Morgunblaðið - 20.12.1995, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 20.12.1995, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR MIÐVIKUDAGUR 20. DESEMBER 1995 25 Manuela sýnir flestar hliðar hæfni sinnar TÓNLIST Hljómdiskar MANUELA WIESLER FLUTE Liongate. Manuela plays Flute Con- certos by Þorkell Sigurbjörnsson. Manuela Wiesler, flute. Southem Jutland Symphony Orchestra/Tamás Veto. Grammofon AB BIS. Framleið- andi: Robert von Bahr. BIS CD-709. ÞESSI verk eiga það sameigin- legt að vera samin eftir pöntun, Lion- gate (1984) og Calais (1976, fyrir einieiksflautu) frá Robert Aitken; Columbine (1982) og Euridice (1979) fyrir Manuelu Wiesler, sem leikur öll fjögur verkin á þessum hljóm- diski, þijú þeirra með Sinfóníuhljóm- sveit Suður-Jótlands undir stjórn ungverska hljómsveitarstjórans Tamás Vetö. Eins og nöfn verkanna gefa til kynna er efniviðurinn undir grískum goðsagnaáhrifum, utan Kolumbina, sem á ættir að rekja til Feneyja og commedia dell’ arte á öldum áður (upphaflega samið fyrir sýningu Þjóðleikhússins á Kaupmanninum í Feneyjum, en birtist hér sem þriggja þátta divertimento^.J-'takt við óskir flautuleikaransjrt^ Öll eru verkin ólík innbyrðis (sem betur fer!) enda frá ýmsum tíma. Fyrsta verkið (eða konsertinn) bygg- ist á hugrenningum um örlög Agam- emnons og hans vondu frúar, sem á nokkur fín og frygðarleg dansspor ásamt friðli sínum í lok verksins, að afloknu ódæði. Þetta er geysilega fínt verk á tæru og skýru tónmáli, eins og reyndar er aðalsmerki Þor- keis, eins og hann gerist bestur. Cala'ís (norðanvindurinn) var einn sona Boreasar í grískri mýtólógíu. Þetta er elst verkanna og aldeilis glimrandi fín tónsmíði í sínum fram- úrstefnulegu tiltektum. Eiginlega verður maður að heyra leik Manúelu til að trúa honum (eða þannig!). Kólumbinu þekkjum við (amk. miðkaflann), enda oft leikin. Verkið hugljúft, stílfært (eftir tilefninu) og svolítið (elskulega) fyndið. Og sér- deilis vel leikið. Og að lokum Evridís, sú sem Orf- eus ætlaði að sækja til Heljar. Enn og aftur sterkt og fallegt verk, inn- koma strengjanna (Orfeus) fögur og áhrifarík. Um Manúelu Wiesler er erfitt að skrifa, einsog um alla frábæra hljóð- færaleikara, en segja má að þessi hljómdiskur gefi henni færi á að sýna flestar hliðar á hæfni sinni og list. Svo er iíka verkunum sjálfum fyrir að þakka. Þáttur hljómsveitar (og stjórnandans) er mjög vandaður. Og hljóðritun fyrsta flokks. Oddur Björnsson Ámesingakórinn og • •• • einsongvaramtr TONLIST Hljómdiskar SÖNGLISTIN Amesingakórinn í Reykjavík. Stjóm- andi: Sigurður Bragason. Einsöngv- arar: Þorgeir J. Andrésson. Signý Sæmundsdóttir, Sigurður Bragason, Rannveig Fríða Bragadóttir, Ingvar Kristinsson. Undirleikarar:_Þóra Fríða Sæmundsdóttir, Ulrik Olason, Bjarni Jónatansson (píanó), Martial Nardeau og Jóhanna Þórisdóttir (þverflauta), Gunnar Hrafnsson (kontrabassi), Erik Mogensen og Eðvarð Lámsson (gítar). Upptöku- stjórar: Halldór Víkingsson og Ragn- ar H. Bjömsson. Utgefandi: Ames- ingakórinn í Reykjavík. ÁK 01 CD. ÞESSI hljómdiskur skartar hvorki meira né minna en sex úrvals ein- söngvurum, og þó ekki væri fyrir annað væri hann peninganna virði - og vel það. Gera verður ráð fyrir að þeir eigi ættir að rekja í Árnes- sýsluna, sem er reyndar annáluð fyrir söngvið tónlistarfólk - allt frá góðum