Morgunblaðið - 20.12.1995, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 20.12.1995, Blaðsíða 64
64 MIÐVIKUDAGUR 20. DESEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ GSM jarver6i Audiovox GSM - 650 263 g með rafhlöðunni sem fylgir símanum • Rafhlaða endist í 70 mín samtal eða 18 klst. bið • Tekur stórt kort PÓSTUR OG SÍMI Söludeild Ármúla 27, sími 550 780 Þjónustumiðstöð í Kirkjustræti, sími 550 6670 Söludeild Kringlunni, sími 550 6690 Póst- og símstöðvum um land allt NÝJAR HLJÓMPLÖTUR 40árí sviðsljósinu Ragnar Bjarnason hefur löngum verið einn ástsælasti skemmtikraftur íslensku þjóðarinnar. Um þessar mundir koma út tvær plötur með söng hans, Heyr mitt ljúfasta lag með þekktustu lögum hans í gegn um árin og plata Stórsveitar Reykjavíkur. G ER sko aldeilis ekki á þeim buxunum að fara að hætta,“ segir Ragnar, sem hefur skemmt fólki í 40 ár. „Það er mjög gaman að geta verið enn þá á fullu spani eftir öll þessi ár. Ég er núna að syngja vestur á Sögu, auk þess að vera með út- varpsþætti á sunnudögum. Ég hef nóg fyrir stafni," segir hann. Aðspurður um ástæður fyrir vinsældum_hans hjá þjóðinni seg- ir hann: „Ég reyni alltaf að gera mitt besta og hef gaman af því sem ég er að gera. Takmark mitt er ávallt að skemmta fólki sem Morgunblaðið/Jón Svavarsson Ragnar Bjarnason. Morgunblaðið/Ámi Sæberg STÓRSVEIT Reykjavíkur á æfingu. mest.“ Ragnar vill ekki kalla sig Frank Sinatra íslensku þjóðarinn- ar. „Nei,“ segir hann og hlær, „en ég hef mjög gaman af að syngja lögin hans og hinna gömlu snill- inganna, Dean Martin, Terry Como, Nat King Cole og fleiri.“ Verður hann aldrei leiður á að syngja gömlu lögin aftur og aft- ur? „Nei, það er nefnilega svo skrýtið. Ég verð bara aldrei leiður á þeim. Ég hef svo gaman af því sem ég er að gera.“ Ragnar seg- ist vera mjög ánægður með nýju úrvalslagaplötuna, Heyr mitt ljúf- asta lag. „Þetta er mjög vel unn- ið og ég er ekki síður ánægður með Stórsveitarplötuna. Það var yndislega gaman að vinna með Stórsveit Reykjavíkur. Ég hef gaman af að syngja með svona stórsveit. Þetta var alveg stór- kostlegt." Eins og fyrr sagði er Ragnar síður en svo hættur í- skemmtana- bransanum. „Við ætlum að gera plötu núna í vetur. Þetta verður einhvers konar afmælisplata í til- efni af því að ég er búinn að vera í 40 ár í bransanum, en það er ekki alveg búið að ákveða með hvaða sniði hún verður." Haraldur yfirstrumpur Platan Haraldur í Skrýplalandi frá 1979 hefur nú veríð endurútgefin undir nafninu Halli og Laddi í Strumpalandi. Haraldur Sigurðsson hefur nú fengið bróður sinn Þórhall til liðs við sig. ETTA eru sömu lögin og á gömlu plötunni, fyrir utan að textamir eru aðlagaðir að nafninu Strumpar. Laddi kemur líka inn í þetta, en hann kom ekk- ert nálægt fyrri útgáfunni. Hann talar og syngur fyrir strumpana," segir Haraldur. Platan var afar vinsæl á sínum tíma. „Jú, ég held það hafí selst hátt í tíu þúsund eintök þama 1979,“ segir Haraldur, sem er viss um að strumpamir höfði jafnt til ungu kynslóðarinnar nú sem þá. „Þetta eru sígild lög sem höfðuðu til allra. Sérstaklega krakkanna náttúrulega, en fullorðnir höfðu bara mjög gaman af þeim líka. Enn þann dag í dag er fólk að spyija um þessa plötu, enda er hún löngu ófáanleg." Haraldur er ekki lengi að hugsa sig um þegar hann er spurður hver sé uppáhalds stmmpurinn hans. „Það er Laddi, tvímælalaust". Þeir bræður hafa ekki starfað mikið saman upp á síðkast- r ið. Verður breyting þar á ; . í náinni framtíð? „Það veit I* maður ekkert um. Við höfum ekki rætt það sér- staklega, en þó veit maður aldrei. Upp á síðkastið hef ég verið að vinna hjá tímariti hesta- manna, Eiðfaxa, þannig að ég hef tekið mér frí frá skemmtanabrans- anum þetta árið. En maður veit aldrei hvað framtíðin ber í skauti sér,“ segir Haraldur að lokum. Kalkún er kærkomin tilbreyting á veisluborðið. Þú færð þér einn kalkún, hvort sem veislan er fyrir fjóra eða fjórtán, býrð til heslihnetu og sveppafyllinguna, eldar kalkúninn og bragðgott kjötið gerir hátíðina enn hátíðlegri. Daginn eftir koma svo þeir sem misstu af veislunni í kalda kalkúnasalatið. Bækling með Ijúffengum uppskriftum og kalda kalkúnasalatinu er að finna í næstu búð. Reykjabúið hf. Mosfellsbæ.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.