Morgunblaðið - 12.12.1995, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 12.12.1995, Blaðsíða 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 12. DESEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið/Sverrir FORSETI íslands, frú Vigdís Finnbogadóttir og biskupinn yfir íslandi, herra Ólafur Skúlason, fengu fyrstu sorgar- og samúðar- merkin. Ragnheiður Ólafsdóttir, sem hannaði merkið, nælir því í forsetann og Þorsteinn Ólafsson, framkvæmdastjóri Styrktar- félags krabbameinssjúkra barna fylgist með. Líknarfélög láta framleiða sorgar- og samúðarmerki SORGAR- og samúðarmerki hafa verið gefin út og rennur ágóði af sölu þeirra til Styrktarfélags krabbameinssjúkra barna, Hjálp- arstofnunar kirkjunnar og Lions- klúbbsins Njarðar. Merkin, sem- kosta 500 kr., verða seld á sum- um bensínstöðvum Skeljungs, OIís og Olíufélagsins og einnig í sumum blómabúðum. Þorsteinn Ólafsson, framkvæmdastjóri Styrktarfélags krabbameins- _ sjúkra barna, og Ragnheiður ÓI- afsdóttir, hönnuður merkisins, afhentu forseta Islands, fru Vig dísi Finnbogadóttur og biskupn um yfir Islandi, herra Ólafi Skúlasyni, fyrstu sorgar- og sam- úðarmerkin í gær. Hugmyndin er að fólk geti borið barmmerkið þegar það vill sýna hluttekningu á sorgar- stundu, t.d. við jarðarfarir eða minningarathafnir. Sorgar- og samúðarmerkin eru framleidd í fangelsinu í Kópavogi og eru gerð þannig að gylltur kross er festur á svartan borða. Á milli 10 og 20 viðskiptafræðinemar í HÍ staðnir aðsvindli Skipan skyndiprófa líklega breytt Á MILLI 10 og 20 nemendur á fyrsta ári í viðskiptafræði við Há- skóla íslands voru staðnir að próf- svindli í seinasta mánuði, eða um 5% af heildarfjölda nemenda í námskeiðinu. Nemendur skiluðu prófúrlausnum í skyndiprófi fyrir aðra samkvæmt beiðni þeirra og án hennar, að sögn Ingjalds Hannibalssonar, formanns við- skiptaskorar. Nú er í athugun að breyta fyrirkomulagi skyndiprófa vegna þessa máls. Próf þessi eru 15 mínútna löng, í lok tíma, og er ekki tilkynnt um þau fyrirfram. Á hveiju misseri eru haldin sex skyndipróf af þessu tagi og gilda fjögur þeirra til ein- kunnar, en vægi þeirra er alls 15% af heildareinkunn. Vægi annarra verkefna er jafnmikið, þ.e. 15%, en vægi lokaprófs er 70%. Öfugt við lokapróf úr áfanga, er ekki beðið um persónuskilríki við próf- töku, enda skyndiprófin haldin fyrirvaralaust og í lok kennslu- stundar eins og áður sagði. Svindlið uppgötvaðist þannig að verið var að fara yfir eitt prófið þegar í ljós komu þijár úrlausnir með sömu svörum og rithönd. Þau sem sekt sannast á fá núll fyrir öll skyndi- prófin „Salurinn er þétt setinn og ekki yfirsetufólk í honum, þannig að mjög auðvelt er að líta til hliðar. Einhveijir nemendur hafa hugsan- lega gert samkomulag þess efnis, að væri próf haldið þegar viðkom- andi væri fjarverandi myndi vinur- inn eða kunninginn þreyta prófið fyrir hinn,“ segir Ingjaldur. „Þau sem sekt sannast á fá núll fyrir öll skyndiprófin, þannig að þau hafa í mesta lagi mögu- leika á að fá 8,5 í lokaeinkunn í staðinn fyrir 10.