Morgunblaðið - 20.12.1995, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 20.12.1995, Blaðsíða 44
MIÐVIKUDAGUR 20. DESEMBER 1995 AÐSENDAR GREINAR MORGUNBLAÐIÐ . Kvikmyndir og skiln- ingsleysi ráðamanna FYRIR nokkru lét Félag kvikmynda- gerðarmanna gera skoðanakönnun um viðhorf almennings til íslenskrar kvik- myndagerðar. Þessi könnun staðfesti það sem kvikmyndagerð- armenn á íslandi hafa lengi vitað að al- menningur stendur með þeim og vill efla íslenska kvikmynda- gerð. Helstu niður- stöður voru þær að fólk telur íslenskar kvikmyndir fyllilega standast samanburð við erlendar, bæði hvað Böðvar Bjarki Pétursson varðar gæði og skemmtanagildi. Yfir 90% þeirra sem sem svöruðu töldu að Kjvikmyndasjóður ætti rétt á sér og tæp 50% töldu að það ætti að auka eða stórauka framlög til sjóðsins. Yfir 90% töldu íslenskar kvikmyndir góða landkynningu. Rúmlega 75% töldu að hlutfall ís- lensks efnis hjá Ríkissjónvarpinu væri of lágt og yfir 80% töldu að það væri of lágt hjá Stöð 2. Þann- ig mætti áfram telja. Heiidarniður- staðan er: „íslendingar vilja auka íslenska kvikmyndaframleiðslu bæði fyrir kvikmyndahús og sjón- varp.“ En þessi vilji þjóðarinnar ^Hiiefur ekki skilað sér til ráðamanna þjóðarinnar sem hafa umgengist þennan atvinnuveg af algjöru skilningsleysi. Afleiðingin er sú að mörg kvikmyndafyrirtæki ramba nú á barmi gjaldþrots og fjöldi kvikmyndagerð- armanna hefur flust úr landi. Listgrein og iðnaður Þegar rætt er um að viðhalda menningu, sögu og tungu, þá virðast flestir gera sér grein fyrir því að kvik- myndir eru þar einn áhrifaríkasti miðillinn. Nú á síðustu mánuðum hefur skollið á íslandi flóðbylgja erlends sjónvarpsefnis, með tilkomu nýrra stöðva sem endurvarpa er- lendu efni. íslendingar eru þar að taka þátt í þeirri þróun sem á sér stað í heiminum, enda er sjón- varpsiðnaðurinn í gríðarlegum uppgangi. I eðli sínu er hér um jákvæða þróun að ræða þar sem tæknin er notuð til að auka fram- boð. En jafnframt er hætta á ferð, sérstaklega litlum menningarsam- félögum, að þau verði fjölþjóðaiðn- aði að bráð. Gerum okkur grein fyrir því að stór hluti í þeirri kyn- slóð sem nú er að alast upp er tvítyngdur. Enskan hefur rutt sér leið í gegnum kvikmyndir. Nær allar aðrar þjóðir í Evrópu hafa mætt þessum nýju áhrifum með því að efla innlenda kvikmynda- gerð. Hér á íslandi hefur stuðning- ur við íslenska kvikmyndagerð hins vegar dregist saman. Þrátt fyrir að allir geri sér grein fyrir hinni menningarlegu nauðsyn. Þrátt fyrir að þjóðin vilji sjá meira af íslensku efni. Og þrátt fyrir að kvikmyndagerðarmenn hafi mar- goft sýnt framá að íslensk kvik- myndagerð er þjóðhagslega hag- kvæm, mælt í krónum og aurum. Við skulum gera okkur grein fyrir því að kvikmyndaiðnaðurinn er atvinnuvegur sem hefur mikla vaxtarmöguleika. Ef rétt er á málum haldið er hægt að skapa. hér mörg hundruð atvinnutæki- færi auk þess að skapa gjaldeyris- tekjur upp á hundruð milljóna á ári. En til þess að þetta takist verðum við að fá stuðning. Lítum aðeins á