Morgunblaðið - 20.12.1995, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 20.12.1995, Blaðsíða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 20. DESEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Deilur organista og prests Langholtskirkju blossa upp á nýjan leik Horfur á að kór kirkjunnar syngi ekki um hátíðirnar Langholtskirkja DEILUR milli sóknarprésts og organista í Langholtssöfnuði hafa blossað upp á nýjan leik eftir að Flóki Kristinsson sóknar- prestur neitaði að auglýst yrði í fréttabréfi safnaðarins hverjir yrðu einsöngvarar við helgihald yfir hátíðirnar, en þeirra á meðal átti að vera Ólöf Kolbrún Harðar- dóttir, eiginkona Jóns Stefáns- sonar organista. í kjölfar þessa hefur Jón óskað eftir að taka sumarfrí sem hann á inni frá og með aðfangadegi til 15. janúar næstkomandi og því allar líkur á að kór kirkjunnar muni ekki syngja við messur yfir hátíðirnar. Deilur voru innan Langholts- safnaðar síðastliðið vor um verkaskiptingu prests og organ- ista kirkjunnar en samkomulag tókst milli þeirra í júlí. Jón Stef- ánsson sagði í samtali við Morg- unblaðið að um margra ára gam- alt deilumál væri að ræða. Mælir- inn hafi smátt og smátt verið að fyllast og nú hefði hann ákveðið „að stinga á kýlinu". „Það er enginn til að fylgja því eftir að svona samkomulag sé haldið. Flóki er búinn að marg- brjóta það og því miður er yfir- stjórn kirkjunnar 'ekki í stakk búin til að taka á þessum málum. Jafnvel þó að allt sé þverbrotið þá er enginn sem getur gert neitt í málinu,“ sagði Jón. Hann segir að búið hafi verið að ganga frá til prentunar messuskrám fyrir allar messur yfír hátíðirnar, þar sem m.a. nöfn einsöngvara kæmu fram og Flóki hefði yfirfarið þær og eng- ar athugasemdir gert. Síðan hefði hann neitað að nokkurra nafna yrði getið í fréttabréfi safnaðarins annarra en gesta- predikara á aðfangadagskvöld. Jón sagðist eiga inni sumar- leyfi og því hefði hann skrifað sóknarnefndinni bréf þar sem hann óskaði að taka frí frá og með aðfangadégi til 15. janúar og byggist hann við að svar við þeirri málaleitan yrði jákvætt. Sagði hann að kórinn myndi því ekki syngja við messur á þessu tímabili. Báðir aðilar lausir undan samningum Flóki Kristinsson sagði í sam- tali við Morgunblaðið að erfitt væri að segja hver nákvæmlega væri ástæðan fyrir að upp úr hafi soðið milli hans og Jóns nú, en svo virtist vera að ástæðan væri að hann hefði ekki fallist á að einsöngur eiginkonu organist- ans yrði sérstaklega auglýstur. „Þetta er aukaatriði í raun og veru þó þetta hafi velt þessum hjalla. Það sem skiptir máli er að organistinn er samningsbund- inn við kirkjuna og hann virðist ætla að ijúfa þann samning af þeirri ástæðu að honum líkar ekki við skoðanir sóknarprests- ins,“ sagði Flóki, sem sagðist líta það alvarlegum augum ef starfs- fólk kirkjunnar bryti samninga en þá hlytu báðir aðilar að vera lausir undan samningum. Flóki sagðist fyrir sitt leyti ekki leyfa að Jón tæki sumar- leyfi á þessum tíma með jafn skömmum fyrirvara og án þess að ráðstafanir væru gerðar til að einhver hlypi í skarðið. Að- spurður um hvert hann teldi framhald mála verða sagði Flóki að það færi allt eftir því hvort sóknarnefndinni tækist að leiða organistanum það fyrir sjónir að hann hann væri samningsbund- inn til þess að gegna þeim skyldustörfum sem hann hefur ráðið sig til eða hvort hann ætl- aði að ijúfa samninginn. „Ef hann rýfur samninginn og samningarnir eru þá ekki lengur í gildi, þá er allt óráðið. Þá geta menn líka gert sér til gamans að velta því fyrir sér