Morgunblaðið - 20.12.1995, Qupperneq 35

Morgunblaðið - 20.12.1995, Qupperneq 35
MORGUNBLAÐIÐ gahamfarir“ við akið“ Morgunblaðið/Sverrir invarp og tölvuspil þótt uggur sé reitingum. Brynjólfur Mogensen kvaðst þeirr- ar hyggju að fjárframlögum til heil- brigðismála væri misdreift. Lands- byggðin fengi um 700 miiljónum króna of mikið miðað við afköst. Það væri hins vegar erfitt pólitískt að leið- rétta þá misdreifmgu og ekki hlaupið að því að sannfæra Alþingi um ágæti þess. Samsetning fjárveitingamefnd- ar, þar sem aðeins sæti einn þingmað- ur úr Reykjavík og einn af Reykja- nesi, segði allt, sem segja þyrfti, um það. Viðmælendur Morgunblaðsins voru þeirrar hyggju að 383 milljóna króna niðurskurður væri alltof stór biti til að kyngja á einu ári án þess að „hrikti í stoðum eða einhveijir meginstólpar hrynji" og uggur væri í starfsfólki Borgarspítala og Landakots vegna þessa máls. Að sögn Jóhannesar væri ef til vill væri hægt að spara um 100 milljónir á næsta, en megináherslu þyrfti að leggja á langtímaáætlanir í stað illa undirbúinna, „ómarkvissra og skað- legra ráðstafanna“. anda skólans 100 þúsund krónur á nemanda. Ef það koma 200-300 nýir nemendur þá eykst þunginn hjá okkur um 20-30 milljónir. Það er tii lítils fyrir okkur að loka einhverri af þessum deildum og beina nemendum annað, því að þær deildir eru þá ekki ódýrari og jafnvel geta þær verið dýrari,“ sagði Svein- björn. Stúdentar skilja vandann Hann sagði að sú aukna fjárveiting sem fengist hefði frá 1992 hefði ekki vegið upp á móti fjölgun nemenda. Árið 1994 hefði skólinn t.d. verið með 30 milljóna kr. halla og enn væri svip- aður halli í ár. Hann sagði vandamál- ið sem við væri að glíma nú vera svip- að og 1992, en erfiðara væri að grípa til aðgerða nú þar sem þegar væri búið að draga mikið úr kennslu. í skólanum óttuðust menn að með minnkandi þjónustu við nemendur yrði meira lagt á þá í sjálfsnámi og það gæti þýtt að þeir færu að tefjast í námi og myndu missa námslánin sín. „Þess vegna standa stúdentar líka ákaflega vel með okkur því þeir skilja vel þennan vanda,“ sagði Sveinbjörn. MIÐVIKUDAGUR 20. DESEMBER 1995 35 Þ RÁTT fyrir mikinn áhuga á jarðgangagerð hér á landi hefur lítil umræða verið um öryggi vegfarenda, til dæmis vegna elds í ökutækjum. Is- lendingar hafa almennt ekki vanist því að aka um jarðgöng og hlýtur það að vera mikilvægt að menn hafi fullt traust á öryggi sínu í þeim þegar ver- ið er að ráðast í dýrar framkvæmdir í nágrenni höfuðborgarinnar til dæm- is. í nágrannalöndunum hefur umræð- an aukist vegna áforma um og bygg- ingu sífellt meiri umferðarmannvirkja neðanjarðar. í Svíþjóð hafa öryggis- mál í Stokkhólmsgöngunum verið mikið rædd enda þar um gríðarlegt mannvirki að ræða þar sem heilt umferðarkerfi er byggt neðanjarðar. Haukur Ingason, brunaverkfræð- ingur hjá sænskri ríkisstofnun sem vinnur að þróun eldvama, hefur unnið að ákveðnum þætti við áhættumat Stokkhólmsganganna. Hann segir að mesta hættan feiist í umferð olíubíla, stórra flutningabíla og bíla með eitur- efni. Margir gætu látið lífið í þannig slysi. Segir hann að deilt hafi verið um það hvernig ætti að bregðast við hættunni. Stafí það einkum af því að opinberar öryggiskröfur séu ekki til. Settar hafi verið fram óskir um að komið yrði upp vatnsúðunarkerfi í öll- um göngunum og slökkvistöðvum við endana. Nú væri rætt um að láta slökkviliðið