Morgunblaðið - 20.12.1995, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 20.12.1995, Blaðsíða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 20. DESEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Hrafnhildur fer heim fyrir jólin Langþráð- ur dagur „ÉG HLAKKA mikið til að fara heim fyrir jólin. Sá dagur er svo sannarlega langþráður," sagði. Hrafnhildur Thoroddsen á Land- spítalanum í gær. Hrafnhildur er smám saman að jafna sig eftir að kínverski taugaskurðlæknirinn dr. Zhang Shaocheng og dr. Halldór Jónsson jr., yfirlæknir bæklunar- deildar Landspítalans, gerðu á henni flókna taugaskurðaðgerð fyr- ir viku. Tvímenningarnir fengu dr. Rafn A. Ragnarsson, yfírlækni á lýtalækningadeild Landspítalans, í lið með sér til að færa vöðva niður í vinstri handlegg ungs manns á mánudag. Dr. Zhang snýr aftur til Kína eftir árangursríka Islandsferð á Þorláksmessu. Eins og fram hefur komið í fjöl- miðlum þríbrotnaði fjórði lendarlið- ur Hrafnhildar í alvarlegu bílslysi árið 1989. Við brotið færðist lend- arliðurinn til um einn sentímetra og sleit í sundur mænutaglið með þeim afleiðingum að Hrafnhildur missti mátt í hægri fæti og nær allan mátt í vinstri fæti. Hrafnhild- ur og Auður, móðir hennar, misstu ekki vonina um að ha?gt væri að færa meiri mátt í vinstri fótlegg Hrafnhildar og tókst eftir margra ára leit að hafa upp á dr. Zhang. Hann er einn af færustu tauga- skurðlæknum heims og hefur gert um 1.000 aðgerðir í heimalandi sínu. Hreyfir fótinn Læknunum tókst ekki að finna taugar úr mænuenda Hrafnhildar til að hægt væri að festa heilbrigð- ar taugar þar í og þræða framhjá áverkastaðnum. Hins vegar lét ár- angurinn af því að létt var á taug- um undir álagi ekki á sér standa því daginn eftir aðgerðina hafði Hrafnhildur öðlast tilfínningu 20 sm niður frá áverkastað. Skynið hefur svo smám saman færst neðar í fótinn með þeim afleiðingum að Hrafnhildur getur hreyft hann örlít- ið til hliðar. Hins vegar tekur hún fram við blaðamann að hann skuli ekki búast við of skjótum viðbrögð- um enda líði nokkur stund áður en hún byiji að reyna að hreyfa fótinn þar til hægt sé að sjá hreyfingu. Hún segir að sársaukinn eftir aðgerðina sé geymdur en ekki gleymdur. „Ég á við að núna verð ég að jafna mig eftir aðgerðina. Eftir að ég hef jafnað mig taka við áframhaldandi aðgerðir og vesen,“ segir hún. Samt segir hún að aldrei hafi komið til greina að hætta við og sætta sig við afleiðingar slyss- ins. „Hver er sælan við að slappa af? Miklu betra að gera eitthvað fyrir sjálfan sig og helst aðra í leið- inni. Ég held áfram, enda sé ég enga ástæðu til að látað allt stöðv- ast,“ segir hún með bros á vör. Vöðvar fluttir í handlegg Hrafnhildur tekur fram hversu þýðingarmikið hafi verið að fá dr. Zhang til að gera aðgerðina. Undir þau orð tekur ungur maður L ann- arri sjúkrastofu á bæklunareildinni. Hann heitir Davíð Axel Gunnlaugs- son og lenti í alvarlegu umferðar- slysi fyrir fimm árum. Taugar niður í vinstri handlegg skemmdust með þeim afleiðingum að handleggurinn hefur hangið nánast líflaus niður með hliðinni. Of langt er um liðið til að hægt sé að bæta skaðann með því að færa til taugar. Hins vegar freistuðu læknarnir þrír þess að