Morgunblaðið - 20.12.1995, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 20.12.1995, Blaðsíða 16
16 MIÐVIKUDAGUR 20. DESEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ Dægurlaga- keppni Kven- félags Sauðár- króks LANDIÐ Kaupfélag Húnvetninga Morgunblaðið/Jón Sigurðsson SAMKÓRINN Björk söng nokkur lög á afmælishátiðinni en auk samkórsins söng Karlakór Bólstað- arhlíðarhrepps og feðginin Svavar H. Jóhannsson og Jóna Fanney. KVENFÉLAG Sauðárkróks hefur ákveðið að efna til dægurlaga- keppni í komandi Sæluviku fimmtu- daginn 2. maí 1996. Hljómsveitar- stjóri og umsjónarmaður með út- setningum verður Magnús Kjart- ansson, hljómlistarmaður, sem einnig mun sjá um upptökur lag- anna sem í úrslit komast. Öllum laga- og textahöfundum landsins er heimil þátttaka en að- eins verða tekin til greina verk sem ekki hafa komið út á hljómplötum eða verið flutt opinberlega. Þátttak- endur skulu skila inn verkum sínum undir dulnefni og láta rétt nöfn og heimilisföng fylgja með í vel merktu og lokuðu umslagi. Skilafrestur er til 1. febrúar 1996 og er miðað við að kassettur eða nótur hafi verið póstlagðar í síðasta . lagi þann dag. Senda skal tillögur merktar: Dægurlagakeppni Kven- félags Sauðákróks, Pósthólf 93, 550 Sauðárkrókur. Þau 10 lög, sem valin verða af dómnefnd sem skipuð verður að hluta til af fagfólki, verða síðan útsett í samráði við höfunda og tekin upp í fullkomnu hljóðveri með hljómsveit sem til þess verður sett saman og leikur undir og með öðr- um flytjendum sem höfundar leggja til. Lögin verða síðan flutt opinber- lega fyrir áhorfendur og dómnefnd með sérstökum hljómleikum sem haldnir verða í Sæluviku Skagfirð- inga á Sauðárkróki fimmtudaginn 2. maí 1996. Kvenfélag Sauðárkróks áskilur sér allan rétt til þess að gefa lögin út á hljómplötu og kassettu sem kemur út fyrir úrslitakvöld og einn- ig til þess að heimila útvarp og sjón- varp frá keppninni. Dægurlagakeppni Kvenfélags Sauðárkróks hefur unnið sér fastan sess og er nú árlegur viðburður á Sæluviku. í fyrra sigraði lag Geir- mundar Valtýssonar Þegar sólin er sest. Blönduósi - Kaupfélag Hún- vetninga (KH) hélt upp á eitt hundrað ára afmælið þann 16. desember með ýmsum uppá- komum í verslunum KH en formleg afmælishátíð var síðan í félagsheimilinu á Blönduósi daginn eftir. Gestir fluttu ávörp og færðu KH gjafir og hún- vetnskir listamenn skemmtu. Veislusíjóri var Lárus Ægir Guðmundsson á Skagaströnd. í hátíðarræðu sem sljórnar- formaður KH, Jón B. Bjarna- son, flutti rakti hann aldar- langa sögu kaupfélagsins í stór- um dráttum. Kom m.a. fram að það var hinn 16. desember 1895 sem Jón Guðmundsson á Guð- laugsstöðum og Þorleifur Jóns- son, alþingismaður á Syðri- Löngumýri, boðuðu til stofn- fundar KH í Vertshúsinu á Blönduósi. Þorleifur Jónsson var kjörinn fyrsti formaður stjórnar. Það kom einnig fram Hátíðarhöld í tilefni aldar afmælis JÓN B. Bjarnason. formað- ur stjórnar KH, flutti hátíð- arræðu. í máli Jóns að gífurlegar breyt- ingar hafa átt sér stað í rekstri og umsvifum KH og skipst á skin og skúrir. í tilefni þessara tímamóta hefur KH gefið út veglegt af- mælisblað. Blaðið prýðir fjöldi mynda og má þar nefna myndir sem Vignir Reynis tók í tilefni hálfrar aldar afmælis KH. Einnig er í blaðinu viðtöl við nú- og fyrrverandi starfsmenn kaupfélagsins. Jafnframt þessu ákvað stjórn KH að styrkja Sögufélagið Húnvetninga um 200 þúsund krónur til að rekja ættir hús- ráðenda í A-Húnavatnssýslu árið 1940. Einnig hlutu 100 þúsund króna styrk Karlakór Bólstaðarhlíðarhrepps og sókn- arnefnd Blönduóss til hljóð- færakaupa. Kaupfélagssljóri kaupfélags Húnvetninga er Guðsteinn Einarsson Vestfirska laufaviðamunstrið þróað hjá Drymlu í Bolungarvík Bolungarvík - Drymla, félag handverksfólks í Bolungarvík, var stofnað fyrir rúmum tveimur