Morgunblaðið - 20.12.1995, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 20.12.1995, Blaðsíða 24
24 MIÐVIKUDAGUR 20. DESEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ ___________ LISTIR Hjartaknúsari frá Síberíu DMITRI Hvorostovskíj: „Verður að þola þau dýrlegai óþægindi að vera hjartaknúsarinn sem leikur leiðinlega og heiðarlega manninn sem lætur í minni pokann“. „DMITRI Hvorostovskíj var eini söngvarinn sem ég gat sætt mig við að lúta í lægra haldi fyrir,“ var haft eftir barítonsöngvaranum Bryn Terfel frá Wales í lok Cardiff- söngvakeppninnar í Wales árið 1989. Matthew Epstein, fyrrum stjórnandi Velsku þjpðaróperunnar, var einn dómara. „Ég sat við hlið- ina á Elísabeth Söderström,“ segir hann. „Þegar Dmitri Hvorostovskíj steig á svið og söng aríuna „Ombre mai fu“ efir Hándel, byrjaði hún að rissa upphrópunarmerki á blaðið sitt, langa röð. Hún hélt þessu áfram þar til Hvorostovskíj hafði iokið söng sínum.“ Epstein, Söd- erström og hinir dómararnir völdu Hvorostovskíj sigurvegara keppn- innar, 27 ára baritón frá Síberíu. Þar með hófst alþjóðlegur ferill eins áf merkustu söngvurum sem stigið hafa fram á sjónarsviðið á síðari árum. Hvorostovskíj tók óperuheiminn með trompi og hann komst af úr þeirri orrahríð sem gerð er að söngvurum sem hljóta mikið lof á unga aldri. Þrátt fyrir nokkur feilspor, á borð við mis- heppnaða upptöku á Cavaleria Rusticana sem hann söng með Jessye Norman fyrir Philips-útgáf- una, hefur leið Hvorostovskíjs legið upp á við. Hann hefur sungið inn á nokkrar plötur fyrir Philips og hlotið lof fyrir, honum þótti takast einstak- lega vel upp í frumraun sinni hjá Metropolitan í hlutverki Jeletskíjs prins í „Spaðadrottningu" Tsjajk- ovskjís og hann kom nýverið fram í Camegie Hall ásamt píanóleikar- anum Míkhaíl Arkadíev. „Ég er að ná .hinum rétta aldri fyrir barítonsöngvara,“ segir Hvor- Dmitri Hvorostovskíj hefur átt velgengni að fagna frá því að hann vann Cardiff-söng- keppnina fyrir sex árum. Það sem helst hefur staðið í vegi hans er að sumum þykir hann helst til snoppufríður. ostovskíj sem er orðinn 33 ára. „Likami minn er í jafnvægi og rödd- in einnig. Ég hætti að reykja fyrir þremur árum og eftir það tókst mér að ná fram enn meiri tónbrigð- um í röddinni. Ég get nú sungið piano og pianissimo á efra raddsvið- inu en það gat ég ekki áður.“ Hefur staðist freistinguna Hvorostovskíj hefur einbeitt sér að því að syngja verk eftir Tsjajk- ovskíj og bel canto-hlutverk á borð við aðalhlutverkið í „Rakaranum í Sevilla“ eftir Rossini. Hann hefur staðist freistinguna að syngja „öll þessi yndislegu hlutverk Verdis sem mig hefur dreymt um“. Hann hefur komið fram á fjölda einsöngstón- leika og hefur lagt áherslu á að flytja verk eftir lítt þekkta rússn- eska höfunda á borð við Georgí Svírídov. Eftir sigurinn í Cardiff-keppninni sendi umboðsmaður Hvorostovskíjs myndbönd frá keppninni til stjóm- enda um allan heim. Eitt mynd- bandið barst til Francis Rizzo, sem þá var listrænn stjórnandi við óper- una í Washington. „Ég hafði heyrt svo mikið um hann að ég hugsaði með mér að hann hlyti að vera góður. Engu að síður kom það mér verulega á óvart hversu fallega hann söng,“ segir Rizzo, sem horfði og hlustaði á upptökuna í þrígang. Árla morguninn eftir hófst Rizzo handa, sagði frá þessum efnilega söngvara sem varð m.a. til þess að óperuhljómsveitin í New York ákvað að leika undir hjá honum á fyrstu tónleikunum vestanhafs. Þeir