Morgunblaðið - 12.12.1995, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 12.12.1995, Blaðsíða 22
22 ÞRIÐJUDAGUR 12. DESEMBER 1995 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Skólastjóri St. Lawrence grunnskólans í vesturhluta London stunginn til bana Ihuga að þyngja við- urlög við hnífaburði London. Reuter. The Daily Telegraph. BRESK yfirvöld íhuga að þyngja viðurlög við því að ganga með hnífa á almannafæri í kjölfar þess að skólastjóri í Lundúnum var stunginn til bana á föst'udag er hann reyndi að koma einum nem- anda sínum til bjargar frá ungl- ingagengi. Morðingja hans er enn leitað en fullyrt er að nú þegar hafi tekist að bera kennsl á nokkra pilta úr hópnum. Morðið á Philip Lawrence, 48 ára skólastjóra St. Lawrence grunnskólans í vesturhluta Lond- on, ’hefur vakið upp vakið mikla reiði í Bretlandi, þar sem atburður sem þessi er fáheyrður. Fjöldí nem- enda skólans kom með blóm að morðstaðnum alla helgina. Samkvæmt núgildandi lögum geta menn hlotið allt að tveggja ára dóm fyrir að bera hníf á al- manriafæri. Flestum málum lýkur hins vegar með 1.000 punda, um 100.000 ísl. kr. sekt.„Ef við teljum að ástandið muni batna við að herða lögin, munum við láta verða af því,“ sagði Michael Howard inn- anríkisráðherra í gær. Gillian Shepherd menntamálaráðherra hefur krafist þess að málið verði rannsakað sérstaklega og stjómar- andstæðingar hafa tekið undir kröfur um að hart verði tekið á þeim sem beri hnífa á almanna- færi. Athygli beinist að agavanda Lawrence hljóp til á föstudag þegar hann sá hóp unglingspilta með skýluklúta á höfði, vopnaða járnstöngum og hnífum, ráðast að ungum dreng. Einn þeirra stakk hann í brjóst og lést skólastjórinn á sjúkrahúsi átta klukkustundum síðar af sárum sínum. Drengurinn sem hann hugðist koma til bjarg- ar, hlaut höfuðáverka og var út- skrifaður af sjúkrahúsi í gær. Morðið hefur beint athyglinni að agavandamálum og sívaxandi ofbeldi í breskum skólum, sem kennarar hafa reynt að vekja máls á. Agavandamálin hafa verið deiluatriði Verkamannaflokksins og íhaldsflokksins, en þeir fyrr- nefndu saka stjórnvöld um að veita ekki nægu fé til mennta- mála, sérstaklega ekki til hverfa í stórborgum. Reuter SKÓLAPILTUR í St. Georgs- skóla í London biðst fyrir í gær á skólalóðinni en á föstu- dag var skólastjóri hans myrt- ur er hann reyndi að bjarga nemanda úr klóm unglinga- gengis. Öll kennsla féll niður í skólanum í gær og sóttu nemendur minningarguðs- þjónustu um skólastjórann. Hæstiréttur um Kwasniewski Sekur um kosninga- lagabrot Varsjá. Reuter. HÆSTIRÉTTUR Póllands staðfesti fyrir síðustu helgi kjör Aleksanders Kwasniewskis sem næsta forseta landsins og vísaði á bug áskorunum um að það yrði ógilt. Rétturinn komst þó að þeirri niðurstöðu, að hann hefði brotið kosningalög með því að halda því ranglega fram í kosningabaráttunni, að hann væri hagfræðingur að mennt. Talið er, að það geti orðið til að skaða álit hans og virðingu í forsetaembætti. Um 600.000 stuðningsmenn Lech Walesa, fráfarandi forseta, skoruðu á hæstarétt að ógilda kjör Kwasni- ewskis vegna ósanninda hans en rétturinn sagði í úrskurði sínum, að ógerlegt væri að komast að því hvaða áhrif þau hefðu haft á kjós- endur. Kwasniewski sigraði Walesa með þriggja prósentustiga