hvort svoleiðis starfskraftur þyk- ir eftirsóknarverður,“ sagði hann. Sóknarnefnd fjallaði um mál þetta á neyðarfundi í gær og kom fram í gærkvöldi, að hún hefði ákveðið að leita til prófasts og biskups um lausn málsins. Útboð FÍB á öku- tækjatryggingum Útboðs- gögn send 24 aðilum FÉLAG íslenskra bifreiðaeigenda mun senda 14 erlendum trygginga- fyrirtækjum, sex íslenskum félögum og fjórum miðlurum og umboðs- mönnum erlendra ti-yggingafélaga hér á landi útboðsgögn vegna fyrir- hugaðs útboðs FIB á ökutækja- tryggingum fyrir félagsmenn sína, en útboðsfrestur er til 19. janúar næstkomandi. Utboðsgögnunum verður komið í frekari dreifingu í gegnum systurfé- lög FÍB í Evrópu, en áhuginn er sérstaklega mikill í Bretlandi. Þann- ig sendi breska viðskiptaráðuneytið tilkynningu um fyrirætlanir FÍB til upplýsingaþjónustu breskra öku- tækjatryggingafélaga og mun FÍB senda sex breskum fyrirtækjum út- boðsgögn. Að sögn Árna Sigfússonar, for- manns Félags íslenskra bifreiðaeig- enda eru félagar í FÍB nú 17.500 talsins, en á þremur síðastliðnum mánuðum hafa um 11 þúsund nýir félagsmenn gengið til liðs við FIB, m.a. á grundvelli fyrirhugaðs útboðs á ökutækjatryggingum félags- manna. Áætlað er að 25 þúsund bif- reiðar séu í eigu félaga í FÍB, en það er um 20% allra fólksbíla í land- inu. Um 65% félagsmanna hafa nú þegar fengið send umboð til uppsagnar og tilfærslu á bifreiðatryggingum, en snemma á næsta ári munu allir fé- lagsmenn hafa fengið slík umboð send. FÍB mun savo safna saman umboðunum þegar tilboð í trygging- arnar liggja fyrir. Búnaðarbanki Islands hefur nýlokið við að setja upp öryggiskerfi í útibúum sínum Myndavélar settar í öll útibú bankans Fjöldi bankarána á Norðurlöndum —250 1980, 1985 og 1990-93 Heimild: DANMÖRK SÓLON Sigurðsson, bankastjóri Búnaðarbankans, segir að bankinn muni setja upp myndavélar í öllum útibúum bankans í framhaldi af bankaráninu sem framið var í Vest- urbæjarútibúi Búnaðarbankans. Bankarán eru mikið vandamál á hinum Norðurlöndunum og lætur nærri að eitt bankarán sé framið þar hvem dag ársins. Mennimir sem rændu útibúið eru enn ófundn- ir. „Öryggismál Búnaðarbankans hafa verið í endurskoðun að undan- fömu. Við settum upp starfshóp í október undir forystu eins af að- stoðarbankastjórunum til að huga að þessum málum. Þetta hefur því verið í skoðun og verður það áfram. Þetta er verkefni sem aldrei lýk- ur,“ sagði Sólon. „Við höfum verið að setja upp sérstakt öryggiskerfi í öllum útibú- um Búnaðarbankans og nú er því lokið. Næsta skref er að setja upp myndavélar. Það er því miður ljóst að það er þörf á þeim. Það hefur ekki hingað til verið þörf á mynda- vélum og fram að þessu höfum við einbeitt okkur að koma upp góðu öryggiskerfi í öllum útibúum. Það verður aldrei hægt að koma í veg fyrir vopnuð rán. Meðan menn em ekki með bryndreka fyr- ir utan dyrnar þá munu alltaf vera til einhveijir vitleysingar sem munu reyna þetta. Sumir munu komast upp með það og aðrir ekki. Aðalatriðið er að reyna að ná þess- um mönnum. Það er vont ef menn komast upp með svona athæfi,“ sagði Sólon. Bankarán stórt vandamál á Norðurlöndum Siguijón Gunnarsson, varafor- maður Sambands íslenskra banka- manna, sagði að bankarán væru stórt vandamál á hinum Norður- löndunum. Árið 1992 hefðu verið framin 469 bankarán á Norður- löndum, en síðan hefði alls staðar dregið úr þeim nema í Noregi. Siguijón ritaði grein í Banka- blaðið sem hann nefndi „Á verði gegn bankaránum og svikum", en blaðið kom út á mánudaginn, sama dag og ránið á Vesturgötu var