Morgunblaðið - 20.12.1995, Page 28

Morgunblaðið - 20.12.1995, Page 28
28 MIÐVIKUDAGUR 20. DESEMBER 1995 BÆKUR 9 MORGUNBLAÐIÐ Grjót er ekki bara grjót BOKMENNTIR Frædirit ÍSLENSKT GRJÓT Eftir Hjálmar R. Bárðarson. Höfund- ur gefur út, 1995 - 288 bls. 6.890 kr. „GRJÓT er ekki „bara grjót“ segir Hjálmar R. Bárðarson í loka- orðum íslensks grjóts og vonar að lesendur geti verið honum sam- mála um það. Og víst er að með útgáfu bókarinnar hefur hann bætt einni skrautfjöð- urinni til í hatt sinn. Hún er sneisafull af ljósmyndum og upplýs- ingum um hvaðeina sem viðkemur íslensku grjóti; eldgös og mynd- un landsins, berglög, hinar ólíkustu tegundir steina og hvemig ís- lendingar hafa nýtt sér grjótið. Útkoman er vönduð bók, óneitan- lega sérhæfð, en stór- fróðleg og skemmtileg aflestrar - ekki síst fyrir þá sem vissu lítið um þessi grunnefni umhverfis okkar. í bókinni eru rúm- lega 400 ljósmyndir, flestar í lit, auk skýringamynda og gamalla teikninga. Höfundur hefur bókina á umfjöllun um hraun og gróðurleifar í berglögum, eldgos og bergmyndanir. Þá koma ítarleg- ir kaflar um ýmsar gerðir storku- bergs, vel skreyttir með myndum af skrautlegum steinum. Loks er seinni hlutinn um not Islendinga af grjóti og fjallað meðal annars um vörður, grettistök og minnis- varða, gijóthlaðna veggi, byrgi og hús, og ýmsa nytjahluti. Textamir eru yfirleitt stuttir, þrátt fyrir að vera ítarlegir. Á flest- um síðum kemur höfundur með fróðleik, skýrt aðgreindan og tengdan því sem sést á myndunum á þeirri opnu. Frekari upplýsingar koma síðan fram í myndatextum sem eru mjög greinargóðir. Texti Hjálmars er fræðilegur en útskýrir fýrirbæri náttúrunnar á aðgengi- legan hátt. Af og til má þó rekast á setningar á borð við: „... helst bergið ennþá lengi vel heitt...“ (37). Beygingarvillur eins og „... í eynni Skrúður út af Fáskrúðs- firði..." stinga í augun og að sama skapi er óþarfi í bók ætlaðri al- menningi að skammstafa mikið, eins og „... horft af móbergsfjallinu Laka SV...“ (30), í stað þess að skrifa einfaldlega orðið suðvestur. Hjálmar er vandaður ljósmynd- ari og hlutlaus; alls ekki hlutlaus í neikvæðri merkingu heldur þeirri að hann notar myndavélina til að sýna náttúruna og umfjöllunarefn- in, en er ekki að túlka þau á mjög persónulegan hátt. Sumar ljós- mynda bókarinnar bera giæsilegt vitni um náttúruöflin og smíð þeirra, ekki síst myndir af eldgos- um. Þá takast flestar myndanna af skautsteinum afbragðsvel og draga fram sérkenni þeirra. Hjálm- ar hefur lagt mikla vinnu í þær myndatökur, lýsir til dæmis á einum stað skemmtilega upp ör- litla mosaagatsvölu til að sýna kynjaheiminn innan hennar. í bókinni er miklum upplýsingum komið á hvetja opnu, frá tveimur upp í sex ljós- myndir, auk texta. Af og til fá myndir þann- ig ekki að anda nægi- lega, en að öllu jöfnu er hönnun traust og klassísk, þótt ein- hveijir kynnu að kalla hana gamaldags. Eitt stingur þó í augun og það er að hafa þrjár síður með auglýsing- um um aðrar bækur höfundar á undan lokaorðum og ritaskrá. Og í lokin kemur síðan enn ein mynda- opnan sem hefði frekar átt að vera á undan lokaorðunum. Prentunin er mjög vönduð og sértaklega á litmyndunum en svarthvítar mynd- ir eru prentaðar eintóna og vilja verða flatar við það; hefði