mun. Vandræðaleg staða Reuter JOSEPH Rotblat, handhafi friðarverðlauna Nóbels, tekur við ámaðaróskum vinkonu sinnar, Mary Swartz. Galileo sendir upplýs- ingar Los Angeles. Reuter. FYRSTU upplýsingarnar frá geimfarinu Galileo bárust til jarðar á sunnudag en vonast er til, að úr þeim megi lesa ýmsan fróðleik um Júpíter og jafnvel um myndun sólkerfisins. Sendingin frá Galileo hófst upp úr hádegi að ísl. tíma á sunnudag og hélt síðan áfram allan daginn. Tekur það nokk- urn tíma fyrir vísindamennina að lesa úr upplýsingunum en þær eiga að gefa mynd af gufu- hvolfinu um Júpíter, samsetn- ingu þess og veðurskilyrðum almennt á þessari stærstu rei- kistjömu í sólkerfínu. Athugunin á Júpíter var gerð með könnunarhnetti, sem var sendur frá Galileo inn í gufu- hvolfið þar sem hann brann upp eftir 75 mínútur. Talið er, að hann hafi getað sent frá sér mælinganiðurstöður til Galileos í allan þann tíma og fyrstu 43 mínúturnar munu verða að ber- ast til jarðar þar til á morgun, miðvikudag. Sólina ber í niilli Vísindamenn hjá NASA, bandarísku geimferðastofnun- inni, óttuðust, að þessi fyrsta sending yrði dálítið trufluð vegna þess, að sólin er á milli Júpíters og jarðar en sendingin verður endurtekin tvisvar í jan- úar þegar skilyrðin verða betri. Sendingu á öllum 75 mínútun- um_ lýkur síðan í febrúar. Á næstu tveimur árum mun Galileo fara 11 hringi um Júpít- er og mjög nærri þremur stærstu tunglunum, Ganyme- des, Kallistó og Evrópu. Þá mun hann einnig taka myndir úr nokkurri fjarlægð af fjórða tunglinu, lo. Ferðinni mun ljúka 7. desember 1997 þegar Galileo kveður með sinni síð- ustu sendingu áður en hann steypist inn að Júpíter og brennur upp. Nóbelsverðlaunin afhent í Osló og Stokkhólmi Vísindamenn hvattir til að Þótt hæstiréttur hafi ekki hróflað við niðurstöðu forsetakosninganna þá er úrskurðurinn mikið áfall fyrir Kwasniewski. „Þetta er heldur vand- ræðaleg staða,“ sagði Jozef Oleksy forsætisráðherra og samráðherra Kwasniewskis í síðustu ríkisstjórn kommúnista fyrir 1989. Ýmsir aðrir kunnir menn segja, að þetta mál háfi svert álit Kwasniewskis og geti dregið dilk á eftir sér. Kwasniewski mun sveija emb- ættiseið sinn sem forseti 23. desem- ber en búist er við, að andstæðingar hans muni þá nota tækifærið til nýrra árása á hann. „Margir telja, að þar sem hann hafi ekki verið trúr yfir litlu, muni hann ekki verða trúr yfir miklu,“ sagði félagsfræðingur- inn Halina Franczak og bætti því við, að gæti stjórnarandstaðan sett niður deilumar sín í milli, þá gæti hún hagnast á þessu máli í þingkosn- ingunum 1997. Fyrir ríkisrétt? Þótt hæstiréttur hafi kveðið upp sinn dóm þá er ekki víst, að málinu sé þar með lokið fyrir dómstólunum. Marian Krzaklewski, formaður Sam- stöðu, segir, að samtökin ætli að kanna hvort unnt sé að draga Kwasniewski fyrir ríkisrétt en hann dæmir í málum æðstu embættis- manna. þróa ekki gjöreyðingarvopn Ósló, Stokkhólmi. Reuter. JOSEPH Rotblat, handhafi friðarverðlauna Nó- bels, hvatti vísindamenn á sunnudag til þess að neita að þróa gjöreyðingarvopn og að vekja at- hygli á öllum þeim tilraunum og verkefnum sem kunni að skapa hættu fyrir mannkyn. Rotblat veitti friðarverðlaununum viðtöku við hátíðlega athöfn í Ósló á sunnudag en þá voru einnig afhent tíu önnur nóbelsverðlaun