Morgunblaðið - 20.12.1995, Page 46

Morgunblaðið - 20.12.1995, Page 46
46 MIÐVIKUDAGUR 20. DESEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ VILBORG S. DYRSET tViIborg S. Dyr- set fæddist 24. janúar 1906 á bæn- um Strýtu í Ölfusi. Hún andaðist á vist- heimilinu Seljahlíð að morgni 13. des- ember sl. Foreldrar hennar voru hjónin Guðrún Jónsdóttir, f. í Þorlákshöfn 22. janúar 1867, d. 14. janúar 1953, og Snjólfur Jónsson, f. í Saurbæ í Ölfusi 31. mars 1861, d. 15. september 1947. Þau fluttu til Stokkseyrar árið 1913 og bjuggu þar í Móakoti, og þaðan til Reykjavíkur 1924. Vilborg var þrettánda í röð fimmtán systkina og eru þau nú öll látin. Vilborg giftist 3. október 1931 Einar A. Dyrset. Hann var fæddur að Dyrset á Averöy, Nordmöre í Noregi, 4. febrúar 1904 og lést í Reykja- vík 31. október 1969. Þau eign- MIG LANGAR að minnast með nokkrum orðum ömmu minnar, Vil- "“borgar, sem við kveðjum nú með þakklæti fyrir að hafa notið sam- vista við hana seinni hluta langrar ævi hennar, en hún hefði orðið ní- ræð eftir rúman mánuð. Fyrsta minningin sem kemur í hugann er af henni syngjandi við eldhússtörfín, en þar stóðu henni fáir á sporði í myndarskap. Ógleym- anlegar eru kleinumar hennar ömmu, en það var alltaf sannfæring mín að þær gerðust ekki betri og mæli ég þá örugglega fyrir munn margra. Eg hef reyndar ekki enn bragðað betri kleinur! Heimsóknimar til ömmu og afa í Hólmgarðinn urðu margar, enda gestrisni þeirra mikil. Þolinmæði þeirra og skilningur á ieikþörf bamabamanna virtist takmarka- laus og gilti þá einu hvort öllu væri umturnað í fataskápum, á háaloftinu eða sótt í grænmetis- garðinn þeirra, þar sem allt virtist spretta betur en annars staðar og við nutum í ríkum mæli. Amma ólst upp í stóram systk- inahópi í Ölfusi og á Stokkseyri, var þriðja yngst af fímmtán systkin- um, en með henni era þau nú öll látin. Hún hafði lifað tímana tvenna og kunni frá mörgu að segja sem er mjög framandi þeirri kynslóð sem nú er að vaxa úr grasi. Það var bæði gaman og lærdómsríkt fyrir okkur, afkomendurna, að hlusta á sögur hennar úr sinni barnæsku; frá því þegar bær foreldranna hrandi í jarðskjálfta, frá póstflutn- ingum föður hennar fótgangandi yfír Hellisheiði, frá heimilisstörfum og aðbúnaði fólks á fyrstu áratug- um aldarinnar, hvernig börn og unglingar urðu að vinna hörðum höndum á mannmörgu heimili rétt eins og allir aðrir. Skólagangan var stutt, en amma var stálminnug alla tíð, kunni fjöldann allan af söng- textum og gat rifjað upp Ijóðabálka ' úpp á 20-30 erindi sem hún hafði lært sem bam. Hún bjó yfir miklum fróðleik og veitti um tíma Þjóð- minjasafninu upplýsingar um horfna búskaparhætti og fleira. Missir ömmu var mikill þegar afí minn féll frá langt fyrir aldur fram, en þau vora einstaklega samhent í hveiju sem þau tóku sér fyrir hend- ur. Lífsbaráttan var oft hörð á þeirra fyrstu búskaparáram, en þeim féll ekki verk úr hendi eins og á gjaman við um þessa kynslóð. Tilviljun réð því að dætur þeirra - fjórar era allar búsettar erlendis ásamt fjölskyldum sínum, svo af- komendur ömmu sem era að nálg- ast fímmta tuginn era bókstaflega dreifðir um víða veröld. Amma fylgdist þó vel með sínu fólki, enda samtölin til útlanda orðin mörg í gegnum tíðina. Meðan henni entist heilsan fór amma og dvaldi hjá dætrum sínum í lengri eða skemmri uðust fimm börn sem eru: Erna, f. 20.5. 