Morgunblaðið - 12.12.1995, Side 46

Morgunblaðið - 12.12.1995, Side 46
46 ÞRIÐJUDAGUR 12. DESEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ Aá læra á tölvu AÐSENDAR GREINAR Myndband sem útskýrir virkni tölvunnar og helstu forrita. Fæst í bókaverslunum og stórmörkuöum. Tilvalin jólagjöf fyrir fólk á öllum aldri. H sími: 564 4244 F fax: 564 4243 Dreifing: Eskifell hf, sími 588 0930. & ^ ; fyrir uandiata - a frabæru uerdi fe OZON er hágæða skíða- og útiuistarfatnaður * OZON er eingöngu framleiddur úr uatnsheldum efnum, gæddum miklum „útöndunar“eiginleikum BOLTAMAÐURINN Ó6»y i Laugauegi 23 - Reykjavík Simi 551 5599 ^^Nytsamleg^g^ I við öll tækifæri! - -• Stóll: -0Tölvuborð með 3 hillum: Á.GUÐMUNDSSON HF. húsgagnaverksmiðja Skemmuvegi 4 Kópavogi Sími 557 3100 Matvörur hafa lækkað umtalsvert UM ÞESSAR mund- ir eru launþegahreyf- ingar um land allt að hugleiða uppsagnir kjarasamninga. Telja forsvarsmenn þeirra að siðfræðilegar forsend- ur kjarasamningsins, sem gerður var í febr- úar, séu brostnar. Vinnuveitendasam- band íslands telur hins vegar að forsendur kjarasamningsins séu ekki brostnar, og því geti launþegahreyfíng- in ekki sagt upp samn- ingunum með löglegum hætti. VSÍ-forustan segist hins veg- ar tilbúin til þess að ræða við laun- þegahreyfinguna um það hvemig hægt sé að auka kaupmátt ráðstöf- unartekna. Það er því tímabært að fara vandlega yfir þróun helstu útgjalda heimilanna síðastliðin ár og skoða hvar hægt sé að gera betur til þess að auka ráðstöfunartekjur almenn- ings. Ráðstöfunartekjur eru þeir peningar sem launþeginn fær í vasann eftir að búið er að draga frá skattgreiðslu. Hvar er hægt að grípa til aðgerða? Þegar litið er á hlutfallslega skiptingu á vísitölu neysluverðs er hægt að sjá hvemig „meðal-Jón“ eyðir sínum ráðstöfunartekjum. Hæsti einstaki liðurinn í þessari vísitölu er liður sem heitir „Ferðir og flutningar", með 20,3% af heild- inni. I öðm sæti á þessum lista er liðurinn „Húsnæði, rafmagn og hiti“, með 19,7% og í þriðja sæti er liðurinn „Matvörur", með 16,1%. Aðrir háir liðir í vísitölu neyslu- verðs em „Aðrar vömr og þjón- usta“, með 14,3% og „Tómstunda- iðkun og menntun", með 11,8%. Þessir liðir skiptast síðan upp í undirflokka, þ.e. nánari útlistun á því fyrir hvað þeir standa. Þannig skiptist liðurinn „Ferðir og flutn- ingar“ upp í 3 undirflokka, „Eigin bifreið", sem telur 18,2% af vísitölu neysluverðs, „Notkun almennra flutningstækja“, með 1,1% og „Póstur og sími“, með 1,0%. Af þessum undirflokkum eru tveir sem skera sig nokkuð út. Þetta em lið- imir „Eigin bifreið" (18,2%) og „Húsnæði" (14,9%). Allir aðrir undirflokkar vega minna og reyndar enginn einn einstakur flokkur sem nær því að vera yfír 7%. Þegar farið er yfir þessa liði og athugað er hvar hægt er að grípa til aðgerða sem kæmu í stað beinna kauphækkana þá virð- ist rétt að líta fyrst á þá liði sem fyrirferðar- mestir eru og þar sem aðgerðimar hefðu ekki í för með sér aukið atvinnuleysi. Lækkaður kostnaður við íbúðarhúsnæði og bifreiðar Ef hægt væri að lækka kostnað við byggingu og rekstur íbúðarhús- næðis hefði það í