Morgunblaðið - 12.12.1995, Síða 50
50 ÞRIÐJUDAGUR 12. DESEMBER 1995
MORGUNBLAÐIÐ
ORRISTEINN
HELGASON
+ Orri Steinn
Helgason var
fæddur í Reykjavík
19. ágúst 1979.
Hann lést 27.
nóvember síðastlið-
inn og fór útförin
fram 5. desember.
OFT Á sumrin þegar
við Orri og fjölskyldur
okkar fórum á Laugar-
vatn í sumarfrí var
Orri mest áberandi af
öllum. Hann var kraft-
mikill strákur og
skemmtilegur. I þess-
um ferðum okkar sem voru nokkuð
margar reyndi hann alltaf ákafur í
að komast að uppsprettu litils lækj-
ar sem rann rétt við sumarbústað-
inn. Oft voru þessar ferðir mjög
skemmtilegar en þó stundum erfið-
ar þar sem Orri gat ekki stoppað,
hann hélt alltaf áfram. Og það fylg-
ir ekki sögunni hvort að upptökin
hafí fundist eða ekki.
En nú er hann Orri skyndilega
farinn _frá okkur, langt fyrir aldur
fram. Ég vona að hann hafi nú loks-
ins fundið þessa uppsprettu sem
hann leitaði svo ákafur að. Ég veit
að honum líður vel núna.
Hann var alltaf brosandi, alltaf
í góðu skapi og hafði frá miklu að
segja. Þegar hann kom í heimsókn
var ekki setið auðum höndum, þá
var alltaf líf og fjör.
Að missa Orra er
mikið áfall fyrir alla
sem þekktu hann. Þó
er missirinn mestur
fyrir foreldra hans og
bræður. Ég bið Guð að
styrkja Auði og Helga,
Atla og Finn í sorg
þeirra.
Minning Orra Steins
lifír og mun ávallt lifa.
Hin íbjúga veröld
sem hverfist i sjálfa sig
gaf mér sólskin eins dags
og húm einnar nætur
Þú, sem ég elska,
hví yfirgefur þú mig?
í skugganum mikla,
sem grúfir við guðsins fætur,
er grafin sú spuming,
sem aldrei mun finna sitt svar.
Hvar, hvar?
(Steinn Steinarr)
Atli Sveinn Jónsson.
Mig langar með nokkrum orðum
að minnast hans Orra Steins frænda
míns. Þó samskipti okkar hafi ekki
verið mikil í seinni tíð voru þau
þeim mun meiri á hans yngri árum,
en ég passaði hann oft á Baldurs-
götunni þar sem hann ólst upp.
Hann var svo fljótur að læra og
t
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir og afi,
HINRIK ALBERTSSON,
Ölduslóð 17,
Hafnarfirði,
andaðist í St. Jósefsspítala, Hafnarfirði,
8. desember.
Margrét Hinriksdóttir, Sigurjón Ingi Haraldsson,
Halldóra Hinriksdóttir, Sigurður Emil Ævarsson,
Guðrún, Ágústa, Einar Örn,
Hinrik Þór, Bryndís Kolbrún,
Margrét Freyja og Hafdís Arna.
t
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og iangafi,
SVEINBJÖRN ÞÓRARINN
EINARSSON,
Iðufelli 8,
Reykjavík,
lést í Landspítalanum að kvöldi 8. des-
ember.
Jarðarförin auglýst síðar.
Kristin Elíasdóttir,
Elias Sv. Sveinbjörnsson,
Einar Sveinbjörnsson, Anna Þ. Guðlaugsdóttir,
Kristín S. Sveinbjörnsdóttir, Kristján Á. Bjarnason,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar,
dóttir og systir,
HULDA ASTRID
BJARNADÓTTIR,
lést í Landspítalanum 9. desember.
Jarðarförin auglýst síðar.
Kristján Óskarsson,
Bjarni I. Kristjánsson,
Örn Ó. Kristjánsson,
Karen Andrésson,
Bjarni Andrésson,
Alda Bjarnadóttir.
MINIMINGAR
hann vildi kunna allt. Hann var
ekki hár í loftinu, eða tæpra tveggja
ára, þegar honum þótti tónlistar-
smekkur sinn fullmótaður og hon-
um fannst eðlilegt að hann sæi um
tónlistarflutning á heimilinu, við
misjafnan fögnuð viðstaddra, en í
uppáhaldi voru gamlar breskar neð-
anjarðarhljómsveitir og Queen.
Hann var ekki lengi að læra á takk-
ana á segulbandstækinu, sem hann
sá um að stjórna upp frá því. Hann
átti hug og hjörtu okkar allra og
við gerðum okkur far um að upp-
fylla allar hans óskir. Eitt sinn er
leið að afmælinu hans vildi hann
fá traktor með aftanívagni og úr
aftanívagninum áttu að detta hey-
bögglar. Ég gekk um bæinn þveran
og endilangan í leit að traktor sem
mér fannst hæfá og að lokum fann
ég hann.