“ Svindl sjaldgæft Ingjaldur kveðst ekki muna eft- ir sambærilegum dæmum um svindl, enda sé slíkt afar sjaldgæft í HÍ. Búið er að senda nemendun- um bréf og kalla þá á fund for- manns. Ingjaldur segir skýringar þeirra á athæfi sínu margar og mismunandi, en allir iðrist þeir mjög. Hann segir að harðari refs- ingar hafi verið ræddar, svo sem brottvísun, en ákveðið hafi verið að taka á málinu með áðurgreind- um hætti. Hann segir hugmyndir uppi um að standa á annan hátt að skyndi- prófunum en nú er gert, til dæmis að koma í veg fyrir að nemendur geti fengið fleiri en eitt prófblað. Einnig megi athuga að færa skyndtprófin til og halda þau í stærsta sal Háskólabíós, þar sem eru um 1.000 sæti. Gagnsemi skyndiprófa sé hins vegar ótvíræð og finna þurfi leið til að hægt sé að grípa til þeirra áfram. „Þetta er fullorðið fólk og við viljum geta gert þær kröfur að nemendur vinni saman þegar þeim er falið slíkt, en aðstoði hver ann- an ekki með einstaklingsverkefni," segir Ingjaldur. Útvarpsstjóri Stöðvar 2 <f ÁSBYRGI <f Suðurlandsbraut 54 viA Faxafen, 108 Reykjavík, simi 568-2444, fax: 568-2446. INGILEIFUR EINARSSON, löggiltur fasteignasali. SÖLUMENN: Lárus Hauksson og Viðar Marinósson. 2ja herb. Blikahólar — útsýni. Falleg 2ja herb. 57 fm íb. á efstu hæð í litlu fjölb. Nýtt eldh. Parket og flísar. Hús og sam- eign í mjög góðu lagi. Laus. Lyklar á skrifst. 1962. Flókagata — tvær íbúðir. 2ja herb. 75 fm mjög lítið niðurgr. kjíb. og ósamþ. 32,5 fm einstaklíb. íb. eru báðar með sérinng. og hægt að nýta sem eina íb. eða tvær. Með leigu greiðir minni íb. allan kostnað vegna þeirra beggja. Fráb. staðsetn. Verð 7,8 millj. 4605. Mávahlíö - laus. 2ja herb. lítið niðurgr. 72 fm íb. í góðu fjórb. Mikiö end- urn. og snyrtil. eign á góðum stað. Sér- inng. Lyklar á skrifst. Verð 5,7 millj. 3082. Mjóahlíö. Qóð 2ja herb. 59 fmi ib. á 2. hæð í mjög góðu skelja- sandshúsi. Afgírt hornlóð. Laus fljótl. Verð 4,9 millj. 3963. Skógarás - sérinng. Stór og rúrri0. íb. ca 74 fm á jarð- hæð. Allt sér. Góðar inrtr. Laua fljótl. Ahv. byggsj. 2.160 þús. Verð 6,9 millj. 564. 3ja herb. Funalind 1 - Kóp. 3ja og 4ra herb. íb. í lyftuhúsi 92 og 118 fm. Afh. tilb. u. trév. eða fullb. án gólfefna. Verð frá 6,6 millj. 1958-08. Furugrund - m. aukaherb. Góö 85 fm íb. Gott eldhús og bað. Park- et. Herb. í kj. Hús í góðu lagi. Áhv. byggsj. 2,6 millj. Verð 6,9 millj. 109. Hraunbær. Falleg 83 fm 3ja herb. íb. á 2. hæð í góðu fjölb. Rúmg. svefn- herb. Gott skipulag. Nýtt parket o.fl. Sam- eign i mjög góðu ástandi. Vsrð 6,6 millj. 2672. Kleppsvegur 130. 3ja-4ra herb. góð íb. á 2. hæð 102 fm. Þvottah. í íb. 4616. Rauðalaekur. 3ja herb. 96 fm Ib. í kj. f litlu Ijórb. Parket á stof- um. Fráb. staðsetn. Stutt í skóla og flestatla þjórrustu. Laus. Lyklar á skrifst. Ahv. 2,3 miltj. Verð 6,7 millj. 