verið sterkara að prenta þær einnig í fjórlit. íslenskt gijót er bók sem getur opnað augu lesenda fyrir gtjótinu allt um kring og sýnir á skemmti- legan og lifandi hátt hvemig það hefur nýst okkur gegnum aldirnar. Fjallað er til dæmis um það að fram á fímmtándu öld unnu lands- menn þannig jám úr mýrarrauða, ólíkar hellur voru notaðar í torfbæi, hundssteinn var matardallur hunda og vegghleðslur fóru eftir því hvernig gijót fannst á hvetjum stað. Þá er sagt frá álfabyggðum og trú á náttúrusteina, skraut- steinum dagsins í dag, náttúruleg- um mannamyndum í gijóti og hvemig listamenn nýta sér steina. Höfundurinn hefur sökkt sér í þennan heim og opnar hann fyrir lesendum í bók sem er sérlega lif- andi ævintýri um gijótið í landinu. Einar Falur Ingólfsson Hjálmar R. Bárðarson Raggi og flugdrekinn BÓKMENNTIR Barnabók RAGGI LITLI OG KONUNGSDÓTTIRIN eftir Harald S. Magnússon. Myndir eftir Brian Pilkington Iðunn, 1995 - 28 s. RAGGI litli hefur víða farið á undanförnum árum. í fyrra leitaði hann að týnda jólasveininum en áður hafði hann farið í jólasveina- land og í sveitina. í sögunni um Ragga og konungsdótturina er hann að leika sér með flugdreka og tekst á loft. Hann svífur inn í ævintýrið þar sem hann kemur í konungshöll og þar þarf að kenna kóngsdóttur að lesa. Takist honum það á hann að fá hana að launum. í sögunni eins og í öllum ævin- týmm tekst honum fyrirætlanin. BÓKMENNTIR Barnabók UFSILON eftir Smára Frey og Tómas Gunnar. Bókaútgáfan Skjaldborg, 1995- 152 s. KALLI og Gijóni em sextán ára vinir óg mikið farnir að spá í kven- fólkið. Hormónamir angra þá. Við sögu koma margir aðrir krakkar. Þar má nefna Eric, hálf-franskan, sætan og skemmtilegan strák sem hefur gaman af að elda mat í úti- legu og Veru sem er byrg af smokk- um og verður talsverður örlagavald- ur í frásögninni. Sagan er sögð frá sjónarhóli Kalla. Hann er ofsalega skotinn í Viggu en unglingasambandið er við- kvæmt, auðvelt að móðga og móðg- ast og kvenmaðurinn ekki alltaf útreiknanlegur. Frásögnin af Vest- mannaeyjaferðinni og tilfinninga- flóðinu þar er skemmtilega raunsæ þó ýkt sé. Höfundamir láta vemlega gamm- inn geisa og allt látið vaða sem í hugann kemur. Einfaldir atburðir verða mjög ýktir í frásögninni. Kokkamir í skólaferðalaginu bera á borð útrúlegt sullumdrull og út úr því koma tannstönglar, tölur og kúlupenni meðal annars. Lýsingin hlýtur að valda klígju hjá hveijum sem les. Hversdagsleikinn fær auðveld- Hann les svo skemmtilegar barnabækur sem hann er með í skólat- öskunni sinni að allir í kóngshöllinni verða yfir sig hrifnir og fá brennandi áhuga á lestri. Svo fara allir að skrifa sögur sem líka eiga að vera skemmtilegar. Efnið minnir á mörg gömul ævintýri þar sem karlsson leysir erfiðaí þrautir og fær kóngsdóttur og hálft kóngsríki að launum. Það sem vantar í sögu Ragga litla er að lýsa því hvaða sögur það era sem hann segir í kóngshöllinni og em svona bráðskemmtilegar. Ekki er hálft gaman að vita að sögur eru lega á sig tröllauknar myndir þegar hann er skoðaður með augum þeirra sem segja grobbsögur af sjálfum sér. Grunnt á pirringi út í fullorðið fólk og penn dónaskapur býsna al- gengur en allt er þetta einhvern veginn eðlilegur frásagnarmáti krakka á þessum aldri og viðbrögð fullorðna