Morgunblaðið - 20.12.1995, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 20.12.1995, Blaðsíða 40
40 MIÐVIKUDAGUR 20. DESEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR Tíu ára afmæli Sinfóníu- hljómsveitar æskunnar Alþjóðlegar æfingabúðir og samstarf við erlendar hljómsveitir í undirbúningi ÚR ÆFINGABÚÐUM á Norræna skólasetrinu í Hvalfirði. HELGINA 9. og 10. september sl. hélt Sinfóníuhljómsveit æskunn- ar tónleika í Reykjavík og á Akra- nesi. Hljómsveitin lék tvö diverti- mento fyrir strengi, annað eftir Béla Bartok og hitt eftir W.A. Mozart. Tónverk Bartoks var flutt í tilefni þess að liðin eru 50 ár frá dauða tónskáldsins. Þá flutti hljóm- sveitin sinfóníu í B-dúr fyrir blás- arasveit eftir Paul Hindemith. Að lokum flutti Sinfóníuhljómsveit æskunnar stef og tilbrigði fyrir blásarasveit eftir Amold Schoen- berg. Þetta var einnig frumflutn- ingur þessa verks hérlendis. Að þessu sinni voru stjórnendur hljóm- sveitarinnar tveir, Bernharður Wilkinson og Guðný Guðmunds- dóttir. Alls tóku rúmlega 80 tónlistar- nemendur þátt í 10 daga æfingum á námskeiði sem haldið var til undir- búnings á ofangreindum hljómleik- um. Að þessu sinni var hljómsveitin tvískipt, blásarar og slagverk ann- ars vegar, og strengir hins vegar. Var þessi háttur hafður á til þess að sem flestir gætu fengið að spreyta sig en um þessar mundir má segja að kynslóðáskipti séu að verða í hljómsveitinni. Margir tón- listamemar, sem leikið hafa með Sinfóníuhljómsveit æskunnar á undanfömum árum, eru nú að hverfa til framhaldsnáms erlendis. Fjöldi ungra nemenda, bæði blásar- ar og strengjaleikarar, eru því að koma til starfa með hljómsveitinni í fyrsta sinn. Mikilvægt tækifæri fyrir unga tónlistarnema Markmið Sinfóníuhljómsveitar æskunnar er að gefa ungum tónlist- arnemum tækifæri til að öðlast Sinfóníuhljómsveit æsk- unnar býr við þröngan 7 kost. Olafur Stephen- sen ijallar hér um stöðu hennar og störf. reynslu í hljómsveitarleik í fullskip- aðri sinfóníuhljómsveit, kynnast stórum hljómsveitarverkum og öðl- ast þannig reynslu og undirbúning undir atvinnumennsku í hljóðfæra- leik. Þá felst mikilvægur hluti starfs hljómsveitarinnar í samskiptum og samvinnu við ungmennahljómsveit- ir erlendis og þátttöku í alþjóðlegu hljómsveitarstarfi sambærilegra ungmennahljómsveita. Sinfóníuhljómsveit æskunnar er um þessar mundir í sambandi við hljómsveitir í Bandaríkjunum og í Grikklandi. Á þessu starfsári bauðst hljómsveitinni að koma og leika á svonefndu Aþenu festivali í Grikk- landi, en vegna óviðráðanlegra at- vika í Grikklandi var tónlistarhátíð- inni frestað, en stefnt er að því að hljómsveitin fari til Grikklands á næsta Aþenu festival, sem væntan- lega verður haldið að ári. Þá er samstarf við The Greater Houston Youth Orchestra í Texas í burðar- liðnum. Stjómandi Texas hljóm- sveitarinnar, Lawrence Wheeler, hefur nú til athugunar ýmiss konar samstarf milli hljómsveitanna, m.a. nemendaskipti. Framúrskarandi starf Zukofskys Sinfóníuhljómsveit æskunnar var stofnuð árið 1985 á ári æskunnar. Hljómsveitin varð til fyrir gríðar- lega mikið og metnaðarfullt starf bandaríska hljómsveitarstjórans Pauls Zukofskys. Zukofsky var