Morgunblaðið - 12.12.1995, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 12.12.1995, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. DESEMBER 1995 39 AÐSENDAR GREINAR Um sérskólana og rétt fatlaðra til skólagöngu Svar til formanns Félags íslenskra sérkennara ÉG ÞAKKA góðar óskir til okkar hér í Dalbrautarskóla og óska þér og þínum alls góðs. Ég tel mig ekki vera að óvirða þig persónu- lega þó ég sé ekki sammála skoð- unum þínum eins og þú gefur í skyn. Ef þú hefur lesið það úr skrifum mínum þá þykir mér það leitt. Þú tekur af allan vafa um fyrir hvern þú flytur mál þitt og er það gott. Hitt veit ég að þó þú Ef flytja á rekstur sér- skóla til sveitarfélaga, — — segir Olafur Olafsson, verður að tryggja starfsgrundvöll þeirra með lögum. talir sem fulltrúi allra sérkennara þá mælir þú ekki fyrir munn þeirra allra. Svo að allt verði nú klárt með umboðin þá skrifa ég sem skólastjóri í Dalbrautarskóla en ekki sem talsmaður allra sérskól- anna. Tilefni svars míns um daginn var að hluta leiðrétting á alhæf- ingu þinni um búsetu nemenda sérskólanna. En megintilefnið var að gera athugasemdir við þær til- lögur þínar að því fé sem til sér- skólanna er nú varið, verði dreift út um landsbyggðina, og sérskól- arnir þar með brotnir niður. Réttur barna til skólavistar í heimaskóla er tryggður með nýju grunnskólalögunum og er það vel. Við erum sammála um það. En réttur þeirra til skólavistar í sér- skóla, ef það er eina úrræðið sem hentar þeim, er ekki tryggður með nýju grunnskólalögunum. Það þarf að koma til álit sérfræðinga á því að sérskóli sé heppilegasta úrræð- ið og að auki þarf peningavaldið að samþykkja það fyrir sitt leyti, til að barnið fái þar vist. Þetta er skerðing á réttindum og það er afturför. Sérskólamir hafa þróast hver með sínu sniði og þar vinnur fag- fólk sem hefur mikla sérhæfða þekkingu. Þeir eru miðstöðvar fyr- ir fagþekkingu á sínu sérsviði. Starfsfólk sérskólanna annast kennslufræðilega greiningu og veitir ráðgjöf til kennara sem ann- ast kennslu fatlaðra nemenda víðs- vegar á landinu. Sérskólarnir eru allir staðsettir í Reykjavík nema Hvammshlíðarskóli á Akureyri. Eins og þeir starfa í dag eru þeir þjónustustofnanir fyrir allt landið. A undanförnum árum hafá margar fjölskyldur fatlaðra barna flutt til Reykjavíkur vegna þjónustu sem einungis þar er að fá. Þar býr því væntanlega hærra hlutfall slíkra fjölskyldna en annars staðar á landinu. Ef taka á fast fjármagn, þó lít- ið sé, frá sérskólunum mun starf þeirra rýrna, og hrynja að minnsta kosti um tíma, ef mikið verður tekið. Þeir hafa verið byggðir upp sem heild. Ef sérskólarnir eiga að standa undir nafni og þar á að dafna skólastarf sem byggir á samfellu og öryggi fyrir alla sem þar vinna og læra, þarf að ganga svo frá málum að ekki verði held- ur unnt að kippa þaðan kennslu- magni tímabundið. Slíkar hug- myndir eru einnig uppi þó ekki hafi þær komið fram í grein þinni. Það er mikil freisting fyrir útdei- lendur sérkennslukvóta að flytja hann á milli skóla eftir þörfum á hveijum tíma. Skammtímasjón- armið af þessu tagi eru til þess fallin að raska starfsöryggi sér- skólanna og rýra þá sem mennta- stofnanir. Reglufesta er góð fyrir alla en hún er nauðsynleg fyrir nemendur sérskólanna og hún þarf að ganga í gegnum allt þeirra umhverfi. Ef flytja á rekstur sér- skólanna til sveitarfélaganna verð- ur að tryggja starfsgrundvöll þeirra með lögum. Þú vilt fá hlutfallslega, eftir höfðatölu þíns umdæmis, af rekstrarfé sérskólanna og býður Reykjavík að reka áfram þá sér- skóla, sem þar eru, fyrir eigin reikning, ef hún kýs að gera svo. Síðan megi rukka fyrir skólavist ef nemendur koma annars staðar að. Hver á að borga? Eiga fátæk sveitarfélög að ákveða hvort þau vilji frekar fá skólavist fyrir nem- anda sinn í sérskóla í Reykjavík en bjarga þessu á ódýran hátt heima? Þau gætu hugsanlega skapað peningasvigrúm til að bjarga öðru brýnu hagsmunamáli. Sið- klemmur eru þrosk- andi, en þetta er alveg óþarfi að leggja á fólk. Að auki er ekki víst að pláss sé fyrir nemendur utan af landi í sérskólum Reykjavíkur, ég tala nú ekki um ef búið verður að skera þá niður. Þessi stefna gengur ekki upp. Það á ekki að rífa niður það sem búið er að byggja upp. Það á að Ólafur Ólafsson halda uppbyggingu áfram og bæta við sérúrræðum úti á landi eftir þörfum á hveijum stað með við- bótarfé. Að því eigum við sérkennarar að vinna í samvinnu við ríki og sveitarfélög. Margir eru þeirrar skoðunar að sérskólar eigi áfram að vera ríkisreknir. Ég er ekki á því. Ég vænti þess að sveitarfélög muni búa betur að fötluðum nemendum en ríkið hefur gert. Höfundur er skólastjóri í DaJbrautarskóIa. ► ► Sameining Lífeyrissjóðs verkstjóra vi& Sameinaða lífeyrissjóðinn ÍUl ér með tilkynnist öllum þeim, er telja til eignar eða skuldar hjá Lífeyrissjóði verkstjóra kt. 430269-1869, að ákveðið hefur verið að sameina sjóðinn Sameinaða lífeyrissjóðnum kt. 620492-2809, frá og með 1. janúar 1 996. ■ reytingar þar að lútandi hafa verið ákveðnar á reglugerðum fyrrnefndra sjóða og hafa þær verið staðfestar af fjármálaráðuneytinu í samræmi við 2. gr. laga nr. 55/1980. #%llfeyrir Sameinaði lífeyrissjóðurinn Græddur er geymdur lífeyrir eð vísan til fyrrnefndra reglugerða sjóðanna tekur Sameinaði lífeyrissjóðurinn við allri starfsemi Lífeyrissjóðs verkstjóra, réttindum og skyldum, frá og með 1. janúar 1996, svo og eignum og skuldum. Endanleg sameining sjóðanna fer fram 1. april 1996 á grundvelli tryggingafræðilegrar úttektar á stöðu sjóðanna m.v. 31. desember 1995. 11I samræmi við ofanritað verður skrif- stofu Lifeyrissjóðs verkstjóra að Skipholti 50 C, lokað frá og með 1. janúar 1996. Skrifstofa Sameinaða lifeyrissjóðsins er að Suðurlandsbraut 30, IV. hæð, 108 Reykjavik, simi 568 6555. Suðurlandsbraut 30, 108 Reykjavik Sími 568 6555, Myndsendir 581 3208 Grænt númer 800 6865
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.