för með sér aukna atvinnu þar sem að fólk hefði frek- ar efni á að koma sér upp eigin húsnæði. Ennfremur gætu störf við viðhald húsnæðis aukist þar sem húseigendur hefðu frekar efni á að halda húsnæði sínu við. Þetta hefði í för með sér auknar ráðstöf- unartekjur fyrir allan almenning og aukna atvinnu, minni útgjöld til atvinnuleysisbóta og meiri skatt- heimtu fyrir ríkið. Lækkun bif- reiðakostnaðar hefði einnig mikla kjarajöfnun í för með sér þar sem að hann snertir mun hærra hlut- fall ráðstöfunartekna láglaunafólks en þeirra sem hafa hærri launin. Vaxtalækkun kæmi flestum launþegum mjög vel - svo ekki sé fastar að orði kveðið. Því mætti athuga hvað veldur því að mismun- ur inn- og útlánsvaxta er svo mik- ill á íslandi og af hveiju vaxta- hækkanir koma strax fram við minnstu breytingu á viðskiptaum- hverfinu, en vaxtalækkanir skila sér seint og illa. Matvara hefur lækkað umtalsvert Liðurinn „Matvörur" í vísitölu neysluverðs er töluvert frábrugðinn öðrum liðum að því leyti að hann hefur lækkað mörg síðastliðin ár og þannig stuðlað að því að vísi- tala neysluverðs hefur ekki hækkað meir en raun ber vitni. Liðurinn í heild er nú kominn niður í 16,1% og er nú svipaður og gerist í ná- Óheftur innflutningur, segir Sverrir Bjart- marz, kemur ekki til með að stórbæta kjör launafólks. grannalöndum okkar. í vísitölu neysluverðs vega búvörur, sem eru háðar verðlagsgrundvelli, 4,5%. Síðustu 3 ár (nóv. ’92 til nóv. ’95) hefur liðurinn „Matvara" sam- kvæmt vísitölu neysluverðs hækk- að um 1,6%. Á sama tíma hefur liðurinn „Eigin bifreið" hækkað um 19,4%. Óheftur innflutningur mat- væla er ekki lausnarorð Innlend matvara vegur aðeins rúm 7% í „Vísitölu neysluverðs". Því er ljóst að óheftur innflutningur matvara kæmi ekki til með að stór- bæta kjör launafólks í landinu eins og sumir hafa haldið fram. Auk þess myndu þúsundir starfa tapast um land allt. Það ættu forsvars- menn verkalýðsfélaga að hugleiða. Þannig eru, samkvæmt upplýsing- um Byggðastofnunar, rúmlega 900 ársstörf við slátrun og kjötiðnað, 530 ársstörf við mjólkuriðnað, 200 ársstörf við sútun og verkun skinna, 5 til 6 þúsund ársstörf bænda og fólks á þeirra vegum og svo má lengi upp telja önnur störf sem myndu tapast við óheftan inn- flutning búvara. Til þess að ná fram aukningu kaupmáttar launþega verður að fara vel í saumana á mörgum atrið- um og vega og meta kosti og galla hugsanlegra aðgerða, með sérstaka áherslu á atvinnumál. Allir þegnar þessa lands geta verið sammála um það að kjörin gætu verið betri. Það hlýtur því að vera hagur allra landsmanna að þessi mál verði skoðuð frá öllum hliðum. Þannig munu landsmenn allir njóta best. Auðvelt er að benda á bændur og kreíja þá um enn frekari fórnir, en staðreynd málsins er sú að eng- in. ein stétt hefur á undanförnum árum lækkað jafn mikið í launum og einmitt bændur. Höfundur er hagfræðingur. Sverrir Bjartmarz Hlutfallslegar hækkanir einstakra útgjaldaliða í vísitölu neysluverðs frá nóv. 1992 til nóv. 1995 Blab allra landsmanna! |HorjptttliKatin> -kjarnimálsms!

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.