hrossaréttasöngvurum upp í óperusöngvara, og eiga þar í harðri samkeppni við Skagfirðinga. En Árnesingar hafa einnig átt góð tón- skáld, alþýðleg sem lærð. Og kórinn þeirra í Reykjavík er mjög góður, enda stjórnað af einum stórsöngvaranum, Sigurði Braga- syni, sem hefur vakið mikla athygli í seinni tíð, hér og erlendis. Söng- skráin er fjölbreytt og skemmtileg, allt frá „glansnúmerum" (Hamra- borgin og Maria, Maria, Maria - sem Þorgeir J. Andrésson syngur glæsi- lega) til dramatískrar ballöðu Björg- vins Þ. Valdimarssonar, Móðurást, í áhrifaríkum flutningi og söng Rannveigar Fríðu Bragadóttur. Sig- urður Bragason syngur hér lag eftir Torfa Ólafsson um systkinin og drenginn sem dó (Einar H. Kvaran). Allt fyrsta flokks. Signý syngur annað lag, Dögun, að sjálfsögðu mjög vel. Ingvar Kristinsson syngur hér gamlan kórsmell, „On the Road to Mandaley", og gerir það vel. Ing- var er ágætur söngvari. Diskurinn endar á Maríu og Þorgeiri, sannar- lega rúsínan í pylsuendanum! Það er ekki annað hægt en að gera einsöngvurum hátt undir höfði í þessari umsögn - og rýrir það á engan hátt hlut kórsins, hvað þá stjórnanda hans, sem er alhliða tón- listarmaður (gott tónskáld), enda þótt söngurinn sé hans aðal. Frágangur og hljóðritun með ágætum. Þessi hljómdiskur á erindi til fleiri en Árnesinga - reyndar til allra, sem hafa gaman af góðum söng. Oddur Björnsson Tölvubíó KVIKMYNPIR Laugarásbíó „MORTAL KOMBAT" ★ Vi Leikstjóri: Paul Anderson. Aðalhlut- verk: Bridgette Wilson, Robin Shou, Linden Ashby og Christopher Lam- bert. New Line Cinema. 1995. ÞAÐ GERIST æ algengara að tölvuleikir verði að bíómyndum enda hæg heimatökin við markaðssetning- una; hægt er að auglýsa allt í einum pakka, leikinn, bíómyndina, tónlist- ina, leikföngin og náttfötin og hvað selur annað. En tölvubíómyndirnar hafa ekki reynst sérlega merkilegar hasarmyndir og það er „Mortal Kom- bat“ ekki heldur. Persónusköpun og atburðarás eiga kannski vel við í ger- samlega innantómum tölvuleik en eitthvað meira þarf að koma til þegar búin er úr því hasarmynd, jafnvel þótt hún sé úr B-geiranum. Leikstjóra „Mortal Kombat“, Paul Anderson, reynist ekki auðvelt að fylla uppí þá beinagrind sem tölvu- leikurinn gefur. Hann hefur með sér tríó af vondum leikurum sem fara með hlutverk valmenna er eiga í baráttu við illfyglið Shang Tsung á fjarlægri eyju þar sem steinlíkneski lifna við og fjórhentur hrímþurs slett- ir úr klaufunum. Þar fer fram klass- ísk barátta góðra og illra afla um yfirráð yfír jörðinni. Ábúðarmikið að sönnu og brellurnar eru margar skemmtilegar en ijarskalega óspenn- andi nema kannski fyrir krakkana sem mest stunda tölvuleikina. Þetta er a.m.k. tölvuleikur sem þeir geta horft á án þess að fá þreytuverk í puttana. Uppbygging „Mortal Kombat" fylgir mjög gömlu Bruce Lee mynd- inni „Enter the Dragon". Tríó bar- dagamanna hins frjálsa heims er stefnt til flarlægrar eyjar þar sem „Mortal Kombat“ mót í sparkíþrótt- um fer fram og er barist til síðasta manns. Shang Tsung stjómar mótinu og er ekki af þessum heimi heldur svokölluðum „útheimi" og ef hans lið vinnur eina ferðina enn mun jörðin eyðast. Gegn honum standa blondína, sem Bridgette Wilson leikur svo aga- lega að Brigitte Nielsen er hreinasta hátíð í samanburði, kvikmyndaleikari, sem vill sanna umheiminum að hann er alvöru karatemaður