54. Markholt — Mos. — gott verð. 3ja herb. 67 fm íb. á 2. hæð í eldra húsi. Sérinng. Laus strax. Hagst. grslðslukj. 1333. Þinghólsbraut - Kóp. — — nýtt útsýni. 3ja herb. mjög skemmtil. jarðh. i þríbh. Ib. afh. fullb. Fráb. útsýni. Verð 8 m. 2506. 4ra—5 herb. og sérh. Þingholtin. Glæsil. „penthouse"- íbúð I húsi byggðu 1991. Vandaöar sér- smíöaöar innr. Stórar svalir. Bílsk. Áhv. byggsj. 5,3 millj. Verð 11,8 millj. 3411. Garöastræti — í hjarta mið- bæjarins. Mjög falleg 4ra herb. íb. á efstu hæð. Vandaðar innr. Sólstofa. Parket, marmari. Áhv. húsbr. 4,9 mlllj. Verð 9,3 mlllj. 2690. Gullengi 15 - Grafarvogi. 5 herb. íbúðir í 6-íb. húsi 130 fm. Skiptast i stofur, eidhús, baðherb., 4 svefnherb. og þvherb. íb. afh. tilb. u. trév. eða fullb. án gólfefna. Verð frá 7,7 millj. 1958-07. Álfaskeið - Hf. I sölu á 2. hæð í mjög góðu húsi 115 fm ib. Gott eldhús. Þvherb. í ib. Bllsk. með rafmagni og hita. Áhv. húsbr. 3,5 millj. Verð 8,6 millj. 4129. Fannborg - Kóp. - út- Sýni — laus. Góð 97 fm 4ra herb. íb. á 2. hæð í góðu fjölbýli. Nýtt eJdh. Stór etofa. Suðursv. með miklu útsýni. Lyklar é skrifst. Verð 7,2 mlllj. 3815. Melabraut — Seltj. Mjög góð efri sérhæð í tvíbýlishúsi, 126 fm ásamt 30 fm bílskúr. 3 svefnherb., góðar innr. Glæsilegt útsýni. Áhv. byggsj. 2,4 millj. Verð 11,5 millj. 128. Hraunbær — útsýni. 4ra herb. 95 fm mjög góð íb. á 3. hæð í góðu húsi sem búið er að klæða. 3 stór svefnherb. Góð sameign. Fráb. útsýni. Verð 7,4 millj. 4603. Kóngsbakki. Falleg 90 fm 4ra herb. íb. á 3. hæð í nýl. viðg. fjölb. Nýl. stand- sett baðherb. Parket og flísar. Skipti mögul. á minni eign. Áhv. 2 millj. Verð 6,8 millj. 4412. Neöstaleiti — laus. Falleg 118 fm 4ra herb. íb. á 2. hæð ásamt stæði í bílskýli á þessum vinsæla stað. Vandaðar innr. Stórar suðursv. Laus strax. 4194. Raðhús — einbýl Berjarimi. 180 fm skemmtil. parh. á tveimur hæðum með innb. bílsk. Húsið skiptist. m.a. í góða stofu, 3 svefnherb., sjónvarpshol, snyrtingu og baðherb. Hús- ið er ekki fuilb. Áhv. húsbr. 5,5 millj. Verð 11,5 millj. 4074. Hvammsgerði — 2 íb. í nýju húsí á þessum vínsaela stað eru til sölu 2 samþ. íb. sem seljast fullb. að utan, fokh. að innan. Stærrl íb. er 164 fm með bílsk., minní íb. er 57 fm. Seljast saman eða sltt í hvoru lagl. 327. Stekkjarhvammur — Hf. Mjög vandað og fallegt rúml. 220 fm raðhús á tveimur hæðum auk 25 fm bílsk. Húsið skiptist m.a. I stórt eldhús, stórar stofur, 5 góð svefnherb., og bað. Mjög fallegar og vandaðar innr. Falleg lóð. Bein sala eða skipti á minni eign. Verð 16 millj. 4363. Vaðlasei - skípti. Vandað og gott 214 fm eínb. á besta stað f lokuðum botnlanga. Góðar Innr. Mjög gott skípul. Stórar stofur, 4 svefnherb. Falleg lóð. Bein sala eða skipti á raðh. í sama hverfi. 