Morgunblaðið - 20.12.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 20.12.1995, Blaðsíða 1
96 SIÐUR B/C/D/E tvgtmMaMfr STOFNAÐ 1913 291.TBL.83.ARG. MIÐVIKUDAGUR 20. DESEMBER 1995 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS NATO tekur við stjórn friðargæslunnar í Bosníu af Sameinuðu þjóðunum „ Vonandi loka- kafli í hörmu- legustríði" Sar^jevo, Gornji Vakuf. Reuter. ATLANTSHAFSBANDALAGIÐ (NATO) tekur í dag formlega við yfirstjórn friðargæslunnar í Bosníu, sem er viðamesta verkefni í 48 ára sögu bandalagsins. „Von- andi sjáum við nú lokakaflann í hörmulegu stríði og upphaf nýs tímabils í Bosníu," sagði Alexander Ivanko, talsmaður friðargæslu- sveita Sameinuðu þjóðanna í Sarajevo. Breski hershöfðinginn sir Michael Walker, yfirmaður her- sveita NATO í Bosníu, kom til Sarajevo í gær og tekur við stjórn friðargæslunnar af breska undir- hershöfðingjanúm Rupert Smith, fimmta og síðasta yfirmanni frið- argæslusveitanna á vegum Sam- einuðu þjóðanna. „Ég vanmet ekki þetta erfiða verkefni en hersveit- irnar hafa fengið þau tæki og tól sem þær þurfa til að ljúka verk- inu," sagði Walker. Vopn flutt frá Sarajevo Chris Vernon, talsmaður herliðs Sameinuðu þjóðanna, sagði að hin- ar stríðandi fylkingar hefðu lokað loftvarnaratsjárkerfum sínum eins og kveðið er á um í friðarsamn- ingunum sem náðust í Dayton í síðasta mánuði. „Það er ánægju- legt að fyrsta skrefið hefur náðst og það er góðs viti fyrir framtíð- ina," sagði Vernon. Fregnir hermdu einnig að her- sveitir Bosníu-Serba væru að flytja vopn sín frá serbneskum hverfum í Sarajevo, sem eiga að heyra und- ir Bosníustjórn samkvæmt Dayton- samningunum. Fréttamenn í bosn- ísku höfuðborginni sáu herbíla sem ekið var úr úthverfunum og í nokkrum þeirra voru stórskpta- vopn. Bresku hersveitirnar í Mið- Bosníu ætla að fara inn á yfirráða- svæði Serba sunnan við borgina Banja Luka eins fljótt og mögulegt er eftir að NATO tekur við friðar- gæslunni. Friðargæsluliðar Sam- einuðu þjóðanna fóru aldrei á þetta svæði. 20.000 bandarískir hermenn verða í Bosníu og höfuðstöðvar Tyrkland Reuter BANDARISKIR hermenn leita að jarðsprengjum við flugvöllinn í Tuzla í Bosniu. NATO tekur formlega við friðargæslu þar í dag. þeirra verða í Tuzla í norðaustur- hluta landsins. Erfíðlega hefur gengið að flytja hermennina á svæðið vegna slæms veðurs og flutningarnir hafa stundum þótt einkennast af glundroða. ¦ Áhersla á stækkun NATO/22 Varað við flokki heit- trúaðra múslima Ordu. Reuter. STÆRSTI stjórnarandstöðuflokkur Tyrklands, Föðurlandsflokkurinn, hvatti kjósendur í gær til þess að greiða flokki Tansu Ciller forsætis- ráðherra ekki atkvæði heldur fylkja liði að baki sér í baráttunni gegn heittrúuðum múslimum. Gengið verður til kosninga í Tyrklandi þann 24. desember og samkvæmt nýjustu skoðanakönn- unum hafa Föðurlandsflokkurinn og íslamski velferðarflokkurinn mest fylgi en flokkur Sillers, Sann- leiksstígurinn, fylgir fast á eftir. Báðir hægriflokkarnir, Föður- landsflokkurinn og Sannleiksstígur- inn, hafa lýst því yfir að þeir muni ekki ganga til stjórnarsamstarfs með Velferðarflokknum hljóti eng- inn einn flokkur hreinan meirihluta í kosningunum. Harðar deilur Ciller og Mesuts Yilmaz, leiðtoga Föður- landsflokksins, hafa komið í veg fyrir samstarf flokkanna. Velferðarflokkurinn vann sigur í mörgum stærstu borgum Tyrklands í sveitarstjórnakosningum á síðasta ári. Hefur Yilmaz varað almenning sterklega við að kjósa Velferðar- flokkinn nú, segir það að fara úr öskunni í eldinn. Tsjernomýrdín boðar óbreytta stefnu þrátt fyrir sigur kommúnista Javlínskíj hvetur til sam- einingar umbótasinna Reuter Vaxtalækkun í Bandaríkjunum GENGI hlutabréfa, verðbréfa og dollars