árum af nokkrum einstaklingum sem áhuga höfðu á að örva sköp- unargleði og sameina krafta hagleiksfólks í bænum. Drymlufélagar reka litla versl- un í gamla skólahúsinu við Skólastíg þar sem er til sölu fjöl- breytt' úrval þeirra hluta sem Drymlufélagar eru að búa til. Þarna gefur að líta muni eins og skartgripi úr fiskroði, skraut- platta unna í trölladeig, ýmsa trémuni og mikið úrval af hann- yrðavörum Þrisvar til fjórum sinnum á ári eru svo efnt til svokallaðra Drymludaga þar sem boðið er upp á kaffi og með því, lifandi tónlist o.fl. Efnt var til Drymlu- daga nú á aðventunni þar sem gestir gátu fengið burstaða skó sína fyrir eitt hundrað krónur og silfrið sitt fægt fyrir lága þóknun. A þessu ári hefur verið í gangi sérstakt verkefni þar sem unnið hefur verið að því að vekja sér- staka athygli á vestfirskum Iaufaviðavettlingum, en það eru útpijónaðir tvíbanda vettlingar þar sem uppistaðan í munstrinu er laufaviðabekkur með svoköll- Morgunblaðið/Gunnar Hallsson FRÁ verslun Drymlufélaga sem staðsett er við Skólastíg. uðu vafningsmunstri. í kringum laufaviðarbekkinn er raðað nokkrum smærri tvílitum munst- urbekkjum sem nefnast nöfnum eins og lauf, snar, tungur, stuðl- ar og taflborð. Laufaviðavettl- ingar hafa verið pijónaðir á Vestfjörðum síðan á seinni hluta 19. aldar. Pijónamunstur þetta hefur líklega borist til Bolungar- víkur frá Hornströndum. Drymlufélagar hafa verið að gera tilraunir með að útfæra laufaviðamunstrið í sokka, húfur og peysur. Þetta verkefni Drymlu fékk styrk úr svokölluðum Jóhönnu- sjóði sem kenndur er við Jóhönnu Sigurðardóttir, fyrrverandi fé- Iagsmálaráðherra, og var stofn- aður til að styrkja atvinnuátak kvenna. Um þijátíu manns eru virkir félagar í Drymlu og hefUr starf- semin verið með miklum blóma allt frá stofnun. Verslun Diymlu er opin alla virka daga frá kl. 14 til 18 og á laugardögum frá kl. 14 til 17 og er afskaplega fróðlegt að líta þar inn og kynna sér það mikla úrval muna sem handverksfólk í Bolungarvík er að búa til því þar er að finna fjölda áhugaverðra og nytsamra hluta á góðu verði. Patr eksfj ör ður Eldur í kirkjunni ELDUR kom upp í ruslafötu á snyrtingu inn af skrúðhúsi sóknarkirkjunnar á Patreks- firði á mánudag. Skemmdir urðu litlar. Ingimundur Andrésson, slökkviliðsstjóri, sagði að búið hefir verið að slökkva eldinn, þegar tilkynning hefði borist um hann um kl. 14. Hann sagðist ekki vita hver upptök eldsins hefðu verið. Hins veg- ar væri hugsanlegt að neisti hefði einhvern veginn komist í ruslafötuna á aðventukvöldi á sunndag. Eldurinn virðist hafa dáið út vegna súrefniss- korts í litlu herbergi. Veggur skemmdist lítils- háttar og reykur komst inn í kirkjuna. Kvenfélagið fékk fólk til að ræsta hana á mánu- daginn. Séra Hannes Björns- son, sóknarprestur, vildi koma á framfæri kæru þakk- læti til þeirra sem aðstoðuðu við þrifin. Morgunblaðið/Silli Laufa- brauðs- dagurinn Húsavík - Laufabrauðs- dagurinn er víða á Norður- landi sérstakur hátíðsdagur á aðventunni. Þá vinna oft sam- an margar fjölskyldur og skipta svo afköstunum eftir daginn. Fyrir yngstu börnin er skorið og þau fá að fletta, eins og það er kallað, og gengur oft misjafnlega. Sum- ar kökurnar eru hrein lista- verk eins og kakan sem Olga er að ljúka við. Jólatónleik- ar Tónlist- arskóla Rangæinga TÓNLISTARSKÓLI Rangæ- inga heldur sína árlegu jóla- tónleika og voru þeir fyrri haldnir í gær í Grunnskólan- um á Hellu en þeir síðari verða haldnir í dag á Heima- landi og hefjast kl. 21. Þar munu nemendur sýna afrakstur starfsins á þessari önn sem nú er að ljúka og verður boðíð upp á söng og hljóðfæraleik, en einnig mun lúðrasveit skólans látá til sín heyra. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill meðan húsrúm leyfír.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.