Morgunblaðið - 12.12.1995, Side 28

Morgunblaðið - 12.12.1995, Side 28
28 ÞRIÐJUDAGUR 12. DESEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Stórsveitin í Lista- klúbbnum TÓNLEIKAR vegna nýút- komins geisladisks Stórsveit- ar Reykjavíkur verða í Lista- klúbbi Leikhúskjallarans í kvöld kl. 21. Stórsveit Reykjavíkur skipa; Einar Jónsson, Jóhann Stefánsson, Snorri Sigurðs- son og Andrés Bjömsson, þeir leika á trompeta; Sigurður Flosason, Ólafur Jónsson, Jóel Pálsson, Haukur Gröndal og Gestur Pálsson, þeir leika á saxófóna; Ámi Elfar, Stefán Ómar Jakobsson, Sigrún Sævarsdóttir, Bjöm R. Ein- arsson og David Bobroff á básúnur. En hrynsveitina skipa þeir Kjartan Valdimars- son píanó, Arsæll Másson gít- ar, Gunnar Hrafnsson bassi og Einar Valur Scheving trommur. Egill Ólafsson og Ragnar Bjamason syngja með hljóm- sveitinni. Stjómandi er Stefán S. Stefánsson. Leikin verður „big band“- tónlist í hefðbundnum og nýj- um stíl. Dagskráin hefst kl. 21. Kertastjakar ogfleiraí Listhúsinu NÚ stendur yfir sýning á kertastjökum, úr keramiki og smíðajámi, eftir íslenska lista- menn í Listhúsinu í Laugardal. Verk margra þekktustu leirlistamanna okkar og járn- smiða verða á sýningunni. Á veggjum sýningarsalarins verða Avant Árt myndir frá Hirti, en hér er um að ræða eftirprentanir listaverka Al- freds Alexanders Gockels ásamt silkiþrykki sem er árit- að af listamanninum. Sýningin stendur til jóla og er opin alla daga frá kl. 10-18 nema um helgar í samræmi við sýningartíma og opnunar- tíma verslana Listhússins. ÚR safnversluninni á Kjarvalsstöðum Safnverslun opnuð á Kjarvalsstöðum Góður samleikur á fiðlu o g píanó NÝLEGA var opnuð safnverslun á Kjarvalsstöðum. Fram að þessu hefur verið lítið söluborð i and- dyri safnsins þar sem hafa verið á boðstólum listaverkabækur, kort og eitthvað fleira sem hefur tengst sýningum safnsins. Nú hefur anddyri safnsins verið breytt á þann máta að þar hefur verið komið fyrir verslun. Þar er á boðstólum „listræn gjafavara, úrval listaverkabóka, veggspjalda, listaverkakorta, afsteypur af verk- um Ásmundar Sveinssonar, daga- töl og margt fleira," að því er segir í kynningu. Þar að auki verð- ur komið fyrir sýningarkassa í anddyri safnsins sem verslanir og fyrirtæki geta leigt til kynninga á vöru sinni. Hugmyndin er sú að í safnverslun Kjarvalsstaða verði einnig í framtíðinni á boðstólum íslensk nytjalist og gjafavara eftir íslenska hönnuði. Safnverslun Kjarvalsstaða er opin daglega frá kl. 10 - 18. TONLIST Illjómdiskar POEM Eva Mjöll Ingólfsdóttir leikur á fiðlu verk eftir Debussy, Chausson, Wien- iawski, Messenet og Tartini. Hisako Fukui leikur á píanó. Upptökustjóri: Bjami Rúnar Bjamason. Útgefandi: Heimstónn. Dreifing: Skífan. EITTHVAÐ austur-evrópskt er við þennan ágæta hljómdisk, og ekki undan því að kvarta hvað snertir góðan, agaðan og lifandi músíkflutning. Eva Mjöll Ingólfs- dóttir er mjög góður fiðluleikari. Ekki hef ég upplýsingar um hana - eða þann ágæta píanóleikara, Hisako Fukui - í bæklingi (sem er hin hliðin á hinu austur-evrópska yfirbragði og ekki allt til fyrirmynd- ar, upplýsingar af skornum skammti og sumt illlæsilegt). Á hljómdiskinum leika þau Eva Mjöll og Hisako Fukui verk eftir Debussy, Chausson, Wieniawski, Massenet (eða það hélt ég hann héti en ekki Messenet) og loks „djöflatrillu-sónötu“ Tartinis. Allt em þetta mjög fín verk fýrir fiðluna - og sum fyrir píanóið líka (sbr. sónötu Debussys, sem var hans síð- asta verk), sem mynda skemmtilega heild, fínt „prógram". Sónata Deb- ussys og „djöflatrillur" Tartinis eru e.t.v. áhugaverðustu verkin, hið fyrra vegna hins framsækna, „im- pressjóníska" tónmáls, en Debussy var sem kunnugt er eitt áhrifa- mesta tónskáld kringum síðustu aldamót og hafði varanleg áhrif á tónlist 20. aldarinnar; hið síðara vegna þess að það er eftir kölska