upphaflega með sérstök hljómsveit- arnámskeið á vegum Tónlistarskól- ans í Reykjavík eða allt frá árinu 1978. Hann var fyrsti stjórnandi og drifíjöður Sinfóníuhljómsveitar æskunnar frá upphafi og allt til ársins 1993. Þáð er ómögulegt að fjalla um Sinfóníuhljómsveit æskunnar á þessum tímamótum öðruvísi en að minnast hins frábæra starfs Zuk- ofskys með hljómsveitinni. Það gera sér fáir grein fyrir hversu mikið starf það er að byggja upp sinfóníu- hljómsveit, þar sem ungir tónlistar- nemar staldra við á tónlistarferli sínum; - stýra hljómsveitinni og stjórna - og gefa henni möguleika á að spreyta sig á meistaraverkum eins og Fyrstu sinfóníu Brahms, „Eroica“ sinfóníu Beethovens, 6. og 9. sinfóníum Mahlers, „Et Expecto Resurrectionem Mortuor- um“ eftir Messiaen og 2. og 6. sin- fóníum Bruckners. Verk Jóns Leifs á geisladiski Að lokum má alls ekki gleyma stjórn Zukofskys á flutningi Söng- sveitarinnar Fílharmóníu o.fl. ásamt Sinfóníuhljómsveit æskunn- ar á tónverkinu „Baldr“ eftir Jón Leifs. Flutningur þessa verks var gefinn út á geisladiski árið 1992. Geisladiskurinn hefur fengið prýði- lega dóma í erlendum tónlistarblöð- um. Aðalnámskeið SÆ eru yfirleitt haldin tvisvar eða þrisvar á hveiju ári. Þessum námskeiðum lýkur yfír- leitt með tónleikum. Á námskeiðun- um starfa leiðbeinendur fyrir hvern hóp hljóðfæraleikara, oftast félagar úr Sinfóníuhljómsveit íslands, sem hafa látið sér annt um starfsemi hljómsveitarinnar - og veitt henni margs konar aðstoð á ýmsa vegu. Afmælisveisla í Hvalfirði Á tíu ára afmæli Sinfóníuhljóm- sveitar æskunnar kom hljómsveitin saman í sérstakar æfingabúðir á Norræna skólasetrinu í Hvalfirði. Þar var haldið upp á afmælið með helgarnámskeið undir stjórn Gunn- steins Ólafssonar, hljómsveitar- stjóra. Annað slíkt helgarnámskeið verður haldið í marsmánuði næsta árs. Alþjóðlegar æfingabúðir Stjórn hljómsveitarinnar stefnir að því að gefa erlendum tónlistar- nemum tækifæri til að koma til Islands og sækja þessi helgarnám- skeið, líkt og gert er erlendis í sam- vinnu við tónlistarskóla og ungl- ingahljómsveitir. Einnig er verið að kanna möguleika á skiptinemakerfi i sambandi við æfingabúðirnar. Eins og stendur býr Sinfóníu- hljómsveit æskunnar við þröngan kost. Ýmis fyrirtæki og einstakling- ar hafa lagt sitt af mörkum til að styðja við þetta mikilsverða uppeldi sem hljómsveitin veitir ungum tón- listarnemum er skara framúr á hljóðfæri sín. Þá hefur Reykjavíkur- borg og menntamálaráðuneytið lát- ið Sinfóníuhljómsveit æskunnar njóta framlaga til þessa uppeldis- starfs. Enginn styrkur á síðastliðnu ári Því miður fékk hljómsveitin hvorki styrk né stuðning frá ríki eða borg á síðastliðnu starfsári, þannig að starf ársins var af mjög skornum skammti. Þannig hefur SÆ átt í erfiðleikum með að standa við markmið sín, þ.e.a.s. með nám- skeiðum, tónleikahaldi, _ samstarfi við Sinfóníuhljómsveit íslands og aðrar lista- og menningarstofnanir, þátttöku í1, alþjóðlegu samstarfi, hljóðritunum og síðast en ekki síst með því að fá ung tónskáld til að semja hljómsveitarverk sérstaklega fyrir hljómsveitina. Sinfóniuhljómsveit æskunnar er nú sjálfseignarstofnun. Stjórn Hvað gera Norðmenn? Lækkun