Morgunblaðið - 12.12.1995, Page 16
16 ÞRIÐJUDAGUR 12. DESEMBER 1995
MORGUNBLAÐIÐ
LANDIÐ
Morgunblaðið/Sig. Jóns.
JÓLASVEINARNIR heilsuðu upp á börnin sem biðu
þeirra á Tryggvatorgi.
Jólatré og jólasvemar
Selfossi - Fólk fjölmennti á
Tryggvatorg á Selfossi þegar
kveikt var á bæjaijólatrénu og
fólk fagnaði innreið jólasvein-
anna úr Ingólfsfjalli sem lífguðu
upp á stemmninguna með þvi að
heilsa upp á börnin og ganga
með þeim og foreldrum þeirra í
kringum jólatréð. Jólatréð var
sótt í skógræktarreit Selfyssinga
í Snæfoksstaðalandi í Grímsnesi.
Þangað hafa unglingar farið í
gróðursetningarferðir á sumrin
í nokkra áratugi og skógarreit-
urinn er orðinn hinn myndarleg-
asti.
Sveitarfélögin reka
saman skólaskrifstofu
Fagradal - Öll sveitarfélögin á Suð-
urlandi, að Vestmannaeyjum undan-
skildum, hafa ákveðið að standa
sameiginlega að stofnun og rekstri
skólaskrifstofu. Fulltrúar sveitarfé-
laganna undirrituðu stofnsamning-
inn í Vík í Mýrdal á aukafundi Sam-
taka sunnlenskra sveitarfélaga sem
þar var haldinn 7. desember um þetta
eina mál.
Skólaskrifstofan verður rekin sem
byggðasamlag frá 1. ágúst 1996 og
helstu verkefni hennar verða ráðgjöf
samkvæmt 42. og 43. grein grunn-
skólalaganna nr. 66/1995, upplýs-
ingagjöf til skóla og sveitarstjóma,
umsjón með gagna- og upplýsinga-
safni, umsjón með endurmenntun og
námskeiðahaldi og aðstoð við þróun-
ar- og nýbreytnistarf, ráðgjöf við
Sérdeild Suðurlands, leikskólaráðg-
jöf og ráðgjöf varðandi bamavernd-
ar- og flölskyldumál. Um það síðast-
nefnda verða settar nánari starfs-
reglur síðar.
I stjóm skólaskrifstofunnar sitja
fímm fulltrúar kosnir á aðalfundi
Samtaka sveitarfélaga á Suðurlandi.
Morgunblaðið/Jónas Erlendsson
Sveitarstjórnarmenn bíða í
röð eftir að undirrita stofn-
samning Skólaskrifstofu
Suðurlands. Karl Björns-
son bæjarstjóri á Selfossi
ritar nafn sitt undir.
Einnig hafa seturétt með málfrelsi
og tillögurétti einn fulltrúi frá Kenn-
arafélagi Suðurlands, frá Skóla-
stjórafélagi Suðurlands, fulltrúi Suð-
urlandsdeildar Félags íslenskra leik-
skólakennara og einn fulltrúi for-
eldrafélaga á Suðurlandi.
Fast árlegt framlag
Gert er ráð fyrir að fjárhagslegur
rekstur skólaskrifstofunnar heyri
undir stjóm SASS og að fram-
kvæmdastjóri samtakanna annist
fjáhnál hennar. Þá er gert ráð fyrir
því að sveitarfélögin geri sérstakan
rekstrarsamning við skrifstofuna
sem tekur mið af þeirri þjcnustu sem
skrifstofan veitir viðkomandi sveit-
arfélagi. Fjárframlög sveitarfélag-
anna til skólaskrifstofunnar miðast
við fast árlegt framlag og framlag
í samræmi við rekstrarsamning hvers
þeirra.
Stjóm SASS mun kjósa nýja stjórn
fyrir skólaskrifstofuna til bráða-
birgða fram til aðalfundar SASS í
mars á næsta ári en stjóm skólaskrif-
stofunnar verður kosin árlega á aðal-
fundi samtakanna. Stjóm skólaskrif-
stofunnar mun gefa stjóm SASS
umsögn um ráðningu forstöðu-
manns.