voru haldnir í mars 1990 og atgang- urinn við miðasöluna var æðisgeng- inn, enda lentu flestir miðarnir í höndum innvígðra í tónlistarheimin- um og aðeins örfáir miðar vom seldir almenningi. Útlitið fjötur um fót Hvorostovskíj, sem kunni ekki orð í ensku, gerði sér enga grein fyrir því hversu óvenjulegar þessar aðstæður voru. Hann var engu að síður taugaóstyrkur og þó að tón- leikarnir hafi ekki gengið alveg eins vel og í Cardiff, var honum fagnað ákaflega og tónlistargagnrýnendur fóru fögrum orðum um frammi- stöðu hans, með fáeinum undan- tekningum en The New Yorker gat ekki á sér setið að hnýta í ahuga Rizzos á unga söngvaranum. í Bret- landi spöruðu menn lofið og sáu m.a. ástæðu til að gagnrýna klipp- ingu Hvorostovskíjs. Aðdáendur hans segja að menn láti það villa sér sýn hversu myndar- legur Hvorostovskíj sé. „Umbúðirn- ar villa manni sýn,“ segir Michael Epstéin. „En umbúðirnar segja ekki alla söguna, hana heyra menn þeg- ar þeir loka augunum og hlusta.“ Éngu að síður hafa margir það á tilfinningunni að Hvorostovskíj sé aðeins snoppufríður söngvari sem hlotið hafi meiri frama en hann eigi skildan. Paul Griffiths, gagn- rýnandi New Yorker, skrifaði að Hvorostovskíj „yrði að þola þau dýrlegu óþægindi að vera hjarta- knúsarinn sem leikur leiðinlega og heiðarlega manninn sem lætur í minni pokann". „Hann söng vel,“ hélt Griffiths áfram „en framkoma hans á sviði er ekki í neinu samræmi við það sem myndirnar af honum gefa til kynna.“ Það kann að virðast einkennilegt að nota orðið „hjartaknúsari" um mann sem syngur tónlist sem er jafn gjörsneydd kynþokka og verk Sviridovs. Hvorostovskíj lætur þennan andbyr ekki á sig fá og hefur skipulagt feril sinn vandlega. Næsta stóra Verdi-hlutverkið sem hann syngur verður hlutverk Rodr- igos í „Don Carlo“. „La Traviata“ er á dagskrá innan þriggja til fjög- urra ára. „Síðan getur verið að ég snúi blaðinu algjörlega við og syngi bara Verdi.“ Eftir fimmtán ár lang- ar Hvorostovskíj til að reyna sig við „Boris Godunov“ eftir Mus- sorgskíj. Krossfari Líklega mun Hvorostovskíj fyrst og fremst láta að sér kveða í ein- söng. Hann velur það efni sem hann flytur mjög vandlega og hefur t.d. tekið sérstöku ástfóstri við tónlist Sviridovs og hefur átt mikilli vel- gengni að fagna í því, þrátt fyrir að Sviridov sé nánast óþekktur. Það eru yfirleitt eldri og þekkt- ari söngvarar sem takast á hendur slíkar krossferðir en þeir eiga greið- ari aðgang að tónleikasölum og útgáfum en yngri og minna þekktir söngvarar. Hvorostovskíj hefur þegar sungið verk Sviridovs inn á geisladisk hjá Philips en útgáfu hans hefur hvað eftir annað verið frestað. Þegar hann er spurður hvort að ekki sé þrýst á hann að syngja þekktari og aðgengilegri verk á tónleikum, þvertekur hann fyrir það. Og líklega tilheyrir Hvorostovskíj ekki þeim hópi manna sem auðvelt er að fá til að skipta um skoðun. Byggt á The New York Times. Morgunblaðið/Eyjólfur M. Guðmundsson PATRICIA við tvö verka sinna Patricia sýnir í Fjarðarnesti Vognm. Morgunblaðið. ÁTTUNDA einkasýning Patriciu Hond stendur yfir í Fjarðamesti í Hafnarfirði og stendur hún til ára- móta að minnsta kosti. Sýningin nefnist „Himinn og jörð“ og er þriðja sýningin sem listakonan heldur á þessum vetri. Myndirnar eru flestar unnar á silki, en nokkrar með akrýi. Myndirnar tengjast himni og jörð, segir listakonan. Patricia hyggst taka sér hvíld frá penslunum og fara út í ritun bama- bóka, þar