sjálfan. Hann lék það fýrir Tartini (að vísu í draumi) - sem þurfti ekki annað en að skrifa það niður þegar hann vaknaði. Gullfallegt verk, þar sem lokaþátturinn ber merki höfundarins. Verk Chaussons (Poeme - byggt á sögu eftir Turgenev) er samið fyrir fiðlu og hljómsveit, en nýtur sín eigi að síður mjög vel með píanó- undirleik - a.m.k. í svona ágætum flutningi. Einleikskaflinn leiðir hug- ann að Bach og vekur löngun til að heyra Evu Mjöll flytja einleiks- verk meistarans. Mjög fallegt og innihaldsríkt v'erk. Svipað má segja um Hugleiðingu landa hans og sam- tímamann, Jules Massinet/sem var reyndar þekktari sem óperutón- skáld. Wieniawski var tónskáld og fiðlusnillingur, sem hafði afgerandi áhrif á „rússneska fiðluskólann“, svo sem glöggt kemur fram í verk- inu „Minjagripir frá Moskvu" - sem Eva Mjöll spilar með (rússneskri) innlifun og stíl. Eindregið mælt með þessum hljómdiski. Oddur Björnsson Jósep á Húsavík SÖNGLEIKINN Jósep og hans undraverða skrautkápa frum- sýndu nemendur Borgarhólsskóla og Tónlistaskóla Húsavíkur fyrir skömmu. Höfundar eru Tim Rice og Andrew Lloyd Webber en þýð- andi Þórarinn Hjartarson. Leik- stjóm hafði með höndum María Sigurðardóttir, en tónlistarstjóm höfðu Hólmfríður Benediktsdóttir og Valmar Valjaots. Aðalhlutverkið Jósep leikur og syngur Pétur Veigar Pétursson, en alls koma fram um 50 nemend- ur nefndra skóla undir stjóm Mar- íu leikstjóra. Borgarhólsskóli hefur haft með höndum sérstaka kennslu í sam- vinnu við Tónlistarskólann - til- raunaverkefni - fyrir nemendur yngri bekkja skólans og máske er þessi árangur hinna ungu nema árangur af því starfí. Jósep hefur verið sýndur af Morgunblaðið/Silli LEIKARAR ásamt leikstjóra og tónlistarstjórum fleiri skólum hérlendis og kannast öllum má vera til ánægju, sem á því margir við tónlistina og sem hlusta. • • Oskubuska kynhlutverksins TÖNLTST Sígildir diskar MENDELSSOHN Fanny Mendelssohn-Bartholdy: 13 ljóðasöngv- ar; Ijóðfyrir píanó; PíanótríóOp. ll.Donna Brown sópran, FranQoise Tillard, pianó; Trio Brentano (F. Tillard, pnó., Eduard Popa, fiðla, Raymond Maillard, selló). Leikið á upprunaleg hljóðfæri (flygill: Erard 1843). Opus 111, OPS 30-71. Upptaka: París, 6/1992. Lengd: 67:48. Verð: 1.899 kr. HÚN þótti jafnefnileg og litlibróðirinn - sem var nægilega efnilegur til að verða tal- inn með höfuðtónskáldum þýzkrar háróman- tíkur. En hún var kona - og konum betri bæja þeirra tíma sæmdi ekki að gerast starf- andi listamenn; allra sízt tónlistarmenn. Hún varð að sætta sig við að líta á tónlistina sem flúr [,,ornament“] á tilveru sinni, eins og faðir hennar orðaði það. Fyrirmyndareigin- konuhlutverkið varð að vera númer eitt. Og Felix litlibróðir - sér til ævarandi skammar - latti hana fram á banaár beggja (er hann sá sig loks um hönd) útgáfu á verkum sín- um. Að yfirleitt nokkuð skyldi koma út á prenti eftir hana í lifanda lífi var meira fyrir þrýsting frá útgefendum en stuðning fjöl- skyldunnar. Það kann svo að virðast, en þetta for- spjall er ekki hugsað sem framlag til neinnar hinna fjölmörgu nýju menntagreina með „kvenna-" að framan. Því það er sama hvað tildrögin kunna að þykja merkileg; listaverk- ið sjálft hlýtur alltaf að vera það sem mestu máli skiptir. Og að öllum fagurgala slepptum, þá kom í ljós, undirrituðum (það skal játað) til nokkurrar undrunar, að tónlistin á diskin- um OPS 30-71 frá nýja litla franska plötu- merkinu Opus 111 var vel nánari kynna virði. Nú er að vísu ekki auðhlaupið að meta hvað er sérstaklega frumlegt við tónverk Fannýjar Mendelssohn (1805-47). En svo mikið er víst, eftir úrvalinu á þessum diski að dæma, að hún hefur verið hið fædda ljóða- tónskáld, enda er sú grein þar í fyrirrúmi. Söngvarnir eru ferskir, látlausir en síður en svo óspennandi í laglínugerð og hljómavali. Og ekki sakar flutningurinn, því