Morgunblaðið - 20.12.1995, Blaðsíða 26
26 MIÐVIKUDAGUR 20. DESEMBER 1995
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ
Söngur góður o g agaður en
ekki beinlínis hljómfagur
Trio Nordica
TONLIST
Illjómdiskar
MEÐ SÖNGVASEIÐ
Á VÖRUM
Sfjómandi Lárus Sveinsson. Pfanó-
leikarí Sigurður Marteinsson. Ein-
söngvari Elín Ósk Óskarsdóttir, Þor-
geir J. Andrésson, Asgeir Eiríksson,
Bjöm Ó. Björgvinsson, Böðvar Guð-
mundsson, félagar úr Félagi harmon-
íkuunnenda Rvik. Stjóm upptöku
Sigurður Rúnar Jónsson.
KARLAKÓRINN Stefnir í Mos-
fellsbæ var stofnaður 1940 og hlaut
nafn sem hæfir stjómmálasamtök-
um fremur en unnendum söngsins.
En þetta er allt í anda þess tíma,
og ekkert við því að segja. Lárus
BOKMENNTTR
Barnabók
GOGGI & GRJÓNI VEL í
SVEIT SETTIR
Höfundur: Gunnar Helgason Myndir:
Hallgrímur Helgason. Mál og menn-
ing 1995.174 síður. Kr. 1.380
JA, HÉR fór góður biti í hunds-
kjaft, og harma eg það mjög. Ekki
af því, að eg sé svangur, heldur
ekki af því, að mér sé illa við hunda.
Nei, eg er- kópalinn og vel saddur,
- og margir beztu vina.mmna hafa
verið hundar. Sársauki minn og von-
brigði stafa af því að sjá slíkah af-
burða penna, sem höfundur vissu-
lega er, hreinlega misþyrma bráð-
Sveinsson, hinn þekkti trompetleik-
ari, hefur stjómað kórnum frá því
hann var endurreistur 1975, að und-
anskildum fjórum árum (1983-87).
Lagavalið á hljómdiskinum ein-
kennist af hefðbundnum karlakórs-
lögum, með „skrautíjöðrum" úr óper-
um og óperettum. Söngur kórsins er
góður og agaður, en dálítið einlitur,
ekki beinlínis hljómfagur. Aftur á
móti eru tveir einsöngvararanna, Elín
Ósk Óskarsdóttir og Þorgeir J. Andr-
ésson, framúrskarandi. Asgeir Ei-
ríksson (bass-bariton) er einnig mjög
góður söngvari. Þessir söngvarar
punta upp á söngskrána svo um
munar. Ekki kunni ég að meta inn-
legg Beethovens (fangakór úr Fid-
elio) í þessu samhengi, engum greiði
gerður, og allra síst tónskáldinu.
Aftur á móti kunni ég að meta fram-
Æ,-
Æ,-Æ!
snjöllum hugmyndum sínum með
sóðaorðbragði, breytir góðri skrýtlu
í aulafyndni, hvorki unglingum né
bömum bjóðandi. Sá sem efast um
þessa fullyrðingu, lesi til dæmis síðu
30.
Goggi og Grjóni áttu betra skilið,
því að þeir eru allra skemmtilegustu
pjakkar, það sanna þeir eftir komuna
til Gnýpumýrar, í umsjá Háa og
Freyju. Þá er líka höfundur hættur
að hegða sér eins og kálfur í mat-
jurtagarði, - innantómt öskrið og
lag Verdis, La Vergine Degli Angeli,
með hrífandi söng Elínar Oskar, svo
ekki sé minnst á Hello Dolly, Varir
þegja (Elín Ósk) og Skál, Skál! (Þor-
geir). Og mörg önnur lög em ágæt-
lega sungin, og engin illa. Hrífandi
er söngur Þorgeirs í Sjá dagar koma.
Hann hefur mikla tenórrödd með
keim af bariton (gæti verið „fram-
hald“ af Kristni Sigmundssyni, á efra
sviðinu). Textameðferð hans er einn-
ig til fyrirmyndar.
Félagar úr Félagi harmoníkuunn-
enda í Reykjavík koma með
skemmtilegt tillegg í rússneskum
þjóðlögum, og eykur það óvænt og
kumpánlega á fjölbreytnina.
Hjómdiskurinn er kór og stjórn-
anda til sóma, og áreiðanlega vel
metinn af unnendum karlakórssöng.
Oddur Björnsson
klaufaslettur horfið fyrir fyndni og
leikni skálds, sem mikils má af
vænta.
Þessa bók hefði þurft að vanda
betur, strika út, henda hortittunum.
