Morgunblaðið - 12.12.1995, Side 13

Morgunblaðið - 12.12.1995, Side 13
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. DESEMBER 1995 13 FRÉTTIR Átján íslendingar vilja heiðra minningu Konrads Maurers Svæði við Hæstarétt verði helgað Maurer ÁTJÁN nafnkunnir íslendingar hafa sent dómsmálaráðherra bréf þar sem þeir hvetja hann til að beita sér fyr- ir því að svæðið á milli nýrrar bygg- ingar Hæstaréttar og Landsbóka- safnsins gamla verði helgað minn- ingu þýska fræðimannsins Konrads Maurers. Lagt er til að þar verði torg, garður eða reitur með hans nafni. Jóhann J. Ólafsson framkvæmda- stjóri, einn forsvarsmanna hug- myndarinnar, segir að fyrir mörgum árum hafi hann lesið um að fundist hafi merkilegt handrit að ferðabók Maurers frá Islandi 1858. Þetta hafi vakið áhuga hans og í kjölfarið hafi hann rætt við Kurt Schier prófessor í Miinchen þar sem handritið var gejunt og það vélritað upp, sem var mikil vinna. Ferðabók gefin út 1997 „Ég tengdist því þessari ferðabók og Maurer meira en áður og hafði áhuga á að kynnast þessum manni frekar. í ljós kom að ég var fráleitt einn um þennan áhuga, en ég tók að mér, fyrir bænastað Kurts Schiers, að standa að því að bókin yrði gefin út og nú er Ferðafélag Islands búið að taka að sér útgáfu 1997, á 70 ára afmæli þess. Síðan vaknaði þessi hugmynd að nefna svæðið á milli Hæstaréttar og Landsbókasafns eftir Maurer, og þá skrifuðu ýmsir góðir menn undir áskorun þess efnis að svo yrði gert,“ segir Jóhann. I áskoruninni segir m.a. að milli hins nýja húss Hæstaréttar og bak- hliðar Safnahússins við Hverfisgötu myndist opið svæði sem lagt er til að gefið verði nafn, Konrad Maurer til heiðurs. „Fræðimaðurinn dr. Konrad Maurer lagði fram ómetanlegt fram- lag til íslenskrar menningar á síð- ustu öld, framlag sem íslendingar fá seint þakkað. Hann örvaði íslend- inga til að safna þjóðsögum og studdi Jón Árnason dyggilega í hans starfi. Óhætt er að fullyrða að án frumkvæðis Maurer væri þessi arf- leifð okkar ekki nema svipur hjá sjón. Hann rannsakaði og skrifaði mikið um fornbókmenntir okkar. Maurer rannsakaði lög íslenska þjóð- veldisins meir og betur en nokkur annar og helgaði mestan hluta starfsorku sinnar rannsóknum og fyrirlestrum á því sviði. Síðast en ekki síst studdi Maurer Jón Sigurðs- son í sjálfstæðisbaráttu okkar, bæði með skrifum í blöð og ráðleggingum til Jóns forseta," segir í áskoruninni. Milli lögfræði og bókmennta í Þjóðarbókhlöðu er til bijóstmynd af dr. Konrad Maurer og leggja át- Konrad Maurer jánmenningarnir til að afsteypa af henni úr eir standi fyrir framan hús Hæstaréttar og „má ljóst vera að þessi staður, „á milli lögfræði og bókmennta", hentar mjög vel til að heiðra minningu Konrads Maurer.“ Jóhann kveðst bjartsýnn á að hugmyndin um að heiðra Maurer nái fram að ganga, en dómsmálaráð- herra var beðinn um að beina málinu til menntamálaráðherra til frekari Morgunblaðið/Þorkell SVÆÐIÐ á milli Safnahúss- ins við Hverfisgötu og ný- byggingar Hæstaréttar á horni Lindargötu og Ing- ólfsstrætis sem menn vilja að verði kennt við Maurer. úrlausnar, sæi fyrrgreinda ráðuneyt- ið sér ekki fært að fjalla um það. Auk þess sem verið er að þýða og undirbúa útgáfu á ferðabók Maurers, hefur þess verið farið á leit