Morgunblaðið - 20.12.1995, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 20.12.1995, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 20. DESEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Bílbelti koma í veg fyrir slys LÖGREGLAN í Keflavík þakkar bílbeltanotkun að tvær konur slösuðust ekki í bílveltu á Reykja- nesbraut við Vogaafleggjara síð- degis í gær. Konumar vom á leið til Hafn- arfjarðar þegar slysið varð um kl. 17. Bifreiðin valt hálfa veltu í hálkunni og lenti á toppnum upp á umferðareyju. Ökumaður og farþegi voru í bílbeltum og sluppu án meiðsla. Bíllinn var dreginn burt af dráttarbíl. Aðild starfsmanna ASÍ að LSR til 1990 ASÍ greiðir sinn hlut ALÞÝÐUSAMBAND íslands greiðir sjálft það sem á vantar að iðgjöld standi undir skuldbindingum vegna nokkurra starfsmanna hjá ASÍ, sem greitt var vegna, til Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins (LSR) fram tií ársins 1990 en þá var tekin sú ákvörðun af miðstjóm ASÍ að hætta að greiða í sjóðinn. Þetta kemur fram í grein Hervars Gunnarssonar, 2. varaforseta ASÍ, í Morgunblaðinu í dag. Hervar gagnrýnir Sighvat Björgvinsson alþingismann harðlega fyrir túlkun á svari fjármálaráðherra við fyrirspum á Alþingi um aðild starfsmanna ASÍ að LSR. „Á þennan hátt hefur forysta ASÍ axlað sinn hluta ábyrgðarinnar og jafnframt komið í veg fyrir auknar skuldbindingar í þeim sjóði. Það var gert með því að tryggja starfsmönnum lífeyri í lífeyrissjóðum sem eiga fyrir skuldbindingum sínum,“ segir í grein Hervars. í grein sinni bendir hann á að í svari fjármálaráð- herra, Friðriks Sophussonar, komi einnig fram að LSR sé í raun að hlunnfara ASÍ um þá ávöxtun sem eðli- legt sé að reikna mótframlagið, þ.e. 6% hlut vinnuveit- enda, en þvi hafí ASÍ ætíð skilað sjóðnum um leið og greiðslum starfsmanna. ■ „Að kasta gijóti úr glerhúsi" /43 Morgunblaðið/Eyjólfur Guðmundsson Reynt að semja um málalok á Alþingí FULLTRÚAR stjórnar og stjórnar- andstöðu á Alþingi reyndu í gær- kvöldi og nótt að ná samningum um breytingar á frumvarpi um ráðstaf- anir í ríkisfjármálum, bandorminum svonefnda. Þá lá ekki fyrir sam- komulag um málalok á Alþingi fyrir jól. Stjórnarandstæðingar hafa lagt mikla áherslu á að ná fram breyting- um á bandorminum. Þeir kröfðust þess í gær að þingfundum yrði frest- að og þing kæmi saman milli jóla og nýárs til að afgreiða fjárlög og önnur frumvörp þeim tengd, meðal annars á þeim forsendum að nauð- synlegt væri að fjalla nánar í nefnd- um þingsins um ýmis ákvæði band- ormsins. Efnahags- og viðskiptanefnd af- greiddi bandorminn í gær og stóð til að taka hann á dagskrá þingsins í gærkvöldi en stjórnarandstæðingar héldu þá margar og langar ræður um frumvarp um breytingar á lögum um tekju- og eignarskatt sem var til 3. umræðu. Samkomulag náðist þó á 11. tímanum um að ljúka þeirri umræðu fyrir miðnættið og taka jafnframt upp áðurnefndar viðræður um bandorminn. Meirihluti efnahags- og viðskipta- nefndar lagði til nokkrar breytingar á bandorminum. Þær eru meðal ann- ars um að lækka hlutfall fjármagns- tekna úr 70% I 50% í tekjugrunni við ákvörðun á tekjutengdum bótum almannatrygginga. Það þýðir að fjármagnstekjur skerða bæturnar minna en áður var áformað. Á móti er lagt til að skerðingar- hlutfall ellilífeyris vegna tekna 67 ára og eldri verði 35% í stað 25% og felldar verði niður bætur ef sam- anlögð fjárhæð bóta samkvæmt al- mannatryggingalögum og lögum um félagslega aðstoð nema 600 krónum eða minna á mánuði. Jafnframt hefur heilbrigðisráð- herra ákveðið að hækka komugjöld til sérfræðilækna um 200 krónur að jafnaði og komugjöld