píanistinn, og umfram allt söngkonan, eru afbragðsgóð- ir túlkendur. Það væri ekki of sterkt til orða tekið að jafna Donnu Brown til betri ljóða- söngkvenna á hljómplötumarkaðnum. Hún syngur af innlifun og minnir reyndar stundum býsna mikið á Elly Ameling, nema hvað rödd- in er bjartari. Engu að síður heldur hún vel utan um textann; orðin heyrast skýrt, og greinilega, jafnvel á efsta tónsviðinu. Ljóð- skáldin eru ekkert slor heldur: Grillparzer, Geibel, Eichendorff, Tieck, Heine (heimilis- vinur flölskyldunnar), Göthe ... Það þarf ekki að taka fram, að söngvarinn hefur gott vald á nauðsynlegum viðbótarverkfærum eins og sléttum söng og deklamasjón. Ljóðið fyrir píanó er athyglisverð fantasía með ofureinfalt upphaf og niðurlag sem vinnur á. Minna þótti mér til Píanótríósins koma; þar (og reyndar víðast hvar á diskin- um) ber furðulítið á dálæti tónskáldkonunn- ar á Bach (sonur hennar var skírður Sebast- ian) og pólýfónískum vinnubrögðum. Úpptakan er mjög góð fyrir sönginn, en síðri fyrir hljóðfæraleikinn; píanóið hljómar stundum eins og utan úr horni, og sellóið er of veikt í Píanótríóinu. Áherzlan á „upphaf- leg“ hljóðfæri er enginn sérstakur ávinning- ur; gamli Erard-flygillinn frá 1843 stenzt ekki samjöfnuð við beztu nútímaflygla að hljómgæðum, þó að hann hafí eflaust verið framúrskarandi fyrir sinn tíma. Verst er þó flatt fiðluspil Eduards Popa, sem gerir of lít- ið fyrir tónsmíðina; tónninn er óheillandi og stundum óhreinn. En hvað sem öllu líður, þá eru sönglögin ein sér fyllilega plötunnar virði. HINDEMITH Paul Hindemith: The complete Violin Sonat- as. Ulf Wallin, fiðla; Roland Pöntinen, píanó. BIS-CD-761. Upptaka: DDD, Stokkhólmi, 8/1995. Lengd: 56:24. Verð: 1.490 kr. ÖLDIN okkar er senn á enda, en Paul Hindemith hefur enn ekki verið velt úr hópi þriggja áhrifamestu tónhöfunda hennar við hlið Stravinskys og Bartóks, þó að fremur hljótt hafi verið um hann síðustu áratugi. En aldarafmælið hans er í ár, og því ekki seinna vænna að minnast á þetta einstaklega handverkssinnaða tónskáld, er hannaði hug- takið „brúkunartónlist" og var rómaður fyrir vandvirkni. Margir tónlistarnemar þekkja til Hindemiths af kennslubókum hans í tónheym og -lestri, „Elementary training for music- ians“, hljómfræðibókinni „Traditional Harm- ony“ og fleiri nýsigögnum. Fagleg samvizku- semi hans leynir sér ekki í fleygum ummæl- um eins og „Það eru aðeins til tólf tónar. Það verður að fara vel með þá,“ „Tónlist er merkingarlaus hávaði, snerti hún ekki opinn huga,“ og „Viðbrögðin sem tónlist vekur eru ekki tilfinningar, heldur ímyndir, endurminn- ingar tilfinninga." Á þessum nýja diski frá BIS eru saman komnar allar sónötur Hindemiths fyrir fiðlu og píanó: nr. 1 og 2 úr Op. 11 frá stríðsloka- árinu 1918, brot úr öðrum niðurlagsþætti fyrir nr. 1, E-dúr sónatan frá 1935 og sú síðasta, í C-dúr (1939). Hinir ungu sænsku hljómlistarmenn leika mjög vel; túlkun þeirra á íhugulum og Ijóðrænum hliðum tónskálds- ins er fágunin uppljómuð og í samræmi við óaðfinnanlega hljóðupptöku. Þó er ekki laust við, að maður sakni stöku sinni meira taumleysis í túlkuninni. Tónhugs- un Hindemiths vill að smekk undirritaðs stundum jaðra við að vera þurrpumpuleg (dæmi: fúgu-lokaþáttur C-dúr sónötunnar), og hæfilega hnitmiðuð villimennska í flutn- ingi gæti þá komið sér vel. Alltaf er vara- samt að alhæfa um heilar þjóðir, en samt hefur manni oftar en einu sinni boðið í grun, að hljómlistarmenn Suður-Skandinavíu séu snöggtum sléttgreiddari á tjáningartetrinu en mörlandinn. Það væri því ekki úr vegi, ef einhverjir okkar efnilegu yngri spilara tækju sig til og sannreyndu á hljómdiski, hvort ekki mætti hleypa smávegis af blóði, svita og tárum í kammertónlist Hindemiths í kjölfar aldarafmælisins... Ríkarður Ö. Pálsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.