kostnaðar í heilbrigðiskerfinu Ákvarðanir um heil- AÐ TAKA pólitískar ákvarðanir og setja reglur um heilbrigðisþjón- ustu er allt annað en að fylgja þeim eftir í raun. Þetta byggist á þeirri staðreynd að drifkraftur heilbrigð- isþjónustunnar er, þrátt fyrir allt, læknar og hjúkrunarfólk. Vandi stjórnmálamanna er að sporna við auknum útgjöldum í heilbrigðiskerfinu án þess að það bitni á þjónustunni. Fyrir sjálfvirkni í útgjaldaaukningu hefur verið reynt að taka með misjöfnum ár- angri. Eg kynnti mér fyrir skömmu at- hyglisverðar tillögur sem uppi eru í Noregi varðandi sérfærðilæknis- þjónustu og hvaða leiðir eru færar til að lækka kostnað í norska heil- brigðiskerfinu. Vandamálin í Noregi virðast nokkuð lík vandamálunum á ís- landi. Því er ekki úr vegi að kynna þessar tillögur í Morgunblaðinu. Skráðum sérfræðilæknum hefur ekki fjölgað í Noregi síðastliðin ár. Útgjaldaaukning Norska ríkisins er hins vegar veruleg í þessum hluta þjónustunnar eða um 18% frá því í fyrra. Skýring á útgjaldaaukningunni er talin vera þessi: Þegar ætlunin var að takmarka aðgang nýrra lækna að markaðnum hafi þeir læknar sem stunduðu einkarekstur í hlutastarfí litið á einkaleyfi sitt sem eins konar réttindi til kvóta. Margir leyfislæknar hafi þess vegna ráðið sér aðstoðarfólk til þess að gera út á sinn kvóta. Tilraun til að takmarka fjölda sérfræðilækna sem brigðisþjónustu þarf að taka í heildarsam- hengi. Skúli Thorodd- sen telur mikilvægt að taka mið af reynslu grannþjóða. fengu endurgreitt frá Trygginga- stofnun mistókst í sjálfu sér ekki. Það voru viðtölin, lyfin, aðgerðirnar og rannsóknirnar sem fóru úr bönd- um. Til þess að lækka kostnað í heil- brigðisþjónustu er um tvær leiðir að velja. Annars vegar samnings- leið við samtök lækna um aðgerðir vegna veittrar þjónustu. Hins vegar hin pólitíska leið stjórnvaldas- ákvarðana. Pólitískar aðgerðir verða þó varla framkvæmanlegar heldur nema þær séu einnig gerðar í samráði við samtök lækna og heil- brigðisstéttanna. Samvinnuráð Tryggingastofnun- ar í Noregi og norska læknafélags- ins ákvað að skipa vinnunefnd til þess að móta tillögur um „samvinnu um eftirlit- og leiðbeiningareglur vegna könnunar á taxtanotkun lækna.“ Meginverkefnið var að móta tillögur um hvernig fara skuli með mál þar sem ástæða er til að ætla að um rangnotkun, ofnotkun eða misnotkun læknataxta sé að ræða. Síðastliðið ár hafa 54% allra lækna í Noregi sem fá endurgreitt úr Tryggingastofnun ríkisins sam- kvæmt reikningi verið skoðaðir. Gert er ráð fyrir að u.þ.b. 10% til viðbótar verði skoðuð fram til ára- móta 1995-96. Áður hafa læknareikningar lítið verið skoðaðir og skilvirkt eftirlits- kerfí hefur ekki verið til. Margir læknar líta á „skoðunina" sem nið- urlægjandi en fram hafa komið til- vik þar sem endurgreiðslukerfi al- mannatryggingakerfisins hefur verið ofnotað/misnotað af einstaka læknum um hundruð þúsunda norskra króna. Með dómi Hæsta- réttar Noregs í maí 1994 var lækn- ir dæmdur til eins árs og tveggja mánaða fangelsisvistar. Hann var sviptur læknaleyfi í þijú ár, og Var að auki gert að endurgreiða Trygg- • ingastofnuninni 400 þúsund norsk- ar krónur vegna rangrar taxtanotk- unar. Hin