það starfsumhverfi sem íslenskum kvikmyndagerðar- mönnum er boðið upp á. Framlög til kvikmyndagerðar Rétt er að gera sér grein fyrir því í upphafi, hver er raunveruleg- ur kostnaður við framleiðslu kvik- mynda á íslandi. Kostnaður við framleiðslu bíómyndar er á bilinu 60 til 150 milljónir. Kostnaður við heimildar- eða stuttmynd er á bil- inu 5 til 30 milljónir. Kvikmyndasjóður: Framlög til Kvikmyndasjóðs voru skorin niður í ár og eru nú um 92 milljónir. í fyrra gerðist það að í fyrsta skipti voru veitt vilyrði um styrki af fjár- veitingu næsta árs. Þess vegna er nú þegar búið að úthluta 40 millj- ónum af þessu fé til tveggja bíó- mynda (Djöflaeyjan 20 milljónir, Ungfrúin góða og húsið 20 milljón- ir). Þá hafa stöðugt verið lagðar nýjar skyldur á sjóðinn sem þarf Öflugur kvikmyndaiðn- aður þýðir fjölgun starfa, nýtingu fjárfest- inga, landkynningu og gjaldeyristekjur. Böðv- ar Bjarki Pétursson skrifar hér um Kvik- myndasjóð og íslensk- ar kvikmyndir. nú að standa undir rekstri Kvik- myndasafns og greiða framlag ísiands í erlenda sjóði. Því til þess að eiga rétt á úthlutunum úr er- lendum sjóðum þá þurfum við að greiða í þá. Að auki hefur Kvik- myndasjóður miklum skyldum að gegna varðandi kynningar á myndum sem þegar hafa verið framleiddar. Þegar allt er frádreg- ið þá eru innan við 20 milljónir til úthlutunar í ár. Menningarsjóður útvarps- stöðva: Eftir að hafa legið í dvala í tvö ár var úthlutað úr honum til kvikmyndagerðarmanna tæpum 17 milljónum nú í haust. Menning- arsjóður gæti leikið lykilhlutverk í stuðningi við kvikmyndaiðnaðinn varðandi framleiðslu fyrir sjón- varp. En sjóðurinn hefur barist í bökkum vegna skyldu hans við Sinfóníuhljómsveit fslands og því hafa úthlutanir verið óreglulegar, og enginn veit hvenær úthlutað verður næst. Þá hafa vinnubrögð stjórnar sjóðsins verið með ein- dæmum, en hún hefur þverskallast við að koma á eðlilegum úthlutun- arreglum fyrir sjóðinn, sem kvik- myndagerðarmenn hafa ítrekað reynt að koma á. Þess vegna hef- ur fjármagn úr sjóðnum nýst mjög illa. Ríkisútvarpið Sjónvarp: Af tveggja milljarða króna veltu RÚV á ári, þá renna aðeins 10% til inn- lendrar dagskrárdeildar (innan við 2,5% fara til framleiðslufyrirtækja utan sjónvarpsins). Hér er um ótrúlega lágt hlutfall að ræða hjá sjónvarpsstöð sem hefur ótvíræðar skyldur varðandi innlenda dag- skrárgerð. Aðrar sjónvarpsstöðvar: Eins og öllum er kunnugt er varla hægt að tala um innlenda kvikmynda- gerð hjá þessum stöðvum, enda láta kvikmyndagerðarmenn það nær alveg vera að heimsækja þær til að kynna verkefni sín. Það er hins vegar umhugsunarefni að það eru engar skyldur lagðar á þessar stöðvar varðandi innlenda dag- skrárgerð eins og tíðkast víðast hvar í heiminum. Ríkið „gefur“ þeim útsendingarleyfið og gerir engar kröfur. Samanlagt má því segja að það fé sem íslenskir kvikmyndagerðar- menn geta sótt í til að framleiða kvikmyndaefni sé rétt um 100 milljónir á ári ef allt er talið. Til samanburðar má geta þess að Norðmenn setja á milli 