Morgunblaðið - 20.12.1995, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 20.12.1995, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR MIÐVIKUDAGUR 20. DESEMBER 1995 45 blómlegur iðnaður og þar er ékki litið á kvikmyndagerðarmenn sem ölmusumenn. En það er hægt að snúa vörn í sókn með því að endurskipu- leggja þá sjóði og stofnanir sem sjá um kvikmyndamál. Nú í vetur fá þingmenn (vonandi) tækifæri til að samþykkja ný kvikmyndalög. Ný lög hafa engan tilgang ef þau fela ekki í sér stóraukin framlög. Okkar tilllaga er að Kvikmynda- sjóður verði stækkaður upp í 400 milljónir á ári. Þá þarf að efla Menningarsjóð, losa hann við Sin- fóníuhljómsveitina og setja honum skýrar starfsreglur. Skylda þarf RUV til að setja meira fjármagn í innlenda dagskrárgerð. Setja þarf reglur um lágmarksfram- leiðslu þeirra sem fá útsendingar- leyfi á sjónvarpi. Ef þetta gengur eftir þá munu kvikmyndagerðar- menn sjá um að tvöfaida það fram- lag sem sett er í iðnaðinn með því að sækja fjármagn erlendis frá. Þeir munu skapa a.m.k 200 ný störf með skattborgandi einstakl- ingum. Síðast en ekki síst munu íslenskar kvikmyndir verða sverð og skjöldur íslenskrar menningar um ókomna tíð. Eftirmáli fyrir þingmenn þjóðarinnar Enginn ykkar virðist vera í vafa um mikilvægi þess að reisa ný álver. Nýtt álver þýðir: Ný at- vinnutækifæri, gjaldeyristekjur og nýting fjárfestinga í virkjunum. Næst þegar þið fjallið um kvik- myndamál þá skuluð þið setja ykkur í álversstellingar: Öflugur kvikmyndaiðnaður þýðir: Ný at- vinnutækifæri, gjaldeyristekjur og nýting fjárfestinga í þeim hundr- uðum sem lært hafa kvikmynda- gerð. Menningin kemur svo sem bónus. Kvikmyndaiðnaðurinn er þá ígildi menningarlegs álvers. Hvað er hægt að biðja um betra? Höfundur er formaður Félags kvikmyndagerðarmanna. ingar sem meiri háttar heilsu- spilli. Þetta hefur orðið til þess að milljónum mannslífa hefur ver- ið fórnað á altari hjartasjúkdóma, æðasjúkdóma, lungnakrabba og annarra lungnasjúkdóma. Mér finnst því vera komið meira en nóg af tvístíganda, meir að segja stundum undir vísindalegu yfirsk- ini; „ja, við höfum nú grun um þetta sé svona, en höfum ekki nægileg vísindaleg sönnunargögn til að ráðleggja fólki neitt ákveð- ið“. Til að vinna gegn notkun tilbú- inna framandöstrógena í plágu- eyðum, eldsneyti, lyfjum og plasti þarf öfluga þrýstihópa. Slíkir hóp- ar eru nú þegar til í Bandaríkjun- um. Hér á landi eru til öflug sam- tök, sem gætu barist ötullega gegn notkun framandöstrógena. Þar ber fyrst að nefna Krabba- meinsfélagið og Neytendasam- tökin gætu einnig orðið öflugur aðili. Hér með er þeim eindregnu tilmælum beint til þessara sam- taka að láta málið til sín taka. Þótt myndarlega væri tekið á málum þegar í stað losnum við ekki strax við framandöstrógenin. Er þá ekki eitthvað sem við gæt- um gert strax? Ég hika ekki við að segja: Forðist dýrafitu og borð- ið mikið af sojaafurðum og káli einsog Asíubúar gera. Veljið frek- ar matvæli, sem ekki eru í plastumbúðum. Þakkir Stuðst var við grein þeirra Devra Lée Davis og H. Leon Bradlow „Can environmental estrogens cause breast cancer“ í Scientific American, október 1995, bls. 144-149. Ingólfi Sveinssyni lækni er þakkað fyrir að lesa hand- ritið yfir. Höfundur er lyfjafræðingur. ÞORARINN BJÖRNSSON 4- Þórarinn ■ Björnsson, fyrrum skólameist- ari á Akureyri, fæddist á Víkinga- vatni í Kelduhverfi 19. desember 1905 og hefði því orðið níræður í gær hefði