Morgunblaðið/Ólafur Bernódusson
YNGSTU krökkunum var sýndur reykkafari til að koma í veg
fyrir ótta þeirra við slíkan mann í eldsvoða.
Velheppnuð brunaæfing
Skagaströnd - Velheppnuð ember sl. Aðeins níu mínútur tók
brunaæfing var haldin í Höfða- að tæma þennan fjölmennasta
skóla á eldvarnardaginn 5. des- vinnustað bæjarins af fólki frá
því að tilkynnt var um eld í
byggingunni.
Æfingin var að þessu sinni
höfð eins raunveruleg og fram-
ast er unnt. Skólinn var fylltur
af leikhúsreyk svo ekki sá
handaskil og reykkafarar fóru
inn með slöngur sínar um allt
húsið. Síðan fór hver kennari
með sinn bekk út í gegnum
reykjakófið á ákveðinn stað úti
á skólavellinum þar sem mann-
tal var tekið.
Eftir að reyklosun hafði farið
fram fóru slökkviliðsstjórinn og
varamaður hans í alla bekki og
dreifðu bæklingnum „Ert þú
eldklár" frá Landssambandi
slökkviliðsmanna og töluðu um
eldvarnir á heimilum við nem-
endurna.
Slökkviliðsstjórinn, Magnús
Ólafsson, og skólastjórinn, Ingi-
bergur Guðmundsson, voru sam-
mála um að æfingin hefði
heppnast vel og hefði náð þeim
tilgangi sínum að kenna krökk-
unum rétt viðbrögð við eldsvoða
í skólanum.
Morgunblaðið/Frímann Ólafsson
JÓLASVEINARNIR komu með gott í poka
handa börnunum.
NYJAR LUXUSIBUÐIR A NONHÆÐ KOPAVOGS
Arnarsmári 20
Allar íbúðir meb óvenju íburðarmiklum og vönduóum mahóní-innréttingum.
6 íbúða hús
IBUÐIR AFHENDAST
FULLBÚNAR
EN ÁN GÓLFEFNA
IBaSherbergi meS
fallegum flísum.
| Sérþvottaherbergi.
| Stórar svalir eða sólverönd.
IHúsin eru fullfrágengin
að utan.
I Fullfrágengnar lóðir ásamt
1 malbikuðum bílastæðum.
ASeins 3 ibúóir eftir
BYGGINGAFELAG GYLFA & G U N N A R S
BORGARTÚNI 31, SÍMI 562 2991
FJÁRFESTING
FASTEIGNASALA!
Borgartúni 31,105 Rvík, s. 562 4250.
Lögfr.: Pétur Þór Sigurðsson, hdl.
Kveikt á
jólatré
Grindavík - Það væri synd að
segja að það hafi verið jólalegt
þegar Grindvíkingar kveiktu á
jólatrénu við Landsbankann á
sunnudag. Tréð er gjöf frá
vinabæ Grindvíkinga í Danmörku,
Hirtshals, og er þetta í 6. sinn sem
þeir senda tré til vinabæjar síns.
Hvasst var í Grindavík daginn
sem kveikt var á trénu og var því
athöfnin færð í kirkjuna. Kór
Tónlistarskólans og blásarasveit
sungu og léku jólalög. Séra Jóna
Kristín Þorvaldsdóttir sóknar-
prestur sagði sögu af Nikulási
þeim sem er talinn fyrirmynd
nútímajólasveinsins. Þá komu
jólasveinar í heimsókn en þeir eru
að koma til byggða um þessar
mundir til að leita að góðum börn-
um til að gefa þeim góðgæti og
gjafir í skóna. Að þessu sinni
komu þeir Stúfur, Hurðaskellir
og Giljagaur til barnanna með
gott í poka og að vanda voru það
yngri börnin sem tóku þeim með
blöndu af ótta og virðingu en all-
ir fengu sitt. Þegar athöfninni
lauk sáu menn að búið var að
kveikja á jólatrénu sem setur svip
sinn á bæinn um hver jól þar sein
það blasir við þeim sem koma í
bæinn.