fólksins við þeim em klass- ísk. Kalli er heldur ekki spar á að biðjast afsökunar ef það hentar hon- um. Textinn er mjög enskuskotinn, alls kyns slangur og tískuorð lögð í munn unglinganna og í textanum á milli beinna frásagna er stafsetn- ing í samræmi við framburð en ekki hefðbundnar reglur. Eric gefur oft tilefni til að gert sé grin að íslensk- unni hans og vandamáli við að segja „r“ sem oftast er stafsett sem „g“ (en þó ekki alltaf). „Egu eggi adlir svángig?" segir Eric á síðu 87 og menn geta skemmt sér við að fínna út hvað hann er að segja. Enginn vafi er á því að höfundar þessarar bókar geta sagt sögu. Sagnamáti þeirra er óheflaður en mjög í anda unglingaveraldarinnar. Málfarið á bókinni getur eflaust orðið rannsóknarefni íslenskufræð- inga framtíðarinnar. En málfar af þessu tagi á eflaust eftir að ganga sér til húðar fljótlega og verða hall- ærislegt eftir nokkur ár. Sem mynd af augnablikinu er sagan fersk, frökk og sögð af mikilli frásagnar- gleði. Sigrún Klara Hannesdóttir skemmtilegar en vita ekki hvernig þær eru. Það er eins og að vita að einhver hafi ráðið erfiða gátu en fá ekki að heyra hver hún var. Það' vantar allan spenning í söguna því uppistöðuna vantar al- veg. Myndir Brians Pilk- ingtons eru svart-hvít- ar og konungshallarlið- ið er allt passlega hai- lærislegt til að glæða söguna lífi. Persónur ævintýrsins em ólíkar íslenska stráknum sem flýgur á vit ævintýrsins svo þekkja má úr hver er úr mann- heimum og hveijir eru úr ævintýr- inu. Sigrún Klara Hannesdóttir Nýjar bækur • LISTAKONAN Jóim Axfjörð sendir nú frá sér nýja bók um Dolla dropa, Dolli dropi arkar um Ak- ureyri. Áður voru komnar út eftir hana Dolli dropi rambar um Reykja- vík og Dolli dropi prílar á Pýramíd- um. Dolli á heima í Skýjaborg, en dettur einhvers staðar niður á jörð- ina, þar sem skemmtilegir krakkar taka á móti honúm. Nýja bókin segir frá því, þegar Dolli dettur niður mitt á meðal krakkanna í höfuðstað Norðurlands og arkar með þeim um allan bæ að skoða það sem þar er nýstárlegt, fer í Kjarnaskóg og ekur eftir Drottn- ingarbrautinni og síðast tekur hann þátt í því á Oskudaginn að slá kött- inn úrtunnunni og verður „katta- kóngur“, segir í kynningu. Fjölvi gefur út. Bókin er unnin í Prentmyndastofunni og GBen-Edda prentstofa. Verð er 1.280 kr. • ÚT er komin Heilagur Marteinn frá Tours eftir ÓlafH. Torfason. Marteinn er í hópi forvitnilegustu persóna miðald- anna. Hann er einn af þekktustu dýrlingum ka- þólsku kirkjunnar og voru tíu sókn- arkirkju helgaðar honum hérlendis á ólafur H. miðöldum, segir í Torfason kynningu. I bókinni er ævisaga Marteins rakin og sagt frá tignun hans í máli og myndum fram til okkar tíma. Bókin Heilagur Marteinn frá To- urs er 43 bls. með 20 myndum, prentuð og bundin hjá G.Ben. Eddu prentstofu. Bókinni dreifir útgef- andi, Þorgerður Sigurðardóttir, Lönguhlíð 19. Haraldur S. Magnússon Unglinga- pælingar Getur þú ímyndad þér þá tilfinningu að taka við 44 milljóna króna ávísun? K I IV G A l mrm Til mikils að vinna! Allu miðvikudaga fyrir kl. 1 aðalútibú draumabanki ÍSLANDS Tékkareikningur Greiöiöge gn fékka þessum Krónur Reykjav/k rÁK FYRIR tölvuletur - M er mpg c'r 015832>^ 5947338+ 10< u

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.