Morgunblaðið - 12.12.1995, Side 58

Morgunblaðið - 12.12.1995, Side 58
58 ÞRIÐJUDAGUR 12. DESEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ myndir - keramik Líf 03 list fjölbreytileg listaverk Opið kl. 12-18 virka daga. sími 567 3577. Stangarhyl 7. Conny Laugavegi 48. simi 561 1080. | Ný sending af undirfatnaði | í hvftu, grænu og vínrauðu. ~W'r'-------- -kjarni málsins! Abendingar á mjólkurumbúðum, nr. 47 af 60. Lymsk áhrif... Áhrif erlendra tungumála á íslensku koma ekki einungis fram í því að við „slettum“, þ.e. notum erlend orð. Erlend orðaröð og beinar þýðingar á orðasamböndum geta ekki síður haft slæm áhrif á tunguna. Sumir segja: - Núna telur hver mínúta. - Fyrir einhverjum árum síðan. - Aður en baðað er í lauginni. Betra er: - Hver mínúta skiptir máli. - Fyrir nokkrum árum. Áður en farið er í laugina. V » er okt, MJÓLKURSAMSALAN tslenskufræðsla á mjólkurumbúðum er samstarfsverkefni Mjótkursamsölunnar, íslenskrar málnefndar og Málrœktarsjóðs. I DAG ÞESSAR duglegu stúlkur héldu hlutaveltu á dögunum og söfnuðu 1.607 krónum sem þær gáfu í söfnunina fyrir Flateyringa. Stúlkurnar heita: Harpa Guðmunds- dóttir, Andrea Guðmundsdóttir, Rakel Sigrún Valsdótt- ir og Sandra Valsdóttir COSPER SÝNDU svolitla biðlund, röðin kemur bráðum að þér. Með morgunkaffinu ÉG skil vel að þér sárni, en nútíma læknavísindi hafa enn ekki fundið upp lyf sem vinnur gegn gráu hári. VELVAKANDI Svarar í síma 569 1100 frá 10-12 og 14-16 frá mánudegi til föstudags Upplýsingar óskast VÍSUR þessar lærði ég af móður minni, Sólveigu Guðmundsdóttur frá Stóru-Háeyri á Eyrar- bakka, en hún eignaði þær konu á Bakkanum sem kölluð var Imba Slæpa. Þætti mér for- vitnilegt að vita hvort einhveijir lesendur Morgunblaðsins kannast við vísur þessar og eins hvort einhveijir vita hver þessi kona var. Ég hygg að hún hafi verið á lífi í kringum síðustu aldamót og ekki er ósennilegt að til séu fleiri vísur eftir hana. Um kisu Situr hún í hrauknum, hún er nett, hún er sett, hún er fríð í framan. Veiðikamparnir á henni eru stuttir á henni eins og rófan á henni. Um Gunnu Gunna er á möttli, hún er líka á frakka, því ungur maður ætlar hana að lakka. Þekki einhver til þessa er hann vinsamlega beð- inn að hafa samband við undirritaða. Sigríður Ingimarsdóttir, Efstaleiti 12, Reykjavík. Tapað/fundið Regnbuxur töpuðust DÖKKBLÁAR regnbux- ur í fullorðinsstærð töp- uðust í Smáíbúðahverfi sl. miðvikudag. Finnandi vinsamlega hringi í síma 587-3974. SKAK Umsjón Margcir Pétursson Hvítur leikur og vinnur. STAÐAN kom upp í klukkuúöltefli sem sjálfur Gary Kasparov (2.777) tefldi á Internetinu. Ka- sparov hafði hvítt og átti leik í þessari stöðu gegn Bandaríkjamanninum E. Larso sem tefldi í Washing- ton. Svartur lék síðast 19. - Bc8-a6 í erfíðri stöðu. 20. Bxh7+! - Kxh7 21. Be7 - Dd3 22. Dh5+ - Kg8 23. Bxf8 - Rb7 24. Be7 - Bc4 25. d6 - Rd8 26. Bxd8 - Hxd8 27. Dh4 - Dxd6 28. Dxc4 og með hrók yfir vann Kasparov auðveldlega. Kasparov var staddur í Evrópuhöfuð- stöðvum Intel stór- fyrirtækisins bandariska, sem eru í Miinchen. And- stæðingar hans tíu voru hins vegar staddir í ísrael, Þýskalandi, Lond- on, New York, Kanada, Washing- ton, Indlandi og í Danmörku. Þeir höfðu 45 mínútur hver á skákina, en Kasparov klukku- tima. Leikirnir bár- ust samstundis