Morgunblaðið - 20.12.1995, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 20.12.1995, Blaðsíða 48
48 MIÐVIKUDAGUR 20. DESEMBER 1995 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ UNNUR BENEDIKTSDÓTTIR + Unnur Benediktsdóttir var fædd á Moidhaugum í Glæsi- bæjarhreppi i Eyjafirði 24. maí 1909. Hún lést í Hátúni 10 19. nóvember síðastliðinn. Hún var dóttir hjónanna Málfríðar Bald- vinsdóttur og Benedikts Guð- jónssonar bónda, kennara og hreppstjóra. Unnur var fjórða í röðinni í systkinahópnum. Látin eru Jón Marínó fyrrum spari- sjóðsstjóri á Akureyri, Snjólaug, sem starfaði lengi hjá Iðnaðar- deild SIS á Gleráreyrum og ÞEGAR við leiðum hugann að þeim atriðum sem gefa lífinu hvað mest gildi vegur þungt á þeirri vogarskál fólkið sem er í kringum okkur og þau tengsl sem við náum við það. Það skortir lífsfyllingu ef við höfum ekki gott fólk með okkur til þess að njóta lífsins og halla okkur að bæði í gleði og sorg. Góðir kunn- ingjar, vinir, ástvinir og fjölskylda eru því mikilvægir homsteinar í mótun lífshamingjunnar. Ef að er gáð tökum við líka eftir því að fólk- ið sem við umgöngumst er líka mismikið gefandi. Sumir vilja að- ^ips þiggja en hafa lítið að gefa. Aðrir eru alltaf tilbúnir til þess að gefa en ætlast ekki til mikils af samferðamönnunum. Eg var svo heppinn, þegar ég eignaðist yndislega eiginkonu fyrir 28 árum, að ég fékk í kaupbæti einstaka tengdaforeldra sem falla vel inn í þann hóp sem ég nefndi hér að framan. Þau hjón Unnur og Óskar hafa ekki verið fyrirferðar- mikil í lífínu í veraldlegum skilningi en í hógværð sinni hafa þau verið stórmannleg og gefandi án þess að ætlast til endurgjalds. Unni sjálfri fannst hún alltaf vera þiggjandi af öðrum m.a. okkur hjónum og vildi láta sem minnst hafa fyrir sér en samt veitti hún öðrum meira en hún gerði sér sjálf grein fyrir. Það var ekkert til í þessum heimi sem þau hjón hafa ekki viljað gera fyrir okk- ur og börn okkar. Það er mikilvægur lestur í lífsins bók að horfa á samferðamennina og læra af þeim. Mér hefur það verið mikill lærdómur að fá tæki- færi til þess að fylgjast með sam- búð þeirra hjóna þau 30 ár sem ég hef verið tengdur fjölskyldunni. Meðan allt um kring er rótleysi og ^treita og Iífsgæðakapphlaup eyði- leggur líf svo margra hjóna hefur það verið lærdómsríkt að sjá hve nægjusemi, náinn og innilegur fé- lagsskapur og hæfileikinn til þess að geta glaðst yfir litlu sem stóru, getur leitt til mikillar lífshamingju tveggja einstaklinga. Snerting, hlýtt handtak, falleg orð, hjálp- semi, nærgætni og gagnkvæm alúð eru verðmætustu eðalsteinarnir sem hægt er að gefa í hinu daglega lífí. Þau hjón gáfu hvort öðru ríku- lega af slíkum gjöfum. Unnur var skarpgreind kona og með ólíkindum minnug fram á síð- Daney, fyrrum matráðskona hjá Vegagerð ríkisins á Akureyri. Lifandi eru Anna, sem lengi var ráðskona á Laugarlandi á Þela- mörk í Eyjafirði og Guðmund- ur, fyrrum yfirmaður Vega- gerðar ríkisins á Akureyri. Unn- ur giftist eftirlifandi manni sín- um, Óskari Magnússyni frá Steinum undir Eyjafjöllum árið 1942. Þau eignuðust eina dótt- ur, Elínu Guðrúnu. Útför Unnar fór fram 27. nóvember. ustu ár. Hún var vel lesin og víða vel heima. Þegar hún ræddi um menn og málefni frá fyrri tíð og við spurðum nánar um deili sagði hún oft: „eins og allir eiga að vita.