Kannske hefir útgáfan gert ráð fyr-
ir slíku, því að í Bókatíðindum stend-
ur að bókin sé 150 síður, en 174
sluppu úr prentvélinni samt. Hefði
bókin verið stytt um þessar 24 síður
hefði hún batnað til mikilla muna,
og hefði Gnýpumýrardvölin verið
látin nægja, hefði úr orðið góð bók.
Að misþyrma bráðsnjöllum hug-
myndum, er eins og að ráðast á
saklaus börn sín.
Betur getur Gunnar gert, það er
eg viss um.
Myndir Hallgríms eru bráðgóðar.
Sig. Haukur
TONLIST
Illjómdiskar
FIÐLA, SELLÓ, PÍANÓ
Auður Hafsteinsdóttir, fiðla, Bryndís
Halla Gylfadóttir, selló, og Mona
Sandström, píanó, leika pianótríó
eftir Clöru Wieck Schumann, Franz
Berwald og Felix Mendelssohn-Bart-
holdy. Upptökustjóri: Vigfús Ing-
varsson. Japis JAP 9423-2.
TRIO Nordica var stofnað árið
1993 - og hefur þegar haldið kon-
serta víðsvegar um Evrópu og í
Bandaríkjunum við frábærar
undirtektir og komið fram á tón-
listarhátíðum í Skandinavíu og
Bandaríkjunum, sem segir meira
en mörg orð. Þegar hlustað er á
þennan hljómdisk er maður svosem
ekki baun hissa. Vitað var að þess-
ar ungu konur eru frábærir túlk-
endur með fullkomið vald á sínu
hljóðfæri. Að túlka kammertónlist
af jafn afdráttarlausri eindrægni
og einbeitingu og heitum tilfinn-
ingum og hér um ræðir er ekki
öllum einleikurum gefið, en þegar
það gerist duga orðin skammt. Það
verður að hlusta!
Sem tónskáld stóð Clara Schu-
mann í skugga manns síns, Ro-
berts, enda hafa konur átt fáa
fulltrúa í tónskáldastétt gegnum
aldirnar. Tónverk hennar heyrast
sjaldan, en eftir þessu píanótríói
að dæma (í G-molI, op. 17) gefur
hún manni sínum ekki mikið eftir,
a.m.k. ekki hvað varðar tilfinn-
ingahita og lyrískt flæði. Síðasti
kaflinn í einu orði sagt frábær tón-
smíð, full af þokka og krafti.
Franz Berwald var höfuðtón-
skáld Svía á öldinni sem leið, en
lítt metinn á heimaslóðum, einsog
gengur. Tónmál Berwalds var
e.t.v. ekki ýkja frumlegt (þýski
rómantíski skólinn) - en virðist
samt persónulegt og kröftugt, og
oft bryddar á óvæntum hlutum,
sem kemur glöggt fram í síðasta
þætti tríósins (nr. 1, í es-dúr).
D-moll tríó Mendelssohns (op.
49) er glæsilegt, „syngjandi" mús-
ík og á köflum rík af skaphita og
tilfinningum, „rómantísk“ í bestu
merkingu orðsins.
Og þannig er um leik og blóð-
heita túlkun þessa frábæra tríós.
Og ekki fleiri orð um það!
Hljóðritun er fín og Vigfúsi
Ingvarssyni og hinum til sóma.
Oddur Björnsson
AIIIIIIIIIIB
Lindab
llllll
Veitum 30% staö-
greiösluafslatt á þak-
rennum út desemberj
- Notum góöa veörijp!
Þakrennukerfið frá okkur er
heildarlausn. Níðsterkt og
falleg hönnun. Þakrennukeffið er
samsett úr galvanhúðuðu plastvörðu
stáli og hefur því styrk stálsins og
endingu plastsins. Þakrennukerfið frá
okkur er auðvelt og fljótlegt í
uppsetningu. Engin suða, ekkert lím.
I MhMI I érvdll!
„ Þak- og veggklæðning í mörgum
■ útfærslum, t.d.: bárað, kantað,
“ þaksteinamynstur ofl. Plastisol
bb yfirborðsvörn klæðningarinrtar
■■ gefur margfalda endingu.
Styrkur stáls
• ending plasts
Þola íslenskar
veöurbreytingar
GOTT LITAURVAL!