Unglingsárin geta reynst erfið,
sérstaklega þegar menn finna sig
knúna til að geta allt og prófa allt.
Vinahópurinn var stór og Orri Steinn
miðpunkturinn. Hann var alltaf létt-
ur og kátur og sá um að koma öllum
í gott skap. En undir niðri kraum-
aði vanlíðan og hræðsla. Eins og
einn vinur hans sagði mér; Orri
Steinn var alltaf svo kátur, hann
hressti okkur við og kom okkur í
gott skap en við hugsuðum aldrei
um að það þyrfti að hressa Orra
Stein og koma honum í gott skap.
Hann litli frændi minn hafði örlít-
ið villst af réttri braut og hann sá
ekki hvernig hann gæti fundið réttu
leiðina aftur. Það er svo oft sem
við skynjum ekki alla hjálpina sem
er í kringum okkur. Við festumst
í svartnætti og sjáum enga ljós-
glætu framundan. Síðustu dagana
velti hann því mikið fyrir sér hvort
líf væri eftir dauðann og hvort allir
kæmust á áfangastað, hvemig sem
dauðann bæri að. Hann sagðist
vera englatrúar, hann tryði á engla
og þeir væru í kringum okkur og
hjálpuðu. Ég vona heitt og innilega
að hann Orri Steinn frændi minn
sé kominn á áfangastað, að honum
líði vel þar og hann sé umkringdur
góðum englum.
Þó við göngum nú þung skref
sorgar og söknuðar er ljósið fram-
undan þar sem hlýjar minningar
um Orra Stein ylja okkur um
ókomna tíð. Ég veit og vona að
þegar kallið kemur tekur Orri
Steinn á móti okkur og miðlar af
visku sinni og reynslu eins og hann
hefur alltaf gert.
Að lokum langar mig að láta hér
fylgja ljóð sem nemendur í 3FÞ í
Kvennaskólanum sendu heim til
foreldra hans á þessari sorgar-
stundu. Mér finnst eins og það hafi
verið ort um hann frænda minn en
um höfund veit ég ekki.
Svefninn langi laðar til sín
lokajcafla æviskeiðs
hinsta andardráttinn
hugann baða, andann hvíli
hef mig upp til himna
við hliðið bíður drottinn
Það er sumt sem maður saknar
vökumegin við
leggst út af, á mér slokknar
svíf um önnur mið
í svefnrofunum finn ég
sofa lengur vil
því ef svefninn verður eilífur
finn ég aldrei aftur til.
Elsku Auður, Helgi, Atli og Finn-
ur, megið þið finna styrk í ykkar
miklu sorg og Guð hjálpi ykkur að
finna birtu framundan.
Hildur frænka.
Það er alltaf sárt þegar einhver
þarf að deyja, hvort sem um er að
ræða nákominn eða ónákominn.
Þegar við í 1-C fréttum að Orri
væri látinn voru mjög misjöfn við-
brögð vegna þess hve misjafnt var,
hve mikið, og hve náið hver og einn
þekkti hann. Samt sem áður tökum
við sem þekktum hann minna en
aðrir í bekknum fráfall hans alveg
jafn nærri okkur og þeir sem þekktu
hann meira.
Það getur verið erfitt að skrifa
um þá sem maður hefur ekki þekkt
lengi og ekki kynnst eins og maður
hefði viljað kynnast, en þó að við
í bekknum hefðum ekki þekkt hann
lengi þá var og er ekki erfitt að
finna einhveijar skemmtilegar
stundir sem við áttum með honum.
Má t.d. nefna ferðalagið í Þórs-
mörk sem allir fyrstu bekkirnir fóru
í. Orri var þar hress og kátur og
sagði okkur hvern brandarann á
fætur öðrum og skemmti öllum sem
voru í ferðalaginu mjög vel. Þar var
allt svo gott og ekkert virtist vera
að, en máltækið segir líka „ekki er
allt sem sýnist“ og svo reyndist líka
vera.
Ekki er hægt að segja annað en
að það sé sorglegt hvemig svona
ungur og efnilegur strákur eins og
þú Orri hafir þurft að fara svona
fljótt frá okkur, við hefðum viljað
kynnast þér miklu betur en við
gerðum. Brekkurinn verður aldrei
sá sami án þín.
Við vonum að þú hafír farið á
góðan stað þar sem verður hugsað
vel um þig.
Viljum við votta öllum aðstand-
endum Orra Steins samúð okkar
og megi Guð og vættir styrkja þá
í sorg þeirra.
Að lokum viljum við bara segja
eitt: „Takk Orri, fýrir að fá að kynn-
ast þér, hver á sinn hátt, þú varst
mjög sérstakur og við munum
sakna þín.
Tilvera okkar er undarlegt ferðalag.