við Póst- og símamálastofnun að heiðra minningu hans með útgáfu frimerkis, Konrad Maurer fæddist árið 1823, hóf lögfræðinám átján ára gamall og samdi doktorsritgerð um ger- manska aðalinn 22 ára og varð pró- fessor í réttarsögu við Háskólann í Múnchen 24 ára að aldri. Fyrsta bók sem hann skrifaði var um upphaf þjóðveldis á íslandi og stjórnskipan þess, en hann rannsakaði m.a. Grá- gás ítarlega. „Ég tel tvo erlenda menn eiga mikinn heiður skilinn af hálfu íslend- inga, annars vegar Rasmus Rask og hins vegar Maurer, því að fáir hafa gert jafn mikið fyrir íslenska menningu,“ segir Jóhann. Mokstur fyrir 160 milljónir RYÐJA þurfti snjó af götum Reykjavíkur í fyrsta skipti í vetur eftir að snjóaði á fimmtudags- kvöld. Ofankoman var ekki mikil og sagði Sigurður Skarphéðinsson gatnamálastjóri að unnt væri að anna sýnu meiri snjóruðningi en þessum án þess að kalla út utan- aðkomandi liðsafla. Það kostar um 160 milljónir króna á ári að skafa götur Reykjavíkur. Sigurður sagði að Reykjavíkur- borg hefði sjö vel búna bíla með tönn, saltdreifara og bleytingar- tæki til að auka áhrif saltsins. 20 manns gengju vaktir. Sú fyrri hæfíst klukkan fjögur á morgnana og þeirri síðari lyki klukkan ellefu á kvöldin. „Þetta nægir í vel flestum til- vikum,“ sagði Sigurður. „En þeg- ar við fáum hret köllum við út verktaka.“ Sigurður sagði að kostnaður á ári væri venjulega 155 til 160 milljónir króna og útgjöldin væru miðuð við almanaksárið, en ekki hvern vetur. Beita mætti þeirri þumalfíngursreglu að tvo þriðju hluta fjárins þyrfti til að skafa götur fyrri hluta árs, en þriðjung seinni hlutann. Það hefði kostað 160 milljónir að hreinsa snjó af götum borgarinnar árið 1993 og 180 milljónir árið 1994. Hann gerði sér ekki fyllilega grein fyrir því hver kostnaðurinn yrði í ár, en þætti sennilegt að hann yrði um 160 milljónir. Diplomat fistölvur. Verð frá 127.044,- Mikið úrval af hörðum diskiun á mjög góðu verði. Lyklaborðsskúffur kr. 1.900,- Skjásíur frá kr. 3.900,- Ulnliðapúðar kr. 990,- Rykhlífar fyrir tölvur og tölvubúnað frá kr. 330,- Goð tíðindi l'vrir tölvunotendur 15" skjáir frá kr. 37.180,- 17" skjáir frá kr. 65.953,- Módem og Internettengingar. Verðfrákr. 8.149,- Skannar frá kr. 49.500,- Netkort og Hubbar í úrvali: Verðdæmi: Netkort og Personal Netv\'are kr. 5.900,- Afritunarstöðvar frá kr. 22.497,- Diskettur með lífstíðarábyrgð. Segulbönd og hreinsispólur. Skjáarmar á gainla góóa verðinu Nauðsynlegir þar sem píáss er takmarkað Duíiliylki, prentborðar og litáhylki fyrir flestar gerðir prentara á fniliæru verði. Prentaradeilar og nettengi fy rii' allar gerðir prentara. Varaaflgjafar á ótrúlega góðu verði. Nauðsynlegir öryggisins vegna. MORE PENTIUM 75 MHz, 8 MB rhimii, 850 MB diskur, 4X geisladrif, víðóma 16 bita hljóðkort, lvklaboi'ð, mús og 14" skjár. kr. 149.900,- 8 MB minnisstækkun kr. 24.900,- eða kr. 22.900, - sé stækkunin keypt um leið og tölvan. PENTIUM 75 MHZ, 8 MB minni, 850 MB diskur, 14" skjár, lvklaborð og mús. kr. 137.900 Geisladrií 2X kr. 9.900 4X kr. 15.393 BOÐEIND Hirslur fyrir geisladiska og diskettiu' á ótrulega lágu veröi. Mörkinni 6 • Sími 588 2061 • Fax 588 2062 Nell'aiig: lioileiii(l@iiiineili<i.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.