Morgunblaðið - 12.12.1995, Page 68

Morgunblaðið - 12.12.1995, Page 68
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN 1, 103 REYKJAVtK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBL@CENTRUM.1S / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTI 85 ÞRIÐJUDAGUR 12. DESEMBER 1995 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Meðalfallþungi dilka 860 grömmum minni en í fyrra Lambakjöts- birgðir 500 tonnum minni MEÐALFALLÞUNGI dilka í haust var 14,75 kíló, en það er 860 grömmum minna en í fyrra. Þetta þýðir að lambakjötsbirgðir eru um 500 tonnum minni en þær hefðu orðið ef fallþunginn hefði verið sá sami og 1994. Fallþungi fullorðinna áa var einnig um kílói minni en í fyrra og leiddi það til þess að um 35 tonnum minna varð af ærkjöti í haust. í takt við veðurfar og grasvöxt Ari Teitsson, formaður Bænda- samtakanna, sagði að fallþungi sveiflaðist milli ára í takt við veður- far og grasvöxt. „Vorið var erfitt sem gerði það að verkum að búfén- aður komst seint á græn grös. Snjó tók seint af heiðarlöndum sem leiddi til þess að Húnvetningar, Borgfirðingar og Sunnlendingar voru að reka fé á fjall fram í júlí. Lambfé var einnig lengi á húsi og því fylgja alls kyns vanhöld." í fyrra voru framleidd 9.109 tonn af kindakjöti, en í ár nam framleiðslan um 8.600 tonnum. Fara þarf áratugi aftur í tímann til 'að finna svo litla kindakjöts- framleiðslu á íslandi. Þess ber að geta að á síðasta ári var sett ís- landsmet í fallþunga, en hvert lamb vó þá 15,61 kíló að meðaltali. Minni fallþungi leiddi til þess að kjötbirgðir í haust eru um 500 tonnum minni en þær hefðu orðið ef fallþungi hefði verið eins mikill og í fyrra. Þetta jafngildir næstum eins mánaðar kindakjötsneyslu Is- lendinga. 5-7% fækkun sauðfjár Síðustu tvö ár hefur sauðfé á íslandi fjölgað um 12.000 eftir að hafa fækkað -um 340.000 á 12 árum þar á undan. Ekki ligrgja fyrir endanlegar tölur um sauðfjár- eign bænda á þessu ári, en Ari sagði að flest benti til að sauðfé á landinu hefði fækkað um 5-7% í haust. Morgunblaðið/RAX Að fá í skóinn FYRSTU jólasveinarnir eru komnir til byggða. Stekkjar- staur er þeirra fyrstur og næst- ur kemur Giljagaur. Þótt íslensku jólasveinarnir hafi verið þekktir fyrir grip- deildir og hrekki í eina tíð er það trúa manna að þeir hafi lært gjafmildi og manngæsku af heilögum Nikulási. Þegar jólasveinarnir leggja leið sína til byggða selja börnin skó í glugga, líkt og hann Styrmir litli Sigurðsson, og vænta þess að þessir árlegu gestir láti eitthvað af hendi rakna. Nýfætt barn skilið eftir í bíl LÖGREGLUNNI í Reykjavík var tilkynnt um að nýfætt barn hefði verið skilið eftir eitt í bif- reið á bifreiðastæði við verslun- armiðstöð í austurborginni um hádegisbilið á iaugardag. Við eftirgrennslan tókst að hafa upp á foreldrinu. Að sögn starfsmanna verslunarmið- stöðvarinnar er nokkuð algengt að smábörn séu skilin eftir ein og yfirgefm í bifreiðum utan við verslun. Lögreglan hefur beint þeim tilmælum til fólks að skilja böm alls ekki eftir ein í bifrteiðum. VSÍ stefnir fjórum verkamannafélögum fyrir Félagsdóm Búist er við niður- stöðu fyrirjól Verðá sjávarvör- um 13,2% hærra VERÐ á sjávarvörum hefur farið jafnt og þétt hækkandi frá miðju síðasta ári og er nú 13,2% hærra en það var að meðaltali í fyrra. Verðið nú er svipað og það var á árinu 1990. Það er ekki jafnhátt og það var á árunum 1991 og 1992 en verulega hærra en á ár- unum 1993 og 1994. Útlit er fyrir að þetta verðlag sé traust í sessi og að verð fari fremur hækkandi en hitt á næstu mánuðum. Verðið nú er 109,6 mælt í SDR en var 97,8 að meðaltali í fyrra. Þórður Friðjónsson, forstjóri Þjóð- hagsstofnunar, segir að verð á sjávarvörum hafi byijað að hækka um mitt ár í fyrra. Verð á flestum vörum hafi hækkað eitthvað en