á heilsugæslu- stöðvar um 100 að jafnaði, en það gjald er nú 600 krónur. Þessi hækk- un hefur ekki verið útfærð endan- lega en heilbrigðisráðherra sagði á Alþingi í gærkvöldi að tekið yrði sérstakt tillit til aldraðra, öryrkja og barnafjölskyldna. Fallið hefur verið frá því að leggja niður sýslumannsembættin á Bol- ungarvík og Ólafsfirði en tillögur voru um það í bandorminum og áttu að spara 14 milijónir á næsta ári. Hins vegar hefur orðið samkomulag um það innan stjórnarflokkanna að skipuð verði nefnd til að fjalla um skipan stjómsýsluumdæma og að- setur sýslumanna og er gert ráð fyrir að breytingar í þeim efnum liggi fyrir við fjárlagagerð fyrir árið 1997. Hönnunarverðlaun fyrir sendiráð í Berlín AUSTURRÍSK arkitektastofa bar sigur úr býtum í samkeppni um sameiginlega byggingar- samstæðu fyrir sendiráð Norðurlanda í Berlín og voru úrslitin tilkynnt á blaðamanna- fundi, sem haldinn var í Berlín í gær. Höfundar vinningstillögunn- ar eru Tiina Parkkinnen og Alfred Berger, sem starfa í Vín. Samkvæmt tillögunni mun koparskermur umlykja lóðina og hver þjóðanna fimm hafa sína byggingu á henni auk þess, sem ein bygging verður sam- eiginleg. Keypt af syni „ Alberts Speers Sigurvegararnir munu fá það verkefni að skipuleggja svæðið í heild og ákveða staðsetningu einstakra bygginga, auk þess að teikna sameiginlega húsið. Sigurvegararnir fengu 350 þúsund sænskar krónur (um 3,5 milljónir íslenskra króna) í verðlaun. Önnur verðlaun, um 2,75 milljónir íslenskra króna, fékk teiknistofa í Árósum, Almwik og félagar, þriðju verð- laun, um 1,75 milljónir íslenskr- ar króna, Christine Edmaier, arkitekt í Berlin. Tvenn inn- kaup voru gerð. Annars vegar frá Albert Speer, syni og al- - nafna yfirmanns skipulagsmála í þriðja ríkinu, og hins vegar Erik Nobel, arkitekt í Kaup- mannahöfn. Fengu þeir um eina milljón íslenskrar króna hvor. Alls bárust 122 tillögur, þar af fjórar frá íslandi. Talið er að með lóðarkaupum muni kosta þrjá milljarða króna að reisa hið sameiginlega sendi- ráð. íslenska byggingin verður minnst og sömuleiðis hluti ís- lendinga í kostnaði, sem áætlað- ur er að verði milli 170 og 180 milljónir króna. Stefnber að því að ljúka framkvæmdum á fyrri hluta árs 1999. Reuter TIINA Parkkinen (t.v.) og Alfred Berger, arkitektar frá Austur- ríki, útskýra líkan sitt af skipulagi samnorrænnar sendiráðslóð- ar í Berlín á blaðamannafundi í Berlín í gær. Ríkisendurskoðun um fj árhags vanda og sparnaðaraðgerðir á sjúkrahúsum Hallarekstur regla undanfarin ár „SÍÐASTUÐIN ár hefur hallarekst- ur sjúkrahúsa verið regla fremur en undantekning. Framlög til rekstrar sjúkrahúsa á árinu 1995 borin saman við kostnað þeirra árið 1994 sýndi fjárvöntun að fjárhæð 650 milljónir króna sem ná átti fram með niðurskurði á rekstri þeirra á árinu 1995. Að mati heilbrigðisyfír- valda nemur áætluð fjárvöntun sjúkrahúsa 400 milljónum króna á þessu ári sem sýnir að fyrirhugaður spamaður samkvæmt fjárlögum nær ekki fram að ganga að öllu ieyti,“ segir í skýrslu Ríkisendur- skoðunar þar sem fjallað er um stjómsýsluendurskoðun á sjúkra- húsunum á Suðumesjum, Ísafírði, í Neskaupstað og á Selfossi. Ríkisendurskoðun víkur að af- komu sjúkrahúsa almennt í niður- stöðukafla sínum og telur að þrátt fyrir að kenna megi ómarkvissri stjórnun og ónægri aðhaldssemi að einhveiju leyti um slæma afkomu vegi þau atriði ekki það þungt að þau skýri allan hallareksturinn. „Þó að hagræða megi í rekstri sjúkrahúsa telur Ríkisendurskoðun tímabært að stjórnvöld horfíst í augu við þann kostnað sem því fylg- ir að reka starfsemi á borð við þá sem rekin er