1933, maki Jens Holse, búsett í Danmörku. Gunn- ar, f. 30.11. 1935, maki Silvía Garð- arsdóttir, búsett í Reykjavík. Sigrid, f. 14.4. 1940, maki Jón S. Jónsson, bú- sett í Bandaríkj- unum. Ragnhild, f. 24.11. 1942, maki Max Ásheim, búsett í Noregi. Jórunn, f. 14.11. 1944, búsett í Bandarjkjunum. Barnabörn Vilborgar eru sextán og barna- barnabörnin tuttugu og sjö. Eftir lát manns síns bjó Vilborg ein meðan heilsan leyfði, uns hún fluttist í Seljahlíð, þar sem hún bjó við gott atlæti síðustu tvö árin. Vilborg verður jarðsungin frá Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin kl. 13.30. tíma sér til ómældrar ánægju og á undanförnum áram hafa dætumar skipst á að heimsækja hana og annast þegar heilsan brást. Veit ég að það vora henni dýrmætar stund- ir. Aðalstoð og stytta ömmu sein- ustu árin var þó faðir minn, sem hefur sýnt henni fádæma um- hyggjusemi sem vekur aðdáun allra sem til þekkja og verður aldrei full- þökkuð. Amma bjó í Seljahlíð seinustu árin og naut félagsskaparins við aðra íbúa staðarins og vil ég nota hér tækifærið til að þakka starfs- fólkinu þar frábæra umönnun og hlýlegt viðmót. Nú er amma farin yfír á annað tilverastig. Hún kveið ekki því ferðalagi og hafði lengi horft björt- um augum til endurfundanna við afa. Við sem eftir sitjum hefðum kosið að hafa hana enn lengur meðal okkar, en kveðjum hana með þakklæti fyrir góða samfylgd. Anna Vilborg Gunnarsdóttir. Kveðja Því lengur sem ég lifí, því dýr- mætara er mér hve mörgu góðu og traustu fólki ég mæti á lífsleið minni, bæði körlum og konum. Sumir kenndu mér ungri margt, sem hefur reynst mér vel í lífí og starfi. Aðrir stóðu við hlið mér í önn dagsins og enn aðrir hafa bor- ið mig á bænarörmum áram saman. Ein þessara traustu og indælu vinkvenna minna í áratugi er nú látin. Þó að aldur hennar væri orð- inn hár og heilsan tæp varð ekki hjá því komist, að augun fylltust tárum er ég frétti lát hennar. Minn- ingamar komu upp í hugann, hver annarri fegurri og bjartari, svo að þar bar alls engan skugga á. Kona þessi hét Vilborg Snjólfs- dóttir Dyrset, íslensk að uppruna en átti norskan mann og bar því nafn hans. Ég kynntist Vilborgu fyrir rúm- lega 31 ári, er ég gekk í Kristni- boðsfélag kvenna í Reykjavík. Hún hafði þá verið meðlimur félagsins í 26 ár og tók mér eins og hinar konumar með mikilli hlýju, sem vermdi inn að hjartarótum. Síðar átti ég eftir að starfa með henni í stjórn félagsins árum saman. Þá kynntist ég best hinum mörgu kost- um hennar, trúmennsku, festu og umfram allt kærleikanum til kristniboðsins. Hún var mjög sam- vinnuþýð og tillögugóð, enda vel greind og jafnframt traustur vinur vina sinna. Trúföst og fórnfús sat hún í ritarastólnum fund eftir fund, ár eftir ár, og leysti starf sitt þar afbragðs vel af hendi. Þegar félagið sá um föndurfundi fyrir telpur í Kristniboðshúsinu Betaníu lagði hún Ióð sitt á þá vog- arskál. Vinnan lék í höndum henn- ar. Auk þess nutum við góðs. af MINNINGAR því, að tvær dætur hennar voru búsettar vestan hafs. Þaðan fengum við bæði efni og áhöld til starfa. Þar að auki hafði Vilborg sjálf margt meðferðis, sem nýttist okkur vel er hún kom heim að lokinni vesturför. Hafði