gera honum kleift að beita hand- leggnum á móti fríska handleggnum með skurðaðgerðinni á mánudag. „Aðgerðin gekk annars vegar út á að flytja bijóstvöðva af vinstra bijóstkassanum og niður innan- verðan upphandlegginn og alveg niður í framhandlegg og hins vegar að taka hluta úr vöðvanum aftan á upphandleggnum, sem hafði starf- semi í sér, og færa hann að utan- verðu einnig niður í framhandlegg- inn. Með því fengust tveir vöðvar til að vinna að því að beygja um olnbogann," segir Halldór um að- gerðina. Hann segir að því til viðbótar hafi verið losað um taugar og stað- fest hvar áverki hafi orðið við slys- ið. Aðgerðin hafi tæknilega gengið mjög vel fyrir sig. „Árangurinn vit- um við ekki fyllilega fyrr en eftir marga mánuði og jafnvel ekki fyrr en eftir um hálft ár. Hann þarf að vera í fatla í 6 vikur og eftir þann tíma verður hægt að fara að æfa upp styrk í vöðvunum.“ Dr. Halldór og dr. Zhang lýstu yfir ánægju sinni með árangur að- gerðarinnar þegar þeir litu á hand- legginn í gær. Fyrsti bati hefði gert vart við sig því vöðvarnir, sem fluttir hefðu verið, störfuðu rétt. Dr. Zhang mjög fær Davíð Axel sagðist ekki hafa fengið staðfestingu á því að dr. Zhang myndi skera hann upp fyrr en daginn fyrir aðgerðina eða á sunnudag. „Mér leist strax mjög vel á að hann myndi skera mig upp. Hann er mjög fær læknir og aðgerðin virðist hafa gengið mjög vel. Ég fer heim af spítalanum fyr- ir jól og svo get ég farið að æfa handlegginn eftir sex vikur. Von- andi skilar aðgerðin mér því að ég geti farið að nota handlegginn meira á móti hinum t.d. í vinnu,“ sagði Davíð og þakkaði Auði, móð- ur Hrafnhildar, sérstaklega fýrir að benda Zhang á sig enda kæm- ust færri en vildu að í aðgerð hjá honum. Davíð sagðist einu sinni áður hafa verið skorinn upp í hand- leggnum. Aðgerðin hefði verið gerð í Bretlandi árið 1991 og ekki skilað neinum árangri. Halldór sagði að augljós fengur hefði verið að því að fá dr. Zhang til íslands. „Ég þekkti Zhang aðeins í gegnum vísindatímarit og frásögn Auðar áður en hann kom til Is- lands. Auður hafði heimsótt hann til Kína og verið viðstödd svipaða aðgerð og gerð var á Hrafnhildi. Þegar við svo hittumst á íslandi var fyrsta tilfinning mín gagnvart hon- um hvað hann væri traustvekjandi maður. Sú tilfinning hefur styrkst í heimsókninni. Zhang skoðar sjúkl- inga og niðurstöður úr rannsóknum á þeim af mikilli nákvæmni og vinn- ur örugglega," sagði Halldór og tók fram að dr. Zhang hefði nákvæma þekkingu á þeirri anatómíu sem hann ynni með. „Ég ber fullt traust til hans,“ bætti hann við, „og hef fullan hug á að efla sambandið við hann í fram- tíðinni, t.d. með því að fara til Kína og kynnast því sem hann er -að gera. Með því móti afla ég þekkiiig- ar til að geta hjálpað fleirum á Is- landi. Að því stefnum við auðvitað öll,“ sagði hann. Hann sagði 'að ekki væri hægt að taka ákvörðun um frekari aðgerðir á Hrafnhildi fyrr en hún hefði náð sér betur. Þakklæti Dr. Zhang lýsti yfir ánægju sinni með íslandsferðina þegar rætt var við hann. Hann sagðist vilja koYna á framfæri sérstöku þakklæti til stjórnvalda og yfírvalda á spítalan- um fyrir að gera sér kleift að koma hingað til lands og þakklæti til starfsfólksins