Morgunblaðið - 20.12.1995, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 20.12.1995, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR MIÐVIKUDAGUR 20. DESEMBER 1995 49 ÞÓRA ÞÓRÐARDÓTTIR + Þóra Þórðar- dóttir var fædd á Akranesi 31. mars 1922. Hún lést í Sjúkrahúsi Akra- ness hinn 14. des- ember síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Þórður Ás- mundsson, útgerð- armaður og kaup- maður, f. 7. júní 1884, d. 3. maí 1943, og Emilía Þorsteinsdóttir, f. 17. febrúar 1886, d. 30. júlí 1960. Systkini Þóru eru: Ólína Ása, f. 30. nóv. 1907, Hans Júlíus, f. 11. mars 1909, Steinunn, f. 8. feb. 1910, d. 15. apríl 1915, Ragnheiður, f. 22. ágúst 1913, Steinunn, f. 26. júlí 1915, Arn- dís, f. 2. des. 1917, Inbjörg Elín, f. 22. sept. 1920, og Emilía, f. 9. mars 1927. Þóra giftist Ólafi Magnúsi Vilhjálmssyni, húsa- 23. nóv. 1946, f. 29. okt. 1926, d. 16. júní 1985. Dætur Þóru og Ólafs eru: 1) Emilía, f. 6. septem- ber 1947, gift Jóni Sigurðssyni, fram- kv.stj. Þeirra dætur eru: Þóra, f. 14. ágúst 1967, gift Pétri Ottesen. Dæt- ur þeirra eru: Emil- ía og Bryndís, Kristjana, f. 14. maí 1974, gift Hafsteini Gunnarssyni. 2) Kristbjörg, f. 7. júní 1952, gift Finni Garðarssyni, líffr., þeirra börn eru: Maren, f. 22. júní 1969, gift Andrea Bettaglio, og Ólafur Magnús, f. 3. ágúst 1979. Þóra Þórðardóttir verður jarðsungin frá Akraneskirkju miðvikudaginn 20. desember og hefst athöfnin klukkan 14.00. ÉG KYNNTIST Þóru, tengdamóð- ur minni, þegar á barnsaldri. Það var u.þ.b. þegar ég var að byrja í barnaskólanum á Akranesi. Krissa, yngri dóttir hennar, var þá einn af mínum bestu leikfélögum og síð- an bekkjarsystir, kærasta og eigin- kona. Ég var því eins og hver ann- ar húsgangur hjá þeim Þóru og Búdda á Sunnubrautinni öll mín uppvaxtarár. Þau hjón voru ein- staklega samhent og manni leið ávalit vel í návist þeirra. Gestrisni var Þóru í blóð borin, enda alin upp af þeim sómahjónum á Grund, Þórði Ásmundssyni og Emilíu Þor- steinsdóttur ásamt stórum systk- inahópi. Mér er tjáð að Grundar- heimilið hafi verið rómað fyrir gest- risni og þar hafi nánast verið opið hús fyrir gesti og gangandi og glað- værð hafi öllu framar verið þar ríkj- andi. Faðir Þóru, sá kunni athafna- maðúr, Þórður Ásmundsson, lést á besta aldri, en hann var Þóru mik- ill harmdauði, því hún dáði hann mikið og talaði gjarnan um hann með glampa í augum. Það sem mér finnst einkenna Þóru og hennar fjölskyldu eru þessi sterku fjölskyldutengsl. Þóra mátti aldrei heyra nokkrum í hennar fjöl- skyldu hallmælt á nokkurn hátt, tók slíkt óstinnt upp og hélt uppi 'hörðum vörnum fyrir sína. Þóra var myndarkona í útliti, skapmikil en þó skapgóð. í samskiptum við ann- að fólk var hún mjög hreinskiptin og umgekkst fólk gjarnan sam- kvæmt reglunni, sem henni varð oft á orði: Eins og þú kallar í skóg- inn færðu svar. Hún var gæfu- manneskja í sínu einkalífi. Éigin- maður hennar, Ólafur Vilhjálms- son, ávallt kallaður Búddi, var ein- stakt ljúfmenni og mikill fjölskyldu- maður. Hann var húsasmiður að mennt og völundur hinn mesti eins og t.d. sumarbústaður hans ber vitni um, en hann teiknaði og smíð- aði Búddi yst sem innst. Þar áttum við fjölskyldan oft yndislegar stundir saman með Þóru og Búdda. Þegar við Krissa eignuðumst dóttur okkar, Maren, vorum við kornung, þá nýorðin 17 ára, ég í MR og Krissa í Verslunarskólanum. Þessu uppátæki okkar unglinganna var ljúfmannlega tekið af Þóru og Búdda og má segja að þau hafi alið Maren upp hennar fyrstu ár þar til Krissa lauk náini og við hófum búskap. Maren býr alla