla íslands. Hún hefur stundað kennslu í fram- haldsskólum og við Háskóla ís- lands. Ragna er gift Páli Bald- vin Baldvinssyni dagskrár- stjóra Stöðvar 2 og eiga þau þrjú börn. meðvituð og skipulögð vinnubrögð í íslensku skólakerfi komi til mjög seint.“ - Hvað er æskilegt að nemend- ur lesi lengi í einu án hvíldar? „Það fer eftir skólastigi. Eftir því sem ofar kemur verður að eyða meiri tíma í nám. Mjög áber- andi er að nemendur sem eru að heija háskólanám eru alls óvanir að sitja lengi við. Þeir þurfa að byggja upp úthald. Fólk gerir sér kannski ekki grein fyrir því að háskólanemar vinna oft 60-70 stundir á viku. Úthald tengist einnig hvíld, en fylgni er á milli ónógs svefns og einbeitingar- skorts." - Þú nefndir áðan að sumir telja sig læra best á næturnar. Er það rangt? „Það er löngu sýnt fram á að mikil röskun verður á líkamanum þegar líkamsklukkan er færð til og frá. Menn geta ekki snúið sól- arhringnum við því þeir þurfa ýmist að mæta í próf eða tíma. Mjög mikilvægt er fyrir nemendur að fá góðan svefn, góð- an mat, fara út og hreyfa sig vegna þess að erfiður próflestur er mikið álag.“ - En hvað með að læra og hlusta á tónlist eins og margir nemendur gera? „Oll hljóð eru truflun hvort sem um er að ræða tónlist eða annað. Þó nemandi geti e.t.v. lært með tónlist á er spurningin hvort hann geti ekki lært betur ef engin sam- keppni er um athyglina." - Er mælanlegur árangur hjá þeim sem lært hafa námstækni? „Við fylgjum sumum nemend- um áfram í gegnum próf og sjáum þá mælanlegan árangur. Kerfis- bundin athugun á því hvaða áhrif ráðgjöf og kennsla hafa á náms- tækni hefur ekki verið fram- kvæmd. Til þess erum við of liðfá.“ Öll hljóð hafa truflandi áhrlf á einbeitingu
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.