framið. Siguijón sagði að greinin hefði verið skrifuð til að minna bankamenn á að vera á verði gagn- vart hættunni af bankaránum. Þó að lítið væri um bankarán á íslandi þýddi það ekki að menn gætu leyft sér kæruleysi í þessum efnum. Afar mikilvægt væri að starfsfólk bank- anna rifjaði upp þær reglur sem því bæri að fara eftir þegar svona atvik yrðu og eins þyrftu bankamir að fara yfir öryggismálin í sam- starfi við starfsfólk. Fylgst með fólki sem flytur peninga Hannes Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri Securitas, sagðist telja að það sé nokkuð misjafnt hversu vel bankarnir sinntu örygg- ismálum. Sumir gerðu þetta mjög vel en aðrir mættu gera betur. Hann sagði að öryggismál þyrftu stöðugt að vera í endurskoðun og fólk þyrfti að vera meðvitað um hættuna af atburðum eins og urðu á mánudaginn í Vesturgötuútibú- inu. Ef fólk hefði ekki hugsað um hættuna væri alltaf viss hætta á röngum viðbrögðum og þau gætu leitt til alvarlegra slysa. „Ég tel rétt að öll fyrirtæki, stór og smá, fari yfir sín öryggismál. Það er ekki nóg fyrir fyrirtæki að koma sér upp öryggiskerfi. Þau þurfa að yfirfara kerfin reglulega og spyija sig hvar hægt sé að gera betur og hvar séu hættur. Við höfum alltaf sagt að það sé ekki spumingin um hvort vopnað rán yrði framið á íslandi heldur hvenær,“ sagði Hannes. Hannes sagði að eftir Skeljungs- ránið í Lækjargötu í fyrravetur hefðu mörg fyrirtæki endurskoðað sína verðmætaflutninga. „Við erum í töluvert miklum verðmæta- flutningum fyrir ýmis fyrirtæki. Við höfum orðið varir við að það er fylgst með okkur. Við höfum tekið myndir af fólki sem er að fylgjast með okkur og eigum orðið myndir af þó nokkuð stórum hópi manna sem hefur fylgst með okkar verðmætaflutningum. Hluti af okkar starfi er að fylgjast með fólki sem er að fylgjast með okk- ur.“ Bankar í samstarfi við lögreglu „Ég tel að bankarnir hafi gert meira af því í seinni tíð að hugsa um öryggismál. Þeir hafa m.a. leit- að til lögreglunnar um leiðbeining- ar í þeim efnum. Það er ekki síst þjálfun starfsfólks í viðbrögðum við svona ránum sem hefur verið bætt,“ sagði Jónas Hallsson að- stoðaryfirlögregluþjónn. Víða erlendis er afgreiðsla banka þannig úr garði gerð að útilokað er fyrir fólk að hoppa yfir afgreiðsluborðið og yfir til starfs- fólks bankans. Starfsfólk er víða girt af með öryggisgleri eða vír- neti. Jónas var spurður hvort hann teldi svo komið að íslenskir bankar yrðu að taka upp sömu hætti og erlendir bankar hvað þetta varðar. „Ef menn eru að íhuga rán þá láta menn til skarar skríða með þeim hætti sem þarf hveiju sinni. Ef það yrði sett meiri vörn fyrir starfsfólkíð er hætt við að viðbrögð þeirra sem fremja rán yrðu harð- ari gagnvart viðskiptavinum og starfsmönnum." Starfsfólk fékk áfallahjálp Læknir og sérfræðingur í áfalla- hjálp komu til að líta á starfsfólkið í útibúi Búnaðarbankans á Vestur- götu eftir ránið í fyrradag. Læknir- inn gekk úr skugga um að það hefði ekki orðið fyrir neinum lík- amlegum áverkum. Áfallahjálpar- maðurinn ræddi við starfsfólkið um þau viðbrögð sem það mætti búast við að finna fyrir í kjölfar þessa atburðar. Hann mun ræða við það áfram síðar. Hanna Pálsdóttir, aðalféhirðir Búnaðarbankans, sagði að starfs- fólkið hefði orðið fyrir mikilli and- legri áreynsla. „Það er ólýsanlegt að lenda í þessu. Ég hugsa að það taki langan tíma fyrir starfsfólkið að átta sig á hvaða varanleg áhrif þetta kann að hafa. Við leggjum því mikla áherslu á að hlúa sem best að fólkinu."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.