ævi að því góða atlæti er hún hlaut fyrstu ár ævinnar hjá afa og ömmu. Hún var enda mjög hænd að þeim báðum. Tengdafaðir minn lést fyrir 10 árum síðan, þá aðeins 58 ára. Mér fannst Þóra ekki söm eftir það, enda höfðu þau voru mjög sam- rýnd. Báðar dætur Þóru hafa alltaf haft mikil og náin tengsl við móður sína. Eftir að Þóra veiktist hefur mest mætt á Emmý, dóttur henn- ar, en báðar önnuðust þær systur móður sína af mikilli alúð. Þóra hélt reisn sinni í erfiðum veikindum til hinstu stundar er hún lést þann 14. desember sl. Ég vil að endingu þakka Þóru fyrir samfylgdina og allt sem hún gerði fyrir mig og fjöl- skyldu mína um leið og ég votta öðrum aðstandendum og vinum samúð mína. Finnur Garðarsson. Við ólumst upp á Sunnubraut hjá ömmu og afa, í góðu yfirlæti. Þá var amma heimavinnandi, þann- ig að við áttum hana nær óskipta. Eflaust hefur hún haft nóg að gera þar sem uppátækin voru ýmisleg, svo sem ásókn í snyrtidót og skart- gripi eða matarslagur, en alltaf vorum við jafn yndisleg fyrir ömmu. Morgunmaturinn var ávallt í hávegum hafður, þá kom „Fusk- urinn“, eins og hún kallaði afa, heim úr sementinu og borðaði með okkur. Eftir hollan morgunverð settumst við í gluggakistuna í borð- stofunni, þar sem amma fékk sér einn vindilstúf og sagði okkur sög- ur um álfaprinsessur og ævintýra- heima. Amma talaði við okkur eins og fullorðnar manneskjur allt frá fyrstu tíð og urðum við öll altal- andi mjög snemma. Hún kenndi okkur bænir og svo söngva úr gömlu revíunum sem hún söng sjálf í á stríðsárunum. Þegar kassettu- tækið kom til sögunnar vorum við látin syngja, segja sögur og brand- ara inná spólur, sem í gegnum tíð- ina hafa oft verið teknar fram og mikið hlegið að. Þegar við kom- umst á unglingaaldurinn yfirheyrði amma okkur vel og vandlega eftir hveija ballferð og skemmti sér kon- unglega við að upplifa spennu ungl- ingsáranna með okkpr. Sjálf hafði hún gaman af að segja okkur frá sínum sokkabandsárum. Við hlust- uðum með athygli á þegar hún sagði okkur frá íþróttaskólanum á Laugarvatni, „ástandinu“ á stríðs- árunum og hinum margfrægu leik- fimisýningum sem þá tíðkuðust. Það var alveg sama hvað við tókum okkur fyrir hendur, hvort sem það var námið, söngur, dans eða íþróttir, þá hafði amma óbil- andi trú á okkur og fannst við eflaust yfirburðamanneskjur á þessum sviðum. Þegar við stelpurn- ar völdum mannsefnin okkar var amma sannfærð um að valið hefði ekki getað verið betra og tók þá sem ’ sína. Þessi óbilandi trú og hvatning hefur reynst okkur gott veganesti. Afi byggði sumarbústað í Borg- arfirði sem fékk að sjálfsögðu nafn- ið Þórukot. Þar dvöldum við oft með þeim í fríum og þaðan eigum við ógleymanlegar minningar. Við þökkum ömmu fyrir alla hennar ást, umhyggju og trú sem aldrei verður lýst í orðum. Amma Þóra mun alltaf lifa með okkur því þær minningar sem hún lætur eftir sig eru svo stór hluti af okkar lífi. „Það líf, sem náttúran gefur oss, er stutt, en eilíf er minningin um líf, sem vel er varið“. - Cicero. Þóra, Maren, Kristjana og Ólafur Magnús. Það var fyrir um það bil tíu árum sem við vinkonurnar, þá sautján ára gamlar, kynntumst Þóru fyrst. Við vorum ásamt Maren, dóttur- dóttur hennar, að halda upp á lok vorprófa og vorum ólmar að kom- ast út úr bænum. Þóra leyfði okkur að dveljast yfir helgi_ í sumarbústað hennar, Þórukoti. Áttum við þar góðar stundir í hlýlegu og vinalegu umhverfi sem brá upp betri mynd af eigandanum en orð geta lýst. Það var viss kjarni, sem fór á hverju sumri upp í Borgarfjörð öll okkar menntaskólaár. Stundum bættust fleiri