Við erum gestir og hótel okkar er jörðin.
Einir fara og aðrir koma í dag
því alltaf bætast nýir hópar í skörðin.
Til eru ýmsir, sem ferðalag þetta þrá,
en þeir eru margir sem ferðalaginu kviða.
Og sumum ligpr reiðinnar ósköp á,
en aðrir setjast við hótelgluggann og bíða.
Bless Orri okkar,
þinn 1-C í Kvennó.
+ Hilmar Björg-
vin Ingvarsson
fæddist á Sandhóli
í Ölfusi 27. ágúst
1928. Hann andað-
ist á Landspítalan-
um 3. desember síð-
astliðinn. Foreldrar
hans voru Ingvar
Einarsson og Berg-
ljót Runólfsdóttir
og eru þau bæði
látin.
Hilmar kvæntist
Helgu Kristjáns-
dóttur 1968 og
eignuðust þau þijú
börn. Þau eru Bergþóra
Andrea, f. 23.4. 1969, í sambúð
með Hirti L. Jóhannssyni og
eiga þau tvö börn: Ingvar
Björgvin, f. 3.7. 1973, í sambúð
með Vilborgu A. Ragnarsdótt-
ur og eiga þau einn son; og
Hilmar Þór, f. 27.9. 1981.
Útför Hilmars fer fram frá
Fossvogskirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 13.30.
ÞAÐ DÖKKNAR í lofti þegar and-
lát ber að dyrum. Hilmar vinur
okkar er látinn. Viljum við þakka
honum samfylgdina
með þessum fátæklegu
orðum. í gegnum hug-
ann renna allar þær
minningar sem við eig-
um í fórum okkar um
kunningsskap og síðar
vinskap. Það hófst
þegar við Solla vorum
unglingar. Fyrsta vitn-
eskja okkar af honum
var þegar hann ásamt
móður sinni sem hann
reyndist vel var við
útburð á dagblöðum,
alltaf léttur í lund og
kátur sem entist hon-
um alla ævi og eftir lát móður
sinnar þegar hann fór að selja pyls-
ur gegnum lúgu við Laugaveginn.
Hilmar starfaði nokkur ár á Hót-
el Borg, síðan við eigin verslunar-
rekstur, þá sem næturvörður í Is-
landsbanka og síðar hjá Vörumark-
aðinum og að lokum sem greiðabíl-
stjóri. Lenti hann þá í alvarlegu
bílslysi og gekk aldrei heill til skóg-
ar eftir það.
Hilmar og Helga reistu sér þak
yfír höfuðið í nábýli við okkur Sollu
og hófst þar mikill og góður vin-
skapur sem varir enn og einnig á
milli barnanna okkar. Hilmar var
mikill barnakarl og var gaman að
fylgjast með hvað börnin í kringum
okkur löðuðust að honum. Hann
reyndist Sollu sérstaklega vel í erf-
iðleikum hennar þegar við vorum
að slíta okkar hjónabandi og þakkar
hún sérstaklega fyrir það.
Helga, Andrea, Ingvar og Hilmar
Þór, tengdabörn og barnabörn, við
vottum ykkur okkar dýpstu samúð
á þessum erfiðu stundum og vonum
að Guð styrki ykkur í sorginni.
Á hendur fel þú honum,
sem himna stýrir borg,
það allt, er áttu’ í vonum,
og allt, er veldur sorg.
Hann bylgjur getur bundið
og bugað storma her,
hann fótstig getur fundið,
sem fær sé handa þér.
(Þýð. B. Halld.)
Sólveig, Jón og dætur.
Elsku afí okkar er látinn. Afi fór
á spítala og var þar nokkra daga.
Svo dó hann. Það var mjög sorglegt
að missa afa. Hann var alltaf heima,
svo við gátum farið til hans hvenær
sem var, það var svo gott að koma
til hans. I sumar þegar ég var hjá
þér í þijár vikur hjálpaðir þú mér
þegar hamsturinn dó og sagðir þú
mér að hann færi til Guðs. Þá veit
ég að þú ferð líka til Guðs, elsku
afi minn.
Elsku amma, Guð veri með þér.
Anita Sif og Björgvin Helgi.
HILMAR BJORGVIN
ING VARSSON
+
Ástkaer eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
BJARNI JÓNASSON,
Ásgerði 4,
Reyðarfirði,
verður jarðsunginn frá Reyðarfjarðarkirkju miðvikudaginn 13. des-
ember kl. 14.00.
Jórunn Ferdinandsdóttir,
Ferdinand Bergsteinsson, Jóhanna Sigfúsdóttir,
Jónas Pétur Bjarnason,
Þröstur Bjarnason, Guðríður Kristjánsdóttir,
barnabörn og barnabarnabarn.
Crfisclrykkjur
Veilingohú/ið
GRPi-mn
Síffli 555-4477
ERFIDRYKKJUR
P E R L A N sími 562 0200