mismunandi mikið og minnst á landfrystum botnfiskafurðum. Hins vegar hafi verð á sumum afurðum hækkað gríðarlega mikið, eins og á rækju, loðnumjöli og loðnulýsi. Verð á loðnumjöli sé nú 25% hærra en það var á sama árstíma í fyrra og á loðnulýsi hvorki meira né minna en 63% hærra en í nóvember í fyrra og 32% hærra en það var í janúar. Þá sé verð á pillaðri rækju 10% hærra en á sama tíma í fyrra, en þá hafi rækjuverðið þó verið mjög gott. Saltfískur hafi hækkað um 7% frá því í nóvember í fyrra og sjófrystur fiskur um tæp 4%. Áætlað verðlag sjávar- afurða 1993 til nóv. 1995 Vísitala, 1993 = 100 Traust í sessi Þórður sagði að það væru engin teikn á lofti um að það væri að verða breyting til hins verra á þessari verðþróun. Þetta verðlag væri traust í sessi þegar á heildina væri litið og það væru fremur horfur á að verðið héldi áfram að mjakast upp á við en að það færi að lækka á nýjan leik. VINNUVEITENDASAMBAND ís- lands stefndi í gær fjórum verkalýðs- félögum fyrir Félagsdóm til að fá hnekkt uppsögn þeirra á kjarasamn- ingum. í gær fór einnig fram mál- flutningur fyrir Félagsdómi í máli VSÍ gegn verkalýðsfélaginu Baldri á ísafirði. Búist er við niðurstöðu fyrir jól. Lögmaður Baldurs hélt því fram að launanefndir hefðu farið langt út fyrir heimildir sínar en lögmaður VSÍ sagði félagið hafa framselt upp- sagnarheimild sína og því væri upp- sögn samninga ógild. Verkalýðsfélögin sem VSÍ stefndi í gær voru Dagsbrún í Reykjavík, Hlíf í Hafnarfirði, Eining í Eyjafirði og Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur. Verkalýðsfélagið Hörður í Hvalfirði hefur dregið uppsögn sína til baka. Þá eru eftir fjögur tiltölu- lega lítil verkalýðsfélög á Vestfjörð- um sem sagt hafa upp samningum og segir Þórarinn V. Þórarinsson, framkvæmdastjóri VSÍ, ekki ákveðið hvort þeim verður einnig stefnt. Mái félaganna fjögurra verður tekið fyrir í Félagsdómi í dag og verður fulltrúum félaganna þá vænt- anlega gefinn frestur til að skila greinargerð. Þórarinn býst við mál- flutningi í lok vikunnar eða byijun þeirrar næstu. Þórarinn á von á því að samkomulag náist um að flytja aðeins eitt eða tvö þessara mála en niðurstaðan gildi þó um þau öll. Búist er við að dómur verði kveðinn upp í máli Baldurs í þessari viku. Félagsmenn í þeim félögum sem sagt hafa upp kjarasamningum fá að lágmarki 13 þúsund kr. desembe- ruppbót í samræmi við gildandi samninga en annað launafólk fær að lágmarki 20 þúsund kr. Dæmi Félagsdómur vinnuveitendum í vil fá félagsmenn umræddra verka- lýðsfélaga 2.700 kr. launahækkun um áramót. Launahækkunin kemur ekki til framkvæmda ef dómur gengur félögunum í hag en þá verð- ur að taka upp samninga milli aðila. ■ Deilt um uppsagnarrétt/12 íbúar á snjóflóðahættusvæðum eru áhyggjufullir Telja íbúðarhús verðlaus MARGIR ísfírðingar hafa af því miklar áhyggjur að ímynduð eða raunveruleg snjóflóðahætta hafi gert íbúð- arhús þeirra verðlaus. Kom þetta skýrt fram í máli fund- armanna á fundi sem efnt var til á ísafirði til að kynna frumvarp um breytingar á lögum um snjóflóðavarnir. „Ég seldi húsið mitt í Reykjavík og notaði andvirðið til að byggja mér einbýlishús í Seljalandshverfi. Það er ef til vill komið inn á hættusvæði samkvæmt nýju hættu- mati og því algjörlega verðlaust," sagði einn fundar- manna, Sigmundur Annasson húsasmíðameistari. Hann krafðist þess, eins og flestir þeirra sem til máls tóku, að fá að vita hver réttarstaða sín væri. Stjómarfrumvarp um snjóflóðavarnir var kynnt á fjór- um borgarafundum á Vestfjörðum um helgina. Skiptar skoðanir voru um ákvæði þess efnis að ákvörðun um að rýma hús á hættusvæðum færist frá almannavarna- nefndum í héraði til Veðurstofu íslands. ■ Frumvarp um að færa/4 ■ Jafnvel orðrómur gerir/35

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.