Morgunblaðið - 20.12.1995, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 20.12.1995, Blaðsíða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 20. DESEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR ■ Heilbrigðisráðherra vill skattahækkanir Kemur ekki til greinai - segir Pétur Blöndal alþingismaöur og vill stööva þensluna í heilbrigðiskerfinu. , Hvaða lim skal af höggva? Atvinnuleysi í nóvember 4,4% af áætluðu vinnuafli Aukning atvinnuleysis með minnsta móti ATVINNULEYSI í nóvember var 4,4% af áætluðum mannafla á vinnumarkaði. Það jafngildir því að 5.706 manns hafi að meðaltali verið atvinnulausir í mánuðinum, tæplega 2.600 karlar og rúmlega 3.100 konur. Þetta er meira at- vinnuleysi en í október, því nú eru 426 fleiri atvinnulausir en þá og einnig meira atvinnuleysi heldur en í nóvember í fyrra og munar þar rúmlega 200 manns. Atvinnulausum fjölgar að meðaltali um tæp 8% milli október og nóvember og er það talsvert minna en gera má ráð fyrir sam- kvæmt hefðbundinni árstíðar- sveiflu, en að meðaltali hefur at- vinnuleysi milli þessara mánaða aukist um 25%. Aðeins einu sinni frá árinu 1980 hefur atvinnuleysi milli þessara mánaða aukist minna en nú en það var árið 1990. Atvinnuleysi eykst nær alls staðar á landinu frá október nema á Suðumesjum og á Vestfjörðum. Hlutfallslega eykst atvinnuleysið mest á Vesturlandi, en mest er fjölgunin á Norðurlandi eystra og á Suðurlandi. Atvinnuleysi er nú minna í öllum landshlutum en það var í nóvember í fyrra, nema á höfuðborgarsvæðinu þar sem hlut- fallslegt atvinnuleysi er einnig mest. Þar er atvinnuleysi 5% af mannafla á vinnumarkaði, eins og það er raunar einnig á Suður- landi. Atvinnuleysi er 4,7% á Norð- urlandi eystra, 4,0% á Suðurnesj- um, 3,9% á Norðurlandi vestra, 2,8% á Vesturlandi, 2,5% á Aust- urlandi og minnst á Vestfjörðum 0,7%. í frétt vinnumálaskrifstofu fé- lagsmálaráðuneytisins um at- vinnuleysið í nóvember kemur enn- fremur fram að búast megi við að atvinnuleysi aukist víðast hvar á landinu í desembermánuði og geti orðið á bilinu 4,9 til 5,4% af mannafla á vinnumarkaði. Þá kemur fram að framboð á störfum í vinnumiðlunum hefur minnkað verulega frá fyrra mán- uði. I lok nóvember hafi um 58 störf verið laus og það hafi einkum verið á vinnumiðlunum í Reykjavík og á Reykjanesi. Víðast hvar ann- ars staðar sé ráðið jafnóðum í störf og þau berist vinnumiðlunum. Trausti Ólafsson ráðinn leikhússtjóri á Akureyri Leiklistin besta leiðin til mann- lífsskoðunar Trausti Ólafsson. Trausti Ólafsson tekur um áramótin við starfi lelkhússtjóra hjá Leikfélagi Akureyrar en tæp vika er liðin frá því að hann var ráðinn til starfans. Aðdragandinn að ráðning- unni var stuttur; Trausti lauk framhaldsnámi í leik- listarfræði frá Óslóarhá- skóla fyrir tæpum hálfum mánuði. Hann segist fullur tilhlökkunar að takast á við nýtt starf og endurnýja kynnin við Akureyringa en hann var skólastjóri þar í bæ í fjögur ár. — Varstu lengi búinn að hafa augastað á leikhúsinu? Ég lauk prófinu ekki fyrr en nú í vetur svo að ég gat ekki gert mér neinar vonir um starf af þessu tagi fyrr. En ég heillaðist af leiklist á unga aldri og þekki auk þess til á Akureyri, svo að staðan frei- staði mín. Þegar ég frétti að hún hefði verið auglýst í haust voru aðeins tveir dagar til stefnu. Ég sendi umsókn í snarhasti en gafst tóm tii að ganga betur frá henni þegar staðan var auglýst aftur.