Morgunblaðið - 20.12.1995, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 20.12.1995, Blaðsíða 20
20 MIÐVIKUDAGUR 20. DESEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR: EVRÓPA ERLENT * Fjallað um tengsl Noregs og Islands við Schengen á ráðherrafundi í dag Roh kveðst vera sak- Vonazt eftir já- kvæðri niðurstöðu RÁÐHERRAFUNDUR aðildarríkja Schengen-samkomulagsins, sem haldinn verður í Brussel í dag, mun meðal annars fjalla um tengsl Nor- egs og íslands við Schengen-svæðið, þar sem eftirlit á innri iandamærum hefur verið afnumið. Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins er óljóst hvaða ákvörðun fundurinn mun taka, en íslenzk og norsk stjóm- völd vonast þó eftir jákvæðri niður- stöðu, þótt málið verði ekki leitt endanlega til lykta. Snemma á árinu lýstu Noregur og ísland sig tilbúin að taka að sér gæzlu ytri landamæra Schengen- svæðisins til þess að hægt sé að við- halda norræna vegabréfasamband- inu þótt ESB-ríkin Danmörk, Svíþjóð og Finnland gangi í Schengen. Á móti kröfðust ríkin þess að fá áhrif á ákvarðanatöku í Schengen á öllum stigum, en ekki aðeins á undirbúning ákvarðana eins og í EES. Samkomulag um tvö aðalatriði Norðurlöndin hafa átt óformlegar viðræður við belgísk stjórnvöld, sem fara með formennsku í Schengen- hópnum fram til áramóta. Sam- kvæmt heimildum Morgunblaðsins hefur annars vegar náðst samkomu- lag um að ísland og Noregur gang- ist undir reglur Schengen um eftirlit á ytri landamærum, végabréfsárit- anir, meðferð flóttamanna og fleira. Hins vegar hefur í grundvallaratrið- um náðst samkomulag um að ríkin tvö fái aðild að ákvarðanatöku á öllum stigum, þótt þau verði ekki formlega aðildarríki Schengen, eigi meðal annars sæti á ráðherrafund- um. Hins vegar er eftir að ganga frá því hvaða form verði á sameigin- legri ákvarðanatöku á svæðinu, auk þess sem ij'öldi tæknilegra útfærslu- atriða er ófrágenginn. Óvissa um niðurstöðuna Belgíska stjómin mun væntanlega leggja upplýsingar um þennan árangur í samningaviðræðunum fyr- ir ráðherrafundinn í dag. Óvíst er að niðurstaða fáist á fundinum, sem geri kleift að ganga frá endanlegu samkomulagi á næstunni. Sam- kvæmt upplýsingum Morgunblaðs- ins eru Frakkar þannig þeirrar skoð- unar að efla þurfi innra samstarf Schengen áður en fleiri ríki verði tekin inn í samstarfið. Þá þykir sum- um aðildarríkjum sem Belgía hafi hraðað viðræðum við Norðurlöndin um of og skoða verði málið betur. Sum aðildarríki eru þeirrar skoðunar að með því fyrirkomulagi, sem nú er til umræðu milli Norðurlandanna og Belgíu, fái ríki utan ESB of mik- il áhrif á ákvarðanatöku. í öllu falli er þó búizt við að Schengen-ráðherrarnir taki jákvæða afstöðu til málsins í heild, þótt hún gangi ef til vill ekki jafnlangt og Norðurlöndin hafa vonað. Schengen- ríkin hafa ekki sízt augu á því að með aðild Norðurlandanna fimm myndi Schengen-svæðið stækka mikið og slíkt myndi auka á einangr- un Breta, sem hingað til hafa þver- neitað að treysta öðrum ríkjum fyrir eftirliti á ytri landamærum. Lausir endar í EMU Madríd. Reuter. ÞÓTT leiðtogar Evrópusam- bandsins hafi með