góðir vinir í hópinn, stundum færri. Ýmislegt var ritað í gesta- bókina hjá Þóru á þessum helgum og gat maður séð fyrir sér hvernig hún hristi höfuðið og hló yfir þess- um stelputrippum og spurði Maren snögg upp á lagið hvort engin okk- ar væri farin að ganga út svo við færum nú að róast. Þóra átti stóra og samrýnda íjöl- skyldu sem mun sakna hennar sárt. Samband hennar og Marenar, eins og hinna barnabarnanna, ein- kenndist af vináttu og væntum- þykju sem er öllum er til þekktu minnisstætt. Sá sem eftir lifír deyr þeim sem deyr en hinn dáni lifír í hjarta og minni manna er hans sakna. Þeir eru himnamir honum yfir. (Hannes Pétursson.) Elsku Maren, Krissa, Finnur, Búddi og fjölskylda. Innilegar sam- úðarkveðjur á sorgarstund. Rannveig, Erna, Unnur, Áslaug og Jóhanna. Nú þegar jólahátíð er að ganga í garð ríkir sorg og söknuður hjá dætrum og fjölskyldum Þóru Þórð- ardóttur sem við kveðjum í dag. Það er með djúpri sorg og söknuði sem við kveðjum í dag okkar kæru Þóru, en undanfarna mánuði átti hún við erfið veikindi að stríða. Alltaf vonuðum við að hún ynni þetta stríð og næði heilsu en sú von brást. Þóra var ákaflega falleg, trygg og góð kona, hún var sannur vinur vina sinna. Tel ég mig hafa þekkt það nokkuð vel því eiginmenn okk- ar voru mjög góðir vinir allt frá barnsaldri. Þóra var gæfusöm, átti mjög góðan mann og dætur sem allt vildu fyrir hana gera. Þau hjón áttu yndislegt heimili sem þau reistu sér á Sunnubraut. Það varð Þóru þungt áfall þegar maður hennar féll mjög snögglega frá fyrir 10 árum. Eftir að Búddi dó hafa dætur hennar og þá sérstak- lega Emilía verið vakin og sofin yfir velferð móður sinnar svo að aðdáunarvert er. Þóra gerðist Odd- fellow og var virkur félagi í regl- unni. Vil ég fyrir hönd systra í Rb. stúkunni nr. 5 Ásgerði senda dætr- um hennar, tengdasonum, barna- börnum, systkinum og öðrum sem um sárt eiga að binda innilegar samúðarkveðjur. Megi ljós jólanna lýsa ykkur kæru systur, Émilía og Kristbjörg. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi hin Ijúfu og góðu kynni af alhug þakka þér. Þinn kærleikur í verki var gjöf sem gleymist eigi og gæfa var það öllum sem fengu að kynnast þér. (Höf. Ingibj. Sig.) Blessuð sé minning Þóru Þórðar- dóttur. Ástríður Þ. Þórðardóttir. ÁGÚSTA ERLENDSDÓTTIR -JUÁgústa Er- ' lendsdóttir fæddist í Reykjavík 30. júní 1911. Hún lést í Landspítalan- um í Reykjavík 10. desember 1995. Foreldrar hennar voru Erlendur Þor- valdsson, söðla- smiður í Reykjavík, og kona hans, Mar- ía Guðmundsdóttir. Systkini Ágústu voru: 1) Jón Marils, f. 26. nóv. 1904. 2) Oddfríðurt f. 9. maí 1907. 3) Astbjörg, f. 11. maí 1909. 4) Jón Sigurðsson, f. 28. ágúst 1914. 5) Guðmundur Hinrik, f. 30. mars 1916. 6) Guðmundur Alfreð, f. 11. maí 1921. 7) Rósa María, f. 12. nóv. 1922. 8) Sessejja, f. 15. júlí 1924. Nú eru aðeins tvöjþeirra systkina eftir lifandi. Ágústa giftist 6. mars 1943 Jóhanni Þ.K. Björnssyni, sjómanni og verkamanni í Reykjavík, f. 24. júlí 1901, d. 22. ágúst 1994. Þau bjuggu allan sinn búskap í Reykjavík. Börn þeirra eru: 1) Björn, f. 20. maí 1943, vél- virki í Reykjavík. Kona hans er Sigrún Tryggvadóttir. Þau ÁSTKÆR föðuramma mín er látin. Hún lést að morgni 10. desember sl. á 85. aldursári. Þær eru margar minningarnar, sem koma upp þegar litið er til baka til þess tíma þegar ég sem lítill strákur fékk oft að dvelja hjá ömmu og afa, sem þá bjuggu á Kvisthaga 19 í Reykjavík. Mér var alltaf tekið opnum örmum og af mikilli hlýju og kærleika. Vel var fyrir öllu séð og alltaf hugsað um að gestinn skorti ekki