1.500 og 2.000 milljónir á ári í kvik- myndaiðnaðinn í Noregi. Og þeirra framleiðsla er ekki nema 3 til 4 sinnum meiri en okkar. Snúum vörn í sókn Þessi lágu framlög til kvik- myndagerðar hafa skapað mjög erfitt ástand, sem er svo alvarlegt að tugir fjölskyldna hafa hugsað sér til hreyfings að flytja. Allt í kringum okkur er kvikmyndagerð Valda framandöstrógen illkynja sjúkdómum? Framandöstrógen í umhverfinu Fyrir nokkru skrif- aði ég stutta grein í Morgunblaðið sem ég nefndi „Eru plastum- búðir undir matvælí heilsuspillandi?“ Með- an greinin beið birt- ingar fékk ég í hend- ur októberhefti vís- indaritsins Scientific American og þar gat að líta grein eftir tvo bandaríska vísinda- menn, þau Devra Lee Davis og H. Leon Bradlow með titlinum „Can envir- onmental estrogens cause breast cancer?“, þ.e. „Geta östrógen úr umhverfínu orsakað bijósta- krabba?“. Það gladdi mig mjög að sjá þessa grein því í henni setja höfundar fram sömu ályktanir og komu fram í grein minni um plast- ið. Kjami málsins í þeim er, að ýmis efn- ræn (kemísk) efni í umhverfinu eigi senni- lega sök á vaxandi ófíjósemi karldýra og aukningu á illkynja sjúkdómum. Framandöstrógen (xenoestrogens) eru efni með svipuðum áhrifum og náttúruleg östrógen, þ.e. kven- hormón og þau er víð- ar að finna en í plasti. Mörg þeirra eru til- búnir (syntetískir) plágueyðar (pesticid- es), sem tilheyra flokki svonefndra klóreraðra lífrænna efna. Sem dæmi má nefna atrasín (illgresis- eyðir) og endósúlfan (skordýraeit- ur), sem nú eru mikið notuð. Mörg svona efni hafa áður verið notuð þó notkun hafi nú verið hætt á Vesturlöndum og má hér nefna Reynir Eyjólfsson Skídaskálinn í Hveradölum Jólk í fjöllunum Forðist dýrafitu, segir Reynir Eyjólfsson, og borðið mikið af soja- afurðum og káli. DDT, klórdan og kepón (allt skor- dýraeitur) svo og PCB (fjölklórer- uð bífenýl), sem m.a. hafa verið notuð sem rafmagnseinangrun. Þó notkun hafi verið hætt er samt mikið af sumum þessara efna enn á sveimi þar sem þau eru þrávirk (DDT, PCB). Þetta þýðir að niður- brotið tekur langan tíma, jafnvel áratugi. Ýmis þessara efna eru enn notuð í þróunarlöndum, t.d. DDT og geta borist milli landa í matvæl- um en einnig með veðri og vind- um. Um flest þessi efni má annars segja að þau berast aðallega í fólk úr menguðum matvælum. í því tilliti er dýrafita sennilega varasö- must, þar sem efnin eru fituleys- anleg og safnast fyrir í dýrum sem lifa á ménguðum gróðri, m.a. svifi sjávarins. Þá má nefna „bætiefni“ í plasti: Nónýlfenól (mýkiefni og smurefni, sbr. áðurnefnda grein mína) og bísfenól-A, sem notað er við fram- leiðslu á epoxíresínum og pólýkar- bónötum. Pólýkarbónötin eru m.a. notuð í umbúðir undir hverskonar drykkjarvörur. Arómatískum kolhýdríðum (hydrocarbons) er blandað í elds- neyti til þess að hindra „kveikju- bank“ (antiknocking agents) í staðinn fyrir blýsambönd. Að lokum má nefna lyf, þ.e. til- búna östrógena, sem eru í „pill- unni“ og símetidín (címetidín), sem er notað við magasári og er meira