ákvörðunum sínum á Madríd-fundinum um seinustu helgi að mestu leyti eytt vafa um að þeir stefni í alvöru að efnahags- og myntbandalagi (EMU) fyrir alda- mótin, eru ýmsir endar lausir. Pedro Solbes, fjármálaráðherra Spánar, sagði að enn væri eftir að leysa „þúsund mál“ þótt ákvörð- un hefði verið tek- in um sameigin- lega Evrópumynt. Flest eru þetta smærri úrlausnar- atriði og tæknilegs eðlis. Tvö erf- ið mál standa hins vegar upp úr. Tengsl við myntir utan EMU Annars vegar er óvíst hvernig eigi að hátta sambandi gjaldmiðla þeirra ríkja, sem kjósa að standa utan EMU, við evrópsku myntina Evró. Leiðtogafundurinn fór fram á skýrslu um þetta frá fjár- málaráðherrum ESB, fram- kvæmdstjórn ESB og Evrópsku peningamálastofnuninni. Frakkland og fleiri ríki leggja til að komið verði á sambandi, sem verði svipað og evrópska gengis- samstarfíð var áður fyrr, þ.e. mynteiningar ríkja utan EMU yrðu tengdar Evróinu og mættu ekki víkja nema fáein prósentu- stig frá því gengi. Fylgismenn þessa fyrirkomulags segja að EMU-ríki gætu hjálpað þeim ESB- ríkjum, sem stæðu utan EMU en reyndu samt að halda fjárlaga- halla sínum og skuidasöfnun i skefjum, með því að styrkja gjald- miðla þeirra ef þeir yrðu fyrir árás spákaupmanna. Bretland er hins vegar á móti slíku kerfi. Aukinheldur er ekki víst að hinn nýi evrópski seðlabanki yrði neitt viljugri að koma gjaldmiðli utan „Evró-svæðisins“ til bjargar en t.d. þýzki seðlabankinn hefur verið að styðja veikari gjaldmiðla nágrannaríkjanna. Stöðugleikasáttmálinn Hitt málið, sem enn er í óvissu, er stöðugleikasáttmálinn svokall- aði, sem þýzka stjórnin hefur gert tiliögu um. Þjóðveijar telja að án hans geti þeir ekki sann- fært þýzkan almenning um að Evróið verði jafnstöðugur gjaldmiðill og markið. Tillögur þeirra voru ræddar óformlega á Madríd-fundinum og Ieiðtogamir vom sammála um nauðsyn slíks sáttmála. Hins vegar eru menn ósammála um útfærsluna. Þjóðveijar leggja til að ríkjum verði gert að greiða himinháa sekt, 0,25% af lands- framleiðslu, fyrir hvert prósentu- stig af landsframleiðslu í ríkis- sjóðshalla. Slíkt telja mörg önnur ríki alltof mikið. Jafnframt er ekki samkomulag um það hvort ríki fengju til dæmis eins árs gjaldfrest, eða undanþágu frá sekt vegna sérstakra kringum- stæðna, t.d. náttúruhamfara. ECU-myntkarfan fellur úr gildi um leið og Evró tekur gildi 1. janúar 1999. Fjárskuld- bindingum í Ecu verður þá breytt í Evró á genginu einn á móti einum. laus af mútuþægni Seoul. Reuter. RETTARHOLDIN yfir Roh Tae- woo, fyrrverandi forseta Suður- Kóreu, hófust á mánudag og hann viðurkenndi að hafa þegið gífurleg- ar fjárhæðir af viðskiptajöfrum. Hann neitaði því hins vegar að hafa gert stórfyrirtækjum greiða fyrir fjárhagsstuðninginn og kvaðst hafa eyðilagt öll gögn sem sýndu hveijir hefðu greitt honum og hvenær. Roh hefur viðurkennt að hafa safnað jafnvirði 42,5 milljarða króna leynisjóði þegar hann var forseti Suður-Kóreu á árunum 1988-93. Hann er sakaður um að hafa þegið sem svarar 24 milljörð- um króna í mútur af 35 stórfyrir- tækjum. Átta viðskiptajöfrar og sex aðrir menn hafa verið