neitt, enda var röð og regla höfð í hávegum hjá henni ömmu. Amma var ein af stofnendum Óháða safnaðarins í Reykjavík. Sýndi hún málefnum safnaðarins mikinn áhuga og vann þar gott starf. I ýmsum öðrum félagsmálum var amma einnig geysilega virk og vann að þeim málum með festu eins og öðru, sem hún tók sér fyr- eiga þrjú börn. 2) Jóhann, f. 20. ágúst 1945, húsasmiður á Akranesi. Kona hans er Elísabet Guðbjörg Jónsdótt- ir. Þau eiga þijá syni. 3) Ágúst, f. 20. ágúst 1945, hús- gagnasmiður í Reykjavík. Kona hans er María Har- aldsdóttir. Þau eiga þijú börn. Fyrir hjónaband eignaðist Ágústa eina dóttur: Kol- brúnu Arnadóttur, f. 7. júní 1936. Hún býr í Bandaríkjun- um. Maður hennar er John W. Mayovsky. Þau eiga tvo syni. Áuk venjulegs barna- skólanáms stundaði Ágústa nám í Hvítárbakkaskóla í Borgarfirði laust eftir 1930. Auk húsmóðurstarfa vann hún í ýmsum ráðum og nefndum, „ sem vörðuðu baráttumál kvenna. Hún starfaði í áfengis- varnarnefnd kvenna, í kvenna- deild Slysavarnafélagsins o.fl. Útför Ágústu fór fram frá kirkju Óháða safnaðarins í Reykjavík 15. desember síðast- liðinn. ir hendur. Ég varð þessa sérstak- lega var þann tíma sem ég dvaldi á Kvisthaganum þegar ég var 9 ára og gekk í skóla í Reykjavík. Sýndi hún því máli mikinn áhuga. Þessi tími reyndist mér mikil bless- un og á ég henni mikið að þakka fyrir þær stundir. Og leið mín átti oft eftir að liggja að Kvisthaga og þar átti ég eftir að lifa margar góðar stundir. Það var alltaf góður og tryggur andi hjá ömrtiu og afa og til þess á ég eftir að líta með miklum söknuði langa tíð. Elsku amma mín, ég kveð þig og þakka þér fyrir samverustund- imar, hlýjuna og kærleikann, sem þú hefur veitt mér gegnum tíðina. Það ailt verður mér jafnan ofarlega í huga. Guð blessi þig. Jóhann Eggert Jóhannsson, Stokkhólmi. JÓHANN SVERRIR KRISTÓFERSSON + Jóhann Sverrir Kristófersson var fæddur á Blönduósi 3. mars 1921. Hann lést á Héraðssjúkrahúsi Húnvetninga 9. desember sl. og fór útförin fram 16. desember. ÉG MAN fyrst eftir Sverri á böllum á Blönduósi, þar sem hann spilaði fyrir dansi og var þá oft mikið fjör. Ég kom þó oft á skrifstofuna hans til að greiða happdrættismiða og fá hann til að innramma mynd- ir, sem hann gerði á mjög smekk- legan hátt enda var hann mjög handlaginn. En ég fór ekki að kynnast hon- um að ráði fyrr en hann var sestur í helgan stein, sem hann kallaði svo, hér á Flúðabakka. Rifjaði hann þá oft upp hina gömlu daga, en frásagnagleði og mælska Sverr- is var mikil. Sérstaklega voru hon- um minnisstæðar hrakningar í ferðum milli Blönduóss og Reykja- víkur, en Sverrir ók flutningabíl fyrir Kaupfélag Húnvetninga á þeirri leið um skeið. Þótt hann væri ekki risi að vexti, var hann liðugur, snöggur í hreyfingum og sérlega fylginn sér í öllum verkum. Við áttum margar ánægjustund- ir hér á Flúðabakka og þö að heilsu hans hrakaði birtist hin inn- gróna snyrtimennska meðal annars í mikilli umhyggju fyrir bíl þeirra hjóna, sem ávallt var hreinn og gljáandi. Einkenni Sverris var að vera allt- af vel klæddur, í skyrtu og með beindi og í jakka hvern dag og var ekki laust við að ég öfundaði hann af þessum hefðbundna vana margra eldri manna. Orgel átti hann sem hann lék á, sér til dægrastyttingar. Nú berast ekki lengur hugljúfir tónar frá íbúð þeirra hjóna þegar gengið er þar hjá garði. Við íbúarnir á Flúðabakka 1 þökkum Sverri samfylgdina á liðn- um árum og sendum Elsu og fjöl- skyldu okkar innilegustu samúðar- kveðjur. Lifi minning um góðan dreng. Torfi Jónsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.