“ Dagblöð las hún af mikilli ná- kvæmni og fylgdist vel með. Við gerðum það okkur stundum til gam- ans að spila spil eins og Trivial Pursuit sem er spumingaspil. Unn- ur bar oftast sigur úr býtum. Það hefði legið létt fyrir Unni að leggja fyrir -sig langskólanám ef það hefði þótt viðeigandi í æsku hennar. En léleg sjón háði henni mikið í uppvexti og alla tíð. Mennta- leið Unnar lá fyrst í Kvennaskólann á Blönduósi. Minntist hún oft þeirra skemmtilegu ára og þar eignaðist hún góðar vinkonur sem héldu hóp- inn og hittust reglulega allt fram á síðustu ár. Unnur fór síðan í Kenn- araskóla íslands þaðan sem hún brautskráðist árið 1936. Unnur kenndi m.a. undir Eyjafjöllum. Þar kynntist hún tengdaföðu'r mínum, Óskari Magnússyni frá Steinum undir Eyjafjöllum. Þau giftust á gamlársdag árið 1942. Þau hófu búskap í Reykjavík og bjuggu þar alla tíð. Unnur hafði unun af ferðalögum og skoðun náttúrunnar. Fyrr á árum þegar Óskar ók bílum fyrir Guðmund Jónasson á sumrin fór Unnur oft með og naut ríkulega þeirra ferðalaga. Þegar við ferðuð- umst saman var oft glatt á hjalla og Unnur hafði frá mörgu að segja um þá staði sem við sóttum heim. Unnur kunni mikið af ljóðum og lögum. A æskuheimili hennar var mikið sungið. Hún hafði mjög gott tóneyra og gat sungið millirödd með hvaða lagi sem var. Einnig spilaði hún ágætlega á munnhörpu. Á yngri árum langaði hana mikið til þess að læra á hljóðfæri en slæm sjón kom í veg fyrir það. Unnur var einnig Iiðtæk í vísnagerð og setti saman vísur á góðum stundum. Stundum er rætt um slæmt sam- komulag milli tengdamæðra og tengdasona. Ef einhver fótur er fyrir slíkum orðrómi þekki ég hann ekki. Okkur Unni var einstaklega vel til vina. Hún hefði ekki reynst mér betur sem eigin móðir. Unnur var mjög gamansöm og átti létt með að gera að gamni sínu. Margar léttar rimmur háðum við um ættir okkar og ágæti þeirra. Þegar ég Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvu- sett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fytgi útprentuninni. Auðveld- ust er möttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslu- kerfin Word og Wordperfect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins á netfang þess MblÞcentrum.is en nánari upplýsingar þar um má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina og hálfa örk A-4 miðað við meðallfnubil og hæfilega Ifnulengd — eða 3600-4000 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. t Innilegar þakkir til allra þeirra, sem auðsýndu okkur samúft og hlýju við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföð- ur, afa og langafa, BJARNA JÓNASSONAR, Ásgerði 4, Reyðarfirði. Jórunn Ferdinandsdóttir, Ferdinand Bergsteinsson, Jóhanna Sigfúsdóttir, Jónas Pétur Bjarnason, Þröstur Bjarnason, Guðriður Kristjánsdóttir, barnabörn og barnabarnabarn. tefldi fram ágæti ætta minna eins og Víkingslækjarættar, Deildar- tunguættar, Bergsættar og hvað þær nú allar heita sagði Unnur að allar þessar ættir til samans væru heldur léttvægar á móti hennar ætt einni, Krossættinni norðlensku. Hún færði fyrir því mörg og sterk rök. í störfum mínum hef ég átt þess kost að_kynnast mörgu fólki. Ég geri mér það oft til gamans að skipta fólki í hópa eftir ýmsum eig- inleikum þess. Ein aðgreiningin er aldur. Niðurstaða mín er sú að til sé tvenns konar aldur. Annars veg- ar er almanaksaldurinn og hins vegna andlegi aldurinn. Fylgni er ekki alltaf þar á milli. Það er margt fólk sem verður snemma andlega gamalt þótt almanaksaldurinn sé ekki hár. Svo er hins vegar til margt fólk sem nær háum alman- aksaldri en er andlega ungt. Þannig var Unnur tengdamóðir mín. Hún var síung og hafði skoðanir og hug- myndir sem hæfðu miklu yngra fólki. Þess vegna m.a. var svo gam- an að vera nálægt henni. Ég þakka Unni fyrir öll góðu árin okkar og bið Guð að blessa minningu hennar. Þráinn Þorvaldsson. Þar sem ég sit hér og skrifa minningarorð um elsku ömmu mína, birtast mér ýmsar dýrmætar minningarmyndir. Ég sé hvar við erum tvær inni í eldhúsi, búnar að loka okkur frá afa og litlu systur. Amma er Gissur bílasali sem hefur bílasölu sína á eldhúsbekknum við ísskápinn og ég á heima á eldhúsborðinu. Ég kem keyrandi allan hringinn til að kaupa bíi hjá honum og Gissur bílasali kemur líka keyrandi til að heilsa upp á fastan viðskiptavin. Pabbi og mamma eru ekki komin þegar við systur förum að