á Landspítalanum fýr' ir samstarfið. Hann sagðist ekki hafa mætt öðru en mjög vinsamlegu viðmóti á íslandi og vildi gjarnan koma aftur til að gera fleiri aðgerðir. Morgunblaðið/Sverrir DR. ZHANG og dr. Halldór skoða hvernig skyn- ið hefur aukist í vinstri fæti Hrafnhildar eftir aðgerðina. Línurnar sýna hvernig skynið hefur aukist frá degi til dags. LÆKNARNIR huga að Davíð Axel eftir að hann var fluttur af gjörgæsludeild á bæklunar- deild í gær. Óskar Magnússon, forstjóri Hagkaups, um verðstríð á jólabókamarkaðinum Utgefendur beita sér kerfisbundið gegn bóksölum Það var 7. desember sem Hag- kaup bauð 21 bók á sérstöku tilboði. „Þá vorum við að selja flestar bækur með 15% afslætti en 21 bók á föstu verði,“ sagði Óskar. „Við auglýstum ekki pró- sentuafslátt heldur tilboðsverð á 21 bók alveg eins og við gerum með ýmislegt annað. Við bjugg- um ekki til þennan síhækkandi afslátt." Benti hann á að Mál og menning hafi á sama tíma boðið 20-30% afslátt af öllum bókum. Sagði hann að bókaútgefend- ur hefðu bent á frétt í Morgun- blaðinu um bókahamstur Hag- kaups sem rökstuðning fyrir því Óskar Magnússon Bónus. „Það er grundvallarmui ur á því sem Hagkaup er í gera,“ sagði hann. „Hagkaup i að selja alla titla alveg á san- hátt og Penninn, Eymundssc og Mál og menning. Við höfu enga bók selt undir kostnaða verði. Við höfum haft álagning á hveija einustu bók sem v höfum selt. Fullyrðingar u annað eru ekki réttar. Bónt selur 20 til 30 bækur á metsöl lista og þeir hafa lýst því yl að hugsanlega muni þeir sel bækur undir kostnaðarverði það yrði nauðsynlegt. Þeir mu alltaf bjóða betur hvað sem þ; kostar." ÓSKAR Magnússon, forstjóri Hagkaups, seg- ir að Hagkaup hafí í upphafi ekki blandað sér í verðstríðið á jólabókamarkaðinum. Sagði hann að bókaútgefendur hefðu rökstutt hærri afslátt með því að fréttst hefði að stórmark- aðir hefðu hamstrað bækur. Óskar telur að útgefendur beiti sér kerfisbundið gegn bók- sölum og að þeir hafí ætlað sér að ná sem mest af bóksölunni til sín. Samkomulagið brostið Óskar segir það rangt að Hagkaup hafi ásamt Bónus og Kaupfélagi Árnesinga brotið samkomulag fyrir síðustu mánaðamót um að selja bækur með yfir 15% afslætti. „Hag- kaup blandaði sér ekki inn í þetta bóksölu- mál fyrr en 7. desember," sagði hann. „Þá var 15% samkomulagið löngu brostið og bó- kaútgefendur búnir að lýsa því yfir að þeir treystu sér ekki til að framfylgja einu eða neinu. Það sem ég sá fyrst opinberlega er frétt í Morgunblaðinu 29. nóvember um að Eymundsson ætlaði að selja einhveija tugi bóka með 15% afslætti. Daginn eftir býður Bónus söluhæstu bækurnar með 20% af- slætti. Þriðja daginn, eða 1. desember, býður Kaupfélag Árnesinga allar bæ'kur með 25% afslætti. A sama tíma býður Penninn bækur með 15% afslætti yfir eina helgi. Allan þenn- an tíma gerir Hagkaup ekkert og er því eng- inn frumkvöðull að því bókastríði sem er í gangi.“ Engin söluherferð Óskar sagði það einnig rangt, sem fram hafi komið í fréttum blaðsins 1. desember en þar segir að Hagkaup hafi keypt bækur í miklu magni frá einstaka bókaforlögum undanfarna daga og að talið sé að mikil sölu- herferð sé í undirbúningi á jólabókamarkaði. „Þann dag höfðum við ekkert í undirbúningi og ekki keypt neinar bækur umfram það sem við fengum eðlilega eftir því sem bækur komu út,“ sagði hann. „Við vorum ekki farnir að hamstra bækur á þessu stigi enda voru þær ekki allar komnar út en þetta var samt endur- tekið í frétt blaðsins nokkrum dögum síðar.