Morgunblaðið - 20.12.1995, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 20.12.1995, Blaðsíða 54
54 MIÐVIKUDAGUR 20. DESEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ Dýraglens Tommi og Jenni Ferdinand Smáfólk Kæri Monsieur Jóli, „Monsieur“ Jóli? Ég býst við að þér hafi aldrei dottið í hug að hann gæti verið franskur.... BREF TTL BLAÐSINS Kringlunni 1103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 Kynþáttafor- dómar eða fyrirhyggja Frá Ester Sveinbjarnardóttur: OFT HEYRAST þær raddir að íslendingar séu kynþáttahatarar og vilji ekki fá útlendinga inn í landið. Ég tel rökin fyrir þessum fullyrðingum hæpin. Það er ekki kynþáttahatur heldur fyrirhyggja að vilja ekki falla í sama pytt og t.d. Svíar og Danir. Nú standa þessar þjóðir frammi fyrir mikilli óeiningu heima fyrir, sem rekja má til mikils fjölda innflytjanda sem ekki hafa aðlagað sig að lífs- háttum innfæddra. Þjóðveijar eiga einnig í miklum vanda sem stafar m.a. af því að mikið var flutt inn af vinnuafli frá Tyrk- landi eftir stríð og sinna þeir nú illa launuðum störfum sem Þjóð- veijar sjálfir til þessa hafa ekki fengist til að vinna. Einnig má benda á stóru nýlenduþjóðirnar, Breta og Frakka, sem mikið hefur verið fjallað um í fjölmiðlum. Getum við eitthvað lært af þess- um þjóðum? Að vera íslendingur felur í sér aðlögun margra kynslóða frá land- námsöld að lifnaðarháttum í stóru og harðbýlu landi. Árlega ferst fjöldi manna hérlendis og má leita orsakanna til óblíðrar náttúru og svartnættis langs vetrar. Sakir fámennis höfum við þróað með okkur öflugt starf sjálfboðaliða sem með vinnu sinni gera líf okk- ar allra mun léttbærara og fjöl- breyttara. Þar má nefna t.d. hjálp- arsveitir, ungmrnnafélög, kvenfé- lög, líknarfélög og svo kannast allir við hjálpsemi samlandans þegar á reynir. Af sömu orsökum höfum við sótt menntun út fyrir landsteinana og borið heim með okkur erlendan andblæ frá öllum heimshornum og aðlagað að ís- lenskum háttum. Þannig hefur þetta ætíð verið að þrátt fyrir land- fræðilega einangrun landsins höf- um við víðsýni heimsmannsins. Tungumál okkar hefur langa og merkilega sögu sem ekki þarf að tíunda hér. Reynslan hefur sýnt að fólk sem ekki hefur vanist málinu frá unga aldri á oft mjög erfitt með að læra það, þó auðvita séu nokkrar undantekningar frá því. Hluti af því að aðlagast lífí í nýju landi er að geta talað málið og lært siði þeirra innfæddu svo betra samband náist við fólkið sem fyrir er. Við verðum að gera þær kröfur til þeirra sem vilja lifa í landi okkar, sem vilja verða íslend- ingar, að þeir læri málið og reyni að tileinka sér lifnaðarhætti okk- ar. í gegnum árin hefur það ekki reynst auðvelt að öðlast íslenskan ríkisborgararétt og tel ég það rétt að taka strangt á þessum málum. Það er okkar lán að við höfum eignast marga góða Islendinga frá öðrum löndum í gegnum tíðina, sem hafa aðlagast og blandast þjóðinni. Við, þessi fámenna þjóð , verðum að sníða okkur stakk eftir vexti. Sýnum fyrirhyggju og látum ekki blekkjast af ósann- gjörnum áróðri. Höldum vörð um menningu okkar og sérstöðu. ESTER SVEINBJARNARDÓTTIR, Garðhúsum 31, Reykjavík. Er eitthvað að, Olafur minn? Frá Jóni Steinari Gunnlaugssyni: í ORÐAHNIPPINGUM milli mín og Ólafs B. Thors forstjóra hjá Sjóvá-Almennum tryggingum hf. á Stöð 2 í síðustu viku, þar sem Ijall- að var um breytingartillögur á skaðabótalögum og iðgjöld í bíla- tryggingum, vék hann að persónu minni með frekar óvirðulegum hætti og talaði niður til mín. Það er nú kannski afsakanlegt, enda verður varla talið að menn sem sitja í svo háum forstjórastóli sem Ólafur, geti talað í aðra átt en niður. Á honum var að skilja að ég kynni lítið fyrir mér í skaðabótarétti og væri haldinn misskilningi um ýmis þýðingarmikil málsatriði. í tilefni af þessu sendi ég honum á sjónvarpsstöðinni áskorun um að hitta mig á opinberum vettvangi, þannig að við gætum skipst á skoð- unum í heyranda hljóði. Taldi ég að við það myndi tvennt vinnast. Ólafur gæti talað niður til mín milliliðalaust og svo gæti líka verið að ég myndi bæta við þekkingu mína með því að eiga við hann orðastað. Bauð ég honum meira að segja að hafa sér við hönd alla þá sérfræðinga frá félaginu, sem hann sjálfur kysi. Ólafur mun hafa svarað þessu á Bylgjunni. Hann mætti ekki vera að því að hitta mig fyrir jól. Eftir jól, þegar hann hefði tíma, yrði umræðuefnið að vera skýrt afmarkað. Ólafur ætlaði þá að tala fyrstur og skýra þau atriði, sem ég hefði misskilið. Síðan mætti ég svara þeim. Um fleira yrði ekki fjallað á þeim fundi. Ekki veit ég hvers vegna for- stjórinn vill takmarka umræðuefni okkar á þennan hátt. Mér finnst það ágætt fyrirkomulag sem er algengt á fundum, að fundarefnið sé ákveðið með almennum hætti og síðan ákveði ræðumenn sjálfir hvað þeir segja. Eða má það vera að málstaður vátryggingafélag- anna í þessu máli sé þess háttar, að ekki þoli uinræður. Er eitthvað að, Ólafur minn? JÓN STEINAR GUNNLAUGSSON, hæstaréttarlögmaður.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.