hún þá einnig not- að tækifærið til að læra eitthvað nýtt, sem að gagni mætti verða hér heima. Þegar aldur færðist yfír og heils- an brást dró Vilborg sig meira í hlé, þó að segja megi, að hún hafi alltaf verið í hópi hinna hljóðlátu og hógværu í landinu. En kærleikur hennar til Kristniboðsfélags kvenna og málefnis Drottins var hinn sami. Hagar hendur hennar héldu áfram að vinna ýmsa muni á basara fé- lagsins. Hún kom með eða sendi ríkulegar fjárapphæðir og bað fyrir kristniboðinu og vinum sínum. Þess vegna eram við miklu fá- tækari en áður, þegar hún er horf- in sjónum. Við söknum símtala og kærleiksríkra orða. Þó að hún væri mjög sjúk og þyrfti á margvíslegri aðstoð að halda sagði hún alltaf að sér liði vel. Svo mikil var rósemd hennar og þolgæði. En hún átti líka þá öraggu vissu, að hún væri í hendi Drottins alla ævidaga sína. Ég trúi því, að sú hönd hafí nú leitt hana inn í dýrðarríki Guðs, þar sem eng- inn sjúkdómur, engin sorg, engin þjáning er til. Þar sem Jesús sjálfur þerrar hvert tár af augum bama sinna. Með þessum orðum vil ég í eigin nafni, fyrir hönd systra minna, Filippíu og Svanfríðar, ogjafnframt allra kristniboðsfélagskvennanna, þakka Drottni fyrir Vilborgu Dyr- set, fyrir líf hennar og starf, fyrir allan kærleika, fómfysi og fyrir- bænir. Um leið biðjum við fjölskyldu hennar blessunar Guðs. Dætranum flóram, sem allar eru búsettar er- lendis, sendum við innilegar samúð- arkveðjur. Ennfremur syninum Gunnari, sem reyndist móður sinni frábærlega vel. Ef haft var á orði, að hún gæti ekki leitað liðsinnis dætra sinna, þó að hún þyrfti á að halda, svaraði hún oftast: „Hann Gunnar er á við fjórar dætur.“ Kæra vinir, sem nú syrgið góða móður. Ég er þess fullviss, að fyrir- bænir mömmu ykkar fylgja ykkur systkinunum og fjölskyldum ykkar um ókomin ár. Orð Guðs gefur fyr- irheit um, að blessun hans sé með afkomendunum kynslóð eftir kyn- slóð. Lilja S. Kristjánsdóttir. Ég kynntist sæmdarkonunni Vil- borgu Dyrset fyrir ríflega tuttugu áram. Þá var ég að draga mig að sonardóttur hennar, Margréti Þóru Gunnarsdóttur, sem var að læra á píanó og hafði hljóðfærið sitt í Hólmgarðinum hjá ömmu sinni, sat þar löngum og æfði sig. Ég átti þá heima í Vogunum og gekk ófáar göngur yfír mýrina og upp í holtið á vormánuðum 1975, þá fyrstu nokkuð óstyrkur. Ég man að ég spurði um Möggu en fékk þau svör að hér væri engin Magga, hins veg- ar Margrét Þóra og það væri guð- velkomið að hafa tal af henni. Vil- borg tók þessum síðhærða og skeggjaða náunga vel og mildilega, bauð mér í eldhús og setti fyrir mig kleinur, pönnukökur og aðrar þær krásir sem hún kunni betur að laga en aðrir. Fljótlega urðum við miklir mátar, sátum löngum í eldhúsinu, höfðum óm af píanóspili gegnum þilið og spjölluðum saman, fundum þá þegar góðan tón í okkar sam- skiptum sem aldréi brá skugga á. Það var ekki mulið undir Vil- borgu í æsku fremur en flesta ís,- lendinga aðra af hennar kynslóð. Þau vora fimmtán systkinin, hún var sú þrettánda í röðinni og fór komung að vinna fyrir sér, átti ekki kost á langskólanámi. Hófsöm lífsafstaða hennar var mótuð af hörðum kjöram á tíðum, hún var lítið gefín fyrir óþarfa og munað, hávaða eða fyrirgang. Hún var jafn- aðarsinni, hafði ríka réttlætiskennd og óskipta samúð með þeim sem