fylgja öllum olíubílum og stærri flutningabílum um göngin, enda væri það mun ódýrara, og efla slökkviliðin í núverandi stöðvum í stað þess að byggja upp nýjar stöðvar við göngin. Umferðarþunginn hefur mikil áhrif á gerð áhættumats jarðganga og búist er við mikilli umferð í Stokkhólms- göngunum. Haukur segir að athyglin beinist að umferð olíubíla og flutn- ingabíla, ekki síst vegna eiturgufa sem skapast af bruna plastefna, enda teldu menn ekki líkur á hættuástandi þó eldur kæmi upp í fólksbílum, yfirleitt væri hægt að ráða við slík óhöpp. Hann segir að líkur aukist' á að eldur kvikni í þungum bílum þegar þeir þurfa að fara upp eða niður mikinn halla í göngum. Ekki unnið áhættumat vegna Olafsfjarðarganga í dag verða Vestfjarðagöngin opnuð fyrir umferð til bráðabirgða. Unnið hefur verið að gerð áhættumats og viðbúnaðarkerfis en hvorugt er endan- lega tilbúið. Reyndar hefur verið sleg- ið af öryggiskröfum til að unnt verði að nota göngin í vetur. Þannig kemst loftræsting ekki í gagnið fyrr en eftir áramót svo og neyðarsímakerfi. I gær voru handslökkvitæki heldur ekki komin á sinn stað. Þess vegna verður hámarkshraði í byrjun aðeins 50 km á klukkustund en í framtíðinni 60 km. Guðmundur Gunnarsson, yfirverk- fræðingur Brunamálastofnunar, segir nauðsynlegt að gera áhættumat vegna allra framkvæmda við jarðgöng. Stofnunin hafi kallað eftir slíku mati hjá Vegagerðinni vegna Vestfjarða- ganga og sé það í fyrsta skipti sem á slíkt reyni. Áhættan hafi ekkýverið metin með sama hætti áður en Ólafs- fjarðargöngin voru tekin í notkun en nú væri unnið að því. Hreinn Haralds- son, framkvæmdastjóri rannsókna- og þróunarsviðs Vegagerðarinnar, segir að gengið verði frá áhættumati fyrir Ólafsíjarðargöngin að fenginni reynslu við sömu vinnu vegna Vest- fjarðaganganna. Almannavarnir ríkisins stóðu fýrir sameiginlegri æfingu björgunarsveita og slökkviliða á Ólafsfírði og Dalvík í Ólafsfjarðargöngunum eftir að þau voru tekin í notkun. ____________ Slökkviliðin á þessum stöð- um eru skipuð áhugamönn- um. Sviðsettur var árekstur hópferðabíls og vörubifreið- ar þar sem eldur braust út —.... og göngin lokuðust. Guðjón Petersen, framkvæmdastjóri Almannavarna, segir að æfingin hafi gengið vel og verið gagnleg. Hann telur hins vegar að þessi litlu slökvilið gætu átt í mikl- um erfiðleikum ef stórslys yrði í göngunum enda væru vandamálin sem þar væri við að etja svo ólík að- stæðum utan ganga. Öruggt og gott mannvirki Hreinn Haraldsson segir að við hönnun Vestfjarðaganga hafi verið notaðar ákveðnar hönnunarleiðbein- ingar og tekið mið af umferðinni. Plöt- ur sem notaðar eru til að klæða vatns- leka hafa verið brunavarðar en klæðn- • • Oryggi í jarðgöngum Umferð olíubíla takmörkuð Sérfræðingar á sviði brunamála hafa mestar áhyggjur af hættunni af eldi í olíubílum eða stórum flutningabílum þegar hugað er að öryggi vegfarenda í jarðgöngum. Umferð olíu- bíla verður takmörkuð í V estfj arðagöngum. Varaslökkviliðsstjórinn í Reykjavík telur að öryggi verði best tryggt í Hvalíj arðargöngum með því að koma upp slökkvistöð við ganga- munnann. Helgi Bjarnason kannaði viðhorf manna sem vel þekkja til mála. Morgunblaðið /Þorkell VESTFJARÐAGÖNG verða opnuð til bráðabirgða í dag. Slegið af kröf- um vegna opnunar ingarnar í Ólafsfjarðargöngunum eru ekki brunaþolnar miðað við núgildandi staðla. Þá verður viðbúnaðarkerfi með skynjurum