á sjúkrahúsum á lands- byggðinni eða taki ákvörðun um að þessari þjónustu sé betur fyrir kom- ið annars staðar eða meði öðrum hætti,“ segir í skýrslu Ríkisendur- skoðunar. Heilbrigðisyfirvöld þurfa að kveða á um verksvið og verkaskipt- ingu sjúkrahúsanna í landinu eins og tilgreint er í lögum, að mati Rík- isendurskoðunar, sem telur að móta þurfí heildstæða stefnu um upp- hyggingu, starfsemi og rekstrarfyr- irkomulag sjúkrahúsa landsins í framtíðinni. „Að mati Ríkisendurskoðunar er æskilegt að ríkissjóður, þ.e. greið- andi þjónustunnar, hafí meiri áhrif í stjórn sjúkrahúsa en raun ber vitni. Þá er það álit Ríkisendurskoðunar að það geti veikt valdsvið fram- kvæmdastjórnar sjúkrahúss að full- trúi starfsmanna sitji í stjórn þess,“ segir í skýrslunni. Einnig er bent á að heilbrigðisráð- herra eigi samkvæmt lögum að setja yfirlæknum, hjúkrunarforstjórum og framkvæmdastjórum erindisbréf og setja nánari ákvæði um starfslið sjúkrahúsa í reglugerð. „Heilbrigð- is- og tryggingamálaráðuneytið hef- ur hvorki sett þá reglugerð sem hér um ræðir né sent framkvæmdastjór- um sjúkrahúsanna erindisbréf sem kveður á um starfssvið þeirra,“ seg- ir í skýrslu Ríkisendurskoðunar. Lands- virkjun kaupir rofa LANDSVIRKJUN hefur und- irritað verksamning við Rafkóp- Samvirki um rofabúnað fyrir rafala í Sogsstöðvum að undan- gengnu útboði. Verksamnings- upphæðin er 45.307.000 kr. Tilboð í verkið voru opnuð 8. september sl. og bárust 8 tilboð frá 7 aðilum en þar af voru 3 tilboð frá 2 innlendum aðilum. Bjóðendur voru Rafkóp-Sam- virki með tilboðsupphæðina 45.307.000 kr., Orkuvirki, frá- vikstilboð 45.749.122 kr„ Orkuvirki 54.757.784 kr„ Va- asa 47.082.285 kr„ AEG 53.556.000 kr„ Semko 54.758.684 kr„ Vattenfall 63.158.400 kr. og ABB 63.581.598 kr. Rofabúnaður sá er Lands- virkjun kaupir af Rafkóp-Sam- virki er framleiddur af GEC Alsthom, Sviss, og kemur að stærstum hluta samsettur til landsins. Fullnaðarfrágangur fer hins vegar fram á verkstæði Rafkóp-Samvirkis. Gúmmíbát og mótorum stolið GÚMMÍBÁT, tveimur utan- borðsmótorum, talstöðvum og fleiru var stolið frá fyrirtækinu Löndun hf. í Faxaskála við Reykjavíkurhöfn í fyrrinótt. Verðmæti þýfísins skiptir hundruðum þúsunda króna. Ekkert hefur enn komið fram um hveijir voru þarna að verki, en Ijóst er að viðkomandi not- aði stóran bíl við innbrotið. Meðal þess sem var stolið var hraðbát af zodiac-gerð, tveimur stórum utanborðsmótorum, þremur talstöðvum, flotvinnug- öllum, björgunarvestum, dýpt- armælum og fleiru. Á hraðbátn- um eru sterkar festingar sem gera kleift að hífa hann upp í skip með áhöfn og búnaði. Mótorarnir eru 90 og 50 hest- öfl, bláir og svartir. Þeir eru báðir með rafstörturum. Talinn hafa flutt þýfið í hjólbörum BROTIST var inn í tvö mann- laus einbýlishús í Stekkjunum í Breiðholti um kvöldmatarleyt- ið í gær. Var stolið talsverðu áf verðmætum hlutum úr öðru einbýlishúsinu sem stendur við Brúnastekk, m.a. hljómflutn- ingstækjum, skartgripum og bankabók. Skv. upplýsingum lögreglu er talið að þjófurinn hafi notað hjólbörur við að flytja munina úr húsinu og í sendiferðabíl sem hafí staðið í nokkurri fjarlægð. Ekki hefur tekist að upplýsa málið en það er nú í höndum Rannsóknarlögreglu ríkisins. Mikið búða- hnupl LÖGREGLU í Reykjavík hafa ' borist óvenju margar tilkynn- ingar úm búðahnupl að undan- förnu og í gær bárust fimm til- kynningar um þjófnaði í versl- unum í Kringlunni á einni og sömu klukkustundinni. í gær- dag var einnig töluvert um búðahnupl i verslunum í Skeif- unni skv. upplýsingum lögreglu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.