pólitíska leið stjórnvalds- ákvarða kemur fram í norska fjár- lagafrumvarpinu fyrir árið 1996. Þar segir: „Til að skapa möguleika á nýsköpun í sjúkrahúsgeiranum ~er mikilvægt að skoða aðra þætti frumvarpsins sem snýr að heilbrigð- isþjónustunni. Sérstaklega á þetta við um endurgreiðslur Trygginga- stofnunar vegna lyfja og sérfræði- þjónstu. Þar mun vera unnt að spara með sérstökum aðgerðum allt að 300 milljónir norskra króna á ári. Ríkisstjórnin hefur í hyggju að leggja fram sérstak- ar tillögur um aðgerðir við sérumræðu um heilbrigðiskafla frum- varpsins. Sérstök ráðuneytis- skipuð nefnd beindi í tillöguflutningi sínum höfuðathyglinni að sérfræðilæknisþjón- ustu og hlutdeild henn- ar í heildarsamhengi heilbrigðisþjónustunn- ar. Hún mat þetta þannig að í Noregi væri það óheilbrigt og siðlaust að sjúkrahús- læknar rækju í ríkum mæli einkastofur í frítíma sínum. Með því að vinna aukavinnu í vinn- unni sinni á sjúkrahúsunum væru læknamir a.m.k. undir opinberri stjórn og meginreglur um opinbera stýringu forgagnsverkefna væri virt. Biðlistar eru víða fyrir hendi í Noregi. Það var því mat norsku nefndarinnar að nú sé lag til auk- innar göngudeildarþjónustu. Þetta er mögulegt með tekjutilfærslum frá einkageiranum (sérfræðiþjón- ustunni) til spítalanna. Það gæti hins vegar reynst þrautinni þyngri að þrýsta læknunum inn á spítalana aftur eftir að þeir hafa komið sér fyrir í einkageiranum líka. Norska nefndin leggur til að öll- um endurgreiðslum til óskipulagðr- ar læknastarfsemi verði sagt upp með þriggja ára aðlögunartíma. Hún gerir ráð fyrir að brúttósparn- aðurinn í endurgreiðslukerfinu eftir að rétturinn til endurgreiðslna frá Tryggingastofnun hefur verið felld- ur niður nemi um 500 milljónum norskra króna. Kostnaður við nýja rekstrarstyrki og auknar endur- greiðslur samningslækna em taldar nema ca 250 milljónum kr. og aukinn kostnað- ur við nýjar stöður á spítölunum og hærri laun þar muni einnig minnka sparnaðinn okkar. Kosturinn 'við þessa aðgerð er sá að hún bitnar fyrst og fremst á þeim læknum sem stunda einkarekstur sem aukastarf. í Noregi hafa verið sett fram rök þess efn- is að sérhver starfandi sérfræðilæknir ætti að hafa beinan samning við Tryggingastofnun um afmarkað starfssvið og þjónustu. Þetta bygg- ir á mikilvægi þess að unnt sé að stjórna heilbrigðiskerfinu í heild, þ.e. þeim hluta þess sem fjármagn- aður er með opinberu fé. Til samanburðar má geta þess að í Svíþjóð fer nær öll sérfræði- læknisþjónusta fram í tengslum við göngudejldir spítalanna. Þjónustan er innt af hendi af fastlaunuðum sérfræðilæknum þessara stofnana. Einnig er reynt að koma í veg fyr- ir tvöfeldni eða margfeldni þjón- ustunnar þannig að ónauðsynlegt sé að sjúklingar í göngudeildarmeð- ferð notfæri sér sérfræðiþjónustu margra lækna samtímis. Þegar ákvarðanir eru teknar um heilbrigðisþjónustuna á íslandi er mikilvægt að gera það í heildarsam- hengi. Þá er ekki verra að draga lærdóm og reynslu af því sem er að gerast í kringum okkur í svipuð- um efnum. Höfundur er lögfræðingur sem hefur lagt stund & heilbrigðisþjón- ustufræði. Skúli Thoroddsen
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.