Morgunblaðið - 20.12.1995, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 20.12.1995, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. DESEMBER 1995 53 FRÉTTIR Heilsdagsskólinn - athugasemd FRÁ Borgarkringlunni. Morgunblaðið/Halldór K. Jólastemmning í Borgarkringlunni í MORGUNBLAÐINU 19. desem- ber er greint frá að samkomulag hafi náðst milli borgaryfirvalda og skólastjóra grunnskóla í Reykja- vík, þannig að rekstur skólans verði óbreyttur eftir áramót. í grein þessari er haft eftir Sig- rúnu Magnúsdóttur, formanni skólamálaráðs, að viðræður hafi staðið yfir við skólastjóra að undanförnu, og að skólastjórar hafi verið búnir að ákveða að ef samningar tækjust ekki á fundi (sem boðað var til föstudaginn 15. des. og halda átti kl. 9 mánudag- inn 18. des.) yrði sent bréf til for- eldra um að staða heilsdagsskólans væri óviss. Þá segir hún að einn skólastjóri hefði samt sem áður sent út bréf þrátt fyrir að viðræður stæðu yfir. Þessum ummælum vil ég mót- mæla. Engar viðræður voru í gangi milli samninganefndar okkar og starfsmannastjóra borgarinnar, frá því að starfsmannastjóri sleit samningum seinni hluta október og gaf út sinn eigin launataxta, þar til fundar var boðaður 18. des. í greininni er undirrituðum stillt upp sem ómerkingi gagnvart kol- legum með því að senda út bréf til foreldra. Hið rétta er að í byijun desem- ber sagði ég deildarstjóra Skóla- skrifstofunnar, sem hefur með málefni heilsdagsskólans að gera, að hafi engir samningafundir verið haldnir fyrir helgina 9.-10. des. þá sæi ég mér ekki annað fært en að láta foreldra í mínu skólahverfi vita um þá óvissu sem starf heils- dagsskólans væri í eftir áramót. Þetta gerði ég með bréfi dagsettu 12. desember. Fimmtudaginn 14. desember, að afloknum fundi fræðslustjóra og Skólaskrifstofu með skólastjórum um málefni þessu óskyld, funduðu skólastjórar sérstaklega um málefni heilsdags- skólans. Þar kom fram mikil gagnrýni á að enginn samningafundur hefði enn verið haldinn. Undirritaður gerði þar grein fyrir því bréfi sem hann hafði sent út og var síðan samþykkt að skólastjórafélagið sendi bréf sem allir sendu út mánu- daginn 18. des. að óbreyttum mál- umm, enda löngu orðið tímabært að foreldrar fengju að vita í hvaða óvissu heilsdagsskólinn var frá áramótum þar sem allir skólastjór- ar höfðu sagt upp samningum við borgina. Því miður lofa þau vinnubrögð sem þarna koma fram hjá embætt- ismanni borgarinnar ekki góðu á þeim tímamótum sem við stöndum nú á með flutningi grunnskólans til sveitarfélaganna. Mörg störf hafa skólastjórar í Reykjavík innt af hendi fyrir Reykjavíkurborg á liðnum árum án nokkurrar þóknunar og er sífellt verið að bæta þar við. Nú var samþykkt að taka þau mál til skoðunar og úrbóta. Er vonandi að þar verði betur að unnið en heilsdagsskóla- málinu. Þorvaldur Óskarsson, skólastjóri Breiðholtsskóla. MARGT hefur verið um mann- inn í Borgarkringlunni að und- anförnu og einnig hafa bæst við nýjar verslanir og má þar nefna Sjónvarpsmarkaðinn, Kjarakaup, Snyrtivöruverslun- ina Evítu og Brosandi fólk. Jóladagskrá Borgarkringl- unnar hefur verið fjölbreytt og byggst á jólasveinum, lif- andi tónlist og söng af ýmsum toga, bókakynningum auk árit- ana rithöfunda lyá Eymunds- son og fleiru. Borgarkringlan verður opin frá kl. 10-22 alla vikuna, á Þorláksmessu til kl. 23 og á aðfangadag kl. 9-12. BHMR mótmælir skerðingii á tekjum ellilífeyrisþega BANDALAG háskólamanna- BHMR hefur sent frá sér yfirlýs- ingu þar sem harðlega er mót- mælt þeirri skerðingu á tekjum ellilífeyrisþega sem samtökin segja að felist í niðurfellingu á 15% frádrætti af greiddum lífeyri úr lífeyrissjóði. BHMR telur að niðurfelling á 15% frádrættinum í heild muni valda mörgum ellilífeyrisþeganum umtalsverðum tekjumissi og bitni harðast á þeim sem hafi sparað lengst og mest í lífeyrissjóði. „Það er því ljóst að þessi breyting á frumvarpinu beinist einkum gegn opinberum