Morgunblaðið - 12.12.1995, Síða 41

Morgunblaðið - 12.12.1995, Síða 41
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. DESEMBER 1995 41 AÐSEMPAR GREINAR Leikskóli óskast í Smáíbúðahverfi ÁSTAND í dagvist- armálum er verra en skyldi víða í Reykjavík og hvað verst í Bú- staða- og Smáíbúða- hverfum. Þar eru í augnablikinu alls 143 börn á biðlistum hjá Dagvist barna. Borg- aryfirvöld kynntu á sínum tíma áform um nýjan leikskóla við Hæðargarð, nálægt Breiðagerðisskóla. íbúar í nágrenninu mótmæltu, foreldrafé- lag og kennararáð Breiðagerðisskóla sömuleiðis. Rökin voru meðal annars þau að umferð ykist enn við skólann og nýbyggingin takmarkaði möguleika á að stækka skólahúsið í framtíðinni. Yfirvöld Reykjavíkur hörfuðu þá að sinni og fínkembdu hverfín í leit að annarri hugsanlegri bygg- ingarlóð. Hlnn 8. nóvember var svó kynnt hugmynd um leikskóla fyrir 80 börn í norðausturhorni Grundargarðs í Smáíbúðahverf- inu. Þetta gerðist á fundi í Breiða- gerðisskóla þar sem mættu íbúar, borgarstjóri, stjórnarformaður Dagvistar barna, forstöðumaður borgarskipulags og borgarverk- fræðingur. Skiptar skoðanir voru meðal íbúa sem þarna voru. Sum- ir lögðust strax gegn hugmynd-' inni, aðrir voru á báðum áttum, enn aðrir voru jákvæðir. Engin afstaða var tekin á fundinum og engin ályktun samþykkt - enda ekki efni til slíks þegar fólk var þarna að sjá í fyrsta sinn frumtil- lögur að skipulagi. Tveir fulltrúar íbúa voru tilnefndir í lok fundar að ræða málið áfram við forystu- menn borgarinnar. Borgaryfirvöld létu duga að boða þennan fund með sex línum í bréfi til íbúa um stund, stað og umræðuefni. Engar teikningar, engar upplýsingar fylgdu með og ekkert slíkt kynningarefni hefur sést enn þann dag í dag frá borg- inni. Það er út af fyrir sig furðu- legt og gagnrýni vert. Nú, þegar meira en mánuður er liðinn frá kynningarfundinum, ber svo við að byijað er að safna liði í Smá- íbúðahverfinu gegn hugmynd um leikskóla í Grundargarði. Það þykja mér slæm tíðindi. Enn verra er þó að fulltrúar fundarmanna úr hverfinu skyldu strax 14. nóvember skrifa undir bréf til borg- arskipulags og mót- mæla leikskóla í garð- inum „fýrir hönd íbúa í nágrenni Grundar- garðs“. Hvar og hve- nær var fengið umboð til að senda ráðamönn- um Reykjavíkur slíkt erindi í nafni allra sem nálægt garðinum góða búa? Kjami þessa máls er sá að ástandið í dagvistarmálum hverfisins okkar er óviðunandi og kallar á nýjan leikskóla. Ég óttast að andstaða íbúa verði til þess að vandinn verði alls ekki leystur - nema með því að byggja yfir börnin á biðlistunum í öðrum hverfum! Ástandið í dagvistar- málum hverfisins okkar er óþolandi, segir Atli Rúnar Halldórsson, sem sjá vill leikskóla rísa við Hæðargarð. Ég er á þeirri skoðun að nýr leikskóli eigi best heima við Hæð- argarð og tel rökin gegn þeim áformum ekki nógu sannfærandi. Hinn kosturinn er norðausturhorn Grundargarðs. Leikskólastarfsemi á þar ágætlega