vegna mengunar, neyðar- símum og neyðarljósum, sem vísa skemmstu leið út, komið upp í göngun- um. Þar sem göngin eru grafin í gegn um fjöll er ekki um aðrar útgönguleið- ir að ræða en gangamunnana þrjá. Göngin eru tvíbreið úr Skutulsfirði og inn að gatnamótum sem eru í miðju fjallinu en einbreið með útskotum til Súgandafjarðar og Önundarfjarðar. Segir Hreinn að fólk ætti að eiga möguleika á að koma sér í burtu ef eitthvað gerðist. Þá kvikna rauð að- vörunarljós við gangnamunnana til að koma í veg fyrir að fleiri bílar aki inn í göngin og hugsanlegt er að fella --------- niður slár við slíkar að- stæður. Hann segir að Vestfjarðagöngin séu öruggt og gott mannvirki og bendir á ap tölfræðilega séu jarðgöng alveg jafn örugg og vegir undir beru lofti, þó það segir vegfarendum um göngin kannski lítið. Lýsir hann þeirri skoðun sinni að miklu meiri hætta stafi af einbreiðum brúm á vegum landsins en jarðgöngunum. Slökkviliðið á Ísafirði er sæmilega í stakk búið til að takast á við eld inni í Vestfj arðagöngum, að mati Þor- björns Sveinssonar slökkviliðsstjóra. Liðið hefur yfir að ráða nýlegum tækj- um og þjálfuðum reykköfurum. Þor- björn segir að nóg sé af vatni til slökkvistarfs í Vestfjarðagöngum. Hann telur að ágætis slökkviliðsmenn séu einnig á Flateyri og Suðureyri en töluvert vanti upp á tæjakostinn. Þessi lið eru bæði skipuð áhugamönnum og eru með gamla hægfara Bedford- slökkvliðsbíla. Ef eldur kemur upp í göngunum hefur slökkviliðsstjórinn á Isafírði með höndum stjórnun allra liðanna, samkvæmt drögum að við- búnaðaráætlun sem fyrir liggja. Fyrir- hugað er að halda sameiginlega æf- ingu í göngunum í vetur. Þorbjörn segir að leitað verði eftir samkomulagi við olíufélögin um að láta olíubílana nota göngin á kvöldin og nóttunni, þegar umferðin er minnst. Göngunum verður þó ekki lokað fyrir annarri umferð á meðan. Ef slíkt samkomulag næst ekki mun Vegagerðin setja einhliða reglur til höfuðs olíubílum. Flutningur með önn- ur hættuleg efni er tilkynningaskyldur og segir slökkviliðsstjórinn að þeim verði beint á kvöldin og --------------- næturnar. Annars telur Þorbjörn að tiltölulega litlár líkur séu á miklum óhöppum í göngun- um, miðað við norska staðla " sem Vegagerðin hefur til hliðsjónar við sína vinnu. Þannig megi búast við þremur árekstrum fólksbíla á ári að meðaltali, að yfir 60 ár líði milli þess að eldur komi upp í fólksbíl í göngun- um, að 250 ár líði milli elds í þyngri flutningabílum og 5.000 ár milli óhapps með hópferðabifreið. Hann tekur þó fram að slíkar meðaltalstölur segi ekki mikið, slysið gæti þess vegna orðið á morgun. Þorbjörn skoðaði að- stæður í göngunum í fyrradag vegna fyrirhugaðrar opnunar þeirra. Segist hann vera hræddastur við gatnamótin í göngunum, að þar gætu orðið slys ef menn færu ekki varlega, en tekur fram að þau séu rækilega merkt. Slökkvistöð við gangamunann? Búast má við að meiri kröfur verði gerðar um öryggi í væntanlegum göngum undir Hvalfjörð en í Vest- fjarðagöngum vegna þess hvað um- ferðin verður þar mikið þyngri. í Nor- egi er til dæmis frjáls umferð um göng á landsbyggðinni en nær þéttbýl- inu, þar sem umfei-ð er meiri, er akst- ur tankbíla með olíu eða hættuleg efni aðeins heimilaður utan annatíma og dæmi eru um að göngum sé lokað á meðan. Jón Viðar Matthíasson, vara- slökkviliðsstjóri Slökkviliðs Reykjavík- ur, hefur vakið máls á öryggismálum