4195. Dugguvogur. f sölu er 340 fm iðn- aöarhúsn. i góðu húsi. Mikil lofthæð. Stór- ar innkdyr. Gott verð. 4075. Tindasel. 108 fm mjög gott iðnaðar- húsn. á jarðhæð með góðum innkdyrum. Góð lofthæð. Til afh. strax. 3486. Brekkusmári - Kópavogi Raðh. 207 fm með innb. bílsk. Afh. fokh. innan, fullb. utan með grófjafnaðri lóð. Verð 9,1 millj. 3287. Reyrengi - raðhús Mjog skemmtil. 166 fm raðh., hæð og ris með innb. bílsk. Húsin afh. fokh. að innan, að utan fullb. með grófjafnaðri lóð. Verð frá 7,3 millj. 443. Samtengd söluskrá: 700 eignir - ýmsir skiptimöguleikar - Ásbyrgi - Eignasalan - Laufás V estmannaeyingrim verður svarað JAFET Ólafsson, útvarpsstjóri Stöðvar 2, segir að brugðist verði við óánægju Vestmanneyinga með að þurfa að greiða jafnmikið fyrir áskrift að Stöð 2 og íbúar höfuð- borgarsvæðis, Suðurnesja og Akra- ness greiða fyrir Stöð 2 og 10 rás- ir að auki. Jafet segir viðbragða að vænta á næstu dögum, en vill ekki gefa upp hver þau verða. „Við munum svara öllum óánægjuröddum og það mun koma fljótlega í ljós hvað við gerum. Við höfum sagt að þetta sé timabundið ástand, þar sem við erum í sam- vinnu við þá erlendu aðila sem standa að þessum rásum að kynna vöru þeirra, og þess vegna eru rásirnar veittar með Stöð 2, íbúum þessara svæða að kostnaðarlausu. Við viljum hins végar sem minnst segja um málið fyrr en búið er að senda öllu þessu fólki í Vestmanna- eyjum bréf, sem verður væntan- lega í vikunni,“ segir Jafet. Fikra sig áfram Hann segir að mótmæli Vest- mannaeyinga hafi ekki komið sér í opna skjöldu. „Eftir að Stöð 2 hóf göngu sína tók fjölda mörg ár að koma henni um landið, í samræmi við að þegar byijað er á einhverri þjónustu er markaðurinn kannaður og út- breiðslan í kjölfarið, áður en farið er að fikra sig áfram. Viðtökurnar á höfuðborgarsvæðinu ráða því hversu hratt verður farið í út- breiðsluna,“ segir Jafet. Laufásvegur - 3ja herb. 3ja herb. 90 fm íb. á 2. hæð í eldra steinhúsi, rétt við gamla Miðbæjarskólann. Skiptist í 2 góðar stofur og stórt svefnherb. m.m. Góð eign í hjarta borgarinnar. EIGNASALAN, Ingólfsstræti 12, s. 551-9540 og 551 -9191. 19711 Þ- VAI-D1MARS50N. FRAMKVAMDASIJÓRI UU4 I luUuiU | u/U KRISTJÁN KRISTJÁNSSON, ioggiliur fasteignasali Til sýnis og sölu meðal annarra eigna: Hlíðar - eign í sérflokki - skipti Neðri hæð rúmir 160 fm eins og ný. Sérinng. Sérhiti. Góður bílskúr. Trjágarður. Úrvals staður. Nánar á skrifstofunni. Vesturborgin - lyftuhús - skipti Stór, sólrík 4ra herb. íb. um 120 fm á 4. hæð í vinsælu lyftuhúsi. 3 rúmg. svefnherb. Frábært útsýni. Skipti æskileg á 3ja herb. íb. Heimar - nágr. - hagkvæm skiptl 3ja herb. góð íb. óskast í skiptum fyrir góða 5 herb. íb. með öllu sér. Tilboð óskast. • • • Grensásv. - Hlíðar - nágr. 2ja herb. íb. óskast helst f risi. í peningum við kaupsamning kr. 2,0 millj. ALMEIMIMA FASTEIGNASALAN LftUGflVEGI 1B S. 552 1150-552 1370
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.