sofa, svo amma háttar okkur, les með okkur bæn- irnar og signir síðan dyrnar um leið_ og hún fer fram. Ég sé okkur fjölskylduna fara með flugvél til Danmerkur í sum- arfrí og við systur fullvissum ömmu um að hún þurfi ekkert að vera hrædd, við munum gæta hennar, því við erum smeykar um að hún ætli að hætta við þegar hún segist vera flughrædd. Ég sé okkur fjölskylduna í einni af mörgum sumarbústaðarferðum sitja spilandi Trivial Pursuit. Allir vilja helst vera í liði með ömmu, því það lið er sigurstranglegast. Hún vissi svo mikið og mundi svo margt, enda skrifaði hún niður allt það sem henni þótti markvert og vildi muna. Ég sé okkur íjölskylduna í kring- um eldhúsborðið hjá afa og ömmu að gæða okkur á góðgerðum. Þó að við séum búin að gera kaffi- brauðinu allt of góð skil og stöndum á blístri, spyr amma hvort við viljum ekki meira eða hvort við séum að halda í við okkur. Alltaf sama góð- vildin og umhyggjusemin. Ég sé okkur sitja í stofunni þeirra hjóna. Amma situr í „drottningar“ stólnum sínum, afí í stólnum með gula teppinu, pabbi í stólnum við hliðina á honum, mamma í ruggu- stólnum og við Hrönn systir og Óskar bróðir í sófanum; oft að spila. Afi fer og nær í eitthvert góðgæti sem við gæðum okkur á. Spjallað er um heima og geima og mörg gamanyrði eru látin falla þar sem arnma er miðpunkturinn, enda kunni hún frá svo mörgu skemmti- legu að segja. Þetta er helst sú minningarmynd sem mér þykir vænst um ásamt þeirri mynd þar sem við sitjum öll saman í stofunni okkar heima á jólunum, allir glaðir og kátir. Afa og ömmu finnst við gefa þeim allt of mikið, en sjálf gefa þau okkur miklu meira, meira en þau grunar: Þau eru hjá okkur um jólin. Þetta er aðeins lítið brot af þeim myndum sem amma, ásamt afa, gaf mér. Það er gott að hafa þær, því þær gaf mér yndisleg og góð kona sem mér þótti svo vænt um, hún amma mín. Sif Þráinsdóttir. OLAFUR EDVINSSON + Ólafur Edvins- son fæddist 17. september 1934 á Sandi á Sandey í Færeyjum. Hann lést í Borgarspít- alanum 10. des- ember síðastliðinn. Foreldrar Ólafs voru Súsanna Cat- arina Olsen og Ed- vin Sigmund Olsen. Ólafur átti þrjú systkini, Alfreð, Högna og Alfridu. Fyrri kona Ólafs var Guðrún Lísa Óskarsdóttir. Hún átti soninn Óskar Þór Sigurðsson, sem Ólafur ól upp, saman áttu þau tvö börn, Andra og Súsönnu. Þau slitu samvistir. Eftirlifandi eiginkona Ólafs er Monsa Edvinsson. Útför Ólafs verður gerð frá Bústaðakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. GÓÐVINUR og nágranni okkar hjóna, Ólafur Edvinsson, er látinn. Löngu og hörðu stríði við banvæn- an sjúkdóm er lokið. Hann var fæddur á Sandi á Sandey í Færeyjum þar sem for- eldrar hans bjuggu. Þau hjón eign- uðust þrjú börn, tvo syni og eina dóttur. Ólafur var yngstur þeirra systkina, föður sinn missti hann aðeins árs gamall. Starfsvettvangur hans var hafið eins og svo margra góðra drengja frá Færeyjum, þeirrar hollvina- þjóðar okkar íslendinga. Ólafur var góður fulltrúi þjóðar sinnar, traust- ur og heiðarlegur hvar sem hann fór. Alla tíð vann hann á sjó, fyrst heima í Færeyjum ungur drengur eins og hann orðaði það sjálfur og síðan lá leiðin til íslands þar sem hann festi rætur og átti heima æ síðan, í Vestmannaeyjum og síðar í Þorlákshöfn. Síðasta skiptið sem hann var á var Freyja frá Reykjavík. Þar átti hann góða vini sem reyndust hon- um vel, ekki síst eftir að hann fór fársjúkur í land og gekk aldrei heill til skógar upp frá því. Hann var karlmenni sem aldrei lét deigan síga og vann á meðan stætt var. Svipmikill og góður persónuleiki er horfinn með honum. Kynni okkar Ólafs hófust ekki að ráði fyrr en við fluttum í sömu götu og hann árið 1987, þar sem hann bjó þá einn í húsi sínu á Selvogsbraut 15. Hann var sá fyrsti sem rétti okkur hönd sína og bauð velkomin í nágrennið, frá því fyrsta handtaki var hann vinur okkar. Hlýr