“ — Hvaða kynni hefurðu haft af leikhúsinu? Ég hef annað slagið daðrað við leiklistina, tekið þátt í ótal leiklist- arnámskeiðum og starfaði á sínum tíma svolítið með Leikfélagi Kópa- vogs. Ég hef því nokkra hugmynd um hvað það snýst um að standa á sviði og leika, þó að nú þyrfti mikið til að toga mig upp á svið. Leiklistarbakterían lét aftur á sér kræla þegar ég fór að nota leiklist- ina í kennslu og uppeldi. Hún er að mínu mati ein besta leiðin til mannlífsskoðunar og ég átti mér þann draum að skoða hana betur frá fræðilegu og praktísku sjónar- miði. Ég venti því mínu kvæði í kross og lauk námi í leiklistar- fræði sem ég hóf fyrir allmörgum árum'. — Um hvað snúast fræðin? Á meginlandi Evrópu og á Norðurlöndum er þetta er háaka- demískt nám sem byggist m.a. á fagurfræði og leiklistarsögu. Svo velja nemendur sérsvið og ég valdi dramatúrgíu, leikstjórn og leiklist- aruppeldi. — Þú átt fræðiiegt nám að baki auk þess sem þú hefur reynslu af stjórnunarstörfum. Er það hinn eini rétti bakgrunnur fyrir leikhússtjóra? Ég held að leikhúsið geti hagn- ast af því að fá að láni hin greinandi augu fræðimannsins, ef ég má taka svo hátíðlega til orða. Leiklistarfræð- in snýst öðrum þræði um að horfa, hlusta og greina það sem maður sér og heyrir. Svo geri ég mér auðvitað vonir um að reynsla mín af skólastjórn komi að góðum notum í starfi leikhússtjórans. Leikhússtjórinn er í mínum augum sá sem leiðir saman listamenn af ólíkum toga og styður þá í því sem þeir eru að gera. Minn metnaður liggur ekki í því að setja sjálfur upp leikrit. — Áttu þér clraum um að ákveðin verk verði sett upp? Nei. Mig dreymir fyrst og fremst um að efla ímynd Leikfé- lags Akureyrar sem góðs leikhúss sem vert er að heimsækja og ég ► Trausti Ólafsson er fæddur 15. júní 1949 í Landeyjum. Hann lauk kennaraprófi frá Kennara- skóla íslands 1969 og stúdents- prófi frá sama skóla ári síðar. Hann vann við kennslu og blaða- mennsku 1970-1976, var for- stöðumaður skóladagheimilis í Reykjavík 1976-1978, skóla- sljóri á Bíldudal 1978-1979 og kennari við Þjálfunarskóla rík- isins í Kópavogi 1979-1984. Trausti stundaði nám í leiklist- arfræðum í Björgvin í Noregi veturinn 1984-1985. Á árunum 1985-1989 var Trausti skóla- stjóri Hvammshlíðarskóla á Akureyri og kennari við Bú- staðaskóla 1989-1993. Hann lauk BA-prófi í norsku frá Há- skóla íslands 1992 og hefur starfað við blaðamennsku og dagskrárgerð undanfarin ár. Trausti Iauk cand. filol.-prófi í leiklistarfræðum í Ósló fyrr í mánuðinum. Kona Trausta er Kristín Unn- steinsdóttir. Hann á tvo syni. hef einnig áhuga á því að tengja starf þess annarri starfsemi á Akureyri, t.d. í skólum. Ég hef verið spurður að því hvort að ég vilji fremur setja upp sýningar sem _„selji“ vel eða „al- varleg" verk. Ég held að gott leik- hús selji, hvort sem að um „létt“ eða „þung“ verk sé um að ræða. Gott leikhús þarf að sýna á sér fleiri en eina hlið. íbúar á mark- aðssvæði LA eru ekki sérlega margir og verkefnavalið verður því að vera fjölbreytt til að höfða til sem flestra og draga jafnframt að sér fólk annars staðar að af landinu. Bjóða verður efni sem bæði skemmtir og göfgar. Leikhús er spegill sem maður skoðar í eigið líf og annarra. Þar mætast sorg og gleði og annað verður ekki tekið fram fyrir hitt. — Hvað verður þitt fyrsta verk þegar þú sest í stól ieikhússtjóra? Fyrst af öllu ætla ég að skoða undanfarin ár í sögu LA með því fólki sem þar starfar. Við munum velta því fyrir okkur hvaða kraftar eru að verki þegar vel tekst til og þá einnig þegar ekki hefur tek- ist jafn vel til. Svo verð ég að snúa mér að verkefnavali fyrir næsta leikár, sem er óskaplega spennandi verkefni enda af nógu. að taka. Leikhús er spegill fyrir eigið líf og annarra
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.