minna mega sín. Þau hjónin, Vil- borg og Einar Ansgar, bjuggu stundum þröngt með bömum sínum fímm og það hefur vísast ekki allt- af verið auðvelt að framfleyta fjöl- skyldunni. En allt tókst það með samheldni og dugnaði. Og Vilborg sótti mikinn styrk f einlæga og heilsteypta trú sína. Vilborg var greind kona og skemmtileg, sagði vel frá mörgu því sem á hennar daga hafði drifíð og lýsti því fólki sem hún hafði mætt eða orðið samferða einhvem spöl á lífsgöngunni af næmum skilningi og hæfilegri glettni sem þó alltaf var elskuleg og laus við meinfýsi. Hún kunni mikið af kveð- skap, vísum og þulum, sem hún seinna skrifaði sumt af niður á blað handa uppvaxandi bamabarna- bömum. Það efni sendi hún líka þjóðháttadeild Þjóðminjasafnsins að þeirra beiðni, ásamt með margvís- legum fróðleik um aðstæður og hætti fyrr á þessari öld. Ég kynntist aldrei Einari mann- inum hennar sem dó 1969 en fann sterklega hvað hún alltaf saknaði hans; um hann talaði hún af ástríkri umhyggju og minning hans var henni heilög. Þau átti saman fimm börn, fjórar glæsilegar dætur og Gunnar, tengdaföður minn. Örlögin höguðu því svo. að allar festu dæt- umar rætur í útlöndum og fetuðu þar í fótspor föður síns sem var norskur. Éma býr í Danmörku, ANNA GUÐJÓNSDÓTTIR + Anna Guðjónsdóttir var fædd á Brekkum í Hvol- hreppi 13. mars 1907. Hún lést í Sjúkrahúsi Suðurlands 4. des- ember síðastliðinn og fór útför- in fram 11. desember. ELSKU Anna frænka mín er farin yfír móðuna- miklu en minningin um hana mun lengi lifa í hjarta mínu. Þegar hún kynntist eigin- manni sínum, Sigurði Árnasyni, var ég lítil hnáta. Stakk hann af með hana að Heiðarseli í Hróarstungu og það fannst mér heldur sárt. Anna mín farin svona langt í burtu. Hvenær mundi ég fá að sjá hana aftur og heyra hlátur hennar sem var svo smitandi? En ég gleymdi henni ekki, hugsaði oft til hennar. Ég var svo viss um að henni mundi leiðast að vera á svona afskekktum stað. Það gladdi mig þegar hún fluttist svo loksins eftir 10 ár til Hveragerðis. Nú loksins gat ég heimsótt hana. Sjaldan fór ég svo fram hjá Hveragerði að ég heim- sækti hana ekki. Þegar ég kom til hennar í nóvember sl. var hún kát og hress að venju og leit mjög vel út. Hún var að sýna mér það sem hún var búin að pijóna og sauma út. Mér datt þá ekki í hug að þetta væri síðasta heimsókn min til henn- ar á Dvalarheimilið Ás. Við vitum aldrei hvað morgundagurinn ber í skauti sér. Anna vildi aldei vera upp á neinn komin. Þess vegna var það að hún pantaði sér pláss á Dvalar- heimilinu Ási án þess að láta börn sín vita. Þá var hún orðin 85 ára gömul að mig minnir. Þetta fannst mér alveg sérstakt af henni. Hún sagði að sér væri velkomið að vera hjá dóttur sinni, en hún væri bara ekkert bættari með það, hún gæti alveg eins verið ein í sínu litla húsi eins og að vera ein í húsi dóttur sinnar, sem þurfti að stunda vinnu alla daga. Ekki nóg með það, held- ur gaf hún allt sem hún átti. Hún sagðist fá allt á dvalarheimilinu sem hún þyrfti með og þyrfti því ekki að vera að flytja þetta dót með sér. Það væri nær að þeir fengju það, sem þyrftu meira á því að halda. Svona var hennar stóra, góða hjarta, alltaf að hugsa um aðra. Eg held að Anna hafí átt fáa sína líka. Sigrid og Jórunn í Bandaríkjunum, og Ragnhild í