starfsmönnum," segir í yfirlýsingunni en þar er vísað til frumvarps til breytinga á lögum um tekju- og eignaskatt sem nú er til meðferðar á Alþingi. Verði bætt í kjörum BHMR bendir á að skattfrelsi lífeyrisiðgjalda nýtist opinberum starfsmönnum miklu síður en öðr- um launamönnum, þar sem opin- berir starfsmenn greiði aðeins ið- gjöld af dagvinnulaunum. Banda- lagið telur að þennan mismun verði að bæta opinberum starfs- mönnum í kjörum. Léttur jóla- djass á Kringlukránni GRETTIR Björnsson, harmon- ikuleikari, Ragnar Páll Einars- son, gítarleikari, og Hjördís Geirsdóttir, söngkona, flytja léttan jóladjass á Kringlukránni miðvikudagskvöldið 20. desem- ber kl. 22. Listgler flytur Fyrirtækið Listgler hefur verið flutt um set, en það var áður til húsa á Kársnesbraut 110 í Kópa- vogi. Nú hafa eigendur Listglers opnað á nýjum stað í eigin hús- næði á Kársnesbraut 112 eða í næsta húsi við eldri staðinn. í List- gleri eru framleiddar blýlagðar rúður til margvíslegra nota, s.s. í staka glugga, innréttingar og inni- og útihurðir. Rúður frá Listgleri prýða nokkrar kirkjur hérlendis. Þar eru einnig framleiddir blýlagð- ir speglar, lampar, hengimyndir og fleira smálegt, en hægt er að fá útbúna spegla og rúður eftir hugmyndum viðskiptavina. Morgunblaðið/Aðalheióur Högnadóttir EIGENDUR Listglers, Yngvi Högnason og Kristin Guðmunds- dóttir, hafa komið sér vel fyrir á nýjum stað við Kársnesbrautina. Frá versluninni Markinu. Markið stækkar við sig NÚ NÝLEGA var haldið upp á 15 ára afmæli verslunarinnar Marksins og af því tilefni var opnuð ný 500 fm verslun í Ármúla 40 á sama stað og verslunin hefur verið til húsa undanfarin 10 ár. Nýja versl- unin er tvöfalt stærri en sú eldri og vöruúi’val hefur verið aukið. í fréttatilkynningu segir að Markið hafi verið stærsti seljandi reiðhjóla hér á landi. Skíðadeildin hefur stækkað mikið í gegnum árin en auk hjóladeildarinnar hafa skíði líka verið til sölu. Með auknu rými er nú einnig hafin sala á öllum al- mennum sportvörum s.s. íþrótta- skóm, íþróttafatnaði, sundfatnaði og útivistarfatnaði. Auk sportvara selur Markið ýmsar gerðir leik- tækja, allt til iðkunar borðtennis, billjards og pílukasts auk þrekæf- ingatækja. Kórtón- leikar í Keflavík- urkirkju KÓRTÓNLEIKAR verða í Keflavíkurkirkju miðviku- dagskvöldið 20. desember. Þar koma fram yngri og eldri kórar Tónlistarskólans í Keflavík, Kór Fjölbrautaskóla Suðurnesja, Kór fyrir alla og yngri og eldri deild Bjöllukórs Tónlistarskólans í Garði. Allir kórarnir eru undir stjóm Gróu Hreinsdóttur og syngja þeir og spila hver í sínu lagi og einnig saman. Alls koma fram á tónleikun- um um 90 manns, börn og fullorðnir. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill. Gengið að nýju göngu- brúnni úr fjórum áttum HAFNARGÖNGUHÓPUR- INN stendur fyrir gönguferð- um úr fjórum áttum að nýju göngubrúnni yfir Kringlu- mýrarbraut í miðvikudags- göngu sinni 20. desember. Farið verður frá öllum brottfararstöðum kl. 20, frá Hafnarhúsinu, frá Garðská- lanum í Laugardal, frá Ár- bæjarsafni (innganginum) og frá íþróttahúsi Garðabæjar, en frá íþróttahúsinu Smáran- um Kópavogi hálftíma síðar. Fararstjóri verður fyrir hveijum hópi. Allir hóparnir hittast á brúnni kl. 21.15 og að því búnu verður farið inn í Skógræktina. Þórður mætir með nikkuna og boðið verður upp á kaffi og kökur. Val er um að ganga til baka eða taka AV eða SVR. Allir vel- komnir. Ekkert þátttöku- gjald. ■ MÁLFUNDAFÉLAG al- þjóðasinna stendur að mál- fundi miðvikudagskvöldið 20. desember kl. 20 um efnið: Nató stefnir í stríð í Júgó- slavíu, ráðastéttin á Islandi vill vera með og koma upp her, miðja heimsstjórnmála og stéttaátaka er í Evrópu. Málshefjandi er Gylfi Páll Hersir, verkamaður, Dags- brún. Fundurinn verður að Klapparstíg 26, 2. hæð. -leikur að læra! Vinningstölur 19. des. 1995 1.2.11.12.17.25*26 Eldri úrslit á símsvara 568 1511
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.