á milli um Internetið. Kasparov vann sjö skákir en gerði þijú jafntefli. Tæknilega er mjög auðvelt að koma slíkum viðburði á og aðstæður eru ekkert ósvipaðar venjulegu fjöltefli. En Kasparov virðist eiga erf- itt með að aðlaga sig nýrri tækni og andstæð- ingar hans voru ekki það sterkir að undir venjuleg- um kringumstæðum hefði hann átt að sigra 10-0. Víkveiji skrifar... UM ÁRAMÓT kemur út mikill fjöldi dagbóka og vasabóka, sem fólk notar til margvíslegra þarfa. Að auki eru nú til tölvuforrit með slíkum bókum, svo sem Micro- soft Schedule + og Lotus Organiser, svo að dæmi séu nefnd. Töluvert er um, að fólk í viðskiptalífinu kaupi slíkar bækur, sem gefnar eru út af útgáfufyrírtækjum brezka tímarits- ins Economist og brezka dagblaðsins Financial Times og bandaríska dag- blaðsins International Herald Trib- une, sem gefið er út í París. í þeim bókum eru handhægar upplýsingar, fyrir þá, sem eru mikið á ferð á milli landa. Prentsmiðjan Oddi hefur gefíð út dagbækur, sem eru áþekkar að gæðum. En íslenzkar útgáfur eru af ýmsu tagi. Ein slík minnisbók er nú að koma út 43. árið í röð. Það er minnisbók Fjölvíss, sem hefur að geyma mikið af gagnlegum upplýs- ingum. Það sem mesta athygli vek- ur þó og gerir það að verkum, að þessi bók er sérlega gagnleg fyrir fólk er sú staðreynd, að í henni er að finna götukort yfir allt höfuð- borgarsvæðið og að því er virðist flesta eða alla kaupstaði á landinu. Höfuðborgarsvæðið er orðið svo víðfeðmt, að það er af sem áður var, að auðvelt sé að rata um það allt. Þvert á móti má ætla, að þeir séu fáir, sem lenda ekki einhvern tíma í vandræðum með að komast leiðar sinnar, ekki sízt í nýjum hverfum. I minnisbók Fjölvíss eru götukortin handhæg og aðgengileg. xxx VERZLUNARMANNAFÉLAG Reykjavíkur hefur löngum haft Iag á að fylgjast með tímanum og nýjum straumum í samfélaginu í starfsemi sinni. Þetta kemur enn einu sinni í Ijós nú, þegar félagið hefur tilkynnt, að það muni und- irbúa kröfugerð fyrir næstu kjara- samninga m.a. með því að bera saman launakjör verzlunarmanna hér og í Danmörku. Hvað sem mönnum kann að finnast um slíkan samanburð er ljóst, að hann er að verða mjög al- mennur á meðal fólks. Atvinnurek- endur hafa í mörg ár lagt áherzlu á, að íslenzk atvinnufyrirtæki verði að búa við sambærileg starfsskil- yrði og keppinautar þeirra í öðrum löndum. Nú kemur VR og segir í raun: Þið verðið Iíka að búa starfs- fólki ykkar sambærileg launakjör og tíðkast í öðrum löndum, annars má búast við að það leiti til ann- arra landa eftir vinnu. Það var ekki við öðru að búast en þetta sjónar- mið kæmi fram fyrr en síðar af hálfu launþegasamtakanna. xxx UMFJÖLLUN Morgunblaðsins í fyrradag um áfengisauglýs- ingar er íhugunarverð. Það er bann- að að auglýsa áfengi í íslenzkum íjölmiðlum. Á sama tíma eru seld hér erlend dagblöð og tímarit með áfengisauglýsingum. Tvær sjón- varpsstöðvar auglýsa nú aðgang að mörgum erlendum gervihnattarás- um. Þar er áfengi auglýst. Nú þeg- ar má búast við, að tugir þúsunda íslendinga hafi aðgang að slíkum stöðvum. Gera má ráð fyrir, að út- breiðsla þeirra verði orðin mjög víð- tæk eftir örfá misseri. Með hvaða rökum er hægt að banna áfengis- auglýsingar öllu lengur í íslenzkum fjöimiðlum?

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.