hækkuðu að nýju í gær eftir að bandaríski seðlabankinn tilkynnti um 0,25% vaxtalækkun. Gengið lækkaði mjög á mánudag vegna þess að Bill Clinton Banda- ríkjaforseta og repúblikönum hefur ekki tekist að ná samkomu- lagi um hallalaus fjárlög. Átti forsetinn fund í gær með Bob Dole og Newt Gingrich, leiðtog- um repúblikana á þingi, til að reyna að ná samkomulagi um fjárlögin. Á myndinni fylgist einn starfs- manna kauphallarinnar í New York áhyggjufullur með verði hlutabréfa. ¦ Hækkun hlutabréfa/18 Moskvu. Reuter. EINN helsti leiðtogi umbótasinna í Rússlandi, Grígoríj Javlínskíj, hvatti í gær öll umbótaöfl landsins til að sameinast um einn frambjóðanda í fqrsetakosningunum næsta sumar. „Ég tel nauðsynlegt að sameina alla þá sem eru andvígir tilraunum til þess að endurreisa stjórnkerfi alræðis," sagði hann. Flokkur Javl- ínskíjs, Jabloko, virðist vera eini hreinræktaði umbótaflokkurinn sem kemur að mönnum í kosning- unum um sæti af landslista í neðri deild þingsins, Dúmunni. Javlínskíj sagði á blaðamanna- fundi að Víktor Tsjernomýrdín for- sætisráðherra og Borís Jeltsín for- seti hefðu lagt grunninn að sigri Fimm lifðu af flugslys í Angóla Kinshasa. Heuter. FARÞEGAFLUGVÉL frá Zaire með 144 manns innanborðs fórst í norðurhluta Angóla í gær og var óttast að einungis fimm manns hefðu komist lífs af. Embættismaður í samgöngu- ráðuneytinu í Kinshasa sagði að ekkert væri vitað hvað valdið hefði slysinu. Hann gat heldur ekki staðfest hvar flugvélin fórst. Hann sagði að flugvélin hefði verið af gerðinni Electra. Var hún í eigu flugfélagsins Trans Service Airlift (TSA). Stærstu Electra- vélarnar sem framleiddar hafa verið taka mest 99 farþega. Fólkið sem komst lífs af liggur á gjörgæsludeild með alvarleg brunasár. Flestir farþeganna' voru frá Angóla. kommúnista með því að fylgja stefnu sem valdið hefði örbirgð milljóna manna og koma af stað blóðbaði með því að senda her til Tsjetsjníju. Jabloko er samkvæmt síðustu tölum með um 7,6% fylgi, kommún- istar eru langstærstir með 22,3% en þjóðernisflokkur Vladímírs Zhír- ínovskíjs og miðjuflokkur Tsjern- omýrdíns hlutu einnig þingsæti. Um helmingur þingsæta Dúmunnar er kosinn í einmenningskjördæmum og þar eru kommúnistar einnig öflugastir, talið er líklegt að þeir fái þriðjung sæta í deildinni allri. Varnarmálaráðuneytið reyndi að tryggja hagsmuni sína með því að styrkja 123 liðsforingja til framboðs í einmenningskjördæmum. Athygli vekur að aðeins fjórir þeirra virðast ná kjöri. Áhyggjur vegna tafa Síðdegis í gær var enn eftir að telja þriðjung atkvæða. Erlendir eftirlitsmenn voru yfirleitt sammála um að kosningarnar hefðu farið vel fram en nokkrir lýstu áhyggjum vegna tafa sem urðu á því að kosn- ingatölur bærust. Embættismenn sögðu útilokað að verið væri að hagræða úrslitum. Bandarískur stjórnmálaskýrandi sem starfar í Moskvu, Michael McFaul, sagði í gær að umbóta- sinnar, sem gengu margklofnir til kosninga, gætu dregið lærdóma af úrslitunum. „Ef fyrri umferð forsetakosninganna verður á þess- um nótum mun sú seinni verða milli kommúnista og Zhír- ínovskíjs." Tsjernomýrdín forsætisráðherra sagði í gær að haldið yrði óhikað áfram á sömu braut í efnahagsmál- um, þrátt fyrir sigur stjórnarand- stöðuflokka. „Það sem skiptir mestu fyrir okkur er stöðugleiki og um- fram allt efnahagslegur stöðug- leiki," sagði ráðherrann. Einn af ráðgjöfum Jeltsíns, Ge- orgíj Satarov, sagði forsetann vera undrandi á góðu gengi kommún- ista. Satarov gaf í skyn í gær að reynt yrði að friða þá með því að bjóða þeim einhver ráðherraemb- ætti þótt Tsjernomýrdin fullyrti að ekki yrði skipt út í ríkisstjórn. ¦ Kommúnistum spáð/22
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.