Noregi. Hugur Vil- borgar var einatt hjá dætrunum og fjölskyldum þeirra, hún sótti þær heim meðan heilsa leyfði, þær hana. Og hún hafði mikla gleði af barna- börnunum mörgu sem voru dugleg að heimsækja ömmu sína yfir hafíð þegar þau uxu úr grasi. Þau Vilborg og Gunnar vora sér- lega náin og hann reyndist móður sinni alltaf hinn besti sonur, um- hyggjusamur og ástríkur svo af bar. Undir það síðasta bjó Vilborg í Seljahlíð og naut þar góðrar um- hyggju elskulegs starfsfólks. Megi hún fara í friði. Ornólfur Thorsson. Kær frændkona okkar hefur lok- ið löngu og starfsö'mu æviskeiði og viljum við þakka samfylgdina og elskuleg kynni og samstarf um ára- bil. Foreldrar Ragnheiðar voru Snjólfur Jónsson bóndi og sjómaður í Strýtu og Guðrún Jónsdóttir frá Þorlákshöfn. Þau vora því systra- börn, Magnús Jónsson á Hjalla í Ölfusi og Vilborg. Vinátta var með þeim og frændsemi og nutum.við Magnús sonur minn þess, enda var Vilborg frændrækin við allt sitt fólk. Eiginmaður Vilborgar var Ein- ar Dyrset og bjuggu þau allan sinn búskap í Reykjavík og þar ólu þau upp sín fimm ágætu böm. Þau Einar vora afar samrýnd hjón og höfðu bæði áhuga á tónlist og ýmsu félagsstarfi. Einar hafði ágæta söngrödd og starfaði í kóram og setti það brag á heimilislífið. Mikið starf lagði Vilborg fram í Mæðrafélaginu, sem var undir stjóm frændkonu okkar Katrínar Pálsdóttur. Það vora bjartir dagar þegar við Vilborg voram að und- irbúa matjurtargarða fyrir félags- konur Mæðrafélagsins, eða að skipuleggja saumanámskeið þar sem félagskonur saumuðu sjálfar skóla- og sparifatnað á böm sín. Þar var Vilborg mikilvirkust allra og vakti saumaskapur hennar að- dáun annarra kvenna. Tvívegis buðu þau Vilborg og Einar ungum syni mínum til dvalar á heimili sínu. Þessar stuttu vistir hjá þeim í Hólmgarði 28 hafa orðið Magnúsi kærar og ógleymanlegar æskuminningar um glaðværa og góðlynda fjölskyldu sem tók ungum sveini með opnum örmum, sem aufúsugesti. Það er gott veganesti að eiga sér minningar um merka konu sem var svo rík að vinarþeli að vinátta hennar entist til að ylja þremur kynslóðum. Blessuð sé minning Vilborgar Dyrset. Þórunn Magnúsdóttir og Magnús Bjarnarson. Mér finnst það svo þakkarvert að Anna skyldi ekki þurfa að liggja lengi veik. Hún hefði ekki viljað lifa lengi upp á aðra komin. Hún þráði heldur hvíldina. Hún trúði á Guð og annað líf og óttaðist því ekki dauðann. Hún efaðist aldrei um mátt hans og bað alltaf til hans, sem gaf henni styrk og nú er hún í faðmi hans. Að endingu vil ég þakka þér, elsku frænka mín, allar góðu stund- irnar, sem við áttum saman. Þær eru mér ógleymanlegar. Ég veit að systkini mín þakka þér öll hið sama því þeim þótti öllum svo vænt um þig. Hvíl þú í friði. Elsku Jóna mjn og Björgvin og aðrir ættingjar. Ég votta ykkur öll- um samúð mína. Megi Guð leiða ykkur um alla framtíð. Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert bresta. A grænum grundum lætur hann mig hvílast, leiðir mig að vötnum, þar sem ég má næðis njóta. Hann hressir sál mína, leiðir mig um rétta vegu fyrir sakir nafns síns. Jafnvel þótt ég fari um dimman dal, óttast ég ekkert illt, því að þú ert hjá mér, sproti þinn og stafur hugga mig. (Ur Davíðssálmi) Oddný Guðnadóttir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.