sem söguþráðurinn verður um börn sem hún hefur kynnst í gegnum dýrin sín. Fyrir utan ísland eru verk eftir Patróth í einkaeign um allan heim, meðal annars í Ástral- íu, Bandaríkjunum, Tælandi, Kenga, Suður-Afríku, Bretlandi, Frakklandi og Bahamaeyjum. Nýjar bækur • HÁSKÓLAÚTGÁFAN hefur nú sent frá sér þriðju bókina í ritröð Heimspekistofnunar og nefnist hún Afarkostireftir Atla Harðarson. í þessari bók eru 22 greinar um evr- ópska heimspeki, sögu hennar, vandamál, kenningar og úrlausnar- efni. „Textinn er á alþýðlegu máli og að mestu laus við tækniorð, enda er bókin skrifuð til þess að kynna heimspeki fyrir almenningi. Nafn sitt dregur bókin af því hvernig heim- spekin bannar mönnum öll undan- brögð og setur hugsun þeirra afar- kosti,“ segir í kynningu. Bókin er 126 bis. aðiengdogkostar 1.950 kr. Óvenju vandaður gítarleikur TONLIST Illjómdiskar BARRIOS OG TÁRREGA Kristinn Ámason leikur verk eftir Barrios og Tárrega. Arsis classics 95004. ÞAÐ er gleðiefni að gítarleikur Kristins Ámasonar er kominn á hljómdisk, þó auðvitað sé það ekki nema sýnishorn, verkin eftir tvo alda- mótasnillinga - báðir mikilsmetnir gítarleikarar og tónskáld. Sá yngri, Augustín Barrios Mangoré, Suður- Ameríkani (fæddur í Paraguay 1885); hinn, Francisco Tárrega Eixea (fæddur 1852), af mörgum álitinn upphafsmaður nútíma gítar- tækni. Verkin, sem flest eru stuttar prelúdíur, stemningar og jafnvel æf- ingar, eru „spænski skólinn" ómeng- aður - nema þá af Bach, Beethoven og jafnvel Chopin, ef hægt er að kalla það „meng- un“. Þessir menn voru menntaðir tónlist- armenn, enda þótt þeir hefðu þjóðleg einkenni og menningararf í há- vegum. Þessi litlu verk eru ákaflega góð tónlist, samin af ást á dýr- mætri arfleifð og hljóð- færinu sjálfu og mögu- leikum þess._ Kristinn Árnason er óvenju vandaður gítar- leikari, enda vel menntaður í tónlistinni. Hann stund- aði nám við Manhattan School of Music í New York og tók Bachelor of Music gráðu þar árið 1987. Sótti síðan tíma hjá José Tomas á Spáni, og tók einnig þátt í námskeiðum hjá Manuel Barrheco og Andrés Segovia. Hann hefur haldið íjölda tón- leika hér heima og er- lendis (m.a. á Ítalíu og í Bandaríkjunum og Englandi). Gítarleikur Kristins er e.t.v. í strangari kantinum, engin ódýr meðul, allt kristaltært og agað, næstum hver nóta mótuð í hljómi án þess að það bitni á strúktúr verkanna. Nær væri að segja að það Ijái þeirn það innra líf sem þau þarfnast. Þeim sem unna „klassískum“ gítarleik er bent á að láta ekki þennan hljómdisk framhjá sér fara. Það má margt af honum læra - fyrir utan ánægjuna. Oddur Björnsson Kristinn Árnason Anægja með tónleika Sigurðar SIGURÐI Bragasyni ba- riton og Hjálmi Sig- hvatssyni píanóleikara var boðið að halda tón- leika í hinu virta lista- safni og tónleikahúsi Corcoran í Washington DC 3. desember síðast- liðinn. Tónleikarnir voru vel Sigurður Bragason. sóttir og var listamönnun- um vel tekið. Janet W. Solinger, einn af fram- kvæmdastjórum hússins, hefur ritað bréf þar sem hún segir frá því að áheyr- endur „hafi haft samband við húsið eftir tónleikana og lýst yfir mikilli ánægju með þá,“ eins og segir í bréfi hennar „að það hafi verið dásamleg reynsla að hlíða á þessa tónleika og að þeir hafi verið yndislegir.“ Af Sigurði er það annað að frétta að Japis var að gefa út geisladiskinn Ljóðakvöld með hon- um og Vovka Ashkenazy píanó- leikara.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.