“ TÆKNIDEILD ÓJ&K
308®*» =
öít
^ Smiðshöfða 9 • 132 Reykjavík • Sími 587 5699 • Fax 567 4699 m
^lllllllll Gll llll IIIIIIIIIIIIII l%'
Enn kemur
Bond til
bjargar
KVIKMYNDIR
Bíóhöllin/Saga-
bíó/IIáskðlabíó
GULLAUGA
„GOLDENEYE" ★ ★★
Leikstjórí: Geoff Murphy. Framleið-
endur: Barbara Broccoli og Michael
G. Wilson. Handrit: Jeffrey Caine og
Bruce Feirstein. Aðalhlutverk: Pi-
erce Brosnan, Izabella Scorupco,
Hamke Janssen, Sean Bean, Joe
Don Baker, Robby Coltrane, Gott-
fried John og Judi Dench.
United Artists. 1995.
GETUR heimurinn komist af án
James Bond? Svo virðist ekki vera.
Eftir sex ára hlé frá því að bjarga
okkur undan gjöreyðingu hefur
njósnari hennar hátignar snúið aftur
og heimurinn tekið honum fagn-
andi. Satt er að kalda stríðið sem
skóp hann heyrir sögubókunum til
en eins og þessi nýjasta Bondmynd,
Guliauga eða „Goldeneye", sýnir er
jörðin enn varhugaverður bústaður
og stórborgir eru rétt andartaki frá
því að eyðast. Það má vel vera að
M, nýi kvenkyns yfirmaður Bonds,
hafí rétt fyrir sér þegar hún segir
að 007 sé dinósár, tímaskekkja í
nýium og betri heimi þar sem póli-
tísk rétthugsun skiptir öllu og grín-
ið með Miss Moneypenney telst kyn-
ferðisleg áreitni. En heimurinn væri
a.m.k. leiðinlegri án hans.
Gullauga er fyrsta myndin eftir
talsvert hnignunarskeið seríunnar
með hinum húmorslausa Timothy
Dalton í hlutverkinu og síðan alltof
langri þögn. Nú hefur Pierce Brosn-
an tekið við og þótt hann eigi greini-
lega enn eftir að fóta
sig í hlutverkinu og
þessi fýrsta mynd hans
sé n.k. prufukeyrsia er
ijóst að framleiðendurn-
ir hafa hitt á rétta
manninn. Hann er rétt
tálgaður í hlutverkið.
Samanburður við hina
Bondana fjóra er óum-
fiýjanlegur og líkastur
er Brosnan Roger Mo-
ore í útliti, hegðun og
framkomu; það fylgir
honum sama glettnin
og létta yfirbragðið.
Njósnarinn heldur öll-
um gömlu persónuein-
kennum sínum sem urðu til á tímum
dínósáranna, fyrir tíma kvenna-
hreyfinga, hippabyltinga og eyðni-
áratugar því þótt heimurinn sé sí-
breytilegur er Bond til allrar lukku
alltaf samur við sig.
Framleiðendurnir hafa gert ýms-
ar minniháttar breytingar - það var
t.d. frábær hugmynd að fá skap-
stygga Judi Dench í hlutverk M -
en Gullauga er klassísk Bondmynd
til síðasta ramma. Þarna er inn-
gangsatriðið sem alltaf kemur á
undan titlunum og inniheldur ótrú-
legt áhættuatriði, titilskreytingin
sem vísar í hrun kommúnismans og
er kynþokkafyllri en öll „Show-
girls“, Tina Turner syngur nýja
Bondlagið, Q gamli sér 007 fyrir
galdratækjum sem við vitum að eiga
eftir að bjarga okkar manni á síð-
ustu stundu, Bondstúlkan er glæsi-
leg sem fyrr, stórbrenglaðar ráða-
gerðir um gereyðingu Lundúna-
borgar eru hinar ævintýralegustu,
áhættuatriðin og bílaeltingaleikirnir
augnayndi, sérstaklega sá með
skriðdrekanum sem rústar Péturs-
borg. Og öllu er þessu rennt niður
með enn einum vodkamartíní, hrist-
um en ekki hrærðum.
Veiki hlekkurinn eru voðamennin.
Bilaða illmennið á af einhveijum
ótrúlega langsóttum ástæðum óupp-
gerðar sakir við hinn vestræna heim
og er langtífrá eins skrautlega
ótengdur við raunveruleikann og
fornir fjendur Bonds. Morðtólið hans
er kvenmaðurinn Onaropp sem hald-
in er kvalalosta og murkar lífíð úr
karlmönnum með greddulegu klof-
bragði. Hún á þó ekkert í Jaws
gamla.
En það er sannkallaður sprengi-
kraftur í Gullauga. Nýsjálenski leik-
stjórinn Geoff Murphy sér til þess
að halda uppi keyrslunni í gömlu
Bondhefðinni og þú hummar Bond-
þemað með sjálfum þér löngu eftir
að þú ert kominn heim. Ekki svo
slæmt fyrir dinósárinn.
Arnaldur Indriðason