heima og yrði garð- inum og hverfinu til góðs. Fleiri eru kostirnir í raun ekki; ef marka má orð ráðamanna borgarinnar á fundinum í Breiðagerðisskóla. Eðlilegt er að skoðanir séu skipt- ar, en nauðsynlegt að vega og meta í rólegheitum rökin með og á móti. Ég vil sjá leikskóla rísa við Hæðargarð, en ef áfram verður hamast gegn þeirri hugmynd er nýr leikskóli í Grundargarði allrar athygli verður. Það segi ég sem granni og vinur garðsins. Höfundur er fréttamaður og íbúi í nágrcnni Grundargarðs. Atli Rúnar Halldórsson GERUM GÓÐAR BÆKUR BETRI Þingmenn! Ritstörf, bókaútgáfa og prentun skapa vinnu og verðmæti. Mörg hundruð manns vinna við ritstörf hér á landi. Árleg velta í bókaútgáfu er yfir 1.300 milljónir kr. Á íslandi vinna yfir 2.000 manns við bókagerð og prentun. Foreldrar! Lásuð þið fyrir börnin ykkar í gærkvöldi? Mikilvaegt er að lesið sé fyrir börn. Það er forsenda þess að þau fái sjálf áhuga á lestri. Fátt er verðmætara ungu fólki.sem elst upp í kröfuhörðum nútímaheimi, en góð lestrarkunnátta. Bókafólk! Hvar kaupið þið bækur? Bókaverslanir eru kjölfesta hvers menningarsamfélags. Allir sómakærir bóksalar bjóða upp á þjónustu sem aðrar verslanir gera ekki. Gefið ykkur tíma til að glugga í baekur í góðu umhverfi. Kaupið baekurnar hjá fagfólki. Sjónvarpsstjórar! Bókmenntir, bókagerð og sjónvarp eiga samleið. Sjónvarp og bókmenntir eru ekki andstaeður. Á tímum margmiðlunar er brýnt að sjónvarpsstöðvarnar nýti þau taekifæri sem bókmenntir og útgáfuiðnaður bjóða upp á. Ritstjórar! Börn eru líka fólk. Núna eru lesendur morgundagsins að læra að lesa. Mikilvægt er að bókum sé haldið að börnum og að þau skilji snemma að bækur eru spennandi afþreying.Tímarit og dagblöð þurfa að höfða til barna. Stjórnendur útvarpsstöðva! Fólk vill heyra fallegan texta og fróðlegt efni. Það er vandasamt að vera útvarpsþulur eða kynnir. Vandaður undirbúningur skilar meiri hlustun. Molar úr góðri bók geta hitt í mark. GÓÐ BÓK BÓKASAMBAND ÍSLANDS SAMTÖK IÐNAÐARINS - FÉLAG BÓKAGERÐARMANNA - BÓKAVARÐAFÉLAG ÍSLANDS - HAGÞENKIR - FÉLAG ÍSLENSKRA BÓKAÚTGEFENDA - FÉLAG ÍSLENSKRA BÓKA- OG RITFANGAVERSLANA - RITHÖFUNDASAMBAND ÍSLANDS - SAMTÖK GAGNRÝNENDA 45% hækkun á einu ári Komdu skattaaFslættinum korti5 Skandia býður hlutabréf með 10% útborgun og aPganginn á boðgreiðslum til 12 mánaða Hjá Skandia geta hjón keypt hlutabréf í Almenna hlutabréfasjóðnum hf. fyrir 270 þúsund krónur - borgað aðeins 10% út og afganginn á boðgreiðslum Visa og Euro til 12 mánaða. Með slíkum kaupum fá hjón u.þ.b. 90.000 króna skattaafslátt sem greiðist í ágúst á næsta ári. Hlutabréf í Almenna hlutabréfasjóðnum hf. hafa hækkað um 45% síðustu 12 mánuðina. • Þú getur gengið frá kaupunum með einu símtali við Skandia í síma 5619 700. Skandia Fjárfestingarfélagið Skandia hf. • löggilt verðbréfafyrirtæki • Laugavcgi 170 • sími 56 19 700 ATÓMSTÖCIN

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.