og góður færði hann okkur glænýjan fisk af Freyjunni sinni. Eitt sinn þegar hann var í landi kom hann í heimsókn, með honum var tilvonandi eiginkona hans sem hann vildi kynna fyrir okkur. Hún Monsa var frá Færeyjum eins og hann. Við samglöddumst honum innilega, konan var svo elskuleg og góð og þau voru hamingjusöm saman. Þau giftu sig 22. apríl 1989 og hófu búskap í Reykjavík og síðar eða frá 1992 bjuggu þau í húsinu hans í Þorlákshöfn, sem þau endurbættu og gerðu sem nýtt; hamingjan blasti við þeim. En fljótlega brast heilsa hans og þessi stóri lífsglaði maður varð ósjálfbjarga á örfáum árum. Monsa var hans „góði engill", hjúkraði og líknaði honum heima eins lengi og hægt var og hjá honum var hún á Borgarsjúkra- húsinu eins mikið og oft og frek- ast var unnt. Aðeins einum mán- uði fyrir andlát sitt var honum tilkynnt lát bróður síns frá Fær- eyjum. Að Óla látnum er systir hans ein eftir á lífi og fylgir hon- um síðasta spölinn til grafar. Ólafur átti tvö böm af fyrra hjónabandi og voru bamabörnin orðin þijú. Nú að leiðarlokum þökkum við samfylgd- ina, vináttu og tryggð og biðjum góðan Guð að blessa minningu hans og ástvini. Lát akker falla, ég er í höfn, ég er með frelsara mínum. Far vel þú æðandi dimma dröfn vor drottinn bregst ekki sínum á meðan akker í ægi falla ég alla vinina heyri kalla sem fyrri urðu hingað heim. (Valdimar V. Snævarr.) Ragnheiður Ólafsdóttir, Björgvin Guðjónsson. Þegar virtur skipsfélagi og vinur flyst yfir landamæri lífs og dauða myndast tóm í hjarta og söknuður- inn verður allsráðandi. Hugurinn reikar og smátt og smátt fara minningarnar að streyma um ljúf- an og glaðlyndan mann. Maður fyllist þakklæti fyrir öll góðu árin, félagsskapinn og glaðlyndi hans. Hann hafði róið frá barnæsku á dorium, skútum, trillum, bátum og skipum í stormum og stillum; og nú seinast á Freyju RE 38, þar sem við Ólafur rerum saman í mörg góð ár, þangað til hann veiktist. Fyrst engin lækning fannst erum við þakklát fyrir að erfiðum veik- indum er lokið og fögnum því í vissu okkar um að vinur okkar sé kominn til betri heima, laus við amstur jarðlífsins og veikindin. Á kveðjustund fyllist hugur okkar þakldæti, þakklæti fyrir allt sem hann var okkur. Elsku Monzu, börnum og barna- börnum vottum við okkar dýpstu samúð. Guð blessi minningu Ólafs Elvinssonar. Jón Magnússon og fjölskylda. Kveðja frá áhöfn og útgerð vs. Freyju RE 38 Ólafur Edvinsson var fæddur í Færeyjum. Hann stundaði sjó- mennsku frá 14 ára aldri, fyrst í Færeyjum en nær óslitið hér á ís- landi frá árinu 1959. Eftirlifandi eiginkona hans er Monsa Edvinsson. Ólafur kom fyrst til íslands árið 1959, en þá var atvinnuástand fyrir sjómenn í Færeyjum erfitt, en hér á Islandi vantaði sjómenn til starfa. Hann var á skipum í Vestmannaeyjum og frá Reykja- vík, en frá því í maí 1982 var hann í skiprúmi á vélskipinu Freyju RE 38, sem gert er út frá Reykjavík, allt þar til í ársbyrjun 1994, að hann varð að hætta sjómennsku vegna veikinda. Ólafur var harðduglegur sjó- maður, rammur að afli og verklag- inn. Fylgdumst við náið með hetju- legri baráttu Ólafs við erfiðan sjúk- dóm í nærfellt tvö ár. Lítillega rofaði til í veikindum hans og var það von hans og trú að hann myndi ná einhverri heilsu, Iífsviljinn var mikill. Hann var með hugann hjá okkur og fylgdist með hvemig afl- aðist og gangi mála. Erfiðu sjúkdómsstríði er lokið. Við erum þess fullviss að Ólafí líði nú vel og hann sigli lygnan sjó. Við kveðjum með söknuði góðan vin og minnumst margra ánægju- legra stunda sem við áttum með honum. Við sendum eftirlifandi eigin- konu hans, Monsu Edvinsson, sem hugsaði einkar vel um Ólaf í hans erfiðu veikindum, og börnum hans og þeirra fjölskyldum okkar inni- legustu samúðarkveðjur. Blessuð sé minning Ólafs Ed- vinssonar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.