ákærðir vegna málsins. Roh kvaðst hafa gleymt því hveijir létu hann hafa peninga eða hvenær og sagðist hafa látið eyði- leggja gögnin 20. október, daginn eftir að þingmaður skýrði frá leyni- sjóðum forsetans fyrrverandi í er- lendum bönkum. Roh og hinir sakbomingarnir sögðust hafa litið á greiðslurnar sem eðlilegan þátt í viðskiptahátt- um landsins á þessum tíma. Lee Kun-hee, stjórnarformaður Samsung, og Kim Woo-choong, for- stjóri Daewoo, viðurkenndu að hafa veitt forsetanum fyrrverandi fjár- hagsstuðning. „Já, ég lét hann hafa peninga en þetta var eðlilegur hlut- ur,“ sagði Lee. Spá þungum fangelsisdómi Vestrænir stjórnarerindrekar telja að Roh verði dæmdur sekur og fái þungan fangelsisdóm, þótt líklegt sé að hann afpláni aðeins nokkur ár. Þeir spá því að viðskipta- jöfrarnir verði ekki dæmdir í fang- elsi. Þetta eru viðamestu réttarhöld í sögu Suður-Kóreu og búist er við að þau standi í margar vikur, hugs- anlega marga mánuði. Þeim var frestað í gær til 15. janúar. Hundruð lögreglumanna stóðu við dómshúsið þegar fangelsisrúta kom þangað með Roh, sem naut áður mikillar virðingar fyrir að koma á lýðræði í Suður-Kóreu. Nokkrir menn köstuðu hveiti á rút- una og hrópuðu ókvæðisorð þegar Roh gekk út, fölur og fár. Forsetinn fyrrverandi var ekki í handjámum, eins og venja er þegar fangar eru leiddir fyrir rétt í Seoul, og suður- kóreskur fréttaskýrandi sagði ástæðuna þá að yfirvöld vildu „kom- ast hjá þjóðarauðmýkingu". Laxar éta hver amiaii Ósló. Morgunblaðið. Reuter Orðrómur um sigur FAGNANDI Haitimenn á götum höfuðborgarinnar, Port-au- Prince, en sögusagnir gengu þá um að Rene Preval hefði orðið efstur af 14 frambjóðendum í forsetakosningunum á sunnu- dag. Preval er stuðningsmaður Jean-Bertrand Aristide, fráfar- andi forseta, er tók við af einræð- isstjórn herforingja. Endanleg úrslit munu fyrst liggja fyrir 27. desember. LAXAR í mörgum eldisstöðvum í Noregi hafa tekið upp á því að ráðast hver á annan og éta enda banhungraðir. Er ástæðan sú, að fyrir nokkru bannaði sjávarút- vegsráðuneytið fóðmn á fiski, sem er þyngri en tvö kíló, og brást þannig við ásökunum um undir- boð á Evrópumarkaði. Dýralæknar og fiskimálastjóri á Mæri og í Raumsdal telja, að endurskoða verði bannið strax en það átti annars að standa til 15. janúar næstkomandi. Var það gert til að draga úr vexti fisksins og þar með framleiðslunni en ásakanirnar um undirboð leiddu til þess, að nú fyrir síðustu helgi setti Evrópusambandið lágmarks- verð á norskan lax. Er það 290 ísl. kr. kílóið. Soltnu laxarnir ráðast einkum á augun hver í öðrum og Knut Sjástad fiskimálastjóri segir, að þessi meðferð fari beinlínis í bága við dýraverndunarlögin. Því sé nauðsynlegt að fínna aðra leið við að takmarka framleiðsluna. Öryggissamiimgtir Indónesíu og Ástralíu Boða sameiginlegar æfingar Jakarta. Keuter. RAÐAMENN Ástralíu og Indónesíu undirrituðu á mánudag samning í Jakarta um samstarf með það að markmiði að tryggja öryggi og reglubundið samráð í varnarmálum. Undanfarna áratugi hafa samskipti ríkjanna oft verið stirð og snemma á sjöunda áratugnum kom til átaka