hann lifað. Hann lést á Akureyri 28. janúar 1968. ÞÓRARINN Björns- son var sonur hjón- anna Björns Þórarins- sonar Björnssonar Þórarinssonar bónda á Víkinga- vatni og Guðrúnar Hallgrímsdóttur Hólmkelssonar bónda í Austur- Görðum í Kelduhverfi. Þórarinn var því af þingeyskum bændum kominn í báðar ættir. Þórarinn Björnsson hóf nám í Gagnfræðaskólanum á Akureyri haustið 1921. Lauk hann gagn- fræðaprófi vorið 1924 með afburða einkunn en stundaði síðan nám í menntadeild skólans til vors 1927 er hann fór til Reykjavíkur ásamt fjórum öðrum norðanmönnum að þreyta stúdentspróf við Mennta- skólann í Reykjavík. Stóðpst fimm- menningarnir allir prófið með sæmd og var Þórarinn þeirra efst- ur. Varð afrek þeirra eitt með öðru til þess að í október um haustið kom Jónas Jónsson frá Hriflu, þá- verandi kennslumálaráðherra landsins, til Akureyrar og veitti skólanum leyfi til þess að brautskrá stúdenta. Haustið 1927 settist Þórarinn Björnsson í Sorbonne-háskólann í París og lauk þaðan prófi í frönsku og frönskum bókmenntum, latínu og heimspeki vorið 1932. Frá hausti 1933 til dauðadags, 28. jan- úar 1968, starfaði Þórarinn Björns- son við Menntaskólann á Akureyri, fyrst sem kennari í frönsku og lat- ínu til ársins 1948 en síðan sem skólameistari tuttugu ár. Árið 1946 kvæntist Þórarinn Margrétu Ei- ríksdóttur píanóleikara, mikilhæfri og. svipmikilli sæmdarkonu sem nú býr í Reykjavík. Eignuðust þau tvö börn, Guðrúnu Hlín, kennara og húsfreyju í Reykjavík, og Björn, lungna- og gjörgæslulækni í Aug- usta í Georgíu í Bandaríkjunum. Þegar leið að því að Sigurður skólameistari Guðmundsson (1878- 1949) léti af störfum vegna aldurs var um það rætt hver tæki við af honum sem skólameistari Menntaskólans á Akureyri. Vitað var að Sigurður skólameistari kaus Þórarin Björnsson að eftirmanni, þótt ekki ætti hann að ráða því. Töldu margir Þórarin Björnsson vel til skólameistara fall- inn þótt einhveijir yrðu til þess að nefna að Þórarinn væri ekki nógu mikill ræðumaður að feta í fótspor Sig- urðar skólameistara sem talinn var afburða ræðumaður. Þegar Þórarinn Björnsson var orðinn skólameistari kom hins vegar í ljós, það sem margir vissu áður, að ekki alleinasta var hann afburða ræðumaður heldur svo orðsnjall og næmur á mannlegar tilfinningar að fáir menn á þessari öld hafí hrifið menn meira með ræðum sínum. Var hann sem ræðumaður bæði heimspeking- ur og skáld. Koma þessir eiginleik- ar hans glögglega fram í ræðu- og ritgerðasafni hans, Rætur og vængir, sem út kom árið 1992. Eru mönnum minnisstæðar margar ræður hans og ummæli eins og þau að sá sem hefur gert eins og hann getur hefur gert vel. Hann brýndi líka fyrir mönnum að miða ekki við aðra heldur sjálfa sig og oft vitnaði hann til þeirra orða að menntun er það sem eftir stendur þegar allt er gleymt sem menn lærðu. En ævistarf Þórarins Björnsson- ar varð ekki starf rithöfundarins, heimspekingsins eða skáldsins heldur starf kennarans. Sagt er ’að góður kennari verði til á himnum. Þórarinn Björnsson var góður kennari og hann var heillandi mað- ur og ágætur skólameistari. í sam- tölum báru tilfinningarnar Þórarin stundum ofurliði, svo hrifnæmur sem hann var, en þegar mest á reyndi var hann sterkur og rétt- sýnn. En hann kunni sér ekki hóf. Vakinn og sofinn hugsaði hann um skólann, vetur og sumar og unni sér aldrei hvíldar. Því fékk hann hvíldina allt of snemma því að hann lést aðeins sextíu og tveggja ára að aldri. Sagt er að