“ að fylgja ekki eftir samkomulagi um 15% afslátt. „Þeir sögðu að stórmarkaðir væru búnir að birgja sig upp og að það væri til- gangslaust að reyna að halda samkomulag- ið,“ sagði Óskar. „Af einhveijum ástæðum var nauðsynlegt að koma þessu á framfæri því á þessu var byggð ákvörðun um að standa ekki við það sem þeir höfðu samið um.“ Seljum alla titla Óskar sagðist vilja vekja menn til umhugs- unar um það sem væri að gerast í stórmörk- uðum. Það væri tvennt ólík Hagkaup og Bækur allt árið Óskar benti einnig á að þó svo Hagkaup væri ekki hefðbundin bókaverslun þá væru bækur og tímarit seld þar allt árið þó svo allir titlar væru ekki jafn merkilegir. Margir svokallaðir bóksalar væru í raun ekki annað en ritfangasalar. Formaður Félags bóksala hafi meðal annars upplýst að hann seldi ein- göngu ritföng allt árið en bækur fyrir jólin. „Það er ekki eins og við höfum fundið það upp að selja vöru þegar menn vilja kaupa hana,“ sagði Óskar. Losa sig við hefðbundna bóksala Óskar sagði athyglisvert hvernig bókaút- gefendur hefðu haldið á málum síðustu fimm til tíu ár. „Ég held því fram að útgefendur hafí kerfisbundið stundað það að reyna að. losa sig við hinn hefðbundna bóksala á ís" landi,“ sagði hann. „í gegnum tíðina hafa tíðkast forlagsverslanir, þar sem veittur var afsláttur þegar keyptar voru nokkrar bækur- Þeir hafa stóraukið og eflt þessar verslanir sínar og lagt mun meiri áherslu á að selja úr þeim. Salan hefur færst þangað og afslætt- ir stóraukist og hætt er að setja skilyrði fýr' ir að keypt sé ákveðið magn. Eg hef upplif^ það sjálfur að hafa samband við eitt forlagið og geta samið um 25% afslátt í síma með því að kaupa eina bók. Á sama tíma er al- mennur afsláttur til bóksala 30%.“ Farandsala og önnur tilboð Benti Óskar á að auk þess hafi bókaútgef' endur stundað farandsölu um allt land og gengið í hús í Reykjavík og nágrenni. Þen hafí boðið fyrirtækjum bækur í stórum stfl til gjafa fyrir viðskiptavini og starfsmenn og ítrekað beint sérstökum tilboðum til starfs- mannafélaga hjá stærri fyrirtækjum, þar sem boðnar eru bækur til kaups með allt að 25% afslætti. „Ofan á allt þetta koma bókaklúb- bamir,“ sagði hann. „Ég held því fram að þetta sé kerfisbundin aðför að íslenskri bóka- verslun sem hafi verið stunduð af útgefend- um. Þeir hafi ætlað sér að ná til sín eins mikið af bókaversluninni sjálfir og þeir mögu- lega gátu en nota bóksala þegar þeim hent- aði. Þetta gat ekki gengið og er undirrót þeSS sem er að gerast á bókamarkaðinum að útgef' andi sé framleiðandi og seljandi. Samningjir um 15% afslátt varð til vegna þess að bókaút- gefendur em komnir yfir strikið og farnir að misnota sér aðstöðu sína gagnvart bóksölum- Litlir bóksalar hafa ekki haft burði til að vekja athygli á þessu sjónarmiði. Það er ekki þæg’" legt fyrir þá að etja kappi við útgefendur sem þeir eiga eftir að hafa viðskipti við.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.