milli herflokka á vegum þeirra í frumSkógum Bomeo. Viðræður hafa farið fram með leynd um samningana í hálft annað ár. Viðstaddir athöfnina voru Su- harto Indónesíuforseti og Paul Ke- ating, forsætisráðherra Ástralíu. Sagði hinn síðarnefndi að með samningnum væri lögð áhersla á að „traust og samvinna" ætti fram- vegis að einkenna samskiptin. Sam- eiginlegar heræfingar og önnur náin samvinna er þegar hafin milli heija ríkjanna. Ekki er um að ræða raunverulegt varnarbandalag, að sögn indónesísks embættismanns. Talsmenn málstaðar Austur- Tímora í Ástralíu fordæmdu samn- inginn en Indónesía lagði Austur- Tímor undir sig 1975, svæðið var þá portúgölsk nýlenda. íbúarnir hafa reynt að beijast gegn her- námsliðinu en mega sín lítils enda aðeins nokkur hundruð þúsund. Sameinuðu þjóðirnar viðurkenna ekki yfirráð Indónesa á Austur- Tímor og eru Ástralir eina þjóðin sem það hefur gert. Indónesía er með um 193 milljón- ir íbúa, Ástralía 18 milljónir en er mun víðlendari. Efnahagsuppgang- ur hefur verið mikill í Indónesíu og vilja Ástralir reyna að komast inn á markað grannríkisins með afurðir sínar. Hætta á átökum norðar Ali Alatas, utanríkisráðherra In- dónesíu og ástralskur starfsbróðir hans, Gareth Evans, undirrituðu samninginn. Alatas sagðist vona að allur gagnkvæmur ótti við hern- aðarárás hyrfí nú. Mun meiri hætta væri á því að til átaka gæti komið norðarlega í Austur-Asíu, ófriður gæti hafíst milli Kína og Tævans, milli ríkjanna tveggja á Kóreuskaga eða á Suður-Kínahafi þar sem nokk- ur ríki deila um yfirráð Spratly-eyja. 1 ' MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. DESEMBER 1995 21 Color Stylewriter 2400 Fimm síður á mínútu í svörtu 0,33 síður á mínútu í lit 720x360punkta upplausn í svörtu 360x360punkta upplausn í lit Verð: 49.900 kr. staðgreitt StyleWriter 1200 Þrjár síður á mínútu 720x360punkta upplausn Verð: 28.500 kr. staðgreitt AppleDesign Powered Speakers Innbyggður magnari, tölvutengi, CD-tengi Tengijyrir heymartól, 18Wött, 15-20 KHz Verð: 9.500 kr. staðgreitt Meiriháttar leikir, kennsluforrít og fræðsluefríi - gríðarlegt h ún/al! PowerMacintosh 5200: PowerPC 603 RISC 75 megarið 8Mb IMbDRAM 800 Mb Apple CD600i (íjórhraða) Innbyggðir tvíóma hátalarar Sambyggður Apple 15" MultiScan 3,5" les Mac- og PC-diska Apple Design Keyboard System 7.5.1 sem að sjálfsögðu er allt á íslensku Hið fjölhæfa ClarisWorks 30 sem einnig er á íslensku. í forritinu er ritvinnsla, töflureiknir, tvö teikniforrit, gagnagrunnur og samskiptaforrit Fjórir leikir fylgja: Amazing Animation, Sammýs Science House, ThinkinTltings og Spectre Supreme Ötgjörvi: Tiftíðni: Vinnsluminni: Skjáminni: Harðdiskur: Geisladrif: Hátalarar: Skjár: Diskadrif: Hnappaborð: Stýrikerfi: PowerMacintosh 5200 8/800cd Staðgreitt aðeins: Hugbúnaður: 'borgunarverð 168.316 kr. 3D Atlas, Asterix, Concertware, Daedalus Encounter (3 diskar), Grolier, Making Music, Myst, Peanuts og Rock Rap'n Roll Apple-umboðið • Skipholti 21 • Sími 511 5111 Heimasíðan: bttp-.llwww. apple. is TöSvunni fyigja ^^geisladiskar!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.