í Stokkhólmi. í ræðu sinni við verðlaunaathöfnina í Ráðhúsi Óslóar, hvatti Rotblat þau ríki sem ráða yfir kjarnorkuvopnum til að eyða þeim á næstu tíu árum. Hann minntist aðeins lítillega á kjarnork- utilraunir Frakka í Suður-Kyrrahafi og ekkert á kjarnorkutilraunir Kínveija, sendiherrum ríkj- anna til mikils léttis. Verðlaunahafar Nóbels hljóta hver um sig eina milijón dollara, tæpar 70 milljónir ísl. kr. og deilir Rotblat sínum verðlaunum með Pugw- ash-samtökum sem hann stofnaði til að sporna við útbreiðslu kjamorkuvopna. Skaða ímynd vísindanna Rotblat sagði að vísindamenn eins og sýndir hefðu verið í kvikmyndinni „Dr. Strangelove11 hefðu ýtt undir vopnakapphlaupið á árum kalda stríðsins. „Þeir sködduðu ímynd vísindanna mjög. Ef allir vísindamenn gæfu þessu ákalli gaum, yrðu ekki þróaðir fleiri kjarnaoddar, engir franskir vísindamenn yrðu á Mururoa, engar nýjar tegundir af .efna- og sýklaeitri þróaðar. Vopnakapphlaupið yrði fyrir bí... Ég bið vísinda- menn um að vera minnungir þess hveijar skyld- ur þeirra eru gagnvart mannkyni," sagði hinn 87 ára gamli verðlaunahafi. Hann vann á sínum tíma að þróun kjarnorkusprengjunnar en hætti því árið 1944 er hann gerði sér grein fyrir þeirri ógn sem af henni stafaði fyrir allt mannkyn. Rotblat sem er fæddur í Póllandi, hefur búið í Bretlandi frá stríðslokum og helgað líf sitt baráttunni gegn kjarnorkuvopnum. Þá hvatti Rotblat vísindamenn til að vekja athygli á því ef verið væri að vinna að tilraunum sem gætu reynst mannkyni hættulegar. „Það kann að kalla á refsiaðgerðir, að menn verði að gjalda fyrir sannfæringu sína. Það kann að kalla á harða refsingu, eins og sást í tilfelli Mordec- hai Vanunu. Eg tel að hann hafi þjáðst nóg.“ sagði Rotblat en ísraelinn Vanunu, sem vann við kjarnorkurannsóknir í heimalandi sínu, var dæmdur í 18 ára fangelsi fyrir njósnir og land- ráð í leynilegum réttarhöldum í ísrael árið 1986. Ástæðan var sú að hann hafði látið The Sunday Times fá ljósmyndir úr húsakynnum rannsóknar- stöðvar kjarnorkuvopna. Látið undan freistingunni í Stokkhólmi voru afhent tíu Nóbelsverðlaun sem flest runnu til Bandaríkjamanna. írska ljóð- skáldið Seamus Heaney, handhafi bókmennta- verðlaunanna, mælti fyrir munn annarra verð- launahafa er hann þakkaði fyrir sig og vitnaði í orð Oscars Wilde um að besta leiðin til að losna við freistingar, væri að láta undan þeirn. „Ég hef látið undan freistingu þessara verðlauna og tel að það sé rétt.“ Aðrir verðlaunahafar voru Bandaríkjamenn- irnir Martin Perl og Frederick Reines, sem hlutu verðlaun í eðlisfræði, Hollendingurinn Paul Crutzen, Mexíkómaðurinn Mario Molina og Bandaríkjamaðurinn F. Sherwood Rowland sem deildu verðlaunum í efnafræði, Bandaríkjamenn- imir Edward Lewis og Eric Wieschaus og Þjóð- veijinn Christiane Nússlein-Volhard sem hlutu nóbelsverðlaun í læknisfræði og Bandaríkjamað- urinn Robert Lucas sem hlaut nóbelsverðlaun í hagfræði. Fyrrverandi eiginkona hans, Rita, var ekki viðstödd, en hún fær helming verðlaunaupp- hæðar hans vegna samnings sem þau gerðu er þau skildu en þar áskilur hún sér rétt til helm- ings verðlaunaupphæðarinnar, hljóti eiginmaður- inn einhvern tíma nóbelsverðlaun. i I > > i > > í i i i i i >
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.