en hefur minni áhyggjur af því að hann geti yfirleitt leikið, og austurlenskur bardagamað- ur, sem sjálfsagt hefur alist upp sem sparkmyndaleikari í Hong Kong. I þetta einvalalið bætist svo Christopher Lambert sem hvíthærð- ur og hvítklæddur öldungur eða „hið góða“ holdi klætt með ísmeygilegt bros á vörum. Vondur leikurinn gleymist í einstaka tölvuteikningu. Bardagaatriðin raðast upp hvert á eftir öðru eins og í tölvuleikjunum. Búmm, búmm, krass. Búmm, búmm, krass. Aigerlega sálarlaust kvikindi. Arnaldur Indriðason umvBm Hin eina og sanna jólastemmning Q»TU1L KL, 22.00 íl KVOLD * • Islenskur myndlistar- maður fær viðurkenn- ingn í Frakklandi FYRIR nokkru var haldin i Sain Jean Ferrat á Rivíerunni í Frakk- landi sýning á málverkum 57 lista- manna af ýmsum þjóðernum. Einn þátttakenda var Sigurður Haukur Lúðvígsson og átti hann íjórar myndir á sýningunni. Veitt voru verðlaun fyrir bestu verkin og fékk Sigurður ein þeirra. Nefnd gagnrýnenda og listamanna veitti honum sérstök heiðursverð- laun, Grand Prix „Prestige de 1 „Art“, en hann átti að þeirra dómi bestu verkin á sýningunni. Sigurður Haukur Lúðvígsson er fæddur árið 1921 í Reykjavík. Hann nam myndlist hjá Finni Jónssyni og Jóhanni Briem á sínum tíma. Myndin sýnir Sigurð Hauk taka á móti verðlaununum úr hendi René Vestri, borgarstjóra Sain Jean Cap Ferrat. Gallerí l.istlmsimi i l.mipmlnl z BETRI JOLAGJAFIR j KLUKKNASPIL FYRIR ® SUMARBÚSTAÐI OG ÖLL HEIMILI S Myndlist, Leirlist Glerlist, Smíðajárn Listspeglar, Gjafavörur /// Einar Farestveit&Co. hf. Borgartúni 28 "S 562 2901 og 562 2900 KitchenAid DRAUMAVÉL HEIMILISINS! KM 90: Verð frá kr. 29.830 stgr. m/hakkavél. Aðrar gerðir kosta frá kr. 26.885 stgr. KitchenAid heimilisvélin fæst í 5 gerðum og mörgum litum. Hún er landsþekkt tyrir að vera lágvær, níðsterk og endast kynslóðir. Fjöldi aukahluta er fáanlegur. ÍSLENSK HANDBÓK FYLGIR. KitchenAid - mest selda heimilisvélin á íslandi í 50 ár! 2 REYKJAVÍKURSVÆÐI: Byggt og búið, Kringlunni, Húsasmiðjan, Skútuvogi, Ratvörur hf., Ármúla 5, H.G. y Guðjónsson, Suðun/eri, Rafbúðin, Álfaskeiði 31, Hafnarf., Miðvangur, Hafnarfirði, Pfaff, Grensásvegi 13. !“ VESTURLAND: Rafþj. Sigurdórs, Akranesi, Kf. Borgfirðinga, Borgarnesi, Blómsturvellir, Hellissandi, Versl. ^ Hamrar, Grundarfirði, Versl. E. Stefánssonar, Búðardal. VESTFIRÐIR: Kf. Króksfjarðar, Króksf., Skandi, Tálknafirði, Kf. Dýrfirðinga, Þingeyri, Laufið, Bolungarvík, Húsagagnaloftið, ísafirði, Straumur, ísafirði. Kf. Steingrímsfjarðar, Hólmavík. N0RÐURLAND: Kf. Hrútfirðinga, Borðeyri, Kf. V-Húnvetninga, Hvammstanga, Kf. J Húnvetninga, Blönduósi, Kf. Skagfirðinga, Sauðárkróki, KEA, Akureyri og útibú, Kf. Þingeyinga, Húsavík, Kf. V Langnesinga, Þórshöfn, Versl. Sel, Skútustöðum. AUSTURLAND: Kf. Vopnfirðinga, Vopnafirði, Kf. Héraðsbúa, CO Seyðisfirði, Kf. Héraðsbúa, Egilsstöðum, Rafalda, Neskaupstað, Kf. Héraðsbúa, Reyðarfirði, Kf. Fáskrúðsfjarðar, J Fáskrúðsfirði, Kf. A-Skaftafellinga, Djúpavogi, Kf. A-Skaftfellinga, Höfn. SUÐURLAND: Kf. Rangæinga, Hvolsvelli, ^ Kf. Rangæinga, Rauðalæk, Versl. Mosfell, Hellu, Reynistaður, Vestmannaeyjum, Kf. Árnesinga, Selfossi, Kf. J Árnesinga, Vík. SUÐURNES: Rafborg, Grindavík, Samkaup, Keflavík, Stapafell, Keflavík. KitchenAid - kóróna eldhússins!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.