að segja selt í lausasölu hér á landi. Það skal undirstrikað að ofan- greind upptalning er ekki tæmandi og að hún greinir aðeins frá efn- uni, sem eru sannanlega með östrógen áhrif. Sum þessara efna eru jafnframt hreinir og beinir krabbameinsvaldar (DDT, PCB, bensen). Síðastnefnda efnið er eitt af arómatísku kolhýdríðunum, sem notuð eru í hið svokallaða vistvæna bensín. Með hliðsjón af þessu er mikið vafamál hversu vistvænt þetta bensín er. því þessi efni komast auðveldlega í fólk úr bensíngufum eða úr útblæstri bíla þegar það dregur andann. Baráttan við illkynja sjúkdóma í meirihluta tilvika eru orsakir illkynja sjúkdóma óþekktar. Hins vegar er enginn vafi á því að slík- um sjúkdómum hefur farið fjölg- andi sl. 50 ár og gerist það sam- tímis því að umhverfismengun hefur aukist. Því hefur nýlega verið bent á þann möguleika, að framandöstrógenar eigi hér hlut að máli. Beinar sannanir fyrir þessu safnast nú saman jafnt og þétt þótt ekki megi gera ráð fyrir því að þessi skýring dugi ein sér. En þó hún ætti ekki við nema í kannski 20% tilvika myndi það breyta miklu ef viðeigandi fyrir- byggjandi aðgerðum væri komið í kring. Ekki veitir af, því þrátt fyrir mikla viðleitni hafa í raun orðið sorglega litlar framfarir í baráttunni við þessa sjúkdóma sl. tvo áratugi. Ef litið er á bijósta- krabbamein eitt sér er talið að það muni greinast í um 182.000 kon- um í Bandaríkjunum á þessu ári. Þar af munu um 46.000 deyja úr því. Ekki eru allir á því að fram- andöstrógenar eigi hlut að máli í þessu sambandi. Andmælendur segja að magn efnanna sé lítið og að þau séu ekki nærri eins virk og náttúrulega östrógenið östrad- íól. Þessi röksemdafærsla er ekki sannfærandi vegna þess að þótt magn einstakra framandöstróg- ena sé e.t.v. lítið þegar þau berast í líkamann eru þessi efni bókstaf- lega alls staðar í umhverfinu sem hópur. Þau geta haldist í líkaman- um í áratugi (eru þrávirk) og geta safnast þar saman í verulegu magni. Hvernig þau svo valda ill- kynja sjúkdómum liggur utan ramma þessarar greinar að skýra, enda allflókið mál og varla á ann- arra færi en sérfræðinga að meta og skilja til hlítar. I þessu sambandi er vert að minnast á þá staðreynd að brjósta- krabbi er miklu sjaldgæfari í Asíu- konum en hvítum og er munurinn um það bil fimmfaldur. Hugsan- lega eiga erfðafræðilegir þættir hlut að máli. Einnig er staðreynd að Asíufólk borðar mikið af græn- meti, þ.á m. sojaafurðir, blómkál, brokkólí og hvítkál. Vitað er að þessi matvæli innihalda efni sem vinna gegn östrógenum og þau vernda sennilega konurnar. Hvað er til ráða? Ýmsum kann að finnast að enn frekari rannsóknir þurfi að koma til svo að sanna megi orsakasam- hengi á milli framandöstrógena og illkynja sjúkdóma. Mitt álit er, að nú þegar liggi fyrir svo sterk- ar líkur að óverjandi sé að láta þær lönd og leið. í þessu sam- bandi má minna á að langur drátt- ur varð á því að viðurkenna reyk- £ t , Q. i . Í i ■ í : f| i í í í i i i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.