í væntanlegum Hvalfjarðargöngum og spurst fyrir um það hvort Slökkvil- ið Reykjavíkur eigi að þjóna göngun- um. Slökkviliðið á Kjalamesi er áhugamannalið og hefur bakstuð.ning af Slökkviliði Reykjavíkur sem annast símsvörun og fer einnig í útköll. Að norðanverðu er Skilmannahreppur og er Slökkvilið Akraness kallað út en þar er aðeins einn maður á vakt en liðið að öðru leyti skipað mönnum sem ekki eru slökkviliðsmenn að atvinnu. Guðmundur Gunnarsson, yfirverk- fræðingur Brunamálastofnunar, telur að það taki full langan tíma fyrir lið- ið úr slökkvistöðinni við Tunguháls í Reykjavík að komast á staðinn og vafasamt að slökkviliðið á Akranesi hafi nægan viðbúnað til að taka þetta verkefni að sér. Hann segir að jarð- göng séu það sérstök að við hver ný göng þurfi að fara yfir það hvernig eigi að haga viðbúnaði vegna huggan- legra slysa. Jón Viðar segir að mun erfíðara sé að fást við eld í jarðgöngum en ann- ars staðar. Eldur, hiti og reykur geti lokast inni og geri björgunar- og slökkvistarf sérstaklega erfitt. Þá sé ávallt hætta á að vegfarendur verði hræddir í jarðgöngum og reyni með öllum ráðum að komast út, jafnve1 þó ekki sé um stórvægilegt óhapp að ræða. Afar mikilvægt sé að bregðast fljótt við til bjargar fólki. Þá þurfí góðan stuðning við reykköfun langt inn í göng. Sjálfur telur Jón Vííar best að setja upp slökkvistöð sem næst göngunum og bendir á möguleik- ann að gera það við annan hvorn gangamunann. Slökkvistöð þar gæti jafnframt sinnt útköllum vegna verk- smiðjunnar á Grundartanga. ítrustu öryggiskröfur Erlend fyrirtæki hafa tekið út ör- yggismál í væntanlegum Hvalfjarð- argöngum, bæði miðað við aðstæður í Noregi og Bretlandi. Guðlaugur Hjörleifsson, yfírverkfræðingur ís- lenska járnblendifélagsins á Grundart- anga, vann að tæknilegum undirbún- ingi ganganna á • vegum Spalar hf. Hann segir að ítrustu kröfur verði gerðar um öryggi í göngunum en seg- ir að endanleg ákvörðun hafí ekki verið tekin um einstök atriði. Segir hann að fólksbílar geti snúið við hvar sem er í göngunum og stórir bílar í nokkrum útskotum. Vatnstankar verði við báða munnanna og neyðar- símar og handslökkvitæki á nokkrum stöðum. Þegar handslökkvitæki er notað gefur það útkallsboð til slökkvi- stöðvar. Guðlaugur segir að til um- ræðu hafi verið að beina umferð tank- bíla, sem flytja varasöm efni, á þann tíma sólarhringsins sem umferð er með minnsta móti og jafnvel að loka göngunum á meðan þeir renna í gegn. Fyrirtækið sem tekur að sér að grafa göngin mun setja upp. öryggis- kerfi sem notað verður á meðan unn- ið er í göngunum. Væntanlega verður byggt á þeim grunni þegar rekstur hefst. Guðmundur Gunnarsson telur að núverandi viðbún- _________ aður á Akranesi og í Reykjavík sé tæplega næg- ur en tekur fram að engar ákvarðanir hafi verið teknar um það hvaða kvað- ir verði lagðar á eiganda ganganna í þessu efni. Guðjón Petersen hjá Al- mannavörnum tekur undir hugmyndir varaslökkviliðsstjórans í Reykjavík um slökkvistöð við gangamunnann, ?tgist telja æskilegt að hafa viðbúnað á staðnum. Bendir hann á að þar þurfi hvort sem er að vera starfsfólk við innheimtu veggjalds og stjórnun vél- búnaðar. Guðlaugur Hjörleifsson segir hugsanlegt að þetta fólk geti tekið fyrstu skrefín í björgunarstarfí ef eitt- hvað gerist í göngunum. Viðbúnaður slökkviliða varla nægur
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.