guðirnir elski þá sem deyja ungir. Þessi fleygu orð eiga rætur að rekja til grísku. Fela þau í sér að þeir sem guðirnir elskuðu eltust ekki heldur dæju ungir i anda. Guðirnir elskuðu Þórarin Björnsson því að hann dó ungur. Tryggvi Gísiason. Greinin átti að birtast í gær, 19. desember, en vegna mistaka við vinnslu blaðsins fórst það fyrir. Höfundur og aðrir hlutaðeigendur eru beðnir velvirðingar vegna mistakanna. KRISTÍN GUÐBRANDSDÓTTIR + Kristín Guðbrandsdóttir fæddist 25. janúar 1911 að Hóli í Hörðadal, Dalasýslu. Hún andaðist í Reykjavík 8. desem- ber síðastliðinn. Útförin hefur farið fram í kyrrþey. MÉR VERÐUR hugsað til baka til þess tíma er ég kom í fyrsta sinn á heimili Kristínar ömmu og Franz á Njálsgötunni. Hlýtt brosið og vinalegt viðmót þeirra er það sem lifir í minningunni og einnig sú til- finning að vera velkomin og vera strax tekið sem einni af fjölskyld- unni. Sjálf missti ég ung afa mína og ömmur og var þetta mér því ómet- anlegt. Ég hugsaði oft að það væri fágætt að hjón væru jafn samhent og sátt og þau voru og einnig hvað þau væru heppin að eiga svo langa ævi saman. Eftir að Franz lést, fyrir sex árum, var stórt skarð höggvið í hennar líf eins og hjá öllum sem missa ástkæran maka sinn. Nokkru síðar fæddist frum- burður okkar og kynntist ég þá þeirri einstöku hlýju og barngæsku sem Kristín amma var gæjd. And- lit hennar ljómaði alltaf þegar börn voru nálæg og hún talaði alltaf um að börn og unglingar væru svo gott fólk og hún skildi þau svo vel. Mér fannst líka að þegar hún talaði við börnin yngdist hún sjálf um mörg ár. Við áttum margar ánægjustund- ir með börnum okkar Baldri og Kristínu litlu og Friðjóni, syni Franz, í eldhúsinu á Njálsgötunni og þær stundir vil ég geyma í minn- ingunni um ókomna tíð. Minningin um góða konu mun lifa. Ingibjörg. t Móðir mín, tengdamóðir, amma og langamma, INGUNN ELÍN BLÖNDAL, andaðist í Phoenix, Arizona, 18. desember. Ólafur Kristjánsson, Elísabet Auður Eyjólfsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Sonur minn, ÓMAR SVANUR OLSEN, andaðist þann 13. desember. Jarðarför hefur farið fram. Fyrír hönd aðtandenda, Bjarney S. Jóhannsdóttir. t Móðir okkar, KRISTÍN GUÐBRANDSDÓTTIR, sem andaðist 8. desember sl., var jarðsungin i kyrrþey 18. desem- ber að ósk hinnar látnu. Fyrir hönd vandamanna, Franz Jezorski, Guðbrandur Jezorski. t Sambýliskona mín, FJÓLA GUÐBJÖRNSDÓTTIR, Öldugranda 3, Reykjavfk, lést á heimili sínu 18 desember. Fyrir hönd aðstandenda, Magnús Björgvin Jónsson. t Okkar elskulega, HERDÍS ELÍN STEINGRÍMSDÓTTIR, lést að morgni sunnudagsins 17. desember. Sigurður Ólason, Sigríður Sigurðardóttir, Bent Rasmussen, Kristín Sigurðardóttir, Jón B. Pálsson, Þóra Sigurðardóttir, Sumarliði R. ísleifsson, Steingrimur Óli Sigurðarson og fjölskyldur. t Ástkær eiginmaður minn, ÁRNI JÓHANNSSON, Meðalholti 3, Reykjavík, lést á heimili sínu þriðjudaginn 19. des- ember. Jarðarförin fer fram frá kirkju Óháða safnaðarins föstudaginn 22. desember kl. 15.00. Ingibjörg Álfsdóttir. t Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, KRISTINN GUÐMUNDSSON, Suðurgötu 11, Sandgerði, síðast til heimilis á dvaiarheimilinu Felli, lést 8. desember. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Oddný Kristinsdóttir, Páll G. Jónsson, Bjarni Kristinsson, Alda Sigmundsdóttir, Kristín Kristinsdóttir, Marteinn Sigursteinsson, barnabörn og barnabarnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.