Morgunblaðið - 20.12.1995, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 20.12.1995, Blaðsíða 34
34 MIÐVIKUDAGUR 20. DESEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. MENNTUN ER FJÁRFESTING HÁSKÓLI íslands hefur farið fram á að við af- greiðslu fjárlaga verði framlag til skólans aukið um 70 milljónir króna til að tryggja að „kennsla verði með viðunandi hætti“. Stjórnvöld verða að tryggja starfs- hæfni Háskólans og átta sig á þeirri staðreynd, að mennt- un er fjárfesting til framtíðar úr sameiginlegum sjóðum landsmanna. Fjárframlög til menntamála eru ekki óarð- bær útgjöld. Stjórnendur Háskólans og Stúdentaráð HI gagnrýna að ekki skuli vera gert ráð fyrir viðbótarfjárveitingum eins og óskað hafi verið eftir og segja að verði ekki komið til móts við óskir HÍ um aukna fjárveitingu til kennslu „blasi við að Háskólinn verður að grípa til rót- tækra aðgerða til að komast hjá greiðsluþroti. Þær munu væntanlega fela í sér stöðvun allra nýmæla, niður- fellingu námskeiða og stöðvun nýráðninga og endurráðn- inga í þær stöður sem losna,“ segir í tilkynningu Háskól- ans. Stúdentaráð bendir á að fjárveiting á hvern nemanda hafi lækkað um fjórðung á átta árum. Slíkt ætti að vera yfirmönnum menntamála verulegt áhyggjuefni, því augljóslega verða ekki sömu kröfur gerðar til gæða háskólakennslu, ef framlög til Háskólans eru skert ár frá ári. Háskólinn hafði farið fram á 70 milljóna framlag til kennslu og 60 milljónir til rannsókna- og framhalds- náms. Kennsla var rekin með 30 milljóna króna halla á síðasta ári og er hallinn áætlaður svipaður á þessu ári. Það er stóralvarlegt mál að fjárhagsvandi Háskólans, æðstu menntastofnunar þjóðarinnar, sé orðinn slíkur að stjórnendur hans eru farnir að óttast greiðsluþrot. Ljóst er að ýmsar deildir Háskólans búa við slíkan fjár- og tækjaskort, að þær rísa vart undir nafni, sem sjálfstæð- ar háskóladeildin Nýlegt dæmi af slíkum skorti er af verkfræðideild HÍ frá því í haust, en þá var upplýst að tækjaskortur hamlaði flóknum og viðameiri rannsóknum á vegum deildarinnar. Þetta er auðvitað ekki boðlegt. Á undanförnum árum hafa stjórnvöld beitt ýtrustu niðurskurðaraðgerðum á fjölmörgum sviðum hins opin- bera rekstrar. Flatur niðurskurður, getur, þegar hart er í ári, haft einhver áhrif í skamman tíma. Þegar er ljóst orðið að ekki verður gengið lengra í þeim efnum, að því er varðar niðurskurð til heilbrigðismála og menntamála. í þeim efnum erum við einfaldlega komin á endapunkt. Það er þjóðinni afar mikilvægt að eiga einn háskóla, sem stendur undir nafni og er samkeppnisfær við há- skóla í öðrum löndum um gæði menntunar. Það er um- hugsunarefni, að á sama tíma og Háskóli Islands er að komast í þrot er skipulega unnið að því að byggja upp aðra háskóla í landinu. Erum við að dreifa kröftum okkar um of? Það er full ástæða til að ræða þá spurn- ingu. Það er lítið vit í því að dreifa fjármunum svo mjög, að hvergi sé staðið nægilega vel að verki. Á undangengnum samdráttarárum var óhjákvæmilegt að grípa til niðurskurðar á öllum sviðum. Það hefur verið gert bæðh í heilbrigðiskerfinu og í skólakerfinu. Það er hins vegar ekki hægt að beina athyglinni sí og æ að sömu aðilum. Það hefur áreiðanlega náðst veruleg hagræðing í rekstri stóru sjúkrahúsanna í Reykjavík síðustu árin. Það hefur áreiðanlega tekizt með miklu aðhaldi að bæta rekstur háskólans. En nú verða stjórn- völd að beina athygli sinni að öðrum þáttum ríkisrekstr- arins til þess að ná fram nauðsynlegum niðurskurði og af mörgu er að taka. Bábiljan „bókvitið verður ekki í askana látið,“ hefur aldrei átt við rök að styðjast, þótt almannatrú hafi lengi vel verið henni hliðholl. Hún á enn síður við nú, því bókvitið, tækniþekkingin, framþróun, rannsóknir og öflugt vísindastarf eru forsenda þess, að þjóðlíf blómstri hér sem annars staðar og grunnur þess að okkur miði fram veginn. Framtíð okkar og samkeppnisstaða er ekki hvað síst fólgin í því að við getum boðið námsfólki okk- ar sambærilega menntun og samkeppnislöndin bjóða sínum námsmönnum. Læknar Sjúkrahúss Reykjavíkur gagnrýna „fjárla Fj árveitingn líkt „rýtingsstungu í b; Á BARNADEILD Borgarspítala stytta sjúklingarnir sér stundir við sjé í starfsfólki vegna boðaðs niðurskurðar á fján í samtölum forsvars- manna Sjúkrahúss Reykjavíkur við Karl Blöndal kom fram að að óbreyttum fjárveitingum þyrfti að segjaupp 140-200 starfsmönnum og leggja niður 4-5 deildir. MIKIL óánægja ríkir meðal starfsmanna Sjúkrahúss Reykjavíkur vegna þess að rekstraráætlun næsta árs sé 383 milljónum króna undir þeirri upphæð, sem þurfi til að veita óbreytta þjónustu, og segja stjórnend- ur að þetta samsvari 7,8% samdrætti, sem muni kosta uppsagnir og lokun deilda. Einn viðmælenda Morgun- blaðsins orðaði það svo að verið væri að veita starfsmönnum Borgarspítal- ans og Landakots „rýtingsstungu í bakið" fyrir að hafa verið innan fjár- veitingarramma þessa árs. Stjórnendur Sjúkrahúss Reykjavík- ur kynntu á mánudag fjárhagserfið- leika stofnunarinnar heilbrigðisnefnd Alþingis og gáfu út yfirlýsingu á mánudag og Ingibjörg Pálmadóttir heilbrigðisráðherra fjallaði um nýja skýrslu um málið á ríkisstjórnarfundi í gær. „Kannski er [yfirlýsingin] neyðaróp frá okkur vegna þess að við sjáum ekki hvað til bragðs skal taka,“ sagði Jóhannes Gunnarsson, lækningafor- stjóri Borgarspítalans, um það að 383 milljónir vanti uppá þá upphæð, sem talið er að þurfi til að endar nái sam- an í rekstri Sjúkrahúss Reykjavíkur á næsta ári, í samtali við Morgunblaðið í gær. Það var mál viðmælenda Morg- unblaðsins að yrði fjárveiting til Borg- arspítala og Landakotsspítala, sem verða formlega sameinaðir um ára- mót, óbreytt yrði að reka 140 til 200 manns og leggja niður fjórar til fimm deildir, sem hefðu 25 til 30 sjúklinga hver. Samkvæmt áætlun fyrir næsta ár er gert ráð fyrir rúmum fimm millj- örðum króna til rekstrar Sjúkrahúss Reykjavíkur. „Þegar stofnun, sem hefur launa- kostnað upp á 70% rekstrarútgjalda, þarf að skera niður milli sjö og átta prósent af rekstrarkostnaði getur það ekki orðið að neinu marki nema lækka launalið," sagði Jóhannes. Yfirlæknar á Borgarspítala og Landakoti eru ósáttir við að því fylgi refsing að halda sig innan úárveiting- ar. „Það er nokkuð ljóst að spítalinn nær endum saman í ár,“ sagði Brynj- ólfur Mogensen, yfirlæknir slysa- og bæklunardeildar Borgarspítalans og Landakots. „Verðlaunin eru 380 millj- ónir í sparnað. Það er sama þótt ýtrustu sparsemi sé gætt, við fáum alltaf rússneskan bónus, en nú er það rýtingsstunga í bakið." Eins og „ógreiddur víxill“ Niels Chr. Nielsen, forstöðumaður skurðlækingasviðs, sagði að til þess að halda sig við fjárveitingu sjúkra- húsanna hefði þurft að grípa til ýmissa ráða, sem í raun mætti líta á sem „ógreiddan víxil“. „Við fækkuðum fólki, stöðvuðum sumarafleysingar alveg og þrengdum að okkur með sumarlokunum," sagði Niels. „Þetta er hægt einu sinni, en ekki ár eftir ár. Það er hægt að loka deildum í mánuð eða yfir jól og áramót, en sjúkl- ingarnir hverfa ekkert." Einnig var fundið að því að skamm- tímasjónarmið virtist ráðandi í ákvörð- unum yfirvalda og aðgerðum, sem teknar væru til að skila skyndisparn- aði, fylgdi oft meiri kostnaður þegar upp væri staðið, en óbreyttu ástandi. Pálmi Jónsson, yfirlæknir lyf- og öldrunarlækningadeilda, sagði að sameining Borgarspítala og Landa- kotsspítala hefði skilað ávinningi og gæti skilað meiru. Til þess þyrfti hins vegar þ'árfestingu, sem myndi skila ávinningi til lengri tíma. Þurfum vinnufrið „Við þurfum vinnufrið til fjögurra eða fímm ára til að geta gert mark- vissar áætlanir og þessi niðurskurður kemur þvert á það,“ sagði Pálmi. „Þessar náttúruhamfarir í fjárlaga- gerðinni fara illa með þá, sem að málinu standa. í stað þess að geta gert áætlanir til nokkurra ára snýst stjórnun þeirra um neyðarráðstafan- ir.“ Sveinbjörn Björnsson háskólarektor um fjárhagsvi Verðum að grípa til sömu aðgerða og 1992 AUK 20 milljóna króna yfirdráttar Háskóla íslands í Landsbankanum skuldar skólinn ýmsum viðskiptaaðil- um fé fram yfir áramót, en skólinn telur brýnt að fá 70 milljóna króna aukið framlag á fjárlögum til að tryggja að kennsla geti orðið með við- unandi hætti. Sveinbjörn Björnsson háskólarektor segir fjárhagsstöðu skólans ekki lífvænlega fyrir næsta ár ef þá eigi enn að taka við sömu fjölgun nemenda og verið hefur og ekki eigi að fylgja neinar hækkanir á framlögum til skólans á fjárlögum. Hann segir að með þessu sé skólinn að komast í greiðsluþrot. „Vissulega er krónuhækkun til okk- ar í fjárlagafrumvarpinu en við teljum að hún tæplega dugi til að greiða þá hækkun sem þarf að vera til að standa við kjarasamninga," segir Sveinbjörn, en hann segir að launaliður skólans þurfí að hækka af þeim sökum um 10%. Hann segir að fjárlaganefnd Al- þingis hafi að mestu leyti komið til móts við HÍ að þessu leyti en að öðru leyti hafi fjárveitingin ekki verið auk- in miðað við árið sem er að líða, og því sé fram á það séð að stefnt sé í enn meiri halla á næsta ári með sama áframhaldi. „Auðvitað líðst okkur ekki að fara í greiðsluþrot, svo við verðum þá að gripa til þeirra aðgerða nánast að minnka kostnað með sömu aðgerðum og gripið var til 1992,“ segir Svein- björn. Til lítils að loka deildum Árið 1992 þurfti HÍ við að grípa til róttækra sparnaðaraðgerða og að sögn Sveinbjörns var þá kennsla minnkuð og dregið úr mannaráðning- um. „Um tíma sagði háskólaráð að það gæti ekki ráðið við vandann nema að það frestaði inntöku nýnema en síðan urðum við að hætta við það þar sem samkvæmt lögum er okkur skylt að taka inn alla sem Ijúka stúdentsprófi og sækja. Það er okkur svo sem ljúf skylda en það veldur okkur hins vegar áhyggjum að við þurfum þá meira fé til að geta tekið við vaxandi fjölda. Það er komið svo að fjárveiting sem við höfum til kennslu í þeim deildum sem eru